Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 59 betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur Sýnd kl. 6. FRUMSÝNING Frá leikstjóra Romeo & Juliet. Stórkostleg mynd með mögnuðum leikurum og frábærum lögum Moulin Rouge er án efa besta mynd ársins hingað til...  E.P.Ó. Kvikmyndir.com FRUMSÝNING FRUMSÝNING Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán kl. 6. Ísl tal. Sýnd kl. 3.45, 8 og 10.15. Mán kl. 8 og 10.15. Sýnd kl. 1.40, 8 og 10. Mán kl. 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 8 og 10. Vit 269 Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Mán kl. 8 Sýnd kl. 10. Mán kl. 10. FRUMSÝNING Stór fengur Tveir þjófar Hverjum er hægt að treysta Í glæpum áttu enga vini Sýnd kl. 2. Íslenskt tal. Vit 245 Sýnd kl. 2 og 4. Mán kl. 6. Ísl tal. Vit 245 Sýnd kl. 4, 5.40, 8 og 10. Mán kl. 6, 8 og 10. Vit 269 Sýnd kl. 2. Íslenskt tal. Vit 265. Kurt Russell, Kevin Costner, Courteney Cox, Christian Slater, David Arquette og Jon Lovitz í hörkuspennandi mynd um rán á spilavíti í glansborginni Las Vegas. Konugur glæpanna er kominn! FRUMSÝNING Sýnd kl. 6, 8 og 10. Mán kl. 8 og 10.Vit 280. MAGNAÐ BÍÓ Sýnd. 5.30, 8 og 10.30. Hrikalega flott ævintýramynd með hinum sjóðheita og sexý Heath Ledger (Patriot). Hugrakkar hetjur, fallegar meyjar, brjálaðar bardagasenur og geggjað grín. Búðu þig undir pottþétta skemmtun! Cool Movie of the Summer! Rolling Stone Magazine Hann Rokkar feitt! Sýnd. 5.30, 8 og 10.30. Frá leikstjóra Romeo & Juliet. Stórkostleg mynd með mögnuðum leikurum og frábærum lögum FRUMSÝNING Moulin Rouge er án efa besta mynd ársins hingað til...  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire  Rás2 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 8 og 10.10. Kvikmyndir.com RadioX Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. Stór fengur Tveir þjófar Hverjum er hægt að treysta FRUMSÝNING Kvikmyndir.com HK. DV Sprenghlægileg mynd frá sama manni og færði okkur Airplane og Naked Gun myndirnar. Hér fara á kostum Rowan Atkinson, hinn eini sanni Mr. Bean, og John Cleese, úr Monty Python, ásamt fleiri frábærum leikurum. Sýnd kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20. Í KVÖLD og næstu þrjú sunnudagskvöld verður sýnd sjónvarpssakamálasagan 20/ 20, sem er svo sannarlega ekki öll þar sem hún er séð. Handritið að þessari sér- stæðu sögu skrifuðu þeir Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson. Þeir fengu Óskar Jónasson til að leik- stýra verkinu, sem bað Sæv- ar Guðmundsson um að klippa myndina saman. Saga á breiddina, ekki lengdina Páll: „Þetta er leikur með töluna 20 og kemur til af því að lengdin mátti bara vera 20 mínútur. Þá kom upp sú hugmynd að hafa söguna á breiddina ekki á lengdina. Að segja sömu söguna frá fjórum sjónarhornum. Sömu 20 mínúturnar sem eru því sýndar í hverjum þætti, og innri tími sögurnnar er jafn- langur og sýningartími myndarinnar. Inn í þetta kom svo hug- myndin að glæpnum, þessari klassísku morðgátu um hver sé sá seki. Aðalþema í þátt- unum er: Sér maður það sem maður sér? Hvernig sjá per- sónurnar sig í augum ann- arra, auk þess sem bæði áhorfendur og persónur myndarinnar leggja ólíka merkingu í atburðina. 20/20 er nefnilega hugtak yfir eðli- lega sjón.“ Afhjúpun á persónum Árni: „Persónusköpunin sprettur frá þemanu þar sem við erum að fjalla um hvort fólk þekkir hvert annað í raun og veru, jafnvel sína nánustu. Við dettum inn í líf þessa fólks á 20 mínútum. Einhvern veginn þurfum við að koma því til skila út á hvað persónurnar ganga og sömuleiðis líf þeirra. Það þarf að verða afhjúpun á samskiptum þeirra. Við þurfum að kynnast þeim einsog þau halda að þau séu og afhjúpa hvernig þau eru. Og það er ekkert einfalt. Við veljum fulltrúa héðan og þaðan úr íslensku þjóðfélagi, einsog það er núna með fólki sem hefur sest hér að frá fjarlægum slóðum, og inn- fæddum líka, og þessir kar- akterar eru kannski einhver hluti af því munstri sem Ís- land er að verða. Kannski má segja að Kolaportið verði þarna lítil útgáfa af Íslandi. Segjum hluti af Íslandi.“ Að allt standist Óskar: „Ég hef aldrei lent í neinu verkefni jafn flóknu í skipulagningu við tökur, og í sambandi við að halda sam- hengi milli þáttanna. Það að flétta saman auka- og aðal- leikurum svo þættirnir standist það að vera skoðaðir hlið við hlið allir fjórir, þar sem atburðirnir skarast allir. Við fundum það t.d þegar við vorum að skoða breytingar á handitinu, hversu þungar í vöfum þær voru. Því ef eitt- hvað lengist eða styttist í einum þætti, hefur það áhrif á alla hina þættina. Við þurftum að merkja öll atriðin mjög vel, þar sem sömu samtölin voru oft tekin upp en frá misjöfnum sjón- arhornum, til að nota í mis- jöfnum atriðum. Og til að geta gert það trúlega þurft- um við að vera búin að æfa þetta mjög vel svo samtölin stæðust það að vera tekin upp aftur og aftur. Þetta var mjög skemmtileg vinna.“ Oft býsna ruglingslegt Sævar: „Ég hef klippt seinustu þrjár sjónvarps- myndir sem Óskar hefur gert. Þessi mynd er sérstök „klippilega“ séð þar sem allir fjórir þættirnir gerast á sama tíma. Þótt það sé ekki hægt að sýna þá alla fjóra í einu og þeir gangi upp tíma- lega, þá er það mjög nálægt því og hún virkar alveg. Með öllum þessum sömu atriðum frá ólíkum sjónarhornum, er þetta með erfiðari klippi- verkefnum sem ég hef lent í. Þetta varð oft býsna rugl- ingslegt, og ég varð að klippa alla fjóra þættina í einu, og yfirlegan var mun meiri en í venjulegri mynd. En það var mjög gaman að eiga við þetta, og ég er bara ánægður með útkomuna. Hún flæðir vel og gengur öll upp.“ Sér maður það sem maður sér? Það er eins gott að hafa augun hjá sér þegar horft er á sjónvarpsglæpaþættina 20/20. Hildur Loftsdóttir sá sögu frá mörgum sjónarhornum. Morgunblaðið/Kristinn Höfundar spekúlera á tökustað. Humm… Óskar í faðmi leikaraliðsins í Kolaportinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.