Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK  Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít ✝ GuðmundurGunnlaugsson fæddist á Reynihól- um í Miðfirði 8. jan- úar 1911. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 8. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Gunnlaug- ur Eiríksson bóndi á Reynihólum, f. 2.12. 1879, d. 19.10. 1947, og Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 19.8. 1880, d. 3.5. 1915. Stjúpmóðir Guð- mundar var Filippía Jónsdóttir, f. 1.7. 1876, d. 27.4. 1963. Systkini Guðmundar eru Ingólfur Jónsson, f. 17.6. 1906, d. 20.4. 1979, Þorbjörg Ragnhildur, f. 20.8. 1908, d. 10.7. 1932, Ingunn, f. 4.1. 1910, d. 6.5. 1995, Margrét Jónína f. 3.8. 1912, d. 19.5. 1995, Þórdís, f. 8.1. 1914, og Eiríkur, f. 30.4. 1915, d. 1.5. 1915. Hinn 4. febrúar 1961 kvæntist Guðmund- ur eftirlifandi konu sinni, Gunn- hildi Daníelsdóttur frá Viðarstöð- um á Fljótsdalshéraði, f. 4.2. 1916. Foreldrar Gunnhildar voru Daní- el Runólfsson bóndi á Viðarstöð- um og Rannveig Óladóttur frá Gagnstöð. Sonur Guðmundar og Gunnhildar er Þröstur Viðar að- stoðarskólastjóri, f. 2.12. 1950, kvæntur Jórunni Pétursdótt- ur bankastarfs- manni, f. 28.3. 1949. Börn þeirra eru Sig- ríður Rúna við- skiptafræðingur, f. 11.1. 1972, sambýlis- maður hennar er Jón Árni Ólafsson mark- aðsfræðingur, f. 19.12. 1973, og Mar- grét Hildur sagn- fræðinemi, f. 20.9. 1976. Guðmundur ólst upp á Reynihólum í Miðfirði og naut venjulegrar grunnskóla- menntunar þess tíma en síðar var hann einn vetur á Héraðsskólan- um á Laugarvatni. Árið 1934 fór hann vestur á Ísafjörð þar sem hann vann verkamannavinnu en flutti til Reykjavíkur árið 1937. Fljótlega eftir að Guðmundur kom til Reykjavíkur gerðist hann leigubifreiðastjóri. Hann var einn af stofnendum leigubílastöðvar- innar Hreyfils, þar sem hann starfaði til ársins 1989. Útför Guðmundar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 15. október, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur og við systurnar söknum þín mikið. Við eigum svo margar fallegar og skemmtilegar minningar um þig sem ylja okkur þegar við söknum þín sem mest. Þú varst svo skemmtileg- ur og stríðinn, og þú lést okkur finna að þér þótti vænt um okkur. Það var erfitt að vita til þess að þér leið ekki vel undir það síðasta en við huggum okkur við að nú ertu kominn þangað sem þér líður vel og við munum öll hittast á ný um síðir. Við systurnar eigum ótalmargar æskuminningar tengdar þér og ömmu í Dvergabakkanum eins og við systurnar sögðum alltaf. Það var ekki langt að rölta til þín og ömmu og oftar en ekki rákumst við á þig á leiðinni þar sem þú beiðst í bílnum og dormaðir á meðan þú beiðst eftir næsta túr. Þú varst alltaf tilbúinn til að keyra okkur í danstímana sem voru oft ansi margir, ef pabbi og mamma voru upptekin. Svo áttirðu alltaf opal eða brjóstsykur í vösun- um þegar þú komst í heimsókn til þess að gefa okkur. Þú varst alltaf svo fínn og virðulegur með staf og hatt, og þegar þú komst í heimsókn þá settir þú hattinn alltaf í efstu hill- una í forstofunni. Síðustu árin átt- irðu þó erfitt með að ná upp í hilluna en þú þurftir alltaf að athuga hvort þú gætir þetta ekki ennþá. Það var svo gaman að koma til þín og ömmu bæði í Dvergabakkann og á Hrafnistu og fá kaffi, spjalla saman um lífið og tilveruna. Þú hafðir alla tíð sterkar skoðanir og fylgdist af áhuga með stjórnmálum alveg fram undir það síðasta. Stundum bauðstu okkur líka í nefið en við vildum nú ekki þiggja það og þá kom stríðn- isglampi í augun á þér. Það var ekki fyrr en Jón Árni kom í fjölskylduna að þú gast boðið einhverjum í nefið og það fannst þér líka skemmtilegt. Þú hafðir gaman af því að sjá svip- inn á okkur þegar þú bauðst okkur að smakka hræring og súran hval sem við vorum nú ekki sérlega hrifn- ar af. Hins vegar kunnum við syst- urnar báðar að meta hákarlinn og þá varstu nú ánægður með okkur. Fjölskylduhundurinn hún Tinna var í miklu uppáhaldi hjá þér og þú þreyttist seint á að segja frá því hversu gáfuð hún væri. Þú gafst þér alltaf tíma til að leika við hana og svo fannst ykkur báðum gott að fá ykkur miðdagslúr. Það voru ófáar stundirnar sem þú áttir í „Draumalandinu“ þínu þar sem þú hafðir komið upp aðstöðu til að binda inn bækur. Þarna hafðir þú safnað saman hlutum sem flestum öðrum hefði ekki þótt eigulegir en þú hafðir gaman af. Þannig urðu aug- lýsingabæklingarnir sem þú hafðir safnað til fjölda ára að bók í mörgum bindum eftir Tómas í Vindheimum. Tómas olli okkur systrum miklum heilabrotum, og alltaf settir þú upp undrunarsvip og fannst við fáfróðar og illa lesnar að kannast ekki við þennan merkilega rithöfund. Einnig hafðir þú límt dagblaðsgreinar á pappír og fest upp á veggina. Þarna voru til að mynda forsíðumyndir frá leiðtogafundinum og margar grín- myndir úr stjórnmálaheiminum og þegar við komum í heimsókn sýnd- irðu okkur hvað þú hafðir hengt nýj- ast á veggina og sagðir okkur sög- una á bak við það. Samband þitt og ömmu var alla tíð mjög sterkt og þó að þið hafið ekki alltaf verið sammála gátuð þið ekki án hvors annars verið. Þú hafðir áhyggjur af því að fara á undan ömmu, en við munum öll gera okkar besta til að hugsa vel um hana eins og þið hugsuðuð alltaf vel um hvort annað. Elsku afi, við viljum kveðja þig með þessari vísu Vatnsenda-Rósu: Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. Stelpurnar þínar, Sigríður Rúna og Margrét Hildur. Elsku „Mundi frændi“ minn. Ég vildi geta verið frjórri í huganum til að finna réttu orðin til að þakka þér öll árin, alla hlýju og kærleika, og fyrir glettni á góðum stundum. Nærvera þín var nærandi. Guð blessi þig og varðveiti, þar sem þú ert núna. Guð blessi fjöl- skyldu þína og okkur hin. Kveðja, Gunnlaug Björk. Fallinn er frá ættarstólpi fjöl- skyldu minnar, Guðmundur Gunn- laugsson, móðurbróðir minn. Bernskuminningar mínar um Munda frænda eru helstar þær að hann ók okkur systkinunum á jóla- böllin í Iðnó fyrir löngu. Fá börn nutu þeirra forréttinda að vera ekið í prívatbíl á þessum tíma, en alltaf var Mundi frændi tilbúinn til þess starfs. Aldrei gleymi ég lyktinni í bílnum hjá Munda frænda. Þeir sem muna leigubíla á þessum árum þekkja þessa lykt, sambland af leðri og tób- aksreyk. Mér þótti á þessum tíma þessi lykt vera lykt allsnægta, sem ég átti ekki að venjast. Miklir kærleikar voru með Munda og móður minni en hún var yngsta systir hans. Nutum við systkinin kærleika þeirra í hvívetna. Ekki fór hjá því að ég kynntist stjórnmála- skoðunum Munda frænda en hann var alla tíð róttækur vinstrimaður. Vera má að stjórnmálaskoðanir hans hafi haft áhrif á mig, einkum þau at- riði er varða réttindi hins vinnandi manns. Hann var heill í sinni trú á jafnræði manna og hagaði lífi sínu í samræmi við þá skoðun. Mundi frændi var í lífi sínu talandi dæmi um hinn vinnandi mann sem aldrei féll verk úr hendi. Mundi frændi var einn af þeim mönnum sem hafði allt að gefa, en þá ekkert af öðrum. Slíkra manna er gott að minnast. Þegar ég kveð nú Munda frænda minn, eru mér þakkir til hans efst í huga fyrir stuðning hans og um- hyggju fyrir móður minni og okkur systkinunum, svo og Gunnu eigin- konu hans. Heiðrún Bára Jóhannesdóttir. Guðmundur föðurbróðir minn reisti hús í Kleppsholtinu nokkru neðar í götunni en foreldrar mínir. Hann bjó þar þegar ég man fyrst eft- ir mér og öll mín uppvaxtarár fram um 1960 er hann fluttist suður í Kópavog. Í húsi hans á Kambsveg- inum bjuggu einnig systir hans og mágur, faðir hans með seinni konu sinni og í kjallaranum frænka hans og fjölskylda hennar. Þetta var al- gengt sambýlismunstur í Klepps- holtinu á árunum upp úr seinni heimsstyrjöld og reyndar víða í Reykjavík bæði fyrr og síðar. Nábýl- ið við Guðmund frænda var mjög gott og samgangur milli heimilanna mikill. Ég bar nöfn gömlu hjónanna og naut þess svo vel að ég hafði þar aðstöðu eins og nú mundi sagt, átti mér þar skot eða skáp þar sem ég geymdi nokkurt dót sem ég gat leik- ið mér að í ró og næði. Frændi minn gaf sig alltaf að mér, spurði mig spurninga, glettist við mig og smá- stríddi mér jafnvel. Guðmundur hóf leigubílaakstur á stríðsárunum og starfaði sem leigu- bílstjóri síðan. Þá var ekki mikið um bílaeign í Kleppsholtinu og þeir sem höfðu yfir bíl að ráða voru frændfólki og öðrum nágrönnum innan handar um ýmis viðvik þar sem betra en ekki var að hafa bíl því að langur vegur var innan úr Holti og niður í bæ. Mér er þó minnisstæðast að frændi ók okkur iðulega á vorin og fram á sumar upp að Rauðavatni þar sem foreldrar mínir höfðu stóran kartöflugarð um árabil. Þá var Rauðavatn fyrir utan bæinn, nánast uppi í sveit. Allan slíkan greiða gerði frændi minn eftirtölulaust en lét þó engan snúa sér að óþörfu. Þegar líða tók á 6. áratuginn hóf- ust uppgangstímar eftir nokkra stöðnun og ýmsir hugðu á stækkun húsnæðis eða nýbyggingu. Guð- mundur, systir hans og mágur byggðu sér þá hús í Kópavogi og þar bjó Guðmundur með konu sinni, Gunnhildi Daníelsdóttur, og syni þeirra, Þresti. Þangað var gott að koma, hlýlegt heimili í rúmgóðum húsakynnum og mikilli gestrisni að mæta. En sakir vegalengda og nokk- urs skorts samgöngutækja okkar í Kleppsholtinu lengi vel var meira um það að frændi kæmi í heimsókn til okkar en við til hans en hann var mjög frændrækinn. Það var reyndar einkenni hans að hann rækti fjöl- skyldu- og frændabönd mjög vel alla stund, lét sér annt um systkini sín og systkinabörn og lét sig varða velferð þeirra og grennslaðist einatt fyrir um hagi þeirra. Hann kom reglulega í heimsókn til okkar en þó ekki þann- ig að hann kæmi á vissum tímum eða með reglulegu millibili. Þegar hann birtist, fannst okkur ekkert mjög langt síðan hann kom síðast en þó hafði hann ekki komið nýlega. Hann var hæglátur í framkomu, talaði hægt og fremur lágt og reyndar varð maður ekki var við að hann væri að spyrja nokkurs en hann var ávallt áhugasamur og forvitinn um hagi okkar en með öllu laus við hnýsni. Hann gat greint okkur frá fleiri ætt- ingjum betur en aðrir og varð með tímanum tengiliður í dálitlum ætt- boga eftir að fjölskyldur greindust og kynslóðum fjölgaði. Að auki var hann afar persónufróður og minn- ugur og því var alltaf fengur að fá hann í heimsókn. Hann hafði gaman af smáskopi, sagði vel frá, án nokk- urra tilburða – þó ekki í hálfum hljóðum eins og sagt hefur verið um annan Húnvetning. Þegar hann kvaddi að heimsókn lokinni eftir svo sem tvo kaffibolla, molakaffi eða smákökur eftir atvikum, fannst okk- ur þetta ekki hafa verið nein stund en nógu löng til þess að við vorum einatt nokkru fróðari eftir en áður. Eftir að sonurinn Þröstur hafði flust að heiman festu þau hjónin kaup á lítilli íbúð í Breiðholtinu þar sem þau komu sér vel fyrir og undu sínum hag mörg ár. Eftir að Guð- mundur hætti atvinnuakstrinum lagði hann stund á bókband og batt drjúgum bækur um árabil, ekki síst fyrir skyldmenni. Hann hélt upp- teknum hætti og heimsótti okkur og flutti nokkur tíðindi í hvert sinn. Móðir mín mat mjög þessa tryggð sem mágur hennar sýndi henni öll árin eftir að faðir okkar dó. Fyrir hálfu öðru ári fluttust þau hjónin á Hrafnistu í Laugarási og voru þá komin í næsta nágrenni við fornar slóðir. Þarna var vel að þeim búið en frændi var nú tekinn fast að eldast og eftir nokkur áföll síðustu misserin andaðist hann á sóttarsæng hinn 8. október sl. Um leið og ég kveð frænda minn með þökk og söknuði votta ég Gunn- hildi konu hans, Þresti og Jórunni og dætrum þeirra samúð mína. Fyrir hönd okkar systkinanna, Gunnlaugur Ingólfsson. Við fráfall góðs vinar rifjast upp atburðir og samskipti þar sem líf hins látna skarast við lífsferil þess sem eftir situr og saknar. Nú er frændi minn, Guðmundur Gunn- laugsson, farinn og horfinn og líf hans og jarðnesk tilvera orðin að minningu, en minning eða minningar eru eitt hið mesta dýrmæti sem jarð- lífið býr yfir. Án þeirra værum við ekki það sem við erum. Þær eru einn hluti af þeirri veröld, þeim óendan- legu víðernum, sem mannshugurinn er fær um að skapa, þær eru hluti af því þegar sagt er að maðurinn lifi þótt hann deyi. „Ég lifi og þér mun- uð lifa,“ sagði Kristur upprisinn. Og fornmenn sögðu: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur, en orðstír deyr aldregi, þ.e. minningin deyr ekki. Vissan um líf að loknu þessu er sem rauður þráður gegnum öll trúarbrögð. Og hvers vegna ættum við að efast um að nýtt líf taki við að loknu þessu þegar svo er í pottinn búið. Þeir sem trúa á veröld handan grafarbakkans trúa því jafnframt að tilveran þar sé undir því komin hvernig viðkomandi tókst til í hinu jarðneska lífi og vilja halda því fram að hverjum og einum sé hollt í huga að hafa að eins og maðurinn sái svo muni hann og uppskera. Við Guðmundur Gunnlaugsson áttum það sameiginlegt að vera frændur og alast upp norður í Húna- þingi, í sömu sveit, Miðfirðinum, en aldursmunur var verulegur. Hann fæddist og lifði sín bernsku- og æskuár í Reynihólum, missti ungur móður sína, en ólst upp hjá föður sín- um og stjúpu allt þar til faðir hans varð að bregða búi sökum heilsu- brests. Tók þá eldri bróðir hans, Ingólfur, við búi í Reynihólum. Hann var stórhuga bóndi og fjárfesti bæði í sauðfé og ræktun, en þá gerðist það sem enginn gat séð fyrir, verðlag á búfjárafurðum lækkaði, fjárfesting- in skilaði sér ekki, kreppa tók að hrjá þjóðfélagið og bændur urðu illa úti, einkum þeir yngri sem voru að hefja búskap. Enginn vissi ráð við kreppunni, enda lét ein af mannvits- brekkum þeirra tíma svo ummælt að svo væri kreppan sem vindurinn; enginn vissi hvaðan hún kæmi né hvert hún færi! Og hinn ötuli bóndi sá sér ekki annan kost vænni en láta jörð og bú í annarra hendur og flytj- ast snauður suður á mölina. Þegar hér er komið sögu hefjast fyrstu kynni mín af Munda frænda, eins og við systkinin nefndum hann ævinlega. Eftir umskiptin í Reyni- hólum fór hann suður en átti tíðum erindum að sinna í sveitinni, enda hafði hann komið sér þar upp átlit- legum fjárstofni sem hann hafði á fóðrum á hinum ýmsu bæjum sveit- arinnar; staldraði hann þá jafnan við hjá foreldrum mínum meðan hann lauk sínum erindum og var ávallt au- fúsugestur. Hann vildi vera í sveit- inni og átti sér þann draum að verða bóndi. En enginn ræður auðnu sinni sjálfur segir máltækið og svo fór að eftir kalt, graslítið og votviðrasamt sumar kom harður snjóavetur; tók þá fyrir alla beit svo mánuðum skipti og heyleysi, harðindi og önnur óáran ollu því að Mundi sá aldrei nema lítið brot af þeim fjárstofni sem hann hafði á fóðrum meðal vina sinna og kunningja þar nyrðra. Þetta varð honum mikið áfall sem hann tók mjög nærri sér og leiddi til þess að hann hætti við allar búskaparhug- myndir til sveita, settist að syðra við sundin blá, eignaðist nokkru síðar fólksbifreið og hóf leigubílaakstur og gerði þann atvinnurekstur að ævi- starfi sem hann stundaði í meira en hálfa öld. Þrátt fyrir áfall og vonbrigði sem áður er um getið hélt Guðmundur ávallt tryggð við sveit sína og fylgd- ist furðu vel með því mannlífi sem þar var lifað öldina út. Fyrr á árum kom hann á rennireið sinni norður, stundum með farþega sem voru að skoða sig um, stundum til að heim- GUÐMUNDUR GUNNLAUGSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.