Morgunblaðið - 14.10.2001, Side 22

Morgunblaðið - 14.10.2001, Side 22
22 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAM-BÍÓIN opnuðu íliðinni viku mikið end-urbætta kvikmynda-sali við Álfabakka íMjódd þar sem með- al breytinga er að einn salur- inn er orðinn að svonefndum VIP-lúxussal. Eigendur Sam- bíóanna náðu þar með að verða á undan keppinautunum í Norður- ljósum sem opnuðu nýtt Smárabíó í verslunarmiðstöðinni Smáralind síðastliðinn miðvikudag. Í Smára- bíói er boðið upp á lúxussal auk fjögurra sala til viðbótar með ríf- lega eitt þúsund sætum. Kvik- myndahúsin á höfuðborgarsvæðinu eru þá orðin 8 talsins og hafa 31 sal með yfir 7.100 sætum. Með tilkomu Smárabíós hefur sætaframboðið aukist um tæp 17% en sætin voru áður ríflega 6 þúsund í 26 sölum. Ef kvikmyndahúsin á Akureyri og í Keflavík eru talin með, sem eru í eigu „bíóblokkanna“ tveggja, eru bíósalirnir alls 37 með rúmlega 8 þúsund sætum. Eru þá ótalin þau óháðu kvikmyndahús á landsbyggð- inni sem enn starfa. Blokkirnar sem munu takast harðar á en áður á kvikmyndahúsa- markaðnum tilheyra tveimur at- hafnamönnum, Árna Samúelssyni og Jóni Ólafssyni, sem löngum hafa keppst á fjölmiðla- og afþreyingar- markaðnum hér á landi síðustu ár- in. Þetta eru semsagt Sam-bíóin annars vegar, sem Árni rekur ásamt sonum sínum, og Háskólabíó og hins vegar Laugarásbíó, sem Myndform rekur, og Norðurljós sem á og rekur Regnbogann, Stjörnubíó, Borgarbíó á Akureyri í samstarfi við heimamenn og Smárabíó með eigendum Smára- lindar. Jón Ólafsson er sem kunn- ugt er aðaleigandi Norðurljósa, sem einnig rekur Íslenska útvarpsfélag- ið. Innan blokkanna hefur verið samstarf með sýningar á kvikmynd- um og þær skipt með sér mark- aðnum, auk þess að heimila sýn- ingar í kvikmyndahúsum hvorrar blokkar fyrir sig. Með tilkomu Smárabíós og endurbótanna hjá Sam-bíóunum Álfabakka er reiknað með að framvegis beini þessir aðilar sýningum á þeim myndum, sem þeir hafa umboð fyrir, í „sín“ hús í ríkari mæli en áður. Því er reiknað með að samkeppnin eigi eftir að harðna enn meir. Blokkirnar eru reyndar ekki al- veg aðskildar því Sam-bíóin, Há- skólabíó og Laugarásbíó urðu að stofna með sér félag vegna umboðs fyrir kvikmyndir Universal Pict- ures samsteypunnar, sem m.a. á Paramount Pictures. Að öðru leyti skipta bíóin með sér umboðum fyrir stóru kvikmyndarisanna þannig að Norðurljós hafa m.a. einkarétt á myndum frá 20th Century Fox, Columbia Pictures, MGM og Mira- max og Sam-bíóin hafa, auk Univer- sal, umboð fyrir samsteypu Warner Bros. og Disney. Þá er Myndform/ Laugarásbíó með umboð fyrir New Line Cinema og Revolution Pict- ures og Háskólabíó með einkarétt á frumsýningum flestra íslenskra kvikmynda. Breytt Laugarásbíó, Stjörnubíó til sölu og nýtt Sam-bíó í bígerð Fleira hefur verið að gerast á markaðnum en hér hefur verið nefnt. Laugarásbíó opnaði nýlega breytt anddyri með bættri aðstöðu í miðasölunni, eftir að hafa tekið stóra salinn í gegn á síðasta ári og skipt um sæti og tækjabúnað. Svip- aðar framkvæmdir eru fyrirhugað- ar á anddyri Regnbogans, miða- og veitingasölu. Þá hafa Norðurljós verið með Stjörnubíó við Laugaveg á söluskrá síðan í vor, bæði húsið og alla innanstokksmuni, þar sem rekstur kvikmyndahúss á þeirra vegum er ekki áformaður vegna til- komu Smárabíós. Bíóið verður þó starfrækt af Norðurljósum þar til það selst. Nokkur tilboð hafa borist, bæði frá aðilum sem vilja reka kvik- myndahús og eins fjárfestum sem girnast eingöngu lóðina og húseign- ina. Enn frekari framkvæmdir eru fyrirhugaðar hjá Sam-bíóunum. Skipulags- og bygginganefnd Reykjavíkur hefur samþykkt um- sókn fyrirtækisins um lóð undir nýtt 960 sæta kvikmyndahús í Spönginni í Grafarvogi, rétt við verslun Bónuss. Borgarráð á eftir að fjalla um málið. Verði af þeirri byggingu er framtíð gömlu Bíó- borgarinnar í óvissu. Að sögn Björns Árnasonar hjá Sam-bíóun- um á þó að halda áfram að reka kvikmyndahús við Snorrabrautina næstu misserin og jafnvel ráðast í endurbætur ef aðstæður leyfa. Um leið og opnað var að nýju í Mjódd- inni eftir breytingar var nöfnum bíóanna breytt þannig að Bíóborgin mun framvegis heita Sam-bíóin Snorrabraut og Nýja-bíó á Akur- eyri og í Keflavík munu taka upp Sam-bíó nafnið, svo dæmi séu tekin. „Hjá okkur var kominn tími á breytingar. Tíu ár eru liðin frá því að við opnuðum Saga-bíó og Bíó- höllina fórum við af stað með í Mjóddinni fyrir tæpum tuttugu ár- um. Þessir salir voru orðnir börn síns tíma og farnir að láta á sjá, enda hafa um fjórar milljónir gesta komið hér á síðustu tíu árum. Við vorum að velta því fyrir okkur í fyrra að ráðast í þessar breytingar en frestuðum þeim um ár. Svo neit- um við því ekki að Smárabíó ýtti að- eins við okkur,“ segir Björn. Hann segir að ef allt gangi eftir með lóðina í Grafarvogi eigi fram- kvæmdir að geta hafist þar eftir áramót. Teikning gerir ráð fyrir 4 kvikmyndasölum auk aðstöðu fyrir veitingastaði, bankaútibú og versl- un. Sú bygging á að verða stolt Sam-bíóanna með öllu því fullkomn- asta og besta sem kvikmyndahús nútímans geta boðið upp á eða álíka þægindi og tækni sem eigendur Smárabíós boða hjá sér. Húsið er tæpir 4 þúsund fermetrar að flat- armáli og á þremur hæðum. „Við hugsum þetta svipað og þeg- ar við opnuðum Bíóhöllina árið 1982. Þá héldu allir að við værum klikkaðir að opna bíóhús svona útúr öllu og langt frá miðbænum. En hér var allt unga fólkið með börnin í Breiðholtinu og Árbæ og núna er þetta að endurtaka sig í Grafarvog- inum með Grafarholtið og Mos- fellsbæ í grenndinni,“ segir Björn. Hörð samkeppni vegna lúxusbíósalanna Bíóhöllinni og Saga-bíói hefur verið steypt í Sam-bíóin Álfabakka og einum salnum verið breytt í 28 sæta lúxussal með leðurstólum og borði undir veitingar. Sams konar salur er í Smárabíói nema helmingi stærri eða með 71 sæti. Reynsla af rekstri slíkra sala erlendis er góð. Stólarnir eru í hvorum sal stillan- legir með fótskemli (rafdrifnir í Sam-bíóunum) og hreyfanlegu baki og líkjast helst hinum vinsælu „Lazy-boy“ stólum. Lítið veitinga- borð er á milli stólanna og bil milli Miklar framkvæmdir hjá eigendum kvikmyndahúsa á höfuðborgarsvæðinu „Bíóblokkirnar“ takast Með þeim breytingum sem eiga sér stað í kvik- myndahúsunum á höf- uðborgarsvæðinu um þessar mundir fjölgar bíósölum úr 26 í 31 og sætaframboð eykst um 17%. Björn Jóhann Björnsson komst að því að enn frekari breytinga má vænta á þessum markaði á næstunni og samkeppnin mun aukast. < $ (   % (  = '%( < $    .  % '9(.  ' !                   /<>8<2/ >       ! ! !  !!  "  #! #$  "$ !# ))! #$# #    !"  $!   " !  !#" $ $$## )?)!?  $   "" ""! # !  "# "  #"! ## ""   ) @!)   #   # $$ " !# #  "# " !$"!   #  ) )!?@ #"" "" $ "$ !" $$ !$ "!$ ""!$  $!   # )@) $"#   " "  $ ! #$ $# $$"  $# """# $  #$" )!@)? !  ?    ) )@ ) )   @   !  ?    1 )  

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.