Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ var rétt eins og einhver leiddi mig inn á veginn sem lá að Telegraph Creek. Það var alls ekki sjálfgefið að ég færi þangað, því þetta var á 240 km lykkja sem ég lagði á leið mína. Innra með mér var eins og eitthvað segði mér að þangað þyrfti ég að fara og ég hlýddi kallinu. Ég lagði frekar seint af stað og kom við í matvöruverslun, tíndi þar saman kex, epli og spaghettí og var tilbúinn að leggja af stað þegar ég rakst á auglýsingu um að afkom- endur Tahltan-fólksins ætluðu að hittast rétt fyrir utan Telegraph Creek þá um helgina. Það væri ef- laust gaman að koma þarna við, hugsaði ég með mér, en velti því ekki frekari fyrir mér. Í fyrstu leist mér ekki á blikuna því eins og oft áður lá vegurinn um mikið skóglendi svo ekkert var að sjá. Þetta átti reyndar allt eftir að breytast. Vegurinn liggur að Tele- graph Creek sem er lítið þorp þar sem flestir eru indíánar og eru flest- ir þeirra Tahltan-indíánar. Á leið minni fannst mér ég í fyrsta skipti skilja landkönnunarþörf mína og af hverju fólk fyrr á tímum lagði svo mikið ómak á sig til þess eins að kanna hið óþekkta. Ég hafði lítið séð af myndum af svæðinu og vissi ekkert um sögu fólksins sem þar bjó eða lífshætti. Ég var líka án leið- arlýsingar og korta. Það eina sem ég vissi var að vegurinn lá um eld- fjallasvæði og var samtals 130 km, aðra leiðina. Þegar líða tók á daginn og sólin lækkaði á himinhvolfinu tók við rómatík óbyggðanna. Ég var heill- aður af því sem fyrir sjónir bar. Langt, langt í burtu mátti sjá glæsi- lega fjallstinda, sem minntu mig á framandi fjallasvæði sem hafði það eina hlutverk að draga fram löngun þeirra sem á þá horfa til þess að sigra þá, klífa og helst standa á toppi allra þessara hrikalegu tinda. Ég vissi ekki hvað tindarnir hétu eða hversu háir þeir voru eða hvort þeir höfðu verið klifnir. En stór- kostlegt var að sjá hvernig vatnið hafði mótað landið með hrikalegum gljúfrum og giljum ásamt sjálfstæð- um náttúruskúlptúrum rétt eins og um útilistasafn væri að ræða. Ekki var það verra að aðgangur var ókeypis og ég á einkasýningu. Kvöldbirtan dró ekki úr skemmti- legri lýsingu gallerísins og kastaði birtu á helstu verk sýningarinnar. „Kallaðu mig bara Stony“ Ég stoppaði oft til þess að taka myndir og fyrir vikið sóttist ferðin seint. Í allri fegurðinni gleymdi ég tímanum og lenti í kosvarta myrkri. Ekki gat ég fundið neitt tjaldstæði þar sem ég var nú staddur á eins konar hrygg sem líkist kannski einna helst Hljóðaklettum í Jökuls- árgljúfri. Ég náði þó að hjóla nokkra kílómetra í myrkrinu þar til ég var skyndilega staddur á brún og lá vegurinn, útskorinn í klettana, niður í dal þar sem ég sá ljós. Ég varð því feginn og hraðaði mér nið- ur að húsi og bað þar um leyfi til að tjalda. Húsráðandi sagði það sjálf- sagt og benti mér á sléttan og góðan stað fyrir tjaldið og bað mig jafn- framt afsökunar á því að geta ekki boðið mér gistingu þar sem kofinn væri fullur af fólki. Reyndar var fjölmennið slíkt að nokkrir gerðu eins og ég, slógu upp tjöldum til að geta sofið í næði. Maðurinn bauð mér skyndilega góða nótt og gekk til gesta sinna þannig að mér gafst ekki tækifæri til að spyrja hann hvar ég raunveru- lega væri og hvaða hús þetta væru, en þarna var þyrping átta til tíu húsa. Tjaldið setti ég upp á augabragði enda kominn í góða æfingu við að tjalda og gat það nánast blindandi. Ég var þreyttur og kom mér því strax fyrir ofan í svefnpokanum. Er ég var í þann mund að sofna heyrði ég manninn kalla „Ertu vakandi?“ „Ha? – já,“ svaraði ég. „Þú verður að afsaka dónaskap- inn,“ sagði hann. „Ég kynnti mig ekki en ég heit Daies Lambsky. Viltu ekki koma inn og fá þér að borða með okkur en við erum með svo mikið í pottunum af laxi sem við veiddum í dag.“ Ég fann að ég var í raun og veru sársvangur og því kom þetta boð eins og himnasending. „Jú, takk,“ svaraði ég og kynnti mig: „Sigustæn?“ „SIGURSTEINN“ “Sgusstæn? Hvernig stafarðu það?“ „S-I-G-U-R-S-T-E-I-N-N“ „Hvaðan ertu?“ „Íslandi“ „Ó…“ „Hvað segistu heita?“ „Kallaðu mig bara Stony,“ sagði ég og hló enda fáir sem geta borið nafnið mitt fram, hvað þá munað það. Eftir skamma stund var ég um- kringdur indíánum sem virtu fyrir sér þennan skrýtna ferðalang frá Íslandi háma í sig lax. Einhver upp- lýsti mig um að ekki hefði sést ferðalangur á reiðhjóli á þessum slóðum í ein sex ár. Ég var því spurður spjörunum úr og eftir að hafa sagt þeim sögu mína sögðu þau mér sögu sína. Tahltanar í leit að uppruna sínum Þau voru komin saman til að leita uppruna síns. Þetta voru Tahltanar en þeir hafa lifað á þessu landi í margar kynslóðir. Húsin hér eru veiðihús sem þeir nota á sumrin til þess að veiða lax á sumrin og elgi á haustin. Þeir reykja síðan laxinn og þurrka til að eiga yfir vetrarmán- Ljósmynd/Sigursteinn Hvíti maðurinn hefur leikið Tahltan-indíánana grátt og haft af þeim stór landsvæði og er varðveisla menningar ættbálksins mikilvæg í augum margra. Stúlkan á myndinni er klædd búningi Tahltana. Danshefð indíána er viðhaldið af unga fólkinu sem dansaði í fullum skrúða. Unga fólkið skemmti sér við trumbuslátt og fornan indíánasöng, en foreldrarnir sátu við varðeldinn og sungu kántrílög. Tahltan-indíánarnir eru ekki bara góðir sögumenn, heldur líka örlátir gestgjafar, og hafa nokkrir þeirra hér dekkað sannkallað veisluborð á víðavangi. Meðal indíána í Kanada Tahltan-indíánar frá Bresku-Kólumbíu í Vestur-Kanada eru gest- risnir sögumenn sem teljast ýmist til hrafna eða úlfa. Sigursteinn Baldursson, sem nú hjólar frá norðurströnd Alaska til suðurstrandar Argentínu, tók á dög- unum þátt í hátíð- arhöldum ættbálksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.