Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 25 > Windows 2000 Domain ........ 25. október > Exchange 2000 Server ...... 22. nóvember > SQL 2000 Server ................ 29. nóvember > Windows XP Domain .......... 6. desember > .NET umhverfið ................ 11. desember Kynningarnar eru ætlaðar fagfólki eða stjórn- endum sem vilja samþjappaðar upplýsingar um tiltekinn hugbúnað. Verð kr. 14.500. Hádegisverður innifalinn. Nánari upplýsingar og skráning í síma 533 3533 eða á www.ctec.is. Faxafeni 10, 1. hæð · 108 Reykjavík · Sími 533 3533 · Fax 533 2533 · skoli@ctec.is · www.ctec.is > CTEC á Íslandi býður upp á eins dags kynningar dómum sem fólki verður ef til vill oft- ar hugsað til. „Menn vita til dæmis mikið um hjartasjúkdóma og áhættuþætti þeirra. Þar er mikil blóðfita einn áhættuþátturinn. Sum- um áhættuþátta hjartasjúkdóma er stýrt af breytileika í erfðaefninu. Á sama hátt er næsta öruggt að við- brögð miðtaugakerfisins við ytri að- stæðum stýrast á nákvæmlega sama hátt af breytileika í erfðaefninu. Slík- ir áhættuþættir haga sér öðruvísi en einfaldir „mendelskir“ eiginleikar þar sem sterkt samband er á milli erfðaefnisins og einkennanna. Við erum að leita að þessum náttúrulega breytileika, sem er að finna í erfða- efni fjölda fólks, og þarf í sjálfu sér ekki að vera ávísun á einkenni. Hann bara eykur líkurnar á myndun ákveðinna sjúkdóma. Maður gæti ímyndað sér að þegar samspil erfða og umhverfis er orðið ljóst geti þeir einstaklingar, sem greinast með breytileikann sem veldur kvíða, öðl- ast betri skilning og stjórn á sínum kvíða eða þegið lyfjameðferð.“ Eðlilegur eða sjúklegur kvíði Högni segir að í rannsókninni sé verið að draga mörkin á milli þess sem kalla má eðlilegan kvíða og þess að geta þróað með sér sjúklegan kvíða. „Við vitum að það er ákveðin fjölskyldulægni í kvíðaröskunum. En hvernig þetta erfist hefur enn ekki verið skýrt. Það er ekki einföld „mendelsk“ arfgengd í þessu, um- hverfisþættir skipta heilmiklu máli.“ Kvíðaraskanir eru misjafnlega al- varlegar og íþyngjandi. Högni nefnir til dæmis köngulóarfælni sem ekki telst mjög hamlandi fyrir þá sem af henni þjást. Engu að síður er það fælni og sá sem hana hefur sýnir ýkt viðbrögð sjái hann könguló. Hins vegar er verra að eiga við víðáttu- fælni. Hún kemur fram í ýmsum myndum og getur t.d. valdið því að sá sem af henni þjáist treysti sér ekki úr húsi eða til að ferðast í bíl. Eins má nefna félagsfælni, sem gerir fólki erfitt að vera innan um aðra. „Felmtursröskun eða ofsakvíði er mjög alvarleg. Segja má að þeir sem af henni þjást missi stjórn á sér á vissan hátt um stuttan tíma. Þessi röskun hefur takmarkandi áhrif á hvernig fólk lifir sínu lífi. Það óttast sífellt að fá kvíðann yfir sig, hættir að fara út og vera innan um aðra af ótt- anum við að fá kast. Áhrifin af sjúk- legum kvíða eru því ekkert minni en af líkamlegum kvilla á borð við t.d. hjartasjúkdóm, fótbrot eða eitthvað slíkt,“ sagði Högni. Þótt meðferð við kvíða sé oft fólgin í sállækningum, slökunaræfingum eða annars konar meðferð þá eru orsakir kvíðans engu síður líkamlegar en sálfræðilegar. Uppgötvun sem markar tímamót Þorgeir segir að kvíði hafi verið rannsakaður víða um heim, en ef til vill ekki jafn mikið og sjúkdómar á borð við geðklofa eða geðhvörf, sem hafa töluvert verið rannsakaðir. Rannsókn ÍE marki því tímamót. „Út úr rannsóknum á almennum kvíða hefur ekki komið neitt hingað til sem hefur bent sterklega á ákveðna erfðaþætti. Það sérstaka við þessa rannsókn er að með rannsókn á erfðaefni í fjölskyldum og svo- nefndri tengslagreiningu fást sterk- ar vísbendingar um svæði á litningi sem tengist kvíða. Það er eiginlega í fyrsta skipti sem það gerist.“ Högni rifjar upp frétt frá því í ágúst um að spænskir vísindamenn hafi fundið kvíðagen. Þorgeir segir að þar hafi sérstaklega verið rann- sakaðar fjölskyldur þar sem saman fóru kvíðaraskanir og mikill hreyf- anleiki liðamóta. Þessir ólíku þættir erfðust saman. Rannsóknin leiddi í ljós að hjá þeim sem höfðu þessi ein- kenni var töluverður hluti litnings 15 tvöfaldur og fólkið með tvöfaldan skammt af u.þ.b. 100 genum. Leidd- ar voru líkur að því að á þessu tvö- faldaða svæði væri gen sem stýrði styrk liðbanda og annað sem hefði áhrif á kvíða. Þetta væri dæmi um erfðafræðilega skýringu á því þegar ólíkir eiginleikar erfast saman, þ.e.a.s. vegna þess að genin sem stýra eiginleikunum eru nálægt hvort öðru á litningi. Hjá Íslenskri erfðagreiningu hef- ur verið beitt annarri aðferð við stað- setningu genanna, það er svonefndri tengslagreiningu. Fjallað er um þá aðferð í grein sem Þorgeir skrifaði ásamt Hreini Stefánssyni (Meingen og flóknir erfðasjúkdómar, Lyfjatíð- indi 5(5), 1998, bls. 64-70). Þar segir m.a.: „Hefðbundin tengslagreining felst í því að skýra samband svip- gerðar og arfgerðar eins og það birt- ist í ættartrjám með því að setja fram tilgátur um erfðir og prófa þær með tölfræðilegum aðferðum. Arf- gerð þátttakenda í rannsókn er greind og síðan er tengslagreiningu beitt til þess að finna grófa staðsetn- ingu fyrir gallaða genið á litningi.“ Í fyrrnefndri grein kemur fram að það sé engan veginn tryggt að þátttak- endur í rannsókn, sem hafa sömu einkenni, hafi þau vegna stökkbreyt- inga í sama geni. Breytileiki í mis- munandi genum getur kallað fram svipuð eða sömu sjúkdómseinkenni. „Þetta er ein ástæða þess að einsleit- ar þjóðir [eins og Íslendingar, innsk. blm.] eru taldar gagnlegri í rann- sóknum á flóknum erfðasjúkdómum því trúlegt er að færri stökkbreyt- ingar standi að baki svipgerðinni.“ Ný nálgun á viðfangsefnið Högni segir að það hafi hjálpað að rannsóknin var bundin við fjölskyld- ur þar sem fundust dæmi um felmt- ursröskun, eða ofsakvíða. „Við völdum fjölskyldur með sér- stökum hætti þar sem aðrar kvíð- araskanir voru einnig til staðar. Margir aðrir sem hafa rannsakað felmtursröskun hafa einbeitt sér að henni. Við skilgreinum kvíðann á annan hátt, nálguðumst hann frá breiðara sjónarhorni og þrengjum síðan. Það skilaði okkur mjög drjúgt áfram.“ Þorgeir segir að hafa verði í huga að þegar rætt sé um flókna erfðaeig- inleika að það fari eftir umhverfi og jafnvel öðrum erfðaþáttum hve mikil eða alvarleg einkennin verði. „Þótt fólk hafi sama breytileika í einum erfðavísi þá kunna einkennin að verða mismunandi allt eftir því hver erfðafræðilegur bakgrunnur ein- staklingsins er og hver umhverfis- áhrifin eru.“ Þorgeir segir að þótt sjónum hafi einkum verið beint að einstaklingum með felmtursröskun í rannsókninni, hafi hún einnig beinst að öllum sem voru skyldir þeim og voru með aðrar tegundir af kvíða. Högni segir til útskýringar að ein- staklingar með eina tiltekna gena- breytingu geti ýmist sýnt felmturs- röskun, fælnikvíða eða engan kvíða. Allt eftir öðrum þáttum sem koma við sögu. „Þetta er nálgun sem ég held að aðrir hafi ekki notað,“ segir Högni. „Þegar menn standa frammi fyrir flóknum erfðasjúkdómi hugsa þeir gjarnan með sér að það séu tvær leiðir. Önnur er að líta svo á að ein- staklingar með tiltekin einkenni hafi aðra breytingu í erfðaefninu en ein- staklingar með önnur einkenni. Hin leiðin er að að líta svo á að breytileg einkenni séu hluti af flókn- um erfðasjúkdómi og þau stafi af áhrifaþáttum eins og umhverfi og öðrum erfðaþáttum. Þetta er það sem við getum gert á Íslandi vegna ættfræðiþekkingar, en er ekki hægt víða annars staðar. Við getum hrein- lega séð hvaða eiginleikar það eru sem erfast saman í fjölskyldum, í stað þess að ákveða fyrirfram að hvaða sjúkdómsgerð menn ætla að einbeita sér,“ sagði Þorgeir. Hann sagði ennfremur að styrkur starfsins hjá Íslenskri erfðagreiningu felist ekki einungis í mjög öflugri rann- sóknarstofu í erfðafræði, heldur og í ættfræðigrunninum sem hjálpar við að velja út fjölskyldur og einstak- linga á mun hraðvirkari hátt en hægt er annars staðar. Högni bætti við að síðast en ekki síst megi þakka hug- búnaðardeild fyrirtækisins góðan ár- angur. „Hún hefur verið ákaflega rösk að þróa nýjar aðferðir og verk- færi til að vinna mun hraðar og gera vinnuna markvissari. Það sem tekur vikur að gera annars staðar tekur nokkrar sekúndur hér. Það er hug- vitið í fyrirtækinu sem skilar þessu.“ Smæð íslensks samfélags kemur einnig til góða á annan hátt, líkt og Þorgeir bendir á. Þegar rannsakaðir séu sjúkdómar sem fólk leitar sér ógjarnan lækninga við, líkt og kvíði, sé mikill kostur að geta sent út spurningalista. Þá spilli ekki að Ís- lendingar séu fúsir til þátttöku. „Þetta er nálgun sem ekki er hægt að beita nokkurs staðar annars staðar í heiminum með jafn góðum árangri,“ sagði Þorgeir. Leitin þrengist Þorgeir sagði að genaleitin væri í eðli sínu hópvinna og það væru í raun allir starfsmenn ÍE sem kæmu að rannsókninni með einum eða öðrum hætti, en það væri þó fyrst og fremst þeim einstaklingum og fjölskyldum, sem tóku þátt í rannsókninni, að þakka að tekist hefur að finna stað- setningu þar sem yfirgnæfandi líkur eru á að sé erfðavísir sem kemur að myndun kvíða. „Nú stöndum við frammi fyrir því að skoða erfðavís- ana sem eru á þessu svæði og leita að breytileika í einum eða fleiri þeirra til þess að finna sjálfa stökkbreyt- inguna sem stendur á bakvið þessi tengsl.“ Strangt tiltekið koma fjöl- margir erfðavísar á þessu svæði til greina sem „sökudólgar“. Það sýnir best hve þróunin er ör að fyrir um tveimur árum höfðu menn litla hug- mynd um hvaða erfðavísar voru á þessu tiltekna svæði. Nú eftir rað- greiningu erfðamengisins er heil- mikið vitað um hvaða erfðavísar eru hvar á litningunum. Því er strax hægt að hefja leitina að breytileika í þessum tilteknu erfðavísum. „Til þess að þrengja þetta svæði enn frekar er næsta skref að skoða það í fleiri einstaklingum sem eru þá fjarskyldari þeim sem við höfum skoðað og eiga því minna sameigin- legt erfðaefni á þessu svæði. Þetta er kallað setraðagreining og er notuð til að þrengja svæðið og fækka mögu- leikunum. Hún er raunverulega ekk- ert ósvipuð tengslagreiningunni. Hugmyndin er sú sama. Hafi menn sama breytileikann í sama geninu þá fylgir honum ákveðið svæði í kring sem er eins. Því fjarskyldari sem menn eru því minna er þetta sameig- inlega svæði,“ segir Þorgeir. Enn verið að leita fólks með kvíða Áfram verður unnið að því að fá fólk með kvíðaraskanir inn í rann- sóknina, að sögn Högna. Það er til að styrkja grunn rannsóknarinnar. Erfðaefni einstaklinga, með kvíð- araskanir af hvaða tagi sem er, sé uppspretta þekkingar um breyti- leika á þessu ákveðna svæði. En hvert á fólk að snúa sér ef það telur sig eiga erindi í hóp þeirra sem rann- sakaðir eru? Högni segir að Tölvunefnd og Vís- indasiðanefnd hafi á sínum tíma sam- þykkt aðferðina sem beitt var; að senda spurningalista og að læknar vísuðu sjúklingum í könnunina. „Ef aðrir vilja taka þátt þá geta þeir vissulega haft samband. Þeim verður þá vísað til einhvers af samstarfs- læknunum sem munu meta hvort viðkomandi á að halda áfram,“ segir Högni. Mikil vinna eftir Aðspurður segir Þorgeir að það sé engin leið að segja hvenær þessu verkefni ljúki. „Sá áfangi sem hefur náðst er gríðarlega mikilvægur. Það má raunverulega segja að búið sé að takmarka leitina að vissu marki við innan við einn hundraðasta af erfða- mengi mannsins. Við stóðum frammi fyrir hundrað sinnum stærra leitar- svæði í byrjun.“ Högni orðar það svo að þeir viti nú að nálin sé í suðvest- urhorni heystakksins! Þorgeir bætir um betur og segir að sumir telji að svona leit sé ekki eins og að leita að nál í heystakki, heldur líkara því að leita að nál í nálastakki. „Hugsanlega eigum við eftir að finna önnur svæði sem einnig koma til greina. Það eru líka gríðarlega miklar rannsóknir sem menn geta horft til. Þótt mönnum þyki kvíði vera sálrænn kvilli manna má eig- inlega segja að hann sé það svið inn- an erfðafræði geðsjúkdóma þar sem menn hafa náð meiri árangri í rann- sóknum á músum en mönnum. Það hafa verið miklar rannsóknir gerðar á erfðafræði músa og menn telja að ýmis próf mæli kvíða hjá þeim. Á seinni stigum rannsóknarinnar eykst líffræðivinnan og menn þurfa að tengja saman upplýsingar úr ýmsum áttum,“ segir Þorgeir. Hvernig nýtast niðurstöðurnar? Högni svarar spurningunni um hvað gert verði við niðurstöður rann- sóknarinnar. „Það er ef til vill tvennt. Svona verkefni fæðir af sér aðrar rannsókn- ir. Það verður t.d. hægt að skoða tengsl kvíða og áfengissýki, eða kvíða og þunglyndis, kvíða og mígr- enis og fleira mætti telja. Það sem skiptir mestu er að þegar erfðavís- irinn finnst þarf að skilgreina hvern- ig hann starfar og hvernig hægt er að hafa áhrif á hvernig og hvar hann vinnur. Það tengist síðan möguleik- um á lyfjaþróun. Maður vonar að hægt verði að þróa lyf sem gefur markvissari svörun en þau lyf sem til eru nú. Jafnvel eitthvað sem hægt er að gera til forvarna. Lyfjasvörun, með þeim lyfjum sem við þekkjum núna, er einnig mjög áhugavert svið sem byrjað er að skoða í tengslum við ýmsa sjúkdóma. Gen eru líkt og viti, það kviknar og slokknar á þeim. Þau eru ekki alltaf virk. Við þurfum að átta okkur á því hvernig þau vinna og læra síðan að fá þau til að vinna með okkur.“ Högni bendir á að nú séu mörg lyf til við kvíða. Aukin þekking geti hjálpað við að framleiða lyf sem hafa þrengri virkni, færri aukaverkanir og að fólk verði ekki háð þeim. „Eins og við þekkjum kvíða þá fylgir hann oft einstaklingnum alla ævi. Hægt er að meðhöndla kvíða bæði í samtals- meðferð og með lyfjum, en kvíðatil- hneigingin er alltaf til staðar. Því vaknar spurningin hvort hægt sé að hafa þannig áhrif á kvíðagenið að það dragi úr tilhneigingunni til að kvíð- inn geri vart við sig, án þess að taka lyf. Þetta fer ef til vill að nálgast vís- indaskáldskap. Og þó ekki.“ Hópurinn sem ber hitann og þungann af leitinni að kvíðageninu. Fremri röð frá vinstri: Jelena Pop Kostic, lífefnafræð- ingur, Natasa Desnica, lífefnafræðingur, Hjördís Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar rannsóknaverkefna, Halldóra Gröndal, hjúkrunarfræðingur, Nikolai D. Gagunashvili, tölfræðingur. Aftari röð frá vinstri: Þorgeir Elís Þorgeirsson, lífefnafræðingur, Högni Óskarsson, geðlæknir, Jón G. Stefánsson, geðlæknir, Michael L. Frigge, tölfræðingur. Á myndina vantar Halldór Kolbeinsson, geðlækni, og Björk Unnarsdóttur, hjúkrunarfræðing. TENGLAR ..................................................... www.decode.is www.phobialist.com gudni@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.