Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 20
LISTIR 20 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Antikhúsgögn og gjafavörur Ljósakrónur og lampar Persnesk teppi og mottur Gömul dönsk postulínsstell Kristalglös og silfur Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Victoria Antik, Síðumúla 34, sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Opið mán.-fös. kl. 12-18, lau. kl. 11-16. ÞÆR Harpa Árnadóttir og Sari Maarit Cedergren skipta Listasafni ASÍ þannig milli sín að Harpa sýnir í Ásmundarsal meðan Sari Maarit nýtir sér gryfju hússins. Báðar fást við litleysið í list sinni, hið hvíta og möguleika þeirra gilda sem fólgin eru í slíkri aðdreginni tjáningu. Harpa sýnir málverk sem eru ein- skorðuð við hvítan lit og ofurná- kvæm blæbrigði hans á striganum. Sari Maarit mótar hins vegar lág- myndir í gips sem kalla fram línur, inn- og úthyrndar, líkastar fari í náttúrunni, sem listakonan tengir bæði veðráttu og landslagi. Skoða má línuna í þessum verkum sem öldutopp á hjarni eftir að skafið hef- ur, eða sem fjallsbrún í fjarska en varast ber að túlka hana sem raun- sæja landslagslýsingu. Þótt verkin séu fullkomlega óhlutbundin og ekk- ert augljóst sé þar að finna nær Sari Maarit að miðla sannfærandi and- rúmslofti með þessum einföldu gips- myndum. Það er sem landslagið með öllum sínum veðrabrigðum búi að baki þessum einföldu verkum. Engin slík náttúruleg viðmið er hægt að finna í málverkum Hörpu. Þau láta ekkert uppi um sig annað en það sem upptalningin á hinum ýmsu miðlum sem listakonan beitir gefur til kynna. Það er þó allnokkuð, því segja má að flöturinn í verkum Hörpu sé unninn með ýmsu og óvenjulegu móti. Harpa virðist nefnilega ganga að verki sínu með allan þann efa og óvissu sem hugsast getur svo að hver mynd verður líkust óræðu ævintýri án þess að of mikið sé látið í ljósi um raunverulegan til- gang. Áhorfandinn er krafinn um tölu- verða yfirlegu í von um að hann geri sig næman gagnvart þeim smáatrið- um sem sjást en sjást þó varla. Dauf blettalína fetar sig yfir flötinn í einu verkinu á meðan öðru er deilt í línur með daufleitum blýanti. Línan kem- ur í ljós undir hvítri málningunni en gefur þó til kynna að upphaflegri áætlun um skiptingu flatarins hafi ekki alls kostar verið haldið til streitu. Í enn öðru verki hefur yf- irflöturinn sprungið undan misþorn- un, en svo virðist sem það sé gert með ráðnum hug að sprengja hann. Þannig vinnur Harpa á mörkum hins sýnilega og ósýnilega, hins ætl- aða og hikandi, þar sem áhorfandinn fær frítt spil til að túlka það sem fyr- ir augu ber án þess að vera nokkurn tíma viss um að hafa rétt fyrir sér. Einna helst verður listakonunni líkt við Jóhann Eyfells sem lítið gefur uppi um það hvað sé hans verk eða hendingarinnar. Trú lífinu og óverj- andi inngripi þess í áætlanir okkar heldur hún áfram að vinna á mörk- um hins merkjanlega. Frá sýningu Hörpu Árnadóttur í Ásmundarsal, Listasafni ASÍ. Hluti af lágmyndum Sari Maarut Cedergren í gryfju Listasafns ASÍ. Hvítt á hvítt MYNDLIST L i s t a s a f n A S Í , Á s m u n d a r s a l u r Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. Sýningunni lýkur í dag, sunnudag. MÁLVERK OG LÁGMYNDIR HARPA ÁRNADÓTTIR & SARI MAARIT CEDERGREN Halldór Björn Runólfsson KASA-hópurinn, eða Kammerhópur Salarins, verður með tónleika í Tí- brárröð Salarins í dag kl. 16.30. Á efnisskránni verða eingöngu verk eftir Mozart. Nína Margrét Gríms- dóttir píanóleikari er einn af stofn- félögum Kasa. „Við ætlum að reyna að spanna feril Mozarts og byrjum á verki sem hann samdi átta ára, Són- ata fyrir flautu og píanó KV 14. Hann samdi verkið fyrir sembal og flautu eða fiðlu og gerði ráð fyrir að selló gæti leikið með. Það eru til tvær útgáfur af verkinu, og við Ás- hildur sem leikur verkið með mér ákváðum að blanda þessum útgáfum saman. Önnur gerði meira úr píanó- inu, meðan hin var meira fyrir flaut- una, þannig að við spinnum þetta saman og endursköpum verkið að hluta til. Við leikum næst flautu- kvartett, sem Mozart samdi þegar hann var 21 árs, og þá förum við til ársins 1779, þegar hann var 23 ára. Þá samdi hann Sónötu fyrir fiðlu og píanó í B-dúr. Þetta er ein af són- ötunum sem hann tileinkaði Jósefínu von Auenhammer sem var nemandi hans. Hann sagði sónötuna vera fyr- ir fiðlu og píanó, eins og Beethoven og Haydn gerðu, og hljóðfærin hafa jafnara vægi en áður, en þetta er kannski ekki orðið alveg fullkomið form hjá honum, það má segja að þetta sé einhvers konar miðjutímabil í sónötuforminu. Í lokin leikum svo verk frá 1785 þegar tónskáldið var 29 ára. Þetta er kvartett fyrir píanó og strengi – eðalverk, og að mörgu leyti eins og píanókonsert – hann var að semja píanókonserta á þess- um tíma og var í þannig stuði þegar hann samdi kvartettinn. Þetta er al- veg frábært verk.“ Býr Mozart á Eyrarbakka? Á undan tónleikunum verður Þor- kell Sigurbjörnsson tónskáld með spjall, þar sem hann kynnir Mozart og þau verk sem leikin verða á tón- leikunum. Spjalli Þorkels, sem hann kallar Býr Mozart á Eyrarbakka?, verður fylgt úr hlaði með mynd- kynningu, og segist Nína Margrét vonast til að þetta verði mjög lifandi, og góð viðbót við tónlistarflutning- inn. Eftir tónleikana er hins vegar boðið til veitingakynningar. „Við buðum veitingahúsum til samstarfs með það fyrir augum að þau gætu kynnt sína starfsemi eftir tónleika. Þetta er tilraun til að gera tónleika- ferðina að meira mannamóti, og að fólk geti hist og slakað á eftir tón- leikana, spjallað við tónlistarfólkið og notið þeirra veitinga sem í boði verða. Þetta er tilraun, og hún gafst mjög vel í september þegar við gerð- um þetta í fyrsta skipti.“ Það er Rauða húsið á Eyrarbakka sem verður með veitingakynningu að þessu sinni. „Þeir voru með þeim allra fyrstu til að skrá sig í þetta samstarf við okkur, og þetta verður mjög spennandi. Siggi Hall á Óðins- véum verður svo hér í janúar og honum fannst þetta svo góð hug- mynd að hann verður tvisvar með okkur í vetur. Ég held að fólki þyki það spennandi að gera eitthvað nýtt og að geta blandað svona hlutum saman. Og vonandi höfðum við til enn breiðari hóps en hingað til hefur komið á tónleika. Það er upplagt fyrir þá sem lítið hafa farið á tón- leika að koma og hlusta á spjall Þor- kels á undan, og láta hann leiða sig svolítið í gegnum þetta. Þetta verður mjög aðgengilegt.“ Sem fyrr segir er Nína Margrét einn af stofnendum Kammerhóps Salarins, en á tónleikunum í dag leikur Áshildur Haraldsdóttir með henni í flatusónötunni og Sif Túl- iníus í fiðlusónötunni. Í flautukv- artettinum leikur Áshildur með Sif, Helgu Þórarinsdóttur og Sigurði Bjarka Gunnarssyni en í píanókvar- tettinum kemur Miklos Dalmay pí- anóleikari í stað Áshildar. Spjall, tónlist og matur á öðrum tónleikum Kammerhóps Salarins Eins og Mozart hefði viljað hafa það Morgunblaðið/Kristinn Félagar úr Kammerhópi Salarins. Í aftari röð eru Sigurður Bjarki Gunnarsson, Nína Margrét Grímsdóttir og Miklos Dalmay við píanóið. Í fremri röð eru Áshildur Haraldsdóttir, Helga Þórarinsdóttir og Sif Túliníus. LEIÐSÖGN á táknmáli auk hefð- bundinnar leiðsagnar verður í Lista- safni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum í dag kl. 15. Farið verður um sýningu Krist- jáns Guðmundssonar sem opnuð var fyrir tæpum mánuði. Táknmálsleið- sögn um listsýningu NÁMSKEIÐ um bækur metsöluhöf- undarins Neale Donald Walsch hefst hjá Framvegis – miðstöð um sí- menntun í Reykjavík á miðvikudag. Bækurnar fjalla um ástina og lífið, fólk og samskipti, gott og illt, sekt og synd, fyrirgefningu, veginn til Guðs og leiðina til heljar. Námskeiðið er í formi fyrirlestra og umræðna. Kennari er Geir Rögn- valdsson, leikhúsfræðingur og stærðfræðikennari, sem árum sam- an hefur velt fyrir sér heimspeki þessara bóka. Kennt er í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Námskeið um heimspeki Norræna húsið Sunnudagur Kl. 11–17: Sögutjald þar sem börn yngri en sjö ára fá að segja „frænku“ sögur. Frænk- an aðstoðar börnin við að skrá sögur sínar. Sögutjaldið verður sett upp í anddyri Norræna hússins. Kl. 13: Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra les fyrir börnin í söguherberginu í sýningarsalnum. Kl. 14: Mögu- leikhúsið sýnir barnaleikritið Skuggaleik eftir Guðrúnu Helgadóttur. Ævintýrasýning fyrir börn í sýningarsölum Norræna húss- ins. Stendur til 9. desember. Sýning á myndum úr sænsk- um barnabókum í anddyri Nor- ræna hússins. Stendur til 28. október. Sýning á myndum úr íslensk- um barnabókum í Borgarbóka- safni Reykjavíkur, Grófarhúsi. Stendur til 26. október. Meðan á hátíðinni stendur munu liggja frammi upplýsing- ar um norrænu barnabók- menntastofnanirnar og auk þess geta gestir nálgast bækl- ing þar sem búið er að taka saman lista yfir norrænar barna- og unglingabækur sem hafa „ferðina“, í víðasta skiln- ingi þess orðs, sem þema. Ókeypis aðgangur á alla dag- skrárliði hátíðarinnar. NÚ stendur yfir í Bókasafni Kópa- vogs sýning á vatnslitamyndum eftir Jóhönnu Stefánsdóttur myndlistar- mann. Jóhanna stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskólanum árin 1986– 1990 og útskrifaðist úr textíldeild. Sýningin stendur út októbermánuð. Myndlist í Bókasafni Kópavogs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.