Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 9 SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur aftur tekið fyrir kæru Félags hóp- ferðaleyfishafa og sent annað erindi til Vegagerðarinnar og óskað eftir áliti hennar á nýjan leik. Félagið kærði meinta misnotkun tiltekinna leyfishafa á sérleyfum til Vegagerðarinnar og óskaði eftir at- hugun og aðgerða af hennar hálfu, en Vegagerðin taldi ekki ástæðu til aðgerða eða frekari afskipta. Félag hópferðaleyfishafa kærði þá niður- stöðu til samgönguráðuneytisins, sem vísaði henni frá á þeim grund- velli að ekki væri um kæranlega ákvörðun lægra stjórnvalds að ræða. Umboðsmaður Alþingis komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ráðuneytinu hefði borið að taka efn- islega afstöðu í málinu í stað þess að vísa kærunni frá. Jóhann Guðmundsson, skrifstofu- stjóri í samgönguráðuneytinu, segir að Félag hópferðaleyfishafa sé búið sé að senda kæruna aftur til ráðu- neytisins og ráðuneytið sé jafnframt búið að senda kæruna á ný til um- sagnar hjá Vegagerðinni. Hann seg- ir að ráðuneytið muni síðan fá álit Vegagerðarinnar og úrskurða á þeim grundvelli, en ekki sé hægt að segja til um á þessu stigi hver sá úr- skurður verði. Ráðuneyti tekur kæru fyrir á ný HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm héraðsdóms um að 23 ára karl- maður skuli sæta 12 mánaða fang- elsi fyrir að hafa stolið vörum úr verslun í Reykjavík og þar með rofið skilorð dóms frá júní 1999. Var átta mánaða skilorðsbundið fangelsi samkvæmt þeim dómi dæmt með og manninum gerð 12 mánaða fangels- isrefsing í einu lagi. Honum var einnig gert að greiða versluninni þar sem hann braust inn tæpar 84 þúsund krónur í skaðabætur ásamt vöxtum. Ákærði krafðist þess fyrir dómi að ekki yrði hróflað við skilorði dómsins frá árinu 1999 þar sem hann hafi ekki verið viðstaddur upp- sögu dómsins og því hafi skilyrði al- mennra hegningarlaga, um að dóm- ari skuli kynna dómfellda rækilega skilyrði fyrir frestun refsingar og gera honum ljósar afleiðingar skil- rofsrofa, ekki verið uppfyllt. Í dómi Hæstaréttar segir að um- ræddur dómur hafi verði birtur manninum áður en hann hafi framið þau brot sem hann sé nú sakfelldur fyrir. Ekkert hafi komið fram um að birtingu dómsins hafi verði áfátt. Maðurinn haldi því ekki fram að hann hafi ekki verið kvaddur til að vera viðstaddur uppsögu umrædds dóms, hann verði því að bera sjálfur ábyrgð á því að dómara málsins hafi ekki verði unnt að brýna fyrir hon- um afleiðingar skilorðsrofa. Hæstaréttardómararnir Gunn- laugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir dæmdu í málinu. Hilmar Ingimund- arson hæstaréttarlögmaður var verjandi ákærða og flutti Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Hlaut 12 mánaða fangelsi fyrir skilorðsbrot og þjófnað FUNDIR kirkjuþings verða settir næstkomandi mánudag en meðal mála sem þar verða rædd er tillaga um stofnun Lindasóknar og Linda- prestakalls í Kópavogi, sameiningu Barðastrandarprófastsdæmis og Ísa- fjarðarprófastsdæmis og kynnt verð- ur lagafrumvarp dóms- og kirkju- málaráðherra um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og lík- brennslu. Við upphaf kirkjuþings kl. 10 verð- ur opnaður nýr vefur fyrir kirkjuþing og markar hann upphaf á gagngerri nýsköpun á vef þjóðkirkjunnar, segir m.a. í frétt um þingið. Hægt verður að fylgjast með störfum kirkjuþings á slóðinni www.kirkjan.is/kirkju- thing. Auk mála sem þegar eru nefnd verður fjallað um tillögu um að sam- einuð verði Árnesprestakall og Hólmavíkurprestakall og að Múla- og Austfjarðaprófastsdæmi verði færð í umdæmi vígslubiskups á Hólum í stað Skálholtsbiskups eins og nú er. Messa verður fyrir upphaf kirkju- þings í Dómkirkjunni kl. 20 á sunnu- dagskvöld. Sr. Pétur Þórarinsson prédikar en biskup Íslands, Karl Sig- urbjörnsson, og sr. Hjálmar Jónsson þjóna fyrir altari. Börn úr barnakór- um Reykjavíkurprófastsdæmis eystra syngja undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Kirkjuþing hefst á mánudag Fjallað um sam- einingu sókna FERÐAMÁLARÁÐ hefur látið vinna bækling um Ísland sem var prentaður í Slóveníu og eru íslenskir prentarar margir hverjir ósáttir við að íslensk prentsmiðja hafi ekki ver- ið fengið til verksins, þar sem eitt af hlutverkum Ferðamálaráðs er að stuðla að verslun hér heima. Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að Ferðamálaráð verði, sem ríkisstofnun, að bjóða svona stór verk út á hinu evrópska efnahags- svæði. „Ríkiskaup buðu verkið út og því tilboði var tekið sem Ríkiskaup töldu hagstæðast. Við höfum enga aðra úrkosti,“ segir Magnús. Hann segir að heildarkostnaður- inn við bæklinginn sem er gerður ár- lega sé um 18 milljónir króna, þar af kosti prentunin um 9-10 milljónir króna. Hann segir að öll ljósmynda- vinna og umbrot hafi verið unnið hér á landi. „Við hefðum að sjálfsögðu viljað að allur kostnaður vegna þessa bæklings lenti hér innanlands, en við verðum að fylgja þeim lögum sem okkur eru sett í því. Ég hefði verið mjög ánægður ef þetta verk hefði getað verið unnið hér heima,“ segir hann. Urðu að bjóða verkið út ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.