Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 21 F Y R I R K E N N A R A Skráning og upplýsingar í síma 568 5010 Skeifan 11 b · Sími 568 5010 · skoli@raf.is · www.raf.is Næsta nám hefst 17. október 2001 og því lýkur í apríl 2002 Tölvur og kennsluumhverfi Þetta er áhugavert og skipulagt starfsnám ætlað kennurum. Námið er með skilaskyldri verkefnavinnu og lýkur með lokaverkefni. Unnin verða raunhæf verkefni sem tengjast daglegu starfi kennarans. Að náminu loknu eiga þátttakendur að hafa öðlast sjálfsöryggi í notkun tölvu og vera færir um að nota tölvur við dagleg störf. Fjarnám okkar fer fram með aðstoð hugbúnaðar sem er notaður á Vefnum og kallast WebCT. En aðal styrkur þessa náms felst í því að það er leitt af kennurum sem hafa reynslu af því að leiða fullorðna námsmenn í fjarnámi og af því að kenna í grunnskólum landsins. • Windows umhverfið • Word ritvinnslan • Excel töflureiknirinn • Internetið og tölvupóstur • Power Point • Lokaverkefni FRÆNDURNIR Karl Jóhann Jónsson og Ómar Smári Kristinsson deila með sér veggjum Mokka, kaffi- hússins sígilda við Skólavörðustíg. Þótt sýningin sé ekki stór, og valdi ef til vill ekki tímamótum, gefur hún ágæta innsýn í hugmyndaheim þess- ara ungu listamanna. Karl Jóhann málar portrett af al- þýðuklisjum á borð við Sjómanninn með pípuna, Páli Vilhjálmssyni – hin- um sívinsæla kókoshnetudreng Guð- rúnar Helgadóttur – og búálfinum ágæta sem prýðir svo marga íslenska einkaskrúðgarða. Slíkt kitschmakerí – smekkleysa, hnoð eða listlíki – á sér ættjörð í Bæjaralandi, þaðan sem gauksklukkurnar koma. Þegar bandaríski listmálarinn og mynd- höggvarinn Jeff Koons gekk að eiga klámdrottninguna og þingmanninn Ilonu Staller, eða Cicciolinu, fóru þau í brúðkaupsferð til Bæjaralands til að dvelja sem næst uppsprettum smekk- leysunnar. Karl Jóhann málar persón- ur og leikendur þessa ævin- týraheims af mikilli innlifun, og með vænum skammti af skopskyni. Maður þarf að hafa gaman af væmninni til að geta náð árangri í slíkri list og það virðist málarinn hafa. Maður saknar þess eins að hann skyldi ekki fá sér góða hannyrðakonu til að sauma út eftir málverkum, helst með silkiþræði á flauel. Slíkt hefði hámarkað þennan bráð- skemmtilega hnoðmör. Ómar Smári er af allt öðru sauðahúsi þótt verk hans séu ekki síður alþýðleg. Það er myndasagan sem á hug hans allan, og fylgja tvö hefti sýn- ingunni, til kynningar á þeim herleg- heitum sem koma skulu. Ómar Smári undirbýr nefnilega myndasögubók og er því eilítið heftur. Hann getur ekki með góðu móti sýnt verk sín sem skyldi, ekki frekar en rithöfundur sem á erfitt með að dreifa köflum úr skáldsögu sem enn er ekki komin út. Af þeim fáeinu sýnishornum sem hann gefur uppi má þó vænta spenn- andi útgáfu. Smám saman erum við að eignast góða myndasöguteiknara sem bíða þess eins að framsæknir út- gefendur veiti þeim verðugt tækifæri. Á Mokka er með öðrum orðum sýning sem gestir kaffihússins kunna vel að meta. Það staðfesti hrifinn fasta- kúnni. Alþýðlegt viðmið MYNDLIST M o k k a , S k ó l a v ö r ð u s t í g Til 16. október. Opið daglega frá kl. 9:30-23:30. MÁLVERK & TEIKNINGAR KARL JÓHANN JÓNSSON & ÓMAR SMÁRI KRISTINSSON Teiknimynd Ómars Smára. Halldór Björn RunólfssonMálverk eftir Karl Jóhannsson. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Vig- fúsi Ingvarssyni, tæknimanni RÚV: „Vegna skrifa tónlistargagn- rýnanda Morgunblaðsins um Moz- art-tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands vil ég benda gangrýnanda Morgunblaðsins, Ríkarði Ö. Páls- syni, á að reyna að segja rétt frá þegar hann skrifar gagnrýni. Í grein sinni um Sinfóníutón- leikana 11. október segir hann eft- irfarandi um píanókonsert Moz- arts. „Entremont stjórnaði frá píanó- inu og sneri því baki í hlustendur. Fyrir vikið var ekkert lok á hljóð- færinu til að senda út í sal., og kann það að hafa verið ástæða þess að þætti nauðsynlegt að magna upp slaghörpuna rafleiðis. Því mið- ur tókst ekki betur til en svo að tónninn varð harla ópíanískur og dósakenndur, auk þess sem stutt en samt heyrilegt „delay“ var milli hins lifandi ásláttar og þess sem kom úr hátalarnum. Ef grannt er leitað til að verja þessa ráðstöfun, mætti svo sem telja sér í trú um að stuttur og grunnur rafhljómurinn væri nær ómi „tangentflygils“ fyrri tíma, en einhvern veginn gekk það ekki upp.“ Málið er að það þarf ekki að verja eitt eða neitt varðandi ein- hverja ímyndaða uppmögnun á pí- anóinu. Þarna féll gagnrýnandinn í þá gryfju þegar hann sá mig labba inn á svið með hljóðnema og svo sá hann hátalara í ljósará fyrir ofan stjórnandann, hátalara sem hafa verið þarna frá opnunartónleikum Sinfóníunnar hinn 13. sept., vegna smátölu sem formaður Sinfóníunn- ar hélt vegna atburðanna í Banda- ríkjunum hinn 11. september sl. Ástæða þess að hljóðnemarnir voru settir við píanóið var að Rík- isútvarpið var að senda þessa tón- leika beint út eins og ævinlega, og það ætti Ríkarður reyndar að vita.“ Athugasemd við tónlistargagnrýni KVARTETT Kára Árnasonartrommuleikara heldur tón- leika á Café Ozio í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21.30. Með Kára spila Sigurður Flosason á saxófón, Ómar Guðjónsson á rafgítar og Þor- grímur Jónsson á kontra- bassa. Á efnisskránni eru kunnir og minna kunnir djass- standardar frá síðustu öld. Kvartett á Café Ozio VEGNA 15 ára afmælis Söng- fugla, kórs félagsstarfs aldr- aðra í Reykjavík, verður kór- inn með söngskemmtun í Ráðhúsi Reykjavíkur, í dag, sunnudag, kl. 15.30. Kórfélag- ar eru í kringum 50 og koma víða við í lagavali sínu. Stjórn- andi kórsins er Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir. Und- irleikari á píanó er Úlrik Óla- son. Söngfuglar í Ráðhúsinu Á UNDANFÖRNUM árum hefur sálgæslu og geðhjálp verið gefinn meiri gaumur en áður og meiri og opnari umræða hefur farið fram um þessi mál í þjóðfélag- inu. Fleiri hafa menntað sig og aukið hæfni sína í þessum greinum. Kirkjan hefur ætíð sinnt sálgæslu og prestar hennar hafa fylgst með líðan þjóð- arinnar frá því að prestsembættið barst til Íslands fyrir um þúsund árum. Prestar hafa, að öðrum ólöstuð- um, veitt Íslendingum meiri þjónustu en nokkur önnur stétt á þessu sviði. Mikilhæfir sálusorgarar hafa allt- af verið til í presta- stétt. Sálusorgunar- þjónusta kirkjunnar hefur orðið fjölbreyttari á seinni árum með þátt- töku presta í áfallahjálp á erfiðum tímum og tilkomu sjúkrahús- og sér- þjónustupresta. Höfundur þessarar bókar er meðal fyrstu sjúkrahús- presta landsins en sú stétt hefur fyr- ir löngu sannað gildi sitt. Hann hefur haldið erindi víða um land um mál- efni sálgæslu, til dæmis sorg og sorgarviðbrögð. Bókin Í nærveru er hugsuð sem hjálp fyrir þá sem vilja hlúa að and- legri velferð annarra. Hún útskýrir hvað það felur í sér að hlusta á aðra og skilja þá. Bókin skiptist í nítján kafla þar sem fjallað er um margar hliðar sálusorgarinnar. Í inngangs- kafla segir að sálgæslan sé „nokkurs konar brúargerð, tenging á milli Guðs og manns og manns og annars. Hlutverk hennar er að græða, hugga, styrkja, sætta og leiðbeina“ (bls. 10–11). Fyrirmynd sálusorgar- ans er frelsarinn, hinn miskunnsami Samverji allra manna sem hlustar án þess að dæma. Kærleikur hans getur komið fram breytingum á hjörtum manna sem ekkert annað afl er megnugt. Í nærveru hans öðlast sálusorgarinn styrk sem hann getur miðlað til reikulla manna. „Vaxtar- takmark sálgæslunnar er Kristur“ (bls. 11). Sálgæslan byggist á þeim mannskilningi að maðurinn sé ein heild, líkami, sál og andi sem ekki verði sundur skilin. Af eðlilegum ástæðum er miklu rými varið til umfjöll- unar um þjáninguna, gátu hennar og við- brögð við henni, um dauðann og viðbrögð við honum er hann heggur skarð í hóp ást- vina. Áhersla er lögð á að horfast í augu við líf- ið og erfiðar tilfinning- ar á raunastundum, að þeim sé fundinn hollur farvegur. Öll umhyggja fyrir sjúklingum á að hafa velferð þeirra að leiðarljósi. Góður sálu- sorgari sýnir skjól- stæðingi sínum einlæg- an áhuga og leyfir honum að ráða ferð- inni. Hann sýnir honum virðingu. Það gerði Jesús sem vakti þannig og efldi sjálfsvirðingu þeirra sem til hans leituðu. Hann spurði: „Hvað viltu að ég gjöri fyrir þig.“ Þetta ber sálusorgaranum að gera í stað þess að veita einfaldar lausnir sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum. Í nærveru er ágætlega rituð bók. Hún fjallar um mikilvægt efni sem margir vilja fræðast um. Sjónarhorn höfundar er sjónarhorn prestsins, guðfræðingsins og trúmannsins sem hefur mikla reynslu af sálusorgun fólks í erfiðum aðstæðum. Það er fengur að þessari bók og hún er mik- ilvægt framlag til eflingar sálusorg- unar kristinnar kirkju hér á landi. Hún bætir úr mikilli þörf fyrir fræðsluefni á þessu sviði. Bókin er rituð á auðskiljanlegu máli. Aðgát í nær- veru sálar BÆKUR S á l g æ s l a Höfundur: Sigfinnur Þorleifsson. Útgefandi: Skálholtsútgáfan. Stærð: 144 blaðsíður. Í NÆRVERU, NOKKRIR SÁLGÆSLUÞÆTTIR Sigfinnur Þorleifsson Kjartan Jónsson VERA Sörensen listamaður verður með sýnikennslu í olíu- málun í Gallerí Reykjavík á morgun, mánudag, kl. 15-18. En nú stendur yfir sýning Veru í galleríinu og lýkur henni laug- ardaginn 27. október. Gallerí Reykjavík er opið mánudaga – föstudaga frá kl. 13-18, laugar- daga kl. 11-16. Sýnikennsla í myndlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.