Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKA er nú liðin frá því að árásir hóf-ust á Afganistan og lýsti George W.Bush Bandaríkjaforseti yfir því áfimmtudag að markmið Banda-ríkjamanna væri að koma talibön- um frá völdum um leið og hann sagði að verið væri að leggja helstu vígi þeirra í rúst. Er kom á daginn að talibanar hygðust ekki framselja hryðjuverkaforingjann Osama bin Laden var ljóst að árás Bandaríkjamanna væri yfirvofandi. Töldu margir aðeins tímaspursmál hvenær þeir hrökkluðust frá völdum og spurðu hvað tæki þá við. En málið er ekki svo einfalt því að talibanar eru mun öflugri en þeirra helstu andstæðingar, sem bæði eru verr vopnum búnir enn sem kom- ið er og ekki jafn samhentir og talibanar. Um leið og Bush sagði að hann hygðist gefa talibönum síðasta tækifæri til að framselja bin Laden og yrði sprengjuárásum þá hætt lýsti hann því hvernig verið væri að ráðast á vígi þeirra eitt af öðru. „Þessir ráðamenn kalla sig heilaga menn, þrátt fyrir að þeir hafi notað peninga fengna með heróínsmygli. Þeir kalla sig guðhrædda og trúaða og beita konur um leið ofbeldi,“ sagði hann. „Talibanar hafa gerst bandamenn morð- ingja og veitt þeim skjól. En nú er hvorki skjól fyrir al-Qaeda né talibana.“ Þótt Bush hafi lýst yfir því að markmiðið sé að koma talibönum frá og þegar sé farið að tala um það í bandaríska stjórnkerfinu að nú taki við að byggja upp afganskt þjóðfélag vilja Vestur- lönd ekki að svo líti út sem þau ætli að mynda einhvers konar leppstjórn í landinu. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið mjög skeleggur í því að halda saman því bandalagi, sem myndað hefur verið undir forystu Banda- ríkjamanna í atlögunni gegn hryðjuverkum. Hann hefur ásamt Jack Straw, utanríkisráð- herra Bretlands, átt samstarf við Lakhdar Bra- himi, sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, hefur skipað sérlegan fulltrúa sinn í Afganistan. Brahimi er frá Alsír og gegndi áður sama starfi, en sagði því lausu 1999 þar sem honum varð ekki ágengt. Brahimi þekkir hins vegar hin ýmsu þjóðernisbrot í landinu og nýtur einnig trausts í þeim ríkjum, sem liggja að Afganistan. Breskir embættismenn hafa greint frá því að hlutverk Brahimis sé að mynda samsteypu- stjórn, sem Pakistanar, Indverjar, Íranar, Rússar og Kínverjar geti sætt sig við. Þar yrði að finna fulltrúa allra hópa í landinu, þar á með- al andófsmanna, sem nýlega hafa sagt skilið við stjórn talibana. Ætlunin er að Zahir Shah, kon- ungur Afganistans, sem var útlægur ger árið 1973, leggi blessun sína yfir stjórnina og kalli síðan saman fund leiðtoga þeirra hópa, sem byggja landið. Slíkir fundir heita „loya jirga“ og er hlutverk þeirra að leggja blessun sína yfir nýjan leiðtoga. Svo virðist sem bæði Bandaríkjamenn og Bretar séu sammála um að ekki gangi að Norð- urbandalagið komist sjálfkrafa til valda í því tómarúmi sem myndast þegar talibanar hrökkl- ast frá. Síðan er gert ráð fyrir því að Vesturlönd styðji hina nýju stjórn með mat og annarri að- stoð, ráðgjöf og eftirgjöf skulda og yrði það tengt markmiðum á borð við að draga saman ópíumframleiðslu í landinu. Með þessu á að reyna að koma í veg fyrir að ringulreið skapist í Afganistan á ný. Þegar Blair ávarpaði flokks- þing Verkamannaflokksins fyrr í þessum mán- uði sagði hann að það hefðu verið mistök að snúa baki við Afganistan árið 1991 þegar sov- éski herinn hafði verið flæmdur á braut og bætti við að það yrði ekki gert nú. Í breskri skýrslu um það hvernig binda eigi enda á hryðjuverkastarfsemi er gert ráð fyrir því að uppbygging í Afganistan muni fara fram næstu fimm til tíu árin og hún muni kosta allt að 40 milljarða dollara eða 4.000 milljarða króna. Uppbygging þjóðar Það er auðvelt að segja að koma eigi á stjórn í Afganistan, sem hinir ólíku nágrannar geti sætt sig við og þjóni hagsmunum allra íbúa landsins. Það væri hins vegar mikið afrek ef það tækist. Bretar eru farnir að tala opinberlega um að byggja upp afganskt þjóðfélag og nota þá orðin „nation building“. Bandaríkjamenn hafa iðulega notað þau orð þegar þeir hafa hlutast til um málefni annarra ríkja og nægir í því sambandi að nefna Víetnam, þar sem reynslan var skelfi- leg. Tal af þessu tagi vekur því tortryggni margra í Bandaríkjunum og hefur repúblikön- um verið sérstaklega í nöp við hvers konar „þjóðaruppbyggingu“. Þá er ljóst að hinir ýmsu hópar í Afganistan munu ekki láta ýta sér fram og tilbaka eins og taflmönnum á skákborði og er valdabaráttan milli úsbeka í norðri og pastúna í suðri þegar hafin. Hinir síðarnefndu eru stuðningsmenn konungsins, en þess ber að geta að talibanar eru einnig að meginhluta pastúnar. Valdabaráttan milli þeirra felst hins vegar ekki í átökum, held- ur tilraunum til að hljóta náð fyrir augum Bandaríkjamanna og fá hjálp þeirra til að ráð- ast á höfuðborgina, Kabúl. Að auki eru grannríkin að reyna að hafa áhrif á framvinduna og ber þar helst að nefna Pak- istan, Íran og Úsbekistan. Pakistanar hafa ekki síst áhyggjur vegna þess að meirihluti íbúa í norðvesturhluta landsins eru pastúnar. 1,2 milljónir flóttamanna gera málið enn erfiðara viðureignar og óttast þeir að ítök talibana meðal pastúna geri það að verkum að samúð með mál- stað talibana nái yfir landamærin með þeim af- leiðingum að ókyrrð aukist í landinu. Stjórn Úsbekistans hefur hins vegar stutt þjóðarbrot úsbeka hinum megin við landamær- in. Þeir styðja Rashid Dostum, fyrrverandi her- foringja úr her kommúnistastjórnar Afganist- ans. Dostum leikur enn hlutverk í vörnum Norðurbandalagsins gegn talibönum. Innan Úsbekistans er hins vegar einnig að finna ísl- amska hópa, sem styðja talibana og því er óttast að stríð í Afganistan geti leyst úr læðingi borg- arastyrjöld í Úsbekistan. Yfirburðir í herafla Norðurbandalagið hefur ráðið ríkjum í þeim litla hluta Afganistans, sem ekki hefur verið á valdi talibana. Innan Norðurbandalagsins eru þrír afganskir minnihlutahópar atkvæðamestir, tadsíkar, úsbekar og hazara sítar. Oft hefur ver- ið grunnt á því góða milli þessara hópa og svo er enn þótt þeir séu sameinaðir í baráttunni gegn talibönum. Hernaðarsérfræðingar segja að Norðurbandalagið muni ekki geta borið sigur úr býtum hjálparlaust. Talið er að talibanar hafi um 50 þúsund manns til að tefla fram til orrustu, þar á meðal um fimm þúsund arabíska málaliða, en Norðurbandalagið á milli 12 og 15 þúsund vel vopnaða hermenn auk sjálfboðaliða, sem ekki eru jafn vel vopnaðir. Talibanar höfðu algera yfirburði í vopnabún- aði á borð við skriðdreka og orrustuþotur, en árásir Bandaríkjamanna gætu hafa gert þá yf- irburði að engu. Engar upplýsingar er hins veg- ar að hafa enn sem komið er um það hvort floti herflugvéla talibana hafi skemmst í loftárásun- um. Talið er að talibanar hafi áður en árásirnar hófust haft 10 SU-22 sprengjuflugvélar, 5 MiG-21 orrustuþotur, 10 þyrlur til herflutninga og 40 flutningaflugvélar. Norðurbandalagið hef- ur hins vegar átta þyrlur til herflutninga og þrjár flutningavélar. Hvað sem þessu misvægi líður virðast sveitir undir stjórn Dostums hafa náð að sækja á í átökum við borgina Mazar-e- Sharif í norðvesturhluta Afganistans þar sem talibanar eru hvað veikastir fyrir. Þá segist annar herforingi í Norðurbandalag- inu, Ismail Khan, hafa tekið borgina Chag- hcharan í Ghor-héraði og sækir nú í átt að Her- at, höfuðborg héraðsins. Chaghcharan liggur á veginum, sem tengir Kabúl og Herat. Ekki sameiginlegt átak, heldur frumkvæði stríðsherra Landvinningar Norðurbandalagsins hafa hins vegar ekki fyrst og fremst verið vegna sameiginlegs átaks heldur frumkvæðis ein- stakra stríðsherra innan bandalagsins. Banda- lagið hélt Kabúl frá 1992 til september 1996 og er vart hægt að líta á valdatíma þess sem með- mæli með því að það komist til valda á ný. Á þessum fjórum árum var spilling allsráðandi, stjórnarfar grimmilegt og missti bandalagið völdin ekki síst vegna innbyrðis ágreinings og óeiningar með þeim afleiðingum að talibanar komust til valda. „Möguleikar Norðurbandalagsins eru meiri en áður var, en það vekur ekki miklar vonir,“ sagði Alexander Goltz, rússneskur hernaðar- sérfræðingur, sem barðist í sovéska hernum í Afganistan, í samtali við dagblaðið Christian Science Monitor. „Hóparnir innan bandalagsins hata hverjir aðra, þeir hafa barist gegn hver öðrum og munu ábyggilega gera það aftur. Fyr- ir vikið er frammistaða þeirra á vígvellinum misjöfn og lítt samstillt. Ég efa stórlega að þeir geti nokkru sinni unnið saman undir einni stjórn. Í raun er Norðurbandalagið aðeins laus- legt bandalag stríðsherra. Þeir styðjast við of lítil þjóðarbrot til að geta höfðað til landsins alls.“ Ahmed Rashid, pakistanskur blaðamaður, sem skrifaði bókina „Talibanar“, telur að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Herat falli og þá muni koma í ljós hversu margir gerast liðhlaup- ar úr röðum talibana. Rashid sagði í viðtali við Christian Science Monitor að Bandaríkjamenn ættu hins vegar ekki að flýta sér um of að steypa stjórn talibana. Það verði að fara með gát og mynda einhvers konar pólitískan grundvöll áð- ur. Talibanarnir séu að upplagi pastúnar og þeir muni ekki hlaupa í faðm tadsíkanna, úsbekanna og hazaranna í Norðurbandalaginu. Hinn póli- tíski grundvöllur fyrir því að sameina hina ólíku hópa verði aðeins fundinn með því að leita til gamla konungsins. „Þegar borg fellur má hún ekki falla í hendur eins af stríðsherrunum,“ sagði Rashid. „Þegar borg fellur verður stríðsherrann að segja að hún hafi fallið konunginum í skaut og bjóða síðan konunginum að koma og sitja þar í stjórn. Norð- urbandalagið fellst á þetta í grundvallaratrið- um, sérstaklega tadsíkarnir, en ég er ekki viss um úsbekana og Dostum herforingja.“ Norðurbandalagið vill fá stuðning Banda- ríkjamanna úr lofti hið fyrsta til þess að sækja að Kabúl. Tíminn er hins vegar naumur því að vetur er að ganga í garð. Sérfræðingar segja að hægt sé að berjast í um sex vikur til viðbótar, en þá verði orðið of kalt til að halda áfram og erfitt að byrja á ný fyrr en í kringum mánaðamót jan- úar og febrúar. Konungurinn og stuðningsmenn hans vilja hins vegar fá meiri tíma til skipulagningar fyrir þjóðarbrotin í suðri. Pastúnarnir, sem eru í meirihluta í landinu, verði að leika lykilhlutverk í að sigrast á talibönum og taka höfuðborgina. Búast megi við vandræðum ef Norðurbandalag- ið taki Kabúl. Hlutverk pastúna lykillinn að stöðugleika Bandaríkjastjórn er einnig treg til að leyfa Norðurbandalaginu að ná völdum í Kabúl, að hermt er. Sagt er að stjórn Bush geri sér grein fyrir því að fari svo sé mjög ólíklegt að hægt verði að koma á stöðugleika og samstarfi milli þjóðarbrota ef úsbekarnir og tadsíkarnir virðist hafa völd umfram stærð þeirra. Eigi að komast á stöðugleiki til langframa verði hóparnir í suðri að vera í pólitískum fararbroddi eftir að talib- anar fara frá völdum. En vandinn er ekki aðeins fólginn í því að finna pólitíska blöndu, sem tryggði að hver hóp- ur ætti fulltrúa í samræmi við stærð. Það þarf einnig að koma í veg fyrir að grannríkin seilist til áhrifa innan Afganistans. Pakistanar eru farnir að þrýsta mjög á um að Norðurbandalag- ið komist ekki til valda þar sem það muni aðeins þýða að aftur verði snúið til ringulreiðar og stjórnleysis. Pakistanar hafa tekið mikla en óhjákvæmilega áhættu með því að leggjast á sveif með Vesturlöndum í baráttunni gegn hryðjuverkum og þeir munu vilja fá sitt í stað- inn. Það verður hins vegar erfitt að viðhalda við- kvæmu jafnvægi í Afganistan ef ríkin í kring verða með stöðug afskipti. Það myndi hins veg- ar veikja stjórn Pakistans um of ef vilji hennar yrði sniðgenginn með öllu. Það er ekkert nýtt að framtíð Afgana ráðist af öflum, sem þeir fá ekki ráðið við. Eftir áratuga eymd og ringulreið þurfa þeir enn að horfa upp á það að utanaðkomandi öfl hafi framtíð þeirra í hendi sér. Valdabarátta í landi eymdar og ringulreiðar Reuters Hermenn Norðurbandalagsins snúa aftur í búðir sínar eftir orrustu við bæinn Charatoy í norðurhluta Afganistans á miðvikudag. Bandaríkjamenn hafa lýst yfir því að markmið þeirra sé að flæma talib- ana frá völdum í Afgan- istan, en það verður þrautin þyngri að finna pólitíska lausn, sem gæti tryggt stöðugleika í land- inu eftir áratuga eymd og glundroða. Karl Blöndal skrifar um valdabarátt- una innan Afganistans og afskipti ytri afla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.