Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 19
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 19  Hugheilar þakkir til allra sem heiðruðu mig með nærveru sinni, gjöfum og heillaskeytum á 90 ára afmæli mínu, 8. október sl. Guð blessi ykkur öll. Ólafur Beinteinsson. BLESSAÐUR Woody Allen er alltaf skemmtilegur hversu góðar sem myndirnar hans eru og Small Time Crooks, eða Smábófarnir, er svo sannarlega fyndin mynd með fyndnum persónum. Hún minnir eig- inlega á fyrri myndir Allens, eins og Bananas eða Take The Money and Run, svo mikil eru ærslin. Það ætti að gleðja marga. Að sama skapi er hann heldur grunnur og það sem ég undraðist mest á, þá er hann end- urtekningarsamur og framvinda sög- unnar er alls ekki nógu kraftmikil. Hér leikur Allen Ray Winkler, misheppnaðan bankaræningja, sem giftur er fyrrverandi erótískum dansara, Frenchy Fox, sem Tracey Ullman leikur. Ray skipuleggur bankarán, þar sem þau opna smá- kökubúð sem yfirskin og grafa göng úr kjallaranum upp í bankann. Margt fer öðruvísi en ætlað var, og smákök- urnar verða svo vinsælar að .... Þessi mynd gengur út á grín og aftur grín og er það margt býsna gott. Kímnin felst mestmegnis í því að gera grín að þessu misgáfulega fólki, dæmigerðum lágstéttar Kön- um, og löngun Frenchy Fox til að verða „fín frú“. En Allen hlífir ekki fína fólkinu frekar en sjálfum sér, snobbararnir og rest fá allir á bauk- inn. Eftir vissan tíma verður þetta þó þreytandi og og mann fer að þyrsta í kræsilega framvindu mála, skemmti- lega fléttu, eða það að eitthvað búi undir þessu en svo er ekki. En sem sagt, þetta er ekki ein af bestu myndum hans ekki frekar en seinasta mynd hans, Celebrity. Von- andi er hann þó ekki farinn að slá af kröfunum við kvikmyndagerðina og vonandi að hans næsta mynd, The Curse of the Jade Scorpion, verði minnsta kosti hálfri stjörnu betri. KVIKMYNDIR S a m b í ó i n Leikstjóri og handritshöfundur: Woody Allen. Aðalhlutverk: Tracy Ullman, Woody Allen, Michael Rapaport, Elaine May, Tony Darrow og Hugh Grant. 94 mín. Sweetland Films 2000. SMALL TIME CROOKS  Fyndinn en grunnur Hildur Loftsdótt ir CAMERARCTICA er gestur Kammermúsíkklúbbsins í Bústaða- kirkju í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20 og flytur lög eftir Verdi, Shost- akovich og Dvorák. Camerarctica er skipuð Hildigunni Halldórsdóttur, fiðla, Sigurlaugu Eðvaldsdóttur, fiðla, Guðmundi Kristmundssyni, lágfiðla, Sigurði Halldórssyni, kné- fiðla og Erni Magnússyni, píanó. Á fyrri hluta tónleikanna flytja þau Strengjakvartett í e-moll eftir Giuseppe Verdi og Strengjakvartett nr. 10 í As-dúr, op. 118 eftir Dmitríj Shostakovitsj. Eftir hlé verður flutt Tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu í e- moll op. 90 (Dumky-tríóið, B. 166) eftir Antonin Dvorák. Verdi var mikill aðdáandi kvart- ett-formsins og í e-moll kvartettin- um telja Verdi-unnendur sig greina áhrif frá ýmsum óperum hans, ekki síst Aidu. Flutningur kvartettsins í kvöld er í tilefni 100. ártíðar tón- skáldsins. Kammermúsíkklúbburinn hefur á stefnuskrá sinni að láta flytja a.m.k. einn strengjakvartetta Shost- akovitsj á hverju ári. Camerarctica hefur flutt þessa tónlist sl. tvö ár á vegum klúbbsins. Dumky-tríó Dvor- áks heitir svo vegna þess að það er samsett úr sex „dumka“-stefjum, í e- moll, cís-moll, A-dúr, d-moll, Es-dúr og c-moll, sem tengjast með því helst að vera öll „dumka“, þjóðdansastef sem einkennist af skyndilegum hraðabreytingum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðmundur Kristmundsson, Örn Magnússon, Sigurður Halldórsson, Hildigunnur Halldórsdótttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir í Camerarctica. Dumky-tríóið meðal verka í Bústaðakirkju  FACE to face hefur að geyma landslagsljósmyndir Magnúsar Ó. Magnússonar. Myndirnar eru tekn- ar að sumri til árin 1999 og 2000 á ferðum hans vítt og breitt um landið. Texti með myndunum er á fimm tungumálum; íslensku, norsku, ensku, þýsku og frönsku. Magnús leiðir lesendur á vit þeirra dularfullu töfra sem íslensk náttúra býr yfir, með ljósmyndum af kynjum og litbrigðum landslagsins, þar sem kynngimögnuð andlit og goðsagna- verur blasa við hvert sem litið er, segir m.a. í fréttatilkynningu. Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur vann texta með myndunum úr Snorra-Eddu og rekur í gegnum þær sköpunarsögu goðafræðinnar og sagnir af viðskiptum goða og jötna. Dr. Ólína Þorvarðardóttir ritar for- mála að bókinni og stutt ágrip af jarðsögu Íslands er eftir Hjálmar R. Bárðarson. Bókin er gefin út í Noregi. Hún er 132 bls. Nýjar bækur  THE Interplay between Gender, Markets and the State eftir Lilju Mósesdóttur er komin út hjá breska útgáfufyrirtækinu Ashgate. Í bók- inni er leitast við að útskýra þann mikla mun sem hefur verið á at- vinnuþátttöku kvenna í Svíþjóð, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Höf- undur greinir á fræðilegan hátt og út frá reynslu hvernig samspil vinnu- markaðar og velferðarkerfis hefur mótað stöðu karla og kvenna frá 1960 í þessum þremur löndum. Ástæður mismunandi þjóðfélagsstöðu kvenna í Svíþjóð, Þýskalandi og Bandaríkj- unum má m.a. rekja til þess að aðilar vinnumarkaðarins, kirkjan, kvenna- hreyfingin og mannréttindasamtök hafa haft mismikil áhrif á ríkjandi hugmyndafræði í viðkomandi landi. Lilja er dósent við Háskólann í Reykjavík og hefur starfað sem sér- fræðingur fyrir framkvæmdastjórn ESB. Bókin er m.a. fáanleg á www.amazon.co.uk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.