Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 18
LISTIR 18 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Calsium Cidrate FRÁ Fyrir bein og tennur. Einnig talið gott fyrir maga og ristil. Með GMP gæðaöryggi. H á g æ ð a fra m le ið sla Apótekin FRÍHÖFNIN ÞVÍ miður gefst alltof sjaldan tæki- færi til að heiðra kvikmyndir með fjórum stjörnum og vissulega hefur Moulin Rouge fleira með sér en að vera vammlítil yfir- burðamynd. Hver hortitturinn og undirmálsmyndin hafa rekið aðra, lengur en mann fýsir að rifja upp. Þá skapar um- gjörðin, nýtt og glæsilegt bíó með óaðfinnanlegum sætum (þó ekki lúxussófi), aukna ánægju. Útkoman í það heila tekið er einstaklega vel heppnuð skemmt- un. Leikstjórinn, Baz Luhrman, sannaði með tveim- ur fyrstu myndunum að hann líður engar málamiðlanir og undirstrikar það enn frekar í MR. Hann er engum líkur, þessi athyglisverðasti leikstjóri samtímans, heldur fer sínar eigin leið- ir, vandrataðar, og alltof hættulegar fyrir meðalmenn í hans stétt; þeir mundu villast á fyrstu gatnamótum þessa völundarhúss sorgar og gleði, fáránleika og jarðbundinna tilfinn- inga, og drösla áhorfendum með sér útí ógöngurnar. Leiðir Luhrmans eru fullkomlega óhefðbundnar. MR hefst vitaskuld með því að frá eru dregin rauðu tjöld- in og áhorfandanum varpað varnar- lausum inní litríka undirheima næt- urklúbbsins um aldamótin 1900. Til Parísar er kominn Christian (Ewan McGregor), ungur, breskur, lítt reyndur rithöfundur. Flúinn stífnina og staðnað andrúmsloftið í heima- landinu, til að taka þátt í hinni nýju, frönsku byltingu þar sem lífsgleðin, frelsið og umfram allt ástin, er í önd- vegi. Honum er svipt inní veröld abs- intunnar, bóhemanna, nátthrafnanna, dansanna, söngsins og ekki síst eggjandi dansmeyja og gleðikvenna næturlífsins. Fær vinnu við að semja söngleik fyrir Zidler (Jim Broad- bent), eiganda MR. Hann á að vera saminn í kringum persónu Satine (Nicole Kidman), seiðandi drottningu þessara siðspilltu undirheima. Þar sem allt er falt og kærkomið – annað en ástin. Sem breytir engu um að þau verða ástfangin, sem er óviðunandi fyrir Zidler, sem hefur önnur plön í gangi. Bráðvantar fjármagn til að halda áfram rekstrinum og ætlar sér að fá það hjá hertoganum (Richard Rox- burgh), forríkum, spilltum og slæg- vitrum aðalsmanni, sem samþykkir. Með þeim afarkostum að Satine líti engan annan mann og tryggingu í næturklúbbnum. Sýningin verður að ganga fyrir öllu. Ástarharmleikur er í uppsiglingu og Satine gengur ekki heil til skógar. MR er í fyrsta lagi söngleikur, en svo fjölmargt ann- að. Stórfengleg veisla fyrir auga og eyra í litagleði og tónaflóði þar sem blandað er saman á hrífandi hátt frum- saminni tónlist, við eðalpopp stór- stjarnanna Ma- donnu, Elton John o.fl. o.fl., samflétt- að frægri söng- leikjatónlist snill- inga formsins, á borð við Rodgers og Hammerstein. Úr verður einn allsherjar, undurfag- ur darraðardans þar sem eitt atriðið rekur annað án minnstu endurtekn- inga. Luhrman tekst af sannri list að sauma saman farsa, tragedíu, spila á allan tilfinningaskalann, án þess að sjáist misfella. Efnið er í sjálfu sér átakanlegt en Luhrman njörvar það niður samkvæmt lögmálum söng- leiksins og nýtur hjálpar frábærs leik- hóps. Kidman kemur nokkuð á óvart þótt hún hafi sýnt innsæi og túlkað af skilningi vandasöm hlutverk í mynd- um einsog Dead Calm og To Die For. Hún syngur sómasamlega og uppfyll- ir allar útkröfur (og rúmlega það) hins lokkandi og lostafulla, fallna eng- ils. Sá sem kemur mest flatt uppá mann með hófstilltri og hárréttri framkomu hins lítt veraldarvana og ástsjúka skálds, er Skotinn Ewan McGregor. Hefur lítið gert til að hrópa húrra fyrir eftir Shallow Grave og Trainspotting. Hér er túlkun hans hnökralaus fagmennska, svo syngur hann laglega í þokkabót. Frammi- staða Jims Broadbent kemur ekki á óvart. Þessi miðaldra stórleikari hef- ur þó sjaldan verið betri en sem hinn útsmogni skemmtanastjóri og eigandi MR. Sama má segja um óaðfinnan- legan John Leghizamo sem Toullouse Lautrec (á ekkert skylt við impress- ionistann, franska málarann sem Jose Ferrer túlkaði svo vel í samnefndri mynd Johns Huston fyrir hálfri öld, annað en nafnið – og sama er að segja um myndina). Ástralski sviðsleikar- inn Richard Roxburgh vinnur þó stærsta leiksigurinn með ógleyman- legri túlkun á hertoganum, spjátr- ungslegum og hrokafullum myrkra- höfðingja myndarinnar. Öll tæknivinna er afbragð. MR er hvirfilbylur tals og tóna, harms og gleði og allt þar á milli. Slíkt gjörningaveður að það hrífur mann með sér á upphafssekúndunum og varpar manni ekki aftur inní grá- móskuna fyrr en, ja, ég veit ekki hve- nær. Er ekki kominn alveg niður enn! „Moulin Rouge er hvirfilbylur tals og tóna, harms og gleði og allt þar á milli.“ Veisla í Rauðu myllunni KVIKMYNDIR S m á r a b í ó , S t j ö r n u - b í ó , B o r g a r b í ó A k u r e y r i Leikstjóri og handritshöfundur: Baz Luhrman. Tónskáld: Craig Armstrong. Tónlistarstjórnun: Marius DeVries. Kvikmyndatöku- stjóri: Donald M. McAlpine. Kóreógrafía: John O’Connell. Búningar: Catherine Martin, Angus Strathie. Aðalleikendur: Nicole Kidman, Ewan McGregor, Jim Broadbent, John Leguizamo, Richard Roxburgh. Sýningartími 110 mín. Bandarísk. 20th Century Fox. 2001. MOULIN ROUGE Sæbjörn Valdimarsson SJÖTTU alþjóðlegu myndlist- arkaupstefnunni í Berlín, Art Forum Berlin, lauk í vikunni, og var íslenska galleríið i8 meðal þeirra 172 gallería sem tóku þátt í kaupstefnunni. Á stefnunni er lögð áhersla á að kynna það helsta sem er að gerast í list- heimi samtímans á vegum sýning- araðila frá 28 löndum. Edda Jónsdóttir eigandi gall- erís i8 kom til landsins fyrir helgi eftir þátttöku í Art Forum Berlin í fyrsta sinn og segir hún þátt- tökuna hafa verið árangursríka, sérstaklega vegna nýrra sam- banda við áhrifafólk þar í borg. Gallerí i8 sýndi með tveimur þýskum galleríum frá Berlín og Stuttgart sem i8 hefur verið í nokkru samstarfi við undanfarið. „Við sýndum þrjú saman í einum standi, sem gerði það að verkum að við vorum með einn stærsta sýningarstandinn á kaupstefn- unni. Uppsetningin tókst jafn- framt mjög vel og hafði stand- urinn tilkomumikinn heildarsvip, og er þar ekki síður að þakka hinni glæsilegu aðstöðu sem kaupstefnan býður uppá. Aðsókn- in á standinn var mjög góð og held ég að með þessu móti hafi galleríið og listamennirnir á þess vegum náð talsvert meiri árangri í að mynda tengsl en hefði gall- eríið sýnt eitt og sér,“ segir Edda. „Til okkar komu helstu safnarar og safnstjórar í Berlín, og fleira mjög ráðandi fólk í list- heiminum, m.a. Harold Seeman, sem valdi inn á Feneyjatvíæring- inn, og sýningarstjórar frá Hamburger Banhof hér í Berlín en þar er fyrirhuguð sýning á ungri norrænni list árið 2003 og sýndi þetta fólk töluverðan áhuga.“ Berlín sem miðstöð myndlistar Edda segir að viðræður hafi komist á við ýmsa aðila um bæði kaup á verkum íslensku myndlist- armannanna og sýningar á verk- um þeirra erlendis, m.a. í Kunst- halle Stuttgart á næsta ári. Auk þess hafi heimsþekktir listamenn sýnt áhuga á að sýna á vegum i8 á Íslandi. „Þetta hefur verið ákaflega mikilvægur vettvangur til kynningar íslenskar mynd- listar erlendis og er ég ákveðin í því að taka þátt í stefnunni að ári liðnu. Berlín er að verða ein af „heitustu“ borgum á sviði mynd- listar og skiptir það því miklu máli að taka þátt í listamessu sem þessari. Menn höfðu tals- verðar áhyggjur af því að hörm- ungaratburðir síðustu vikna myndu hafa áhrif á aðsókn, en reyndin var sú að aldrei hafa jafn margir sótt opnunina. Það var hins vegar merkilegt að aðsókn datt niður í einn og hálfan tíma eftir að tilkynnt var um að árásir Bandaríkjamanna og Breta á Afganistan væru hafnar. Menn eru sammála um að gangur heimsmála muni hafa mikil áhrif á möguleika á sölu verka, og fylgjast menn grannt með þeim hræringum sem eru að eiga sér stað,“ segir Edda. Kaupstefnunni Art Forum Berl- in var komið á fót árið 1995 og hefur það að markmiði að efla borgina sem eina helstu miðstöð samtímalisthræringa í Evrópu. Myndlistarmennirnir sem i8 kynnti á kaupstefnunni eru Finn- bogi Pétursson, Hrafnkell Sig- urðsson, Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guðmundsson, Ragna Róbertsdóttir, Sigurður Guð- mundson, Max Cole, Roni Horn og Karin Sander. Gestir skoða verk frá galleríi Markus Richter í Berlín, sem sýndi með i8 á kaupstefnunni. Auk þess má sjá ljós- myndaverk eftir Roni Horn tl hægri og skúlptúra Sigurðar Guðmundssonar á gólfi. Þátttaka i8 í kaupstefnunni Berlin Art Forum „Brýnt fyrir kynningu á íslenskri myndlist“ Verk Finnboga Péturssonar (t.v.), Sigurðar Guðmundssonar (á gólfi) og Rögnu Róbertsdóttur (t.h.) í standi gallerís i8 á Art Forum í Berlín. Á ÆVINTÝRASÝNINGU „Kattar úti í mýri ...“ í Norræna húsinu er meðal annars Söguherbergi, þar sem sagðar verða sög- ur annað slagið meðan á sýning- unni stendur. Aðstandendur sýningarinnar sendu bréf til allra ráðherra ríkisstjórnar Ís- lands og báðu þá um að segja börnum sögur í Söguherberginu. „Viðbrögð ráð- herranna voru mjög jákvæð og allir vildu gjarnan gera þetta. Á þennan hátt vilja þeir aðstoða Köttinn við að vekja athygli á gildi bókmennta og þeirrar gleði sem þær geta vakið,“ segir Guðrún Dís Jónatansdóttir hjá Norræna húsinu. Næstu sunnudaga verður því hægt að hlusta í Söguherberginu á ráðherra lesa sögur sem þeir hafa sjálfir valið. Fyrsti ráðherrann, Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, les upp í dag kl. 13. Sögustund ráðherranna Siv Friðleifsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.