Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 11 sem hryðjuverkahópar kunna enn að geta nýtt sér. Tengt þessu er síðan sá ásetn- ingur bandamanna að freista þess að bæta vígstöðu stjórnarandstöð- unnar, Norðurbandalagsins, sem ræður 5-10% landsins. Styrkist staða þess, sem sérfræðingar sum- ir fullyrða að þegar kunni að hafa gerst, skapast aftur forsendur fyr- ir því að senda liðsafla úr herjum bandamanna inn í landið. Þar yrði í flestum tilfellum um að ræða heldur fámennar sveitir úr land- hernum, sem ætlað yrði að ná hernaðarlega mikilvægum stöðum svo sem flugvöllum á sitt vald og verja þá. Sérstaklega er horft til flugvalla í suðurhluta landsins þar sem skilyrði þykja hagstæð bæði með tilliti til þess að fá varið þá og varnargetu í lofti en þá væri unnt að hafa tiltækar orrustuþotur, sem ráðast myndu gegn óvininum þeg- ar hann léti á sér kræla. Fljótlega ætti að koma í ljós hvort þörf verð- ur á slíkri loftvernd. Þess háttar árásir yrðu einnig framkvæman- legar frá flugmóðurskipum á Ind- landshafi þótt þær yrðu augljós- lega erfiðari í framkvæmd. Baráttuþrek talibana Með þessu móti skapast forsend- ur fyrir því að senda liðsafla og sérsveitir inni í landið en þeim verður einkum beitt til að hafa upp á hryðjuverkahópum og eyða þeim. Það er mat manna að veruleg áhætta fylgi þessu stigi átakanna og að það kunni að dragast mjög á langinn. Að vísu er bent á reynsl- una úr Flóastríðinu og rifjað upp að baráttuþrek hersveita Saddams forseta hafi reynst lítið sem ekk- ert. Vera kunni því að hermenn talibana megni ekki að veita mikla mótstöðu. Að auki hafa sérfræð- ingar um sögu Afganistans bent á að þar í landi hafi herstjórar og ættbálkahöfðingjar löngum skipt um bandamenn án teljandi vand- kvæða og rofið gerða samninga. Mútum bæði fjárhagslegum og pólitískum megi auðveldlega beita. Allt kann þetta að vera satt og rétt. Á hinn bóginn verður að gera ákveðinn greinarmun á liðsafla Íraka og talibana. Hermenn Íraka börðust ekki af hugsjón, hræðslan við refsingu, aftöku, var það meðal, sem dugði til að fá þá til að halda út á vígvellina til að mæta herafla, sem í raun tilheyrði annarri öld. Niðurstaðan varð enda í sam- ræmi við það. Vera kann hins vegar að talib- anar reynist hugsjóna-hermenn. Ekki er sjálfgefið að þeir gefist upp þegar þeir gera sér grein fyrir frammi fyrir hvers konar hervél þeir standa. Að þessu leyti er hugsanlegt, og það skal áréttað að hér er um getgátur að ræða, að hermenn talibana reynist líkir skæruliðunum, sem Bandaríkja- menn áttu við að eiga á dögum Víetnam-stríðsins. Skæruliðastríð í fjöllum Afganistans er nokkuð sem bandamenn munu vilja forðast í lengstu lög. Afmarkaðar og snöggar herfarir Reynist sveitir talibana öldungis ófærar um að veita mótstöðu mun það koma fljótt í ljós. Bandamenn munu leggja höfuðáherslu á tak- markaðar herfarir, sem einkennast munu af miklum hraða. Tilgang- urinn verður ekki sá að uppræta gjörsamlega herafla talibana held- ur verða honum greidd hnitmiðuð högg ekki síst í þeirri von að flótti bresti á liðið og einstakir herflokk- ar gangi til liðs við stjórnarand- stöðuna. Sveitir frá Bandaríkjunum, Bretlandi og trúlega fleiri ríkjum munu annast þær árásir og treyst verður á þyrlur í lágflugi, sem njóta munu óbeinnar verndar úr lofti að því marki að herþotur verða jafnan tiltækar. Hætta á mannfalli verður veruleg og hafa ber í huga að afganskir hermenn hafa góða reynslu af notkun flug- skeyta gegn þyrlum og flugvélum (sjá skýringarmynd). Erfitt verður að verja þyrlurnar þótt þær séu raunar búnar ágætum vörnum, hafi nætursjá og góðan miðunar- búnað auk þess að geta tekið elds- neyti á flugi. Hætta á bilunum og slysum er á hinn bóginn umtals- verð og þyrlur eru berskjaldaðar fyrir illviðrum og miklum veðra- brigðum. Þá er vetur að ganga í garð í Afganistan og honum fylgja ýmsar hættur, t.a.m. ísing. Áhersl- an verður því lögð á snöggar og hnitmiðaðar aðgerðir, sem koma eiga óvininum í opna skjöldu. Þessi lýsing á jafnframt við um herferðir gegn hryðjuverkahópum ef og þegar upplýsingar berast um verustaði þeirra. Í þeim tilfellum verða sveitirnar hins vegar að jafnaði fámennari og sérhæfðari og víst að þær munu ekki einvörð- ungu notast við þyrlur. Auk þess sem telja verður lík- legt að reynt verði að tryggja yf- irráð yfir flugvöllum í Afganistan í þessu skyni er einnig hugsanlegt að bandarískir herforingjar horfi til liðsaflans, sem nú þegar er til staðar í Úzbekistan. Þar eru m.a. „Delta Force“- og „Rangers“-sér- sveitir, sem eru þrautþjálfaðar við hinar erfiðustu aðstæður og hreyf- anlegar mjög. Bandarískar sér- sveitir t.a.m. „Rangers“ og „Delta Force“ eiga margar glæsta sögu en þessi liðsafli hefur einnig ítrek- að orðið fyrir áföllum síðustu ára- tugina. Upp í hugann koma myndir af villimönnum að draga illa út- leikið lík bandarísks „Rangers“- liða um götur Mogadishu árið 1993 þegar Bandaríkin efndu til herfar- ar þangað í nafni mannúðar, sem lyktaði með ósköpum. Fleiri dæmi mætti nefna allt frá dögum Víet- nam-stríðsins en þá óx mjög vegur slíkra sveita. Þótt öflugar séu geta aðgerðir þeirra mistekist hrapal- lega enda áhættan gríðarleg. Mikilvægi njósna eykst enn Þótt hér hafi verið leitast við að greina hernaðinn í Afganistan í af- mörkuð svið ber að taka fram að skilin eru sjaldnast svo skörp. En í einfölduðu máli má segja að fyrsta stig herfararinnar gegn hryðju- verkamönnum og talibönum í Afg- anistan hafi falist í loftárásum á föst skotmörk. Annað stigið mun hins vegar fela í sér að skotmörkin verða hreyfanleg, einkum her- flokkar, skriðdrekar, stöðvar manna bin Ladens og á endanum, að öllum líkindum, fylgsni hans sjálfs. Mikilvægi njósna, bæði á jörðu niðri og í lofti, og annarra upplýsinga, sem aflað er með leynilegum hætti og í samstarfi við bandamenn, verður margfalt á við það, sem átt hefur við til þessa. Eitt af því, sem spillt getur stór- lega áformum bandamanna, er ein- mitt að ekki takist að afla nægi- lega fljótt og vel slíkra upplýsinga. Þeir eru auðfundnir, sem telja að mjög skorti á að viðunandi njósn- um verði haldið uppi í Afganistan en fregnir undanfarna daga herma að leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, reyni nú ákaft að bæta upp- lýsingaöflun sína þar. George W. Bush forseti lýst yfir því á dögunum að bandamenn hygðust „svæla Osama bin Laden út úr fylgsni sínu“. Sú herfræði, sem lýst hefur verið hér að framan er einmitt fallin til þess. Tilgang- urinn er að koma hreyfingu á liðs- afla óvinarins því þannig er geta hans til skipulagðra varna að öllu jöfnu minni. En ekki skyldu menn gleyma því að Afganistan er stórt land, 647.500 ferkílómetrar, og erf- iðara svæði til landhernaðar er vandfundið á jarðarkringlunni. dirbúinn Reuters Breskir hermenn æfa flutn- inga á léttum 105 mm fall- byssum með Chinook-þyrlum í Óman á miðvikudag. Þyrlur munu gegna lykilhlutverki í hugsanlegum landhernaði í Afganistan. SAMTÖK hryðjuverkaforingjans Osama bin Ladens ráða trúlega yfir frumstæðum efnavopnum en búa ekki yfir þeirri tækni, sem nauðsyn- leg er til að beita þeim. Þetta er mat háttsetts embættis- manns í varnarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna, sem ræddi við blaðamenn í skjóli nafnleyndar. Samtök bin Ladens, sem nefnast al-Qaeda, myndu að sögn embættis- mannsins þurfa að beita „hugvitsam- legum aðferðum“ til að nota þau eit- urefni, sem þau ráða trúlega yfir, í þeim tilgangi að fremja hryðjuverk. Þau gætu t.a.m. notað áburðardreif- ingarflugvélar og jafnvel úðabrúsa. Gary Ackerman, þekktur banda- rískur sérfræðingur um starfsemi hryðjuverkahreyfinga, segir að með svo frumstæðum búnaði myndu hermdarverkamenn ekki megna að myrða mikinn fjölda fólks. Þetta eru eins konar „vasaútgáfur“ af efna- vopnum,“ sagði Ackerman. Bandaríski embættismaðurinn taldi ólíklegt að menn á vegum Osama bin Ladens byggju yfir þeirri tækni og þekkingu, sem nauðsynleg væri til að standa fyrir lífefnavopnaárás þar sem t.a.m. miltisbrandi væri beitt. Hvað mögulega kjarnorkuógn varðar sagði hann að hefðu hryðju- verkamenn komist yfir slík efni gætu þeir mögulega beitt þeim í formi svo- nefnds „geislavopns“. Með slíkum vopnum væri unnt að dreifa geislun og þar með myrða og sýkja fjölda fólks án þess þó að hleypa af stað sprengingu. Osama bin Laden hefur lýst yfir því að það sé „heilög skylda“ múslíma að komast yfir gereyðingarvopn og að sérhver Bandaríkjamaður sé rétt- dræpur. Mat bandarískra sérfræð- inga er að bin Laden muni ekki hika við að beita slíkum vopnum komist hann yfir þau. Á líklega frum- stæð efnavopn Washington. AP. ÓTTI meðal almennings í Bandaríkj- unum hefur aukist mjög í kjölfarið á því að fjórða tilfellið af miltisbrandi hefur greinst og yfirvöld hafa varað við því að eiga megi von á frekari hryðjuverkum. Talið er að dreifing miltisbrands- ins sé af manna völdum og hafa öll til- fellin greinst hjá starfsfólki fjölmiðla í Bandaríkjunum, nú síðast á sjón- varpsfréttastofu NBC. Þá barst einn- ig tortryggilegt bréf til dagblaðsins New York Times. Hjá fjölmiðlum hefur verið brugðist við með því að kanna sérstaklega bréf og pakka og póstfyrirtæki hafa gert slíkt hið sama. Þessi tilfelli hafa gert að verkum að almenningur er mjög taugaveikl- aður. Miltisbrandurinn hefur verið tengdur sendingum til fjölmiðla í Flórída og New York og í fréttum hefur verið greint frá torkennilegu hvítu dufti. Á föstudag voru skrif- stofur ýmissa fyrirtækja rýmdar víða um Bandaríkin, en óttinn reyndist ástæðulaus. Læknar hafa greint frá því að sjúklingar hamstri sýklalyf og fólk sé sannfært um að erting í hálsi eða hósti hljóti að vera fyrstu merkin um miltisbrand, sem í upphafi lýsir sér með einkennum svipuðum flensu. Lífleg viðskipti með lyf á Netinu „Það liggur við að gripið hafi um sig æði,“ sagði Michael Hirt, yfirmað- ur Encino-Tarzana læknamiðstöðv- arinnar. Virtist einu gilda þótt heil- brigðisyfirvöld hvettu fólk til að halda ró sinni. Straumur sjúklinga, sem leituðu aðstoðar vegna raun- verulegra og ímyndaðra veikinda, jókst aðeins. Eftirspurn eftir sýklalyfinu Cipro, sem notað er til að vinna á miltis- brandi, hefur verið gríðarleg. Venju- lega selst ein pilla af lyfinu á hundrað krónur og er beðið um 20 pillu skammta. Nú er beðið um 100 pillu skammta. Viðskipti með lyfið eru far- in að fara fram á Netinu og hefur pill- an selst á allt að 550 krónur. Í pósthúsi í Parker, rétt fyrir sunn- an Denver, fór öll starfsemi úr skorð- um á föstudag þegar hvítt duft kom úr umslagi eftir að starfsmaður hafði stimplað það af nokkurri hörku. Sér- sveit til að fara með hættuleg efni kom á staðinn ásamt lögreglu, slökkviliði, alríkislögreglunni, fulltrúum bandarísku umhverfis- stofnunarinnar, þjóðvarðliðsins og pósteftirlitsins, svo eitthvað sé nefnt. Duftið hafði farið á fjóra starfsmenn. Þeir voru afeitraðir og farið með þá í áfallahjálparmiðstöð á meðan hið grunsamlega hvíta efni var greint í rannsóknarstofu á hjólum. 48 sam- starfsmönnum þeirra var ekið brott í rútu til yfirheyrslu um atburðinn. Bréfberar í Denver hættu að bera út póst og drifu sig á slysavarðstofur þegar þeir fréttu af þessu atviki. Efn- ið reyndist hins vegar hafa verið van- illubúningur og var viðtakandanum fært rifið umslagið síðar um daginn. Hvítt duft varð einnig tilefni til uppnáms víðar, en þar reyndist vera á ferðinni allt frá leir til mjólkurdufts en einnig gat grunsamleg hegðun leitt til þess að ferðamannastöðum var lokað eins og gerðist á fangaeyj- unni fyrrverandi, Alcatraz, þegar maður með bakpoka neitaði að svara spurningum öryggisvarðar og forð- aði sér. Hann reyndist aðeins vera með myndavélar, en yfirvöldum þótti ekki annað verjandi en að loka það sem eftir lifði dags. Almenningur óttasleginn vegna miltisbrands Los Angeles Times. AP Liðsmenn bandarísku alríkislögreglunnar, klæddir sérstökum búning- um, hella vökva í gula tunnu fyrir utan skrifstofu American Media í Boca Raton í Flórída á þriðjudag eftir að tveir starfsmenn blaðaútgáf- unnar greindust með miltisbrand. Annar þeirra lést af sjúkdómnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.