Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 29
tvær hliðar á sömu konu, tvær konur sem í lokin verða að einni og sömu persónunni? „Þær eru greinilega náskyldar andlega. Þær skilja hvor aðra á með- an aðrir virðast ekki gera það. Þær eru báðar munaðarleysingjar, og þó er rétt að benda á að Agga er full- komlega laus við nokkra viðkvæmni þess vegna. Eftir að hafa verið áhorf- andinn svo til alla myndina verður Agga síðan gerandinn í verkinu und- ir lokin og hefur örlög allra í hendi sér. Á þeim punkti er mikilvægt að undirstrika skyldleikann. Agga er að verða eins konar Freyja.“ Fósturlandsins Freyja, hin tákn- gerða, flókna íslenska kona? „Í því felst einmitt snilldin í þess- ari persónusköpun. Önnur eins kona hefur ekki birst í íslenskum bók- menntum síðan Snæfríður Íslandssól kom fram á sjónarsviðið. Það er líka mikilvægt að viðhalda margræðninni í þessari persónu. Hún er álfkonan sem er trú og trygg, en grimm þegar hún er svikin, rétt eins og hetjur fornaldar. Þessu til viðbótar kemur Freyja fram á þeim tíma sem glæpa- myndastefnan „film noir“ var upp á sitt besta, með hættulegum kvenper- sónum sem gengu undir nafninu „femme fatale“. Í kvikmyndinni fannst mér við hæfi að örlaði á þess- um skyldleika við háskakvendin frá Hollywood.“ Skynjar þú hin sérstöku kynja- samskipti sögunnar, t.d. samstöðu kvennanna gagnvart körlunum, sem raunsanna mynd af slíkum samskipt- um núna eða er þetta sértæk lýsing og jafnvel bundin við ákveðinn tíma, e.k. aldarfarslýsing? „Auðvitað er þetta altæk lýsing sem gildir á öllum tímum. Hún rímar við söguna af Gunnari á Hlíðarenda og Hallgerði langbrók – og sú saga er alténd altæk, enda gjarnan tekin sem dæmi í kvennabaráttu nú- tímans. Það að láta söguna af Freyju og Öggu gerast á sjötta áratugnum er einfaldlega að velja henni þann tíma sem hentar henni best, rétt eins og sagan af Hallgerði passar best á tíundu öldinni. En báðar hafa skír- skotun til nútímans, hvor á sinn hátt, Freyja og Langbrók. Og eins þótt ekki sé gæfulegt að taka sér Freyju til fyrirmyndar, svona bókstaflega, ekki frekar en Hallgerði, getur sag- an um hana verið innlegg í jafnrétt- isumræðuna og jafnvel átt sinn þátt í að pota okkur í rétta átt í þeim efn- um.“ Íslensk saga og alþjóðleg Í kvikmyndinni Mávahlátri er ein- mitt töluvert lagt í að endurskapa sjötta áratuginn í íslensku þorpsum- hverfi og tekst vel, ekki síst miðað við fjárhagslegt svigrúm framleiðsl- unnar. Ágúst nefnir þrjár skýringar á því. „Hafnarfjörð, Þórunni Maríu Jónsdóttur búningahönnuð og Tonie Zetterström leikmyndahönnuð. Og hár og förðun skipta líka miklu máli, Ásta Hafþórsdóttir og Sigríður Rósa Bjarnadóttir unnu frábært starf.“ Er þetta séríslensk saga? „Já og þess vegna nær hún út fyrir landsteinana. Þess vegna er hún al- þjóðleg. Er þetta ekki eitthvað í lík- ingu við það sem Ameríkaninn sagði um Sjálfstætt fólk, að Bjartur í Sum- arhúsum gæti eins átt heima á Man- hattan? Freyja er vissulega sérís- lensk, en hún á áreiðanlega marga andlega ættingja á Manhattan, ekki síður en Bjartur.“ Hvernig gekk ykkur að afla er- lendra meðframleiðenda að þessari sögu? „Handritið gekk ótrúlega vel í meðframleiðendur og aðra útlend- inga sem aldrei hafa til Hafnarfjarð- ar komið. Við fengum styrki frá öll- um þeim sjóðum sem hægt er að fá aura úr. Það endaði með drjúgri slettu úr Dönsku kvikmyndastofnun- inni út á það eitt að þeim fannst handritið frumlegt og vænlegt til ár- angurs. Nú er skáldsagan komin út í Þýskalandi og þaðan berast þær fregnir að hún seljist eins og heitar lummur. Það kemur mér ekki á óvart eftir að hafa heyrt viðbrögð erlendra samstarfsaðila.“ Hið alþjóðlega samstarf Hvaða áhrif hafa erlendir með- framleiðendur á svona kvikmynd? Gera þeir kröfur um breytingar eða aðlögun að þeirra heimamarkaði? „Þeir koma vissulega með sínar hugmyndir,“ segir Ágúst, „en ég þurfti aldrei að fara eftir þeim, ef mér hugnuðust þær ekki. Sam- kvæmt samningi okkar um fram- leiðslu myndarinnar hef ég síðasta orðið, svokallað „final cut“. Að vísu hefur Þjóðverjinn beðið um að fá að gera nokkrar breytingar fyrir þýsku gerðina til að laga myndina að sínum markaði, og mér finnst í rauninni eðlilegt að verða við því. En þær at- hugasemdir sem frá meðframleið- endunum komu á handritstímanum gengu ekkert sérstaklega út á það að gera myndina „alþjóðlegri“ eða falla að einhverjum ímynduðum smekk útlendinga. Það var bara verið að reyna að gera sterka bíómynd, vinna sem best úr þeirri innstæðu sem lá í hugmyndabankanum: Skáldsögunni sjálfri.“ Þýskur leikari í einu helsta karl- hlutverkinu er væntanlega hluti af þessu samstarfi. Skapaði það vanda- mál? „Vandamál er ekki rétta orðið. Hins vegar þurfti að vinna hlutina á annan hátt en best verður á kosið, það er ljóst. Annars fannst mér Heino (Ferch, sem læknissonurinn Björn Theodór) passa mjög vel í hlutverkið. Svo er hann atvinnumað- ur og fjári lunkinn leikari, enda varð hann snemma Björn Theodór í aug- um okkar allra.“ Og þýskur tökumaður – hvernig gekk það samstarf? „Þar finnst mér þjóðernið reyndar ekki skipta svo miklu máli. Peter Krause er flinkur tökumaður, hvort sem hann vinnur í Þýskalandi, Bandaríkjunum eða Suður-Afríku, þar sem hann er reyndar nú að taka enn eina bíómyndina. Hvað sam- starfið varðar var strax í upphafi ljóst að hann mundi taka myndina eins og ég vildi taka hana. Tíminn fór ekki í að bollaleggja um skotvinkl- ana, ég sagði einfaldlega til um skot- in og hann útfærði þau og lýsti. Ég hef aldrei áður gert bíómynd sem er eins nálægt upphaflegum hugmynd- um mínum, kannski líka vegna þess að ég gaf mér góðan tíma til að móta þær hugmyndir.“ Ugla, Margrét og öll hin Hvernig fannstu þá makalaust góðu ungu leikkonu Uglu Egilsdótt- ur í aðalhlutverkið? „Ég sá ljósmynd af henni hjá Cast- ing, atvinnumiðlun fyrir leikara og fyrirsætur. Ég var spurður: Hvernig á Agga að líta út? Og þá benti ég á myndina af Uglu og sagði: Einhvern veginn svona. Ugla var ekki á land- inu þegar ég byrjaði leitina að Öggu svo ég var líklega búinn að prófa um það bil eitt hundrað stelpur áður en loksins kom að henni. Á tveimur tím- um las ég allar veigamestu senurnar á móti henni, en vissi strax eftir fyrstu tvær mínúturnar að leitinni var lokið.“ Hvernig gekk að leikstýra henni? „Ugla hafði alls enga leikreynslu, en í staðinn þetta ofurnæmi sem varð til þess að ég kom fljótlega fram við hana eins og atvinnuleikarana. Auð- vitað þurfti hún að reiða sig stöðugt á mig, en jafnframt lærði hún snemma af hinum leikurunum. Það er nátt- úrlega talsverð hjálp í því að hefja ferilinn á að leika á móti snillingum á borð við Kristbjörgu Kjeld, Margréti Vilhjálmsdóttur og Hilmi Snæ (sem lögreglumaðurinn). Smám saman jókst sjálfstraustið, hún fann að hún var á réttri leið og það var gaman að sjá hana fara að bæta sinni persónu- legu túlkun við það sem ég bað um. Eitthvað það síðasta sem við tókum upp var atriðið þegar hún les ást- arbréfið frá Freyju fyrir Emelíu vin- konu sína. Ég hafði hugsað mér ein- faldan barnalestur með einstaka flissi, en Ugla stakk upp á yfirdrif- inni tilfinningasemi. Sú túlkun varð svo fyrir valinu.“ Var leikaravalið yfirleitt erfitt? „Það tekur mig alltaf óskaplega langan tíma að velja leikara. Jafnvel þótt ég þekki alla íslenska leikara mætavel og hafi unnið með þeim flestum eru sex mánuðir alls ekki of langur tími í leikaraval fyrir eina bíó- mynd. Fyrir utan Öggu prófaði ég einungis í hlutverk Freyju og Emel- íu (vinkonu Öggu, leikin af Diljá Mist Einarsdóttur) og reyndar ekki mjög margar leikkonur í Freyju, vegna þess að mér fannst ekki úr mörgum kostum að velja. Það sem Margrét sýndi strax í prufunum var þessi ein- staka blanda af kynþokka og hörku sem mér fannst góður grunnur að þessari margræðu persónu. Margrét hafði líka lag á að draga persónuna skýrum dráttum án þess að beita of- leik, allt var með einhverjum hætti sótt inn í sálarfylgsnin eins og vera ber. Það er almennt viðtekið að Mar- grét sé sterk sviðsleikkona, en hún er ekki síðri á silfurtjaldinu að mínu mati.“ Yfirvofandi stórslys Nú gerist jafnan margt á langri leið þegar kvikmynd verður til. Komu upp óvænt vandamál eða urðu óvæntar uppákomur við tökurnar? „Mér er farið að vera þannig inn- anbrjósts þegar ég byrja á bíómynd eins og stórslys séu óhjákvæmilega á næsta leiti. Maður bíður bara eftir að hremmingarnar dynji yfir og hver dagur sem líður án stóráfalla er til- efni hátíðahalda. Og jafnvel áður en tökur hófust veltum við tækjabíl uppi í Kaldárseli, við ætluðum að reyna þar prufutökur í hávaðaroki og kyrrstæður sendiferðabíllinn tókst á loft og skall á hliðina. Það fannst mér ekki góður fyrirboði. Fleiri urðu þó slysin ekki, sem betur fer.“ Og nú er kvikmyndin orðin til og á leiðinni á tjaldið. Hvernig er þér inn- anbrjósts? „Ég er bara eitt spurningamerki. Hvernig líkar myndin? Hvað finnst fólki? Er hún næstum því eins góð og mér finnst hún vera? Það væri in- dælt.“ Þú hefur drjúga reynslu að baki, en er alltaf gamla frumsýningarfiðr- ildið á sveimi í maganum? „Ég verð taugaóstyrkari með hverri mynd. Það endar væntanlega með því að ég þoli ekki að vera á eig- in frumsýningum. Þegar ég kom heim með Land og syni var ég svo hlægilega sannfærður um ágæti myndarinnar. Það eru til ljósmyndir af mér með filmudósirnar fyrir utan Austurbæjarbíó, og brosið er svo breitt og hamingjan svo fullkomin að ég held að það eitt hafi orðið til þess að tugir ungmenna fóru í kvik- myndanám næstu ár á eftir. Allir vildu verða jafnglaðir og þessi sæli ungi maður með filmudósirnar.“ Ertu farinn að hugsa um næsta eða jafnvel næstu verkefni? „Eitt verkefni er í mótun í Eng- landi, annað í Danmörku, fyrir utan það sem mig langar að gera hér heima. Þetta er allt á handritsstigi, enn er verið að spá og spekúlera, at- huga hvort úr viðkomandi hugmynd geti orðið kvikmynd, og það eitt út- heimtir einfaldlega tímafreka hand- ritsvinnu. Og svo er aldrei að vita hvort nokkuð verði úr neinu þessara verkefna.“ Gróskan og lífsbaráttan Hvernig finnst þér umhorfs í kvik- myndaheiminum íslenska? „Þetta er náttúrlega ótrúleg gróska. Og stórmerkilegt hvað þess- ar myndir fara víða. Það er íhugun- arefni fyrir stjórnvöld. Með svolítið meiri tilkostnaði mætti svo auðveld- lega ná ennþá lengra. Sú athygli á Ís- landi sem fæst með því að sýna eina íslenska bíómynd í þýsku sjónvarpi, svo dæmi sé tekið, jafnast á við aug- lýsingaherferð fyrir dágóðar upp- hæðir. Annars virðist þetta nú allt standa til bóta og það mættum við muna einstaka sinnum í stað þess að vera stöðugt að berja lóminn.“ Þú ert maðurinn sem reiðst á vað- ið, frumsýndir fyrstu bíómynd „ís- lenska kvikmyndavorsins“ svokall- aða fyrir rúmum tveimur áratugum. Hvernig upplifir þú þann tíma sem liðinn er síðan? „Íslenskar bíómyndir eru fjöl- breyttar, sem væntanlega helgast af því hvað við höfum farið víða til að læra fagið. Ég hef alltaf litið á þetta sem mikinn kost. Sem stétt erum við almennt opin fyrir því sem gerist úti í hinum stóra heimi. Annar kostur okkar felst í því að við erum ennþá söguþjóð; við höfum frá ýmsu sér- stæðu og athyglisverðu að segja. Og okkur er að lærast að segja þær sög- ur á tjaldi í stað þess að prenta þær.“ Nú eru ýmsir ungir leikstjórar komnir upp að hliðinni á frumkvöðl- unum. Hver er þín skoðun á verkum yngri kynslóðanna? „Að geta bent á fimm, sex unga ís- lenska leikstjóra og sagt: Þeim er treystandi til að stjórna góðum bíó- myndum, er í rauninni stórkostlegt í þessu fámenni. Gullöldin í íslenskri kvikmyndagerð er rétt að byrja.“ Og íslenskur kvikmyndamarkaður hefur breyst, er til dæmis orðinn enn þá meira ameríkaniseraður en hann var í kringum 1980? „Það er sama sagan úti um allan heim. Það eru einna helst Frakkar sem halda í við amerísku áhrifin, annars staðar hækkar hlutfall amer- ískra mynda stöðugt á markaðinum. Ég held samt ekki að lausnin felist í einhverri evrópskri einangrunar- stefnu. Mér fyndist vitið meira að reyna að læra eitthvað af Könum, og það sýnist mér margir ungu leik- stjórarnir gera, t.d. í Bretlandi.“ Verður Ágúst Guðmundsson enn að gera bíómyndir eftir, ja, segjum tíu eða tuttugu ár? Myndi hann vilja það? Verður hann aldrei þreyttur á baslinu? „Baslinu? Þetta er bara lífsbarátta eins og allir þurfa að standa í. Það hefur tekið mig tuttugu ár að gera þessar sex bíómyndir mínar. Ég má kallast góður ef mér tekst að bæta við þremur áður en yfir lýkur. Ann- ars á ég mér þann draum að ljúka ferlinum eins og Luis Bunuel. Hann gerði alltaf betri og betri myndir eft- ir því sem hann varð eldri. Hann var bestur undir áttrætt. Ég vona að mér auðnist að taka mér hann til fyr- irmyndar.“ „Life could be a dream, if only all my precious plans would come true, if you would let me spend my whole life with you, life could be a dream, sweetheart...“ draumur ... Dregur til tíðinda: Heino Ferch og Margrét Vilhjálmsdóttir. Álfkona og tálkvendi: Margrét Vilhjálmsdóttir sem Freyja. Áhorfandi og örlagavaldur: Ugla Egilsdóttir sem Agga. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.