Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Þegar vel er gert UNDIRRITUÐ rekur lítið fyrirtæki austan heiðar og fjárfesti í tölvubúnaði snemmsumars hjá Gagna- banka Íslands/Netheimum og voru það fyrstu kynni mín af því fyrirtæki. Nú er ég mjög ánægð með búnaðinn sem ég keypti en allir geta lent í því að fá vírus og það henti mig í tvígang. Þeir voru ekki lengi að bjarga málun- um og skiptir það mitt fyr- irtæki miklu þar sem öll vinna byggist á tölvuvinnu. En þjónustulundin og viðmótið við viðskiptavini eiga einnig stóran þátt í því að mitt fyrirtæki verður traustur viðskiptavinur í framtíðinni. Ég hef getað haft samband símleiðis, vanti mig upplýsingar og leysa þeir úr því með sóma án þess að rukka 99,90 á mínútu, gjaldtaka sem mér finnst ekki góð þjónusta hjá öðrum ónefndum fyrir- tækjum. Hluti af því að selja vöru er að veita upp- lýsingar um hana, og ætti að vera innifalið í verði vöru. Reyndar hefur umrætt fyrirtæki farið langt fram úr mínum vonum í þjón- ustulund og geta önnur hugbúnaðarfyrirtæki tekið sér það til fyrirmyndar. Bára Kr. Pétursdóttir. Tapað/fundið Þýskir ferðamenn týna myndavél HINN 17. júlí sl. vorum við þrjú, þýskir ferðamenn, í bakpokaferð um vestanvert Snæfellsnesið á svæðinu við Neshraun. Á veginum frá Hellissandi að vitanum á Öndverðanesi fengum við far með viðkunnanlegu pari sem ók hvítum bíl (gæti verið Lada). Þau höfðu fengið bílinn lánaðan hjá móður stúlkunnar, sem býr í Reykjavík. Því miður gleymdum við myndavél- inni okkar, Canon Prima 115, í bílnum og er hennar sárt saknað. Þeir sem kannast við þetta vinsamlega hafið samband við Katrínu Wes- sel. Netfang hennar er: K.u.M.Wessel@t-on line.de (Wessel) Tapað/fundið Jakki í Fjörukránni SÁ SEM tók kasmírullar- jakkann úr fatahenginu í Fjörukránni 15. sept. sl. án þess að vera með númer og skildi annan frakka eftir í staðinn er beðinn um að skipta um jakka í Fjöru- kránni. Dýrahald Lýsingur Sólblómi er týndur FÖSTUDAGINN 5. októ- ber sl. týndist Lýsingur Sólblómi frá heimili sínu í Miðstræti 4 í Þingholtun- um í Reykjavík. Hann er gulrauður að lit, bröndóttur með hvítan kraga og tásur. Hann er ólarlaus en eyrna- merkingin er R.6002. Lýs- ingur er gæfur og mann- elskur og er hans ákaft saknað. Kynnu eigendur þeim sem vita um ferðist hans miklar þakkir ef þeir hefðu samband við Ingunni í síma 551 6006 eða Sölva í síma 551 3441. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... KUNNINGI Víkverja var stadd-ur í Kaupmannahöfn þegar haldið var upp á þrítugsafmæli Kristjaníu á dögunum, og gat því ekki annað en lagt leið sína þangað á þessum merku tímamótum. Þar var glatt á hjalla í Kristjaníu vegna þessara tímamóta, íbúar „frí- ríkisins“ í góðu skapi en kunningj- anum fannst staðurinn satt að segja orðinn óttaleg túristagildra, en eitt vakti þó verðskuldaða athygli. Hass var selt víða á götum úti – sem þykir að vísu ekki sérstaklega í frásögur færandi í Kristjaníu – en gestinum þótti afskaplega merkilegt þegar hann kom að einum sölubásnum þar sem boðið var upp á lífrænt ræktað hass! Engin eiturefni væntanlega notuð við þá ræktun og hassið því sjálfsagt miklu heilbrigðara en ella! x x x VÍKVERJI fylgist annað veifiðmeð útsendingu Sjónvarpsins frá Formúlu 1 kappakstrinum og getur ekki á sér setið að kvarta und- an þeim sem lýsa keppninni. Málfarsráðunautur Ríkisútvarps- ins verður að gjöra svo vel og hafa af- skipti af þeim sem sjá um formúluna. Í fyrsta lagi er alltaf talað um þá keppni sem þarna fer fram í fleirtölu. Keppnirnar. Víkverji fullyrðir að aldrei hefur það orð verið notað í ein- tölu í lýsingum þessum þó orðið sé ekki til nema í eintölu. Þessi notkun eintöluorðsins keppni er reyndar orðin landlæg, ekki síst í umfjöllun um íþróttir, en er jafnóþolandi fyrir því. Í þessu sambandi þurfa allir sem fjalla um íþróttir í fjölmiðlum að taka sér tak. En aftur að formúlunni: þó svo sjónvarpsmennirnir mæli á íslenska tungu tala þeir ensku! Hvernig má það vera, spyr einhver. Svarið er þetta: Staglast er á því að hinn eða þessi keppandinn sé á svo og svo mörgum stigum. Schumacher er á x stigum! He is on x points, segir enskumælandi fólk. Á íslensku væri betra að segja að hann væri með x stig, hefði nælt í x stig. Keppendur eru líka iðnir við það að „gera sinn hraðasta hring“ á brautinni. X does his fastest lap. Er ekki hægt að gera eitthvað í því að bæta málfar þessara manna? Víkverja er það ljóst að ungu mennirnir sem lýsa formúlunni svo fjálglega á RÚV hafa ekki sinnt starfinu lengi, en það er engin afsök- un. RÚV á að sjá sóma sinn í því að þjálfa menn til slíkra starfa. Fyrir keppnina í Indianapolis í Bandaríkjunum um síðustu helgi heyrði Víkverji viðtal, á þeirri frá- bæru útvarpsstöð BBC World Ser- vice (sem send er út á tíðninni 90,9 á FM hér á landi), við mann sem átti að lýsa Formúlu 1 kappakstri þá um kvöldið á stöðinni. Það yrði síðasta lýsing hans, en starfinu hefur hann sinnt frá árinu 1949. Í rúmlega hálfa öld! Víkverji náði reyndar ekki nafni mannsins, en þar er greinilega á ferðinni goðsögn í þessum formúlu- fræðum, því greint var frá því að bók hefði komið út með þekktustu spak- mælum hans, auk þess sem a.m.k. ein síða á Netinu væri tileinkuð hon- um. Rifjuð voru upp nokkur af ógleym- anlögum ummælum hans í lýsingum gegnum árin. Til dæmis: „Þessi bíll er einstakur í sinni röð, fyrir utan þann sem er næstur á eftir honum. Hann er alveg eins.“ 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 útdráttur, 4 lækka, 7 smyrsl, 8 hrognin, 9 rödd, 11 þyngdareining, 13 at, 14 það sem ær mjólkar í eitt mál, 15 kofi, 17 vangá, 20 skar, 22 lítill bátur, 23 lifir, 24 smáa, 25 skilja eftir. LÓÐRÉTT: 1 ófullkomið, 2 gjafmildi, 3 streða, 4 ljósker, 5 gjálfra, 6 hinn, 10 þreytt- ar, 12 þegar, 13 arinn, 15 afdrep, 16 ásýnd, 18 greppatrýni, 19 geta neytt, 20 bera illan hug til, 21 óteljandi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 handbendi, 8 gúrku, 9 damla, 10 níu, 11 rokks, 13 rúmið, 15 skott, 18 aflar, 21 ímu, 22 glaum, 23 másar, 24 fagmönnum. Lóðrétt: 2 afrek, 3 dauns, 4 endur, 5 dömum, 6 Ægir, 7 barð, 12 kát, 14 úlf, 15 soga, 16 okana, 17 tímum, 18 auman, 19 læstu, 20 rýrt. K r o s s g á t a Hvað varð um mannúðina? Atburðirnir 11. septem- ber 2001 voru hræðilegir. Rúmlega 7.000 manns lét- ust í ómannúðlegri hryðjuverkaárás og rétt- lætinu verður að vera fullnægt gagnvart Osama bin Laden og vit- orðsmönnum hans. Hann lofar mönnum sínum alls- nægtum í næsta lífi ef þeir deyja í sjálfsmorðs- árásum, sem í þessu til- viki voru hryðjuverka- árásirnar á World Trade Center og Pentagon. Bin Laden segir að þetta sé í anda íslam en það er ekki rétt. Það verður að ná bin Laden. En er stríð svarið? Ef Bandaríkjamenn halda árásum sínum áfram á Afganistan eru þeir með alveg jafn blóðugar hend- ur og bin Laden og fé- lagar hans. Svarið finnst ekki í stríði, heldur við samningaborðið. Ég fyrirlít menn eins og bin Laden en svarið er friður. Hvað varð um mannúðina? Stöndum saman fyrir friði, fólk fyrir friði. Sindri Hlíðar Jónsson, 12 ára. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss kemur á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss kemur á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 9 leikfimi og vinnustofa kl. 10 boccia, kl. 13 bað, kl. 13 vinnu- stofa, kl. 14 félagsvist. Nýtt námskeið í jóga byrjar miðvikudaginn 17. október ef næg þátt- taka fæst. Skráning í af- greiðslu síma 562-2571 Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30-16.30 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 10 púttvöllurinn opinn, kl. 16 myndlist. Allar upp- lýsingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9-16 handa- vinna,kl. 9-12 bútasaum- ur, kl. 10 samverustund, kl. 13.30-14.30 söngur við píanóið, kl. 13-16 bútasaumur. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 13-16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 13.30. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos- fellsbæ á Hlaðhömrum, á fimmtudaga kl. 17-19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13-16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566-8060 kl. 8-16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30-18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 verslunin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Á morg- un kl. 9 böðun og hár- greiðslustofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun félagsvist kl. 13:30. Á þriðjudag saumar og brids. Pútt á vellinum við Hrafnistu kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10-13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Sunnudagur félagsvist kl. 13.30, 4 daga keppni annan hvern sunnudag hefst í dag. Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur brids kl. 13. Dans- kennsla Sigvalda (fram- hald) kl. 19 og byrj- endur kl. 20.30. Þriðjudagur skák kl. 13 og alkort kl. 13.30. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB 25. október nk. kl. 10.30-11.30. Panta þarf tíma. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10-12 f.h. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12 sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10- 16 í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9-16.30 opin vinnu- stofa, handavinna og föndur, kl. 9-13 hár- greiðsla, kl. 14 fé- lagsvist. Opið alla sunnudaga frá kl. 14-16 blöðin og kaffi. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9, kl. 9.30 gler og postulínsmálun, kl 13 lomber, kl. 13.30 skák, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Á morgun vefnaður kl. 9, leikfimi kl. 9.05, brids kl. 13, kl. 11 myndmennt, kl. 12 myndlist, félagsvist kl. 20.30. Hraunbær 105. Á morgun kl. 9 perlu- saumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bænastund, kl. 13 hár- greiðsla. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 böðun og föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spilamennska. Fót- snyrting. Árleg sviða- veisla í Hvassleitinu verður haldin föstudag- inn 19. okt. nk. Húsið opnað kl. 18:30. Karla- kórinn Kátir karlar koma og syngja undir stjórn Úlriks Ólason og Ólafur Ólafsson kemur og spilar á harmonikk- una. Pantanir í Fé- lagsþjónustunni Hvassaleiti og í síma 588-9335. Miða þarf að vera búið að greiða og sækja fyrir miðviku- daginn 17. okt. kl. 16:30 Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 12 bóka- safn. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9-16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12.15 dans- kennsla, kl. 13 kóræf- ing. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og sund, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla, leikfimi og spilað. Haustfagnaður verður 18. október kl. 19. Framborinn léttur kvöldverður: Haust- kabarett, berjaterta, kaffi. Fjölbreytt dag- skrá, söngur, gamanmál og gleði. Lukkuvinn- ingur. Skráning og upp- lýsingar í síma 561-0300. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 alla mánu- daga og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45, byrj- að að spila kl. 13. Brids- deild FEBK í Gull- smára. GA-fundir spilafíkla kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara) kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁÁ, Síðumúla 3-5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Háteigskirkja, eldri borgarar, á mánudag fé- lagsvist kl. 13-15, kaffi. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fund- ir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12, Reykja- vík. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Kvenfélag Kópavogs, vinnukvöld vegna bas- ars mánudag kl. 20 í Hamraborg 10. Kristniboðsfélag karla, Háaleitisbraut 58-60. Árleg kaffisala félagsins verður í Kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð, í dag, sunnudag, kl. 14.30-18. Allur ágóði rennur til starfs Kristniboðs- sambandsins í Konsó og Kenýa. Kvenfélagið Heimaey. Fyrsti fundur vetrarins verður mánudaginn 15. október kl. 20.30 í Skála, Hótel Sögu. Góð- ur gestur kemur á fund- inn. Úrvalsfólk. Haustfagn- aður verður á Hótel Sögu, Súlnasal, föstud. 19. okt. kl. 19. Matur, tískusýning, fjölbreytt skemmtiatriði Aðgöngu- miðar seldir hjá Re- bekku og Valdísi s. 585- 4000. Gerðuberg félagsstarf, á morgun kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 15.30 dans, allir vel- komnir (ekkert skrán- ingargjald), veitingar í veitingabúð, þriðjudag- inn 16. okt. opið hús í Miðbergi í leiktækjasal. Umsjón Sólveig Ólafs- dóttir, allir velkomnir. Upplýsingar um starf- semina á staðnum og í s. 575-7720. Minningarkort Minningarsjóður krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifst. hjúkrunarforstjóra í síma 560-1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dagvinnutíma er tekið á móti minning- argjöfum á deild 11-E í síma 560-1225. Í dag er sunnudagur 14. október, 287. dagur ársins 2001. Kalixtus- messa. Orð dagsins: Ávítur fá meira á hygginn mann en hundrað högg á heimskingja. (Orðskv. 16, 18.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.