Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 27
uðina. Eftir skemmtilegt spjall var mér boðið að taka þátt í samkomu þeirra sem var haldin aðeins um 6 km frá þeim stað sem ég var nú staddur á um helgina. Þar var boðið upp á mat, án endurgjalds, og þar átti ég að geta tjaldað. Ég ákvað að þiggja þetta boð og þakkaði fyrir mig og bauð góða nótt. Ég var vakinn með morgunverði, mjög amerískum – beikoni og eggj- um. Ég varð agndofa yfir örlætinu, þakkaði fyrir mig og naut matarins og flutti mig síðan þangað sem há- tíðin var haldin. Þegar þangað kom var eins og ég væri einn af Tahltan- fólkinu og ég boðinn velkominn. Ég tók nú þátt í samkomunni en byrjað var á því að allir kynntu sig og sögðu frá sér og ætt sinni. Mér fannst reyndar skrítið að flestir kynntu sig með ensku nafni og greindu svo frá indíánanafni sínu og sögðust svo ýmist vera úlfar eða hrafnar. Er leið á samkomuna var mér ljóst að þarna var gjöfult fólk saman komið sem bjó við mikla kúgun og lifði að hluta til í sorg. Sorg sem rakin var til sagnanna sem sagðar voru um forfeður og af landinu. Hvíti maðurinn hafði leikið þetta fólk grátt. Mikið var talað um landið sem forfeður þeirra byggðu og hvernig það var tekið af þeim. Sett voru lög þannig að fyrsti hvíti mað- urinn sem tók sér búsetu átti landið og hröktu margir landnemar indí- ánana í burtu, oft með mikilli hörku. Hópurinn talaði mikið um að reyna að viðhalda tungu sinni sem er atha- bascan en aðeins nokkrir tugir manna tala hana nú orðið. Þarna var maður sem talaði mikið um mikilvægi þess að varðveita menningu ættbálksins. Hann hét Bob Dimsey og er heimsfrægur myndlistarmaður sem sérhæfir sig í að höggva öndvegissúlur og grímur úr tré, líkt og forfeður hans gerðu. Hann sagði m.a. að án tungu væri engin menning og án menningar væri engin tunga. Hann vissi greini- lega ýmislegt um Ísland og vissi að á Íslandi værum við með okkar eig- in tungu og sögur frá víkingaöld. Það sem mér kom mest á óvart var hversu mikla virðingu Tahltan-fólk- ið bar fyrir öllu. Gaman var að hlusta á gömlu sög- unar sem sagðar voru en er ég spurði hvort eitthvað af þessum sögum væri hægt að finna í bókum kom mér á óvart að ekkert af þeim væri til á prenti heldur höfðu þær gengið manna á milli, sumar öldum saman. Við sátum öll í hring þar sem sá sem hafði orðið talaði án þess að gripið væri fram í eða hann trufl- aður á annan hátt. Indíánar fyrstu dýra- og náttúrufræðingarnir En mikil var sorg þessa fólks yfir hversu illa nútímamaðurinn færi með landið og auðlindir þess. Ég komst að því að fyrstu umhverfis-, dýra- og náttúrufræðingar jarðar- innar voru indíánar. Kenning þeirra var sú að ef eitthvað var tekið skyldi eitthvað skilið eftir sem kæmi af stað hringrás. Í dag myndi þetta kallast endurvinnsla. Engu var hent sem hægt var að nota. Reynt var að nota allt sem var veitt til hins ýtr- asta og voru bein og skinn allaf nýtt. Aðalumræðuefnið var greinilega landabarátta þeirra um Stikine- svæðið en til þessu svæði tilheyrir m.a. Mount Edziza-þjóðgarðurinn. Enn þann dag í dag eru sett lög þannig að land er tekið frá þeim og tilheyra alltaf sífellt færri og færri hektarar Tahltan-fólkinu. Er líða tók á kvöldið var sungið og spilað en það kom mér á óvart að eldra fólkið sat við varðeld og ég hlustaði á nokkra indíána syngja kántrílög. Eitthvað sem mér fannst ekki mjög menningarlegt eða í anda hátíðarinnar. Ég veitti því athygli að unga fólkið var ekki á kvöldvök- unni svo að ég ákvað að reyna að finna það. Í fyrstu hélt ég að það væri farið eitthvað annað eða hrein- lega miklu stilltara en unglingar heima á Íslandi. Ég var næstum því farinn að trúa því þegar ég heyrði fornan indíánasöng og trumbuslátt. Ég gekk á hljóðið og kom þar að hópi unglinga sem voru þar við dans og söng. Er ég tók krakkana tali og spurði að nafni var sama sagan, fyrst kom enska nafnið og svo indíánanafnið og viðkomandi sagðist vera hrafn eða úlfur. Hrafnar og úlfar Allt í einu kom ég auga á unga stúlku, sem stóð afsíðis og grét. Ég spurði hana hvort ekki væri allt í lagi en þá sagði hún mér allt af létta. Hún var mjög hrifin af strák sem var hrafn eins og hún og þar af leiðandi gátu þau aldrei verið sam- an. Þetta skildi ég að sjálfsögðu ekki og spurði hana hvað það þýddi að vera úlfur og hrafn. Hún sagði að hrafnar og úlfar gætu ekki gifst innbyrðis. Ef hún t.d. eignaðist stúlku þá yrði stúlkan hrafn eins og faðir hennar og ef hún eignaðist strák myndi hann verða úlfur. Stúlkur taka því upp einkenni feðra sinna og piltar einkenni mæðranna. Sonur hennar sem væri þá hrafn myndi þurfa að leita sér að konuefni sem væri úlfur. Þannig hefur þetta gengið manni fram af manni og gerir enn. Mér tókst að hugga stúlkuna og sagði henni að ég væri hvorki fugl né fiskur og hvað þá úlfur eða hrafn. Við þetta brosti hún og tók gleði sína á ný. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 27 Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heillandi borgar á verði sem hefur aldrei fyrr sést. Þú bókar tvö sæti til Prag, en greiðir bara fyrir eitt, og kemst til einnar fegurstu borgar Evrópu á frábærum kjörum. Allar ferðir í október eru nú uppseldar og þér bjóðast nú síðustu sætin þann 22. október á ein- stökum kjörum. Hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval 3ja og 4 stjörnu hótela og fararstjórar Heimsferða bjóða þér spennandi kynnis- ferðir meðan á dvölinni stendur. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 16.850 Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1. 33.700/2 = 16.850.- Skattar kr. 2.870, ekki innifaldir. Gildir eingöngu 22. okt., 3 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Forfallagjald, kr. 1.800. Verð hótela: Verð á mann Hotel Korunek – 3 stjörnur, kr. 3.890 nóttin í tveggja manna herbergi. Expo – 4 stjörnur, kr. 4.900 nóttin í tveggja manna herbergi. Barceló – 4 stjörnur, kr. 4.900 nóttin í tveggja manna herbergi. Síðustu sætin til Prag í október 2 fyrir 1 til Prag 22. október frá kr. 16.850 Keinaan rappari Keinaan er rappari og átrúnaðargoð þúsunda í Norður-Ameríku og hann er líka flóttamaður frá Sómalíu. Ein af 50 milljón afrekssögum flóttamanna. 50 mil l jón afrekssögur                              !" #$%&' (  %)*#+ ,)%! -!./(% ##$ 0) ##&
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.