Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 15 FJÓRIR valinkunnir listamenn, þau Erla Þórarinsdóttir, Hulda Há- kon, Jón Óskar og Steingrímur Ey- fjörð opnuðu í gær sýningu í Lista- safni Kópavogs. Þótt það megi ef til vill kalla hana samsýningu eru lista- mennirnir fjórir býsna ólíkir. Hið eina sem í fljótu bragði sameinar þá er frá- sagnargleðin, eða öllu heldur upplýs- ingagleðin, og ævintýrið sem því fylgir að fást við tilveruna utan við listina. Við erum komin ansi langt frá Jo- seph karlinum Kosuth, föður kons- eptlistarinnar, sem áleit að héðan í frá – eða frá því herrans ári 1969 – mundi listin snúast um listina, inn á við, en láta öðrum fögum eftir að fjalla um allt annað. Núna, ríflega þrjátíu árum síðar er list fjórmenninganna komin eins langt frá þessum reglum og hugsast getur. Í stað þess að loka sig af í sínum af- markaða heimi sem sérsvið fór listin á postmódernísku skeiði sínu – einkum á níunda áratugnum – að láta sig allt varða, hvort sem það stóð utan landa- mæra listanna eða innan. Um leið tóku önnur fög að seilast inn á fyrrum yfirráðasvæði listarinnar og heimta að vera tekin á fagurfræðilegu nót- unum, að minnsta kosti að hluta til. Það þarf ekki annað en líta á tvær stórar samsetningar Jóns Óskars – raðir af pappírsálverkum undir gleri – til að sjá hve langt hann teygir sig út fyrir kjarna listarinnar. Báðar þessar risasamsetningar byggir listamaður- inn á bardagaleiknum Counter- Strike, þar sem tveir spila og reyna eftir föngum að koma mönnum and- stæðingsins fyrir kattarnef. Allt í einu verður list hans afar fé- lagsleg, þar eð hún tekur mið af ung- lingagengjum sem sérhæfa sig í list- inni að gera gagnáras og uppræta með því óvininn. Innan slíkra laus- beislaðra samtaka eru meistaraskytt- ur, sannir snillingar, sem njóta ómældrar aðdáunar félaga sinna, en skjóta andstæðingum sínum skelk í bringu. Hægt er að nálgast þennan heim á Netinu þar sem hægt er að kynnast hinum ýmsu hliðum Count- er-Strike og hinu líflega safnaðarlífi sem dafnar kringum leikinn. Í milli málverka af vígahetjunum kemur Jón Óskar við í heimi mynst- urs og skreytilistar með óvenjulega leiftrandi tökum sínum á hvers konar samtengingum, táknum og skriðrót- um sem kallast á við kenningaheim hins látna heimspekings Gilles Del- euze um tengsl allra hluta á jafnræð- isplani víxlverkunar og grasrótar- samskipta. Hinn skrautlegi hluti málaralistar Jóns Óskars kallast vissulega á við kvartilamálverk Erlu Þórarinsdóttur, sem með sínu blaðsilfri og litdufts- mettuðu litasamsetningum fylgja ferli tungls og tíðar, og umbreyta þeim í sérstæðar, óhlutbundnar alt- arismyndir. Þannig eru málverk hennar ákvörðuð af ytri þáttum sprottnum af kosmískum tengslum heims og him- intungla. Listamaðurinn er einungis til staðar til að skrá fyrirbærin og finna þeim heppileg form svo áhorf- andinn geti lesið þau í takt við fag- urfræðilega upplifun sína. Blaðsilfrið sem leikur svo stórt hlutverk í mynd- um Erlu tengir verkin samtímis við silfurlit himintunglanna í verkum kirkjulegra miðaldameistara og fram- andi himingeim framtíðarlandsins þar sem vísindaleg útrás færir okkur stöðugt nær ljósaveitu fjarlægra vetr- arbrauta og ofurstirna. Kvartilahringrásin í málverkum Erlu á sér jarðneskari samsvörun í verkum Huldu Hákon; mannmergð- inni í stærstu lágmyndum hennar á sýningunni og loga- og blómamynd- unum, þar sem tungutak og setninga- mótun virka sem staðgenglar fólksins sem er fjarri bláu og óranslituðu myndunum. Með sérkennilega eðli- legum hætti tekst Huldu að setja setningar í stað mannfólks og andlit í stað setninga og umbreyta með því mynd í mál og máli í mynd. Að baki virðast liggja hin bók- menntalegu viðmið, sem alltaf varð- veita lýsingar – uppsprettu hins myndræna forms – sem vott um tengsl þessara tveggja ólíku list- heima. Frammi fyrir verkum Huldu verða þessi tengsl allt í einu svo eðli- leg og átakalaus að aldagamlar þver- stæður orða, leturs og mynda upp- hefjast og hverfa líkt og þær hefðu aldrei verið til. Talandi um tengsl frásagnar og mynda þá á það sama við um list Steingríms Eyfjörð og Huldu Hákon, þótt niðurstaðan sé gjörólík. Lykil- verk Steingríms á sýningunni sannar hve frásögnin er honum mikils virði. Með því að helga sig þema sprottnu af óvæntum fundi Erlu Þórarinsdóttur á dularfullum fataleifum í skáp einum í íbúð sinni sýnir Steingrímur hve auð- velt hann á með að flétta saman frá- sögn og mynd. Fundir með miðlum, til að komast til botns í máli sem minnir á leyni- lögreglusögu, og leikin atriði þar sem flíkur og grímur minna á hofmanna- reið, eða lifandi leikmynd – tableau vivant – skapar fjörmikla togstreitu milli texta og mynda, sem Steingrím- ur lætur okkur áhorfendum eftir að botna og draga af ályktanir. Það er unun að sjá hve frjálslega hann beitir grafískri hönnun í hverju einu sem hann setur fram, þannig að sú listiðn flyst í meðförum hans ósjálfrátt yfir á svið hreinnar myndlistar. Af þessu má ráða hve stór hluti sýningar fjórmenninganna í Gerðar- safni snýst um samverkan frásagnar, ferlis og myndgerðar. Án þess að leita ákveðinnar niðurstöðu halda Erla, Hulda, Jón Óskar og Steingrímur öll- um dyrum opnum í þessum efnum, um leið og þau setja aðrar nýjar upp á gátt. Gagnárás, tímasetn- ingar, textamyndir og hugboð um glæp MYNDLIST L i s t a s a f n K ó p a v o g s Til 4. nóvember. BLÖNDUÐ TÆKNI ERLA ÞÓRARINSDÓTT- IR, HULDA HÁKON, JÓN ÓSKAR & STEIN- GRÍMUR EYFJÖRÐ Morgunblaðið/Ásdís Frá sýningu fjögurra listamanna í Listasafni Kópavogs – Gerðarsafni. Halldór Björn Runólfsson ÍTALSKIR fornleifafræðingar vinna um þessar mundir að því að rannsaka einstaka galeiðu sem þeir vonast til að upplýsi þau leyndarmál feneyskra skipagerðarmanna sem veittu feneyska ríkinu La Seren- issima sterka stöðu meðal ríkja Mið- jarðarhafs öldum saman. Galeiðan liggur við hina sokknu eyju San Marco di Boccalama í Lag- una Veneta vatninu innan við Fen- eyjaflóa sem sökk á 16. öld. Galeið- an, sem þykir einstaklega vel varðveitt, var hins vegar smíðuð á 13. öld og hafa um 250 ræðarar knúið hana áfram, en fundurinn er talinn einstakur. Hafa sérfræð- ingar, í aðgerð sem talin er kosta eina 44 milljarða króna, reist stál- grind umhverfis eyjuna og dælt frá henni vatni til að geta nálgast skip- ið. Marco D’Agostino sem fer fyrir hópi fornleifafræðinganna upp- götvaði galeiðuna árið 1997. „Þar til nú höfum við þurft að reiða okk- ur á skissur og handrit til að skilja töfra skipagerðarmannanna. Núna munum við hins vegar geta séð sjálf hvernig skipin litu út, hvernig þau voru hönnuð og ef til vill skilið hvers vegna þau veittu Feneyingum slíka forystu,“ sagði D’Agostino í viðtali við breska dagblaðið Indep- endent. Galeiðum var upphaflega róið af frjálsum mönnum, en síðar voru fangar og þrælar notaðir til þeirra verka. Skrokkur skipanna var lang- ur og mjór og þau því hraðskreið, enda notuð ýmist sem herskip eða til að flutnings á verðmætum varn- ingi. Að sögn D’Agostino er ástæða þess að ekki hafa varðveist fleiri galeiður sú hversu léttur varning- urinn var. Þyngri varningur hefði þrýst þeim niður í sjávarbotnin þar sem þær hefðu varðveist. San Marco di Boccolama er að- eins ein margra eyja Feneyja sem sokkið hafa í gegnum aldirnar, en strax við upphaf 14. aldar gerðu munkarnir sem San Marco byggðu sér grein fyrir að hún væri að sökkva. Galeiðunni og vörupramma var því sökkt árið 1328 til að mynda brimvarnargarð. Galeiðan og pramminn verða skoðuð vandlega á næstu vikum, en að því loknu verð- ur eyjunni og skipunum líklega sökkt á ný. Reuters Galeiðan, sem er til vinstri á myndinni, og pramminn sjást hér sokkin í yfirborð eyjunnar. Þau verða skoðuð vandlega á næstu vikum. 13. aldar galeiða reist af botni Feneyjaflóa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.