Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 16
LISTIR 16 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ RAGNA Freyja Karlsdóttir hefur gefið út bók um ofvirkni. Ragna er menntuð sem sérkenn- ari barna og unglinga sem eiga í tilfinningalegum, félagslegum og geðrænum erfiðleikum og hefur hún m.a. sérhæft sig í kennslu nemenda sem eru ofvirkir og/eða með athyglisbrest. Í nútímaþjóðfélögum, ekki sízt á Vesturlöndum, hefur ofvirkum börnum og unglingum farið fjölg- andi og ekki er vitað hvort það er vegna nákvæmari greiningar eða hvort þeim hefur fjölgað hlutfalls- lega í raun. Talið er að 3–5% grunnskólanemenda hafi athygl- isbrest með ofvirkni og í þeim hópi sé 1 stúlka á móti hverjum 2–4 drengjum, þannig að í hverj- um bekk í skólum hér á landi eru til jafnaðar a.m.k. 1–2 slíkir nem- endur (bls.16). Miklu skiptir að fagmannlega sé staðið að verki þegar tekið er á málum barna sem eiga í erfiðleik- um í lífinu. Mörg þeirra búa við erfiðar aðstæður og hæfileiki þeirra til að laga sig að öðru fólki og komast til þroska getur litazt af því. Vandamál ungs fólks eru nefnilega alloft foreldravandamál en ekki unglingavandamál. Margt fagfólk kemur að málum ofvirkra barna og unglinga og má nefna heimilislækna, geðlækna, geð- hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, barnalækna, fjöl- skylduráðgjafa og sálgreina sem dæmi og vissulega kemur til kasta leikskóla- kennara og annarra kennara í skólum landsins. Í bókinni er rakið á hverju grein- ing á athyglisbresti, hreyfiofvirkni og hvatvísi er einkum byggð. Ragna hefur flutt fyrirlestra og leið- beint á námskeiðum um kennslu barna með athyglisbrest með ofvirkni og nýtir hún efnið sem grundvöll að bók sinni. Þessi börn eru í daglegu tali gjarnan nefnd ofvirk, en einn- ig er hópur barna sem einkum á í erfiðleikum með að einbeita sér þótt þau falli ekki undir ofvirkn- iskilgreiningu. Um alla þessa þætti fjallar Ragna í bókinni. Hjá mörgum börnum koma einkenni snemma fram, á leikskólaaldri eru þau ókyrr og eiga erfitt með að stjórna sér og þegar að skóla- göngu kemur keyrir um þverbak. Þá er þess krafizt að þau einbeiti sér að námi, vinni heimaverkefni og hafi röð og reglu á þeim, sitji kyrr í skólanum, trufli ekki aðra, myndi tengsl við félaga og hafi tímaskynið í lagi svo eitthvað sé nefnt. Þessi börn geta einangrazt félagslega, orðið fyr- ir einelti og miklu varðar að kennarar og foreldrar hafi á reiðum höndum að- ferðir til að taka rétt á málum svo að hjálpa megi barninu og draga úr líkum á því að í óefni fari. Ég veit um marga kennara sem átt hafa erfiða daga vegna þess að ekki hefur tekizt vel til í samskiptum við ein- staka nemendur og jafnvel hætt kennslu eða misst móðinn þess vegna. Aukin þekking og leiðsögn sérfróðra skiptir því gríðarlega miklu máli fyrir allt skólastarf og sérkennari með þekkingu og reynslu Rögnu Freyju leggur veigamikið lóð á vogarskálarnar. Ragna nefnir nokkur dæmi um erfiðleika sem ofvirkur nemandi getur átt í. Hann á erfitt með að hafa reglu á borðinu sínu, hafa yfirsýn yfir það sem á að gera, áætla fram í tímann og setja sér markmið, átta sig á atburðaröð, greina aðalatriði frá aukaatriðum, setja sér mörk, velja og hafna, gera sér grein fyrir tíma og tíma- setningum ( bls. 13). Hann lendir aftur og aftur í sömu erfiðleik- unum við svipaðar aðstæður, og virðist ekki geta lært af reynsl- unni. Allt eru þetta mikilvæg at- riði þegar í skólastofuna er komið og ef illa tekst til getur líðan nemandans verið eins og haft er eftir 6 ára barninu sem sagði: „Þetta er ekki skemmtilegur skóli. Ég er veikur í maganum og hjartanu. ... ég vil fara í annan skóla ...“ Námserfiðleikar þurfa ekki að stafa af því að barnið geti ekki lært eða sé heimskt, heldur af því að það nær ekki að halda athygli sinni vakandi og tileinka sér það sem um er að vera, missir af mik- ilvægum upplýsingum, og er úti að aka. Miklu skiptir því að geta séð að barnið búi einnig yfir já- kvæðum eiginleikum, fái ekki þau skilaboð að því sé ekki við bjarg- andi. Afleiðing af því verður léleg sjálfsmynd og enn meiri erfiðleik- ar. Þótt hegðun geti verið óæski- leg er nemandinn ekki óæskileg- ur. Rögnu verður tíðrætt um þetta leiðarljós og leggur á það megináherzlu að jákvæður agi sé haldreipi barnsins, foreldrar og kennarar verði að hafa stjórn á eigin tilfinningum, hrósi fyrir það sem vel er gert og refsi ekki og skilji að barnið, eins og allir aðr- ir, getur þurft mest á hlýju og væntumþykju að halda þegar það verðskuldar hana sízt. Að skammstafa athyglisbrest með ofvirkni sem AMO finnst mér missa marks, en amo á latínu þýðir ég elska og til að undir- strika það eru smáhjörtu á víð og dreif um bókina. Bókarkápa er falleg en orðinu amo laumað inn í upphafsstafinn O að óþörfu og ekki til prýði. Bók Rögnu Freyju Karlsdóttur er heilt yfir fróðleg og færir for- eldrum og kennurum mikilvægan og þarfan boðskap. Þarfur boðskapur BÆKUR H e i l b r i g ð i s m á l Eftir Rögnu Freyju Karlsdóttur sem jafnframt er útgefandi. Bókband: Flatey hf. Gefin út í maí 2001. 118 bls. OFVIRKNI, BÓKIN FYRIR KENNARA OG FORELDRA Katrín Fjeldsted Ragna Freyja Karlsdóttir „Það er komin góð reynsla á Parnelli Jones, Dirt Grip dekkin. Við erum búnir að selja talsvert magn af þessum dekkjum og viðtökurnar hafa verið framar okkar björtustu vonum. Þetta eru gripmikil dekk, bæði breiðari og hærri en önnur dekk í sama stæðarflokki. Þeir sem hafa keypt Parnelli og sett þau undir bílana eru allir mjög ánægðir. Bæði atvinnubílstjórar og jeppa- menn eru að kaupa þessi dekk og það breytir engu hvort menn eru að aka á fjöllum eða í þéttbýli, þau henta vel við allar aðstæð- ur,” segir Viðar Halldórsson í Gúmmívinnustofunni. Parnelli Jones við stjórnvölinn „Þessi dekk eru framleidd undir ströngustu kröfum í Banda- ríkjunum og hinn þekkti kappakstursmaður Parnelli Jones er hönnuður þeirra. Parnelli Jo- nes hefur stundað kappakstur utan vega og veit hversu mikils virði góð dekk eru. Parnelli dekkin eru hönnuð til að henta við hvaða aksturaðstæður sem er og þau standa fyllilega undir því. Það er gífurlegt grip í þeim en þrátt fyrir mikið grip eru þau ótrúlega hljóðlát og það er enginn munur að keyra á þeim á götunum og venjulegum jeppa- dekkjum. Það er algengt vanda- mál að þessi stóru jeppadekk séu til vandræða á malbikinu, en jeppamenn eru sammála um að Parnelli séu ótrúlega góð í al- mennum akstri og það sé mjög þægilegt að keyra á þeim innan- bæjar.” Burðarþolið mikið „Þetta eru breiðari og hærri dekk en önnur dekk í sama númeri og standast öll mál mjög vel. Það er algengt að þessi stóru dekk standist ekki mælingu, en 38” Parnelli eru 38.200”, og 36” er 36.125”. Margir eigendur stórra og þun- gra bíla hafa fram að þessu verið í vandræðum með að fá nógu burðarþolin dekk undir bílana en nú er það vandamál úr sögunni. Parnelli t.d. 16” og 16 1/2” hafa styrkleikann E, eða sem sam- svarar 10 strigalögum. Þeir sem reyna þessi dekk undir stóra og þunga bíla hafa orðið mjög ánægðir með þau. Dekkjamálin eru eins og trúarbrögð hjá sönn- um jeppamönnum og atvinnubíl- stjórum og menn eru ótrúlega fljótir að kristnast þegar þeir Rúmt og gott húsnæði Gúmmívinnustofan er í mjög rúm- góðu húsnæði að Réttarhálsi 2 og er hvað stærst í innflutningi á jeppadekkjum hér á landi. Auðvelt er að taka inn hvaða bíl sem er í umfelgun. „Við leggjum mikið uppúr því að geta veitt góða þjón- ustu og erum með vel þjálfaða menn sem kunna sitt fag. Þjónustan þarf að vera í stíl við vöruna,” segir Viðar á Gúmmí- vinnustofunni að lokum. leiðar minnar, meira að segja þeg- ar ég lenti í ferð upp á Langjökul í mjög erfiðri færð. Það er mikið gúmmímagn í þessum dekkjum og það er mjög gott að hleypa úr þeim. Ég hef hleypt úr þeim alveg niður í 2-3 pund og þau verða mjög mjúk og þægileg þannig. Ég er núna kominn á 38” dekk og ég gef þeim toppeinkunn. Ég er ekki tilbúinn að skipta.” prófa þessi dekk,” segir Viðar. „Ég byrjaði á 36” Parnelli dekkj- um af því að ég fékk ekki stærri þá. Þau voru eins og hugur manns og ég fór allt á þeim,” segir Jó- hannes Stefánsson í Múlakaffi sem ferð- ast mikið á jöklum með veislu- þjónustu sína. „Þetta var eins og að keyra fólks- bíl í bænum og ég komst alltaf Parnelli jeppadekkin: „Parnelli dekkin eru mjúk og þægileg að keyra á þeim og ég er ekki tilbúinn að skipta” segir Jóhannes Stefánsson undrakokkur í Múlakaffi, en hann er búinn að keyra á Parnelli í meira en ár. „Komst allt á 36 tommunum“ Auglýsing Toppeinkunn á malbiki og í fjallaferðum  HUGLEIÐINGAR um frum- speki er eftir René Descartes í þýðingu Þorsteins Gylfasonar, sem einnig ritar inngang og skýr- ingar. Þetta rit franska heimspekings- ins Descartes (1596-1650), er eitt höfuðverk vestrænnar heimspeki. Í því færir höfundurinn sönnur á tilveru Guðs og greinarmun sálar og líkama. Rit Descartes ollu straumhvörfum sem eiga sér naumast líka í sögu heimspekinnar á Vesturlöndum. Með honum hófst nýöldin í heimspeki, en rit hans ollu því að kristileg skólaspeki lét í minni pokann. Með Hugleiðing- unum vildi hann leggja grundvöll- inn að hinum nýju vísindum. Þor- steinn gagnrýnir rökfærslur Descartes, og setur textann jafn- framt í samhengi við hræringar í andlegu lífi á meginlandi Evrópu og á Íslandi á 17. öld. Verð 2.390 kr.  GERMANÍA eftir Cornelius Tacitus í íslenskri þýðingu Páls Sveinsson er endurútgefin. Nýjan inngang skrifar Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur. Hann hefur einnig uppfært neð- anmálsgreinar og athugasemdir til samræmis við nýjustu rannsóknir. Germanía er ekki sagnfræðirit í hefðbundinni merkingu þess orðs heldur frekar rit á sviði mannfræði þar sem höfundur leitast við að segja frá því sem hann veit sann- ast og réttast um siði og sögu Germana. Stór hluti þess sem skrifað var um Germaníu og þjóð- irnar sem þar bjuggu í fornöld er glataður. Germanía eftir Tacitus er því ein mikilvægasta heimild okkar um þessa hættulegustu andstæð- inga Rómverja. Verð 1.990 kr. Það er Hið íslenska bókmennta- félag, sem gefur ritin út. Nýjar bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.