Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 45 Patreksfjörður - Tálknafjörður Eftirtaldar fasteignir úr dánarbúi Arnbjargar Guðlaugsdóttur eru til sölu: 1. Mýrar 13, Patreksfirði, 140 fm einbýlishús ásamt 38 fm bílskúr. 2. Vélsmiðja og salthús, Vatneyri, byggð 1912 og 1920, samtals 736 fm. 3. Stóri-Laugardalur, Tálknafirði, 1/7 hluti. Tilboðum í eignirnar skal skilað til undirritaðs fyrir 27. október nk. Arnar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1, Ísafirði, sími 456 4144. Hraunbraut 34 - Kópavogi Rúmgóð 172,1 fm efri sérhæð í tvíbýli ásamt 26 fm bílskúr á ró- legum og góðum stað í vestur- bænum. Beinn inngangur af götu. Fimm góð herbergi, stór stofa með lofthæð 3,05 m, sól- stofa, baðherbergi og gesta wc. Stórkostlegt útsýni yfir Nauthóls- vík, Reykjavík og Snæfellsjökul. Stutt í alla þjónustu, verslun og sund. Húsið er laust til afhendingar við kaupsamning. Verð 17,2 m. Áslaug og Sophus taka vel á móti ykkur milli kl. 14 og 17 í dag. Næfurás 13 - Árbæ Einstaklega falleg 3ja herb. 93,8 fm íbúð. Vönduð tæki. Rúmgóð stofa og borðstofa góðu fjölbýli ásamt 28,5 fm bílskúrsplötu. Glæsilegt baðherbergi með fal- legri innréttingu, flísalagt í hólf og gólf, sturtuklefi, halogen-lýs- ing. Eldhús með hvítri og beyki- innréttingu, 2 herb. með skápum. Stórar suðvestursvalir. Gólfefni eru dökkt eikarparket og flísar. Verðlaunagarður og mikið útsýni. Áhv. um 4,5 m. Verð 12,2 m. Tekið verður vel á móti ykkur milli kl. 14 og 17 í dag. Opið hús í dag TIL sölu þetta sögufræga hús sem stendur við Hverfisgötu 12, Reykjavík. Heildarflatarmál eignarinnar er 391,5 fm. Eignin er á 3. hæðum, nýuppgerð og glæsilega innrétt- uð. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Stóreign í síma 551 2345. Opið hús í dag kl. 14-16 Mjög gott 156,5 fm einbýli á tveimur hæðum ásamt 38,9 fm bílskúr, samtals 195,4 fm. 4 sv-herb. Parket á gólfum og flísa-lögð baðherbergi. Gróinn og fallegur garður. Áhvílandi 7 milj. og að auki er mögul. á 4,8 millj. LSR láni (6% vextir). Húsið er laust til afhendingar nú þegar. V. 18,5 m. DIGRANESHEIÐI 29 - KÓPAVOGI VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð í Bessastaðahreppi sam- þykkti á aðalfundi sínum 27. sept- ember ályktun um undirbúning sveitarstjórnarkosninganna á kom- andi vori, þar sem m.a. segir eftirfar- andi: „Í komandi sveitarstjórnarkosn- ingum er mikilvægt að tryggja nýjan meirihluta í hreppsnefnd Bessa- staðahrepps. Meirihluta sem hefur áhuga og dug til að byggja upp það fyrirmyndarsamfélag í Bessastaða- hreppi, sem við viljum sjá í framtíð- inni. Meirihluta sem ber fram öfluga félags- og menningarstefnu ásamt fyrirhyggju í skipulags- og umhverf- ismálum, sem hefur að markmiði að varðveita eins og kostur er einstaka náttúru í hreppslandinu. Þetta er eðlilegt framhald þeirrar umræðu og skoðanakönnunar sem fram fór síð- astliðið vor um sjálfstæði Bessa- staðahrepps.“ VG í Bessastaða- hreppi RÖGNVALDUR J. SæmundssonM.Sc. heldur fyrirlestur í Háskólan- um í Reykjavík, 3ju hæð, þriðjudag- inn 16. október kl. 12.05. Fyrirlest- urinn fjallar um rannsóknir á uppvexti tæknifyrirtækja sem hann hefur stundað við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fyrirlestur í Háskól- anum í Reykjavík HAFNAR eru tilraunaútsendingar á vegum nýrrar sjónvarpsstöðvar, Stöðvar 1. Sent er út á hefðbundnu dreifi- kerfi, þ.e. allir sem hafa hefðbundin loftnet munu geta numið merki stöðvarinnar. Fyrst um sinn er sent út eingöngu fyrir Grafarvogssvæðið á lágum sendistyrk, en unnið er að uppsetningu masturs sem mun hýsa loftnetastæðu Stöðvar 1, og munu þá útsendingar nást á öllu Faxaflóa- svæðinu, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu stöðvarinnar, www.- stod1.is. Tilraunaútsending Stöðvar 1 hafin ARKITEKTAFÉLAG Íslands, Tæknifræðingafélag Íslands og Verkfræðingafélag Íslands halda ráðstefnu nk. fimmtudag 18. október kl. 9–16 á Grand Hótel Reykjavík. Á ráðstefnunni verður fjallað um sam- göngur á höfuðborgarsvæðinu. Fjallað verður um samgöngur frá mörgum sjónarhornum. Einnig mun Edwin Marks kynna úttekt AEA Technology á járnbraut til og frá Keflavík að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Ráðstefna um sam- göngur í borginni FRAMSÓKNARFÉLAG Reykja- víkur heldur aðalfund sinn þriðju- daginn 16. október kl. 20. Fundurinn er haldinn að Hverfisgötu 33, 3. hæð. Framsóknarfé- lagið í Reykjavík UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ, Landsnefnd Alþjóðaverslunarráðs- ins og Útflutningsráð Íslands standa fyrir námstefnu um samninga í al- þjóðlegum viðskiptum hinn 17. októ- ber kl. 8.15–12 í Galleríi á Grand hót- eli Reykjavík. Fjallað verður um gerð og mikilvægi alþjóðlegra við- skiptasamninga fyrir stjórnendur fyrirtækja og sérfræðinga. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra setur námstefnuna og Jónas A. Aðalsteinsson hrl. verður um- ræðustjóri. Fyrirlesarar verða: Fab- io Bortolotti, prófessor og lögfræð- ingur. Próf. Bortolotti er helsti sérfræðingur Alþjóðaverslunarráðs- ins í gerð og útgáfu á stöðluðum við- skiptasamningum. Hann mun m.a. fjalla um gerð á stöðluðum dreifi- samningum, umboðssölusamning- um, sérleyfissamningum og almenn- um sölusamningum. Hafliði K. Lárusson lögfræðingur. Hafliði er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk framhaldsnámi í al- þjóðlegum viðskiptarétti, saman- burðarlögfræði og réttarheimspeki í Frakklandi, Kanada og Englandi. Hann starfar í London. Hafliði mun fjalla almennt um gerð samninga í alþjóðlegum viðskiptum. Námstefna um samninga í alþjóðlegum viðskiptum VON er nú í október á Brittu Krog- gel, sem er starfsmaður hjá Klaus Wagner, sem er fyrrverandi heims- meistari í blómaskreytingum og út- gefandi að blómaskreytingarblaði í Þýskalandi, Profil Floral. „Britta kemur til landsins í boði Garðyrkju- skóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, sem hefur skipulagt fjögurra daga nám- skeið með henni fyrir fagfólk á Ís- landi. Athygli er vakin á því að það verður allt túlkað yfir á íslensku á námskeiðinu. Þema námskeiðsins verður: „Nýir tískustraumar í haust, aðventu- og jólaskreytingum, og út- stillingum“. Um fjögurra daga nám- skeið er að ræða, frá 22. til 25. októ- ber, í húsakynnum skólans frá kl. 9 til 17 alla dagana. Vakin er athygli á því að fjöldi námskeiðsgesta tak- markast við 25. Skráning fer fram á skrifstofu Garðyrkjuskólans eða í gegnum netfangið; mhh@reykir.is. Nýir tískustraumar í jólaskreytingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.