Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAM-BÍÓIN opnuðu íliðinni viku mikið end-urbætta kvikmynda-sali við Álfabakka íMjódd þar sem með- al breytinga er að einn salur- inn er orðinn að svonefndum VIP-lúxussal. Eigendur Sam- bíóanna náðu þar með að verða á undan keppinautunum í Norður- ljósum sem opnuðu nýtt Smárabíó í verslunarmiðstöðinni Smáralind síðastliðinn miðvikudag. Í Smára- bíói er boðið upp á lúxussal auk fjögurra sala til viðbótar með ríf- lega eitt þúsund sætum. Kvik- myndahúsin á höfuðborgarsvæðinu eru þá orðin 8 talsins og hafa 31 sal með yfir 7.100 sætum. Með tilkomu Smárabíós hefur sætaframboðið aukist um tæp 17% en sætin voru áður ríflega 6 þúsund í 26 sölum. Ef kvikmyndahúsin á Akureyri og í Keflavík eru talin með, sem eru í eigu „bíóblokkanna“ tveggja, eru bíósalirnir alls 37 með rúmlega 8 þúsund sætum. Eru þá ótalin þau óháðu kvikmyndahús á landsbyggð- inni sem enn starfa. Blokkirnar sem munu takast harðar á en áður á kvikmyndahúsa- markaðnum tilheyra tveimur at- hafnamönnum, Árna Samúelssyni og Jóni Ólafssyni, sem löngum hafa keppst á fjölmiðla- og afþreyingar- markaðnum hér á landi síðustu ár- in. Þetta eru semsagt Sam-bíóin annars vegar, sem Árni rekur ásamt sonum sínum, og Háskólabíó og hins vegar Laugarásbíó, sem Myndform rekur, og Norðurljós sem á og rekur Regnbogann, Stjörnubíó, Borgarbíó á Akureyri í samstarfi við heimamenn og Smárabíó með eigendum Smára- lindar. Jón Ólafsson er sem kunn- ugt er aðaleigandi Norðurljósa, sem einnig rekur Íslenska útvarpsfélag- ið. Innan blokkanna hefur verið samstarf með sýningar á kvikmynd- um og þær skipt með sér mark- aðnum, auk þess að heimila sýn- ingar í kvikmyndahúsum hvorrar blokkar fyrir sig. Með tilkomu Smárabíós og endurbótanna hjá Sam-bíóunum Álfabakka er reiknað með að framvegis beini þessir aðilar sýningum á þeim myndum, sem þeir hafa umboð fyrir, í „sín“ hús í ríkari mæli en áður. Því er reiknað með að samkeppnin eigi eftir að harðna enn meir. Blokkirnar eru reyndar ekki al- veg aðskildar því Sam-bíóin, Há- skólabíó og Laugarásbíó urðu að stofna með sér félag vegna umboðs fyrir kvikmyndir Universal Pict- ures samsteypunnar, sem m.a. á Paramount Pictures. Að öðru leyti skipta bíóin með sér umboðum fyrir stóru kvikmyndarisanna þannig að Norðurljós hafa m.a. einkarétt á myndum frá 20th Century Fox, Columbia Pictures, MGM og Mira- max og Sam-bíóin hafa, auk Univer- sal, umboð fyrir samsteypu Warner Bros. og Disney. Þá er Myndform/ Laugarásbíó með umboð fyrir New Line Cinema og Revolution Pict- ures og Háskólabíó með einkarétt á frumsýningum flestra íslenskra kvikmynda. Breytt Laugarásbíó, Stjörnubíó til sölu og nýtt Sam-bíó í bígerð Fleira hefur verið að gerast á markaðnum en hér hefur verið nefnt. Laugarásbíó opnaði nýlega breytt anddyri með bættri aðstöðu í miðasölunni, eftir að hafa tekið stóra salinn í gegn á síðasta ári og skipt um sæti og tækjabúnað. Svip- aðar framkvæmdir eru fyrirhugað- ar á anddyri Regnbogans, miða- og veitingasölu. Þá hafa Norðurljós verið með Stjörnubíó við Laugaveg á söluskrá síðan í vor, bæði húsið og alla innanstokksmuni, þar sem rekstur kvikmyndahúss á þeirra vegum er ekki áformaður vegna til- komu Smárabíós. Bíóið verður þó starfrækt af Norðurljósum þar til það selst. Nokkur tilboð hafa borist, bæði frá aðilum sem vilja reka kvik- myndahús og eins fjárfestum sem girnast eingöngu lóðina og húseign- ina. Enn frekari framkvæmdir eru fyrirhugaðar hjá Sam-bíóunum. Skipulags- og bygginganefnd Reykjavíkur hefur samþykkt um- sókn fyrirtækisins um lóð undir nýtt 960 sæta kvikmyndahús í Spönginni í Grafarvogi, rétt við verslun Bónuss. Borgarráð á eftir að fjalla um málið. Verði af þeirri byggingu er framtíð gömlu Bíó- borgarinnar í óvissu. Að sögn Björns Árnasonar hjá Sam-bíóun- um á þó að halda áfram að reka kvikmyndahús við Snorrabrautina næstu misserin og jafnvel ráðast í endurbætur ef aðstæður leyfa. Um leið og opnað var að nýju í Mjódd- inni eftir breytingar var nöfnum bíóanna breytt þannig að Bíóborgin mun framvegis heita Sam-bíóin Snorrabraut og Nýja-bíó á Akur- eyri og í Keflavík munu taka upp Sam-bíó nafnið, svo dæmi séu tekin. „Hjá okkur var kominn tími á breytingar. Tíu ár eru liðin frá því að við opnuðum Saga-bíó og Bíó- höllina fórum við af stað með í Mjóddinni fyrir tæpum tuttugu ár- um. Þessir salir voru orðnir börn síns tíma og farnir að láta á sjá, enda hafa um fjórar milljónir gesta komið hér á síðustu tíu árum. Við vorum að velta því fyrir okkur í fyrra að ráðast í þessar breytingar en frestuðum þeim um ár. Svo neit- um við því ekki að Smárabíó ýtti að- eins við okkur,“ segir Björn. Hann segir að ef allt gangi eftir með lóðina í Grafarvogi eigi fram- kvæmdir að geta hafist þar eftir áramót. Teikning gerir ráð fyrir 4 kvikmyndasölum auk aðstöðu fyrir veitingastaði, bankaútibú og versl- un. Sú bygging á að verða stolt Sam-bíóanna með öllu því fullkomn- asta og besta sem kvikmyndahús nútímans geta boðið upp á eða álíka þægindi og tækni sem eigendur Smárabíós boða hjá sér. Húsið er tæpir 4 þúsund fermetrar að flat- armáli og á þremur hæðum. „Við hugsum þetta svipað og þeg- ar við opnuðum Bíóhöllina árið 1982. Þá héldu allir að við værum klikkaðir að opna bíóhús svona útúr öllu og langt frá miðbænum. En hér var allt unga fólkið með börnin í Breiðholtinu og Árbæ og núna er þetta að endurtaka sig í Grafarvog- inum með Grafarholtið og Mos- fellsbæ í grenndinni,“ segir Björn. Hörð samkeppni vegna lúxusbíósalanna Bíóhöllinni og Saga-bíói hefur verið steypt í Sam-bíóin Álfabakka og einum salnum verið breytt í 28 sæta lúxussal með leðurstólum og borði undir veitingar. Sams konar salur er í Smárabíói nema helmingi stærri eða með 71 sæti. Reynsla af rekstri slíkra sala erlendis er góð. Stólarnir eru í hvorum sal stillan- legir með fótskemli (rafdrifnir í Sam-bíóunum) og hreyfanlegu baki og líkjast helst hinum vinsælu „Lazy-boy“ stólum. Lítið veitinga- borð er á milli stólanna og bil milli Miklar framkvæmdir hjá eigendum kvikmyndahúsa á höfuðborgarsvæðinu „Bíóblokkirnar“ takast Með þeim breytingum sem eiga sér stað í kvik- myndahúsunum á höf- uðborgarsvæðinu um þessar mundir fjölgar bíósölum úr 26 í 31 og sætaframboð eykst um 17%. Björn Jóhann Björnsson komst að því að enn frekari breytinga má vænta á þessum markaði á næstunni og samkeppnin mun aukast. < $ (   % (  = '%( < $    .  % '9(.  ' !                   /<>8<2/ >       ! ! !  !!  "  #! #$  "$ !# ))! #$# #    !"  $!   " !  !#" $ $$## )?)!?  $   "" ""! # !  "# "  #"! ## ""   ) @!)   #   # $$ " !# #  "# " !$"!   #  ) )!?@ #"" "" $ "$ !" $$ !$ "!$ ""!$  $!   # )@) $"#   " "  $ ! #$ $# $$"  $# """# $  #$" )!@)? !  ?    ) )@ ) )   @   !  ?    1 )  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.