Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ 15. október 1991: „Austur í Búrma situr 46 ára gömul kona, Aung Sang Suu Kyi, í stofufangelsi. Formleg ákæra hefur aldrei verið gef- in út á hendur henni, en hún er sögð ógnun við öryggi rík- isins og sósíalismann, sem íbúum Búrma er skylt að sýna hollustu samkvæmt stjórnarskrá landsins. Í rúm tvö ár hefur þessi kona, sem er leiðtogi stjórnarandstöð- unnar í landinu, mátt þola al- gjöra einangrun og það er með öllu óvíst að þær fréttir hafi borist henni að hún hafi hlotið friðarverðlaun Nóbels í ár.“ 14. október 1981: „Fjár- lagafrumvarpið fyrir árið 1982 er komið fram og hefur verið kynnt af fjármálaráð- herra Ragnari Arnalds af því sjálfshóli, sem einkennir mál- flutning allra ráðherra í stjórn dr. Gunnars Thorodd- sens. Fjármálaráðherra hæl- ir sér mest af því, að tekist hafi að mynda jafnvægi í tekjum og gjöldum ríkissjóðs. Vissulega er það lofsvert, hins vegar eru leiðirnar að því marki misjafnar. Það er til lítils að greiða niður skuld- ir hjá Seðlabanka Íslands, ef það er gert með því að auka skuldasöfnun ríkishítarinnar eða ríkisfyrirtækja hjá lána- stofnunum í útlöndum. Það er til lítils að herða svo skattaól- ina, að það dragi úr frum- kvæði manna og athafnaþrá.“ . . . . . . . . . . 14. október 1971: „Á síðustu árum hefur það verið venja að leggja fram framkvæmda- og fjáröflunaráætlun ríkisstjórn- arinnar með fjárlaga- frumvarpinu. Svo var þó ekki að þessu sinni, enda ber frumvarpið það með sér, að nokkurs handahófs hefur gætt við ákvörðun þess fjár sem lagt er fram úr ríkissjóði til verklegra framkvæmda.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SAMKEPPNI UM SKIPULAG Í VATNSMÝRI Það er einkar ánægjulegt aðskipulagsnefnd Reykjavíkurhafi komizt að þeirri niður- stöðu að skipuleggja skuli Vatns- mýrarsvæðið sem eina heild og efna til alþjóðlegrar hugmyndasam- keppni um rammaskipulag fyrir svæðið. Morgunblaðið hefur áður hvatt til þess að Vatnsmýrin, þar með talið núverandi flugvallarsvæði, yrði skipulögð sem hluti af öflugum mið- borgarkjarna mennta og menningar í Reykjavík. Tengslin við gamla miðbæinn og Háskóla Íslands bjóða upp á mikla möguleika, sem geta styrkt Reykjavík sem alþjóðlega borg, þar sem menning, menntun, rannsóknir og tækni eru í hávegum höfð. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að horfa heildstætt á skipulag Vatnsmýrarinnar. Alþjóðleg hugmyndasamkeppni um nýtingu þessa mikilvæga svæðis er vel til þess fallin að veita fersk- um straumum inn í umræður um skipulagsmál í Reykjavík og að reynsla annarra borga af svipuðum verkefnum megi nýtast okkur. Víða í nágrannalöndum okkar hafa stór svæði nálægt miðbæjarkjörnum, sem áður hafa hýst t.d. járnbraut- arstöðvar, hafnarstarfsemi, iðnað, herbúðir eða annað slíkt, verið skipulögð sem viðbót við gömlu miðborgina og stuðlað að því að efla hana nýjum krafti. Við skipulagningu Vatnsmýrar- innar þarf þó jafnframt að gæta þess að skipulagið falli vel inn í heildarmynd borgarinnar og sé í góðum tengslum við gömlu mið- borgina, séreinkenni hennar og byggingarsögu, um leið og tekið er mið af alþjóðlegum straumum. L andsfundir Sjálfstæðisflokks- ins eru merkilegur þver- skurður af þjóðfélagi okkar. Það sannast enn einu sinni á þeim landsfundi, sem nú stendur yfir og þá ekki sízt í umræðum um sjávarútvegs- mál. Af þeim umræðum má draga þá ályktun, að þjóðin skiptist í þrjár fylk- ingar í afstöðu til þess hvernig haga eigi stjórn- un fiskveiða. Þar ber fyrst að nefna útgerðarmennina, sem telja sig augljóslega hafa tryggt stöðu sína vel og vilja gera sem minnstar breytingar á núver- andi kerfi. Þeir eiga sér öfluga stuðningsmenn utan sinna raða, að einhverju leyti meðal íbúa sjávarplássa, sveitarstjórnarmanna á lands- byggðinni og ekki sízt meðal þingmanna lands- byggðarkjördæma. Í öðrum hópi eru talsmenn þess að þeir, sem nýta auðlindir, hverju nafni sem þær nefnast, en eru í sameign íslenzku þjóðarinnar greiði fyrir afnotaréttinn. Það á bæði við um fiskimiðin, orku fallvatnanna, sjónvarps- og símarásir o.fl. Þessi hópur hefur barizt hart fyrir sínum sjón- armiðum í rúman áratug og er nú að sjá nokkurn árangur af þeirri baráttu í nokkuð almennri við- urkenningu á þessu grundvallaratriði. Í þriðja hópnum eru útgerðarmenn smábáta. Þeir njóta sterks stuðnings meðal fólksins í sjáv- arplássunum, sem á mikilla hagsmuna að gæta að smábátaútgerðin blómstri, en einnig víðtæks stuðnings meðal almennings í landinu. Trillu- karlinn á sinn sérstaka stað í hjarta Íslendinga. Að sjálfsögðu er veruleg skörun á milli þess- ara hópa. Sjórnarmið fyrstu tveggja hópanna hafa verið að nálgast síðustu misseri. Þau grundvallarsjón- armið, sem sett voru fram í skýrslu Auðlinda- nefndar fyrir einu ári, að eðlilegt væri að þeir, sem nýta auðlindir í þjóðareign, skyldu greiða fyrir það gjald, fengu víðtækan hljómgrunn. Í kjölfar þeirrar skýrslu lýstu útgerðarmenn sig tilbúna til sátta á þeim grundvelli og forystu- menn flestra stjórnmálaflokka virtust taka und- ir meginsjónarmið Auðlindanefndar. Að því leyti til má segja, að umtalsverður árangur hafi náðst í þeim deilum, sem staðið hafa um greiðslu svo- kallaðs auðlindagjalds. Og það er alveg rétt ábending, sem fram kom hjá Davíð Oddssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, í setningarræðu hans á landsfundi sl. fimmtudag, að það fer ekki á milli mála, að sá hópur, sem hefur verið and- vígur slíku gjaldi en nú fallizt á það grundvall- aratriði hefur gefið meira eftir. Það stóra skref ber að virða og meta. Þar ber kannski hæst, að Landssamband ís- lenzkra útvegsmanna hefur fallizt á meginsjón- armiðið um greiðslu gjalds fyrir nýtingu fiski- miðanna. Í ljósi umræðna síðustu rúmra 10 ára er það nánast ótrúlegur árangur. Andstaða við greiðslu auðlindagjalds hefur líka verið sterk innan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. Þess vegna er það mikill áfangi, þegar tveir þingmenn flokksins, þeir Vilhjálmur Eg- ilsson og Tómas Ingi Olrich, hafa með undir- skrift sinni í endurskoðunarnefnd sjávarútvegs- ráðherra fallizt á að útgerðin skuli greiða bæði kostnaðargjald og auðlindagjald. Það er augljóst að vegna pólitískra aðstæðna í kjördæmum þessara þingmanna er það erfið ákvörðun fyrir þá að skrifa undir nefndarálit, sem byggist á þessu meginsjónarmiði. Þá afstöðu þeirra ber líka að virða og meta. Á fundi sjávarútvegsnefndar Landsfundar um hádegisbilið í dag, laugardag, var grundvallarat- riðið um auðlindagjald einnig samþykkt og er það að sjálfsögðu stór áfangi. En jafnframt því, sem fyrri tvær fylkingarn- ar, sem hér hafa verið nefndar, hafa færzt nær hvor annarri að þessu leyti er ljóst, að bilið er að breikka á milli smábátaútgerðarmanna og þeirra, sem fylgja þeim að málum og hinna, sem reka stærri útgerðarfyrirtæki. Eftir þær laga- breytingar, sem tóku gildi hinn 1. september sl., sem þýðir að kvóti nær til allra fisktegunda í smábátakerfinu, fer ekki á milli mála, að smá- bátaútgerðin er í uppnámi og í því felst, að þær byggðir, sem byggja að verulegu leyti á smá- bátaútgerð, eru í uppnámi. Það er misskilningur, að þar sé um að ræða einangraða staði á Vestfjörðum. Nær sanni er að segja, að skipta megi landinu í tvennt að þessu leyti milli vesturhluta landsins og austurhluta landsins. Miklir hagsmunir tengjast smábátaútgerð á Vestfjörðum, Snæfellsnesi og á Suðurnesjum. Þessir hagsmunir eru mun takmarkaðri á Norð- austurlandi og Austurlandi með undantekning- um þó eins og t.d. í Grímsey. Þegar rætt er við fólk á þeim stöðum, þar sem smábátaútgerðin skiptir miklu máli er auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu, að aldrei verði friður um fiskveiðistjórnarkerfi á Íslandi nema samkomulag náist sem smábátaútgerðarmenn og fólkið í þessum byggðarlögum sætti sig við. Auðlindanefnd benti á tvær leiðir til gjaldtöku í sjávarútvegi, annars vegar svonefnt veiðigjald og hins vegar fyrningaleiðina. Útgerðarmenn hafa alltaf hafnað fyrningaleiðinni og hún hefur ekki notið stuðnings í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins. Þess vegna vakti töluverða athygli, þegar Gunnar I. Birgisson, alþingismaður Sjálf- stæðisflokks í Reykjaneskjördæmi, lýsti stuðn- ingi við þá leið, fyrst í grein hér í blaðinu og hnykkti síðan á þeirri afstöðu í viðtali við Morg- unblaðið degi síðar. Í frásögn Morgunblaðsins af samtali við þing- manninn segir m.a. að hann telji að ná þurfi sátt- um í sjávarútvegsmálum og „leiðin til þess sé að fara svonefnda fyrningaleið, sem auðlindanefnd hafi m.a. bent á, því hún sé markaðsvæddari og opnari en núverandi kerfi ... Hugmyndin um óbreytt kvótakerfi með einhverju auðlindagjaldi sé engin breyting og um það skapist enginn frið- ur. Fyrningaleiðin virki hins vegar þannig, að veiðiheimildir verði boðnar upp og þannig fái ríkissjóður peninga, sem geti t.d. nýzt til byggðamála, uppbyggingarmála í sjávarútvegi og fleira. Ríkisvaldið stýri auðlindinni og mark- aðurinn ráði hvað gjaldið til þjóðarinnar verði hátt“. Í ljósi þess, að hér talar sá þingmaður Sjálf- stæðisflokks, sem stýrt hefur glæsilegustu og kraftmestu uppbyggingu í sveitarfélagi, þ.e. í Kópavogi, á höfuðborgarsvæðinu seinni árin má gera ráð fyrir að ummæli hans veki þeim muni meiri eftirtekt. Hinsvegar kom skýrt í ljós við meðferð máls- ins í sjávarútvegsnefnd Landsfundar að fyrning- arleiðin á þar sáralitlu fylgi að fagna. Af umræðum á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins er ljóst, að þar er ákveðinn hópur, sem gerir kröfu til þess, að komið verði á einkaeignarrétti á fiskimiðunum. Þau sjónarmið hafa ekki verið ofarlega á baugi í umræðum um þessi mál enda hugsunin um sameign þjóðarinnar á fiskimið- unum mjög rík í huga almennings. Eitt hlýtur þó að vera alveg ljóst: það er ekki hægt að koma á einkaeignarrétti á fiskimiðunum, nema útgerð- armennirnir kaupi fiskimiðin af þjóðinni. Hafa þeir efni á því? Og er það í sjálfu sér hagkvæmt fyrir þeirra rekstur? En það vekur óneitanlega athygli að talsmenn einkaeignarréttar á fiski- miðunum tala lítið sem ekkert um þennan þátt málsins. Tillögur endur- skoðunar- nefndar Morgunblaðið hefur lýst þeirri skoðun í forystugrein að tillög- ur meirihluta endur- skoðunarnefndar sjávarútvegsráðherra dugi ekki til sátta á milli þeirra, sem mælt hafa með auðlindagjaldi og hinna, sem hafa verið því andvígir. Hins vegar sé með áliti meirihluta nefndarinnar stigið umtalsvert skref í þá átt. Það er ástæða til að rifja upp og minna á í þessu sambandi, að afstaða Morgunblaðsins hef- ur alltaf verið sú, að taka eigi upp greiðslu svo- nefnds veiðileyfagjalds. Blaðið hefur ekki mælt með fyrningaleiðinni. Sú afstaða hefur ekki byggzt á beinni andstöðu við þá hugmynd heldur miklu fremur á því mati, að ólíklegt væri að sú leið gæti orðið grundvöllur samkomulags vegna andstöðu útgerðarmanna. Að vísu er erfitt að skilja andstöðu útgerð- armanna við fyrningaleiðina vegna þess, að væntanlega mundu þeir ekki bjóða hærra gjald fyrir þær veiðiheimildir, sem boðnar væru upp hverju sinni en þeir teldu útgerðina geta ráðið við og þar með felist í fyrningaleiðinni aðferð til þess að þeir sjálfir geti ákveðið gjaldið. Útgerð- armenn skilja þetta sjónarmið en eru hins vegar bersýnilega hræddir um, að einstaklingar í þeirra röðum mundu fara út fyrir skynsamleg mörk í uppboðskerfi. Það má vel vera, að það sé óþarfa hræðsla og að alla vega mundi slíkt kerfi ná jafnvægi á tiltölulega skömmum tíma. Þótt álit meirihluta endurskoðunarnefndar dugi ekki til að samkomulag náist á milli fyrstu tveggja fylkinganna, sem nefndar voru í upphafi þessa Reykjavíkurbréfs, getur þó falizt í þeim tillögum aðferð til þess að ná sáttum um greiðslu gjalds fyrir afnot af auðlindinni. Meirihluti nefndarinnar leggur til að fyrst þurfi útgerðin að skila 20% framlegð og eftir það skuli hún greiða 7,5% af því, sem umfram verður í auðlindagjald. Í þessu sambandi er ástæða til að benda á, að þegar rætt er um 20% framlegð TÍMABÆRT AFNÁM EINOKUNAR ÁTVR Enn einu sinni hafa verið lagðarfram tillögur á Alþingi um af- nám einokunar ríkisins á sölu áfeng- is. Fjórir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins lögðu í þessari viku fram frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Með frumvarpinu er lagt til að opnað verði fyrir smásöluverslun með áfenga drykki á vegum fleiri aðila en Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem þingmenn leggja fram frumvarp þessa efnis. Einnig var flutt þingsá- lyktunartillaga af svipuðum toga. Á þinginu síðastliðið vor lögðu fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks fram frumvarp þess efnis að ÁTVR framseldi einkaleyfi sitt til smásölu áfengis til matvöruverslana að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Árið áður fluttu fimm þingmenn Samfylk- ingarinnar þingsályktunartillögu um að skipuð yrði nefnd sem ynni að endurskoðun reglna um sölu áfeng- is. En það eru ekki eingöngu þing- menn sem hafa lagt til endurskoðun og breytingar á reglum um sölu áfengis. Stjórn Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins lagði til fyrir fjór- um árum að rekstur vínbúða yrði boðinn út. Einokun ríkisins á sölu áfengis er tímaskekkja. Haftastefna í áfengis- málum hefur ekki skilað góðum árangri. Það er orðið tímabært að huga að því að tillögum til breytinga verði hrundið í framkvæmd. Í frumvarpinu sem nú hefur verið lagt fram segir að sífellt fleiri við- skiptavinir vilji ekki vera neyddir til viðskipta við ÁTVR og taka ekki undir þá skoðun að viðskipti þeirra séu slíkt vandamál að það þarfnist einokunar ríkisins á þeim. Þar er þess einnig getið að með því sé ekki gert ráð fyrir að ÁTVR verði lögð niður, en ætla megi að samkeppn- isstaða einokunarsölunnar versni nokkuð við þessa breytingu. Tíminn einn leiði í ljós hvort fyrirtækið verði samkeppnisfært í þeirri tak- mörkuðu samkeppni sem það þurfi að takast á við. Það er ljóst að ef þessar tillögur ná fram að ganga verður mikil bót á stöðu neytandans hérlendis. Á nýrri öld er tímabært að taka upp nýja hætti í þessum efnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.