Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Bætir í jógafræðin Er enn áhuga- samur nemandi UM ÞESSARmundir er GuðjónBergmann ekki aðeins að opna nýja jóga- stöð heldur ennfremur að gefa út bók um jóga og geislaplötu um slökun. Hann hefur komið miklu í verk á stuttum tíma og svipt hulunni af jóga hér á landi. Morgunblaðið ræddi við Guðjón á dög- unum um fræðin og af- kastagetuna. Þetta framtak þitt er margþætt. Segðu okkur hvernig það vannst og gekk upp svona hvað ofan í öðru? „Bókin Jóga fyrir byrj- endur varð til eftir að upptökum á Tantra-þátt- unum lauk. Ég skrifaði fyrst uppkast í maí og kláraði textann á Hellnum þar sem ég dvaldi sumarlangt. Kristján Bjarki hjá Forlaginu frétti af þessu framtaki mínu, heimsótti mig síðsumars og við náðum samningum rétt eftir það. Síðan tók Bára myndirnar í september og góðvinur minn, Birgir Þ. Jóa- kimsson, sem er jógakennari og hönnuður, sá um uppsetninguna. Ég skrifaði bókina vegna þess að mér fannst vanta einfalda, grein- argóða og myndskreytta bók á ís- lensku fyrir byrjendur. Ég vona að almenningur geti notið góðs af framtakinu. Jógastöðin í Ármúlanum varð til með styttri fyrirvara. Ég tók ákvörðun um að leigja mér sal til kennslu í ágúst en þá hafði hug- myndin verið að gerjast í rúm tvö ár. Svo fann ég þetta frábæra húsnæði í Ármúlanum þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja og ákvað að leggja út í meiriháttar framkvæmdir, t.d. uppsetningu á búningsklefum með sturtuað- stöðu og fleira. Mitt markmið er að leggja til öruggt og þægilegt umhverfi til jógaástundunar með styrkri og fordómalausri leið- sögn. Ég er með fjölbreytta tíma í stöðinni, styrkingarjóga, slök- unarjóga, jóga á ensku, hug- leiðslutíma og fjölbreytta hádeg- is- og síðdegistíma. Ég kenni alla tíma sjálfur og reyni að koma því þannig fyrir að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Geislaplatan Slökun, sem ég er að gefa út í samvinnu við góðvin minn, Einar Ágúst, er enn nýrri af nálinni. Ég sendi Einar í brúð- kaupsferð með pöntun: Hann átti að semja fyrir mig slökunartón- list. Stórpopparinn kom verulega á óvart með tónsmíðinni þegar hann kom heim frá Kýpur og í næsta mánuði gefa Fljúgandi diskar plötuna út með pomp og pragt. Á plötunni er að finna þrjár mismunandi lengdir af slökun, 5, 10 og 20 mínútna eftir því hvað hlustandinn hefur mik- inn tíma og síðan 30 mínútna út- gáfu af tónsmíðinni sem hefur hlotið nafnið Englar.“ Eru Íslendingar móttækilegir fyrir jóga? „Íslendingar eru að átta sig á því eins og aðrir heimsbúar að jóga stefnir í að verða líkams- og hugrækt 21. aldarinn- ar. Við höfum sífellt minni tíma aflögu og jóga sameinar líkam- legar styrkingar og liðkunaræf- ingar við slökun og hugarró. Jógaæfingar hafa það framyfir „hefðbundna“ líkamsrækt að við- urkenna allar hliðar mannsins, jafnt líkamlegar, tilfinningalegar, huglægar og andlegar. Fólk er að átta sig á því að það þarf að sam- þætta allar þessar hliðar til að verða heilt og „heilbrigt“.“ Er jóga heppilegt fyrir Íslend- inga? „Jóga er jafn heppilegt fyrir Íslendinga og aðra. Fræðin eru 5000 ára gömul og ná yfir vítt svið. Ég kenni líkamsæfingar, öndun og slökun sem eru einung- is hluti af heildarkerfinu en eru mikilvægur grunnur fyrir áfram- haldandi ástundun. Það heyrast raddir að jóga sé fánýtt vegna þess að ekki er „tekið á“. Hvað er til í því? „Ef hugarró og líkamlegt heil- brigði teljast til fánýtra hluta þá er jóga vissulega fánýtt. Flestir sem mæta í tíma til mín undrast yfir því hversu þessar einföldu æfingar taka mikið á en mark- miðið er ekki að byggja upp vöðvamassa heldur að ná fram vellíðan. Þeir sem stunda jóga reglulega fara sjaldan meira en 5 kíló upp eða niður fyrir kjör- þyngd, ekki bara vegna æfing- anna heldur einnig vegna jafnari efnaskipta í líkamanum. Jógaæf- ingar teljast ekki fánýtar í mín- um bókum og tíminn hefur sann- að að fræðin hafa staðið af sér allar tískusveiflur til þessa og munu væntanlega halda því áfram.“ Ertu eitthvað að útfæra jóga á nýjan hátt með hinu nýútkomna efni? „Þótt ég telji mig hæfan til að kenna þeim sem eru komnir skemmra á veg en ég sjálfur er ég enginn jógameistari. Ég kenni samkvæmt því sem mér var kennt. Hins vegar skín persónuleikinn alltaf í gegn og þess vegna getur verið mikill munur á milli jógakennara jafn- vel þótt þeir séu að kenna úr sama grunninum. Ég kenni sam- kvæmt minni bestu vitund hverju sinni, er enn áhugasamur nem- andi jógafræðanna og vona að ég verði það alla tíð.“ Guðjón Bergmann  Guðjón Bergmann er fæddur 24. desember 1972 í Reykjavík. Hann nam jógafræðin hjá Shanti Joga Institute og Jóga stúdíó ehf. Guðjón hefur einnig numið jóga þerapíu hjá Joseph Le Page. Guðjón hefur kennt jóga síðan snemma árs 1998, bæði á nám- skeiðum, í líkamsræktarstöðvum og í sjónvarpsþáttum. Hann hafði ennfremur umsjón með heimildarþáttum í sjónvarpi um tantra-fræði og hefur unnið að ritstörfum um fræðin. Hann gengur að eiga Jóhönnu Bóel 24. nóvember nk. og eignast þá fóst- urdótturina Báru Steinunni. Ég kenni samkvæmt því sem mér var kennt Dóri verður varla í vandræðum með að koma forseta Bandaríkjanna í skilning um að það sé ekkert um að semja, Paul Watson eða stríð. ALLS 1.051 fleiri einstaklingar flutt- ust til landsins en frá því á fyrstu níu mánuðum ársins, að því er fram kemur í gögnum Hagstofu Íslands. Í þeim kemur fram að alls 3.860 ein- staklingar hafa flutt til landsins frá janúar til september sl. en alls 2.809 einstaklingar frá því. Það sem veldur því að fleiri flytj- ast til landsins en frá því er fjöldi að- fluttra erlendra ríkisborgara hingað til lands. Brottfluttir Íslendingar voru m.ö.o. 175 fleiri en aðfluttir frá janúar til september en rúmlega helmingur brottfluttra Íslendinga fluttist til Danmerkur og Svíþjóðar. Aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru hins vegar 1.226 fleiri en brottfluttir á umræddu tímabili. Þar af komu 197 frá Evrópska efnahagssvæðinu og 587 frá öðrum Evrópulöndum, flestir frá Póllandi eða 217, þá frá Litháen eða 112 og síðan frá Júgóslavíu eða 98. Frá Asíu voru 310 fleiri aðfluttir en brottfluttir á umræddu tímabili, flestir frá Filippseyjum eða 108, þá frá Taílandi eða 64 og síðan frá Víet- nam eða 36. Af öðrum heimshlutum má nefna að 30 fluttust hingað til lands frá Norður-Ameríku og 40 frá Mið- og Suður-Ameríku. Alls 1.324 fleiri einstaklingar flutt- ust til höfuðborgarsvæðisins en frá því á fyrstu níu mánuðum þessa árs, þar af 526 frá landsbyggðinni og 798 frá útlöndum. Á landsbyggðinni fækkaði íbúum um 273. Af landsvæðum utan höfuðborgar- svæðisins voru þrjú með fleira að- komufólk en brottflutta, þau eru Suðurland með 59 fleira aðkomufólk en brottflutt, Suðurnes með 75 fleiri aðflutta en brottflutta og Vesturland með 50 fleiri aðflutta en brottflutta. Á öðrum landsvæðum fækkaði vegna búferlaflutninga. Á Vestfjörð- um fækkaði um 122, á Norðurlandi vestra um 153, á Norðurlandi eystra um 29 og á Austurlandi um 153. Rúmlega eitt þúsund fleiri til landsins en frá því ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, sótti 11 ára dreng, sem hafði hlotið höfuðáverka, á Rif á Snæfells- nesi í fyrrakvöld. Hann reyndist ekki vera alvarlega slasaður, en gisti á barnadeildinni. Drengurinn hafði dottið niður af girðingu og lent með höfuðið á steini. Hann var fyrst fluttur á Heilsu- gæslustöðina í Ólafsvík þar sem nokkur spor voru saumuð í ennið, en þegar drengurinn kastaði upp og byrjaði að líða undarlega um tveimur tímum eftir slysið var ákveðið að kalla út þyrlu þar sem talin var þörf á frekari rannsókn. Þyrlan fór í loftið rétt eftir kl. 20 og lenti í Reykjavík á tíunda tímanum í fyrrakvöld. TF-SIF sótti 11 ára dreng með höfuðáverka ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.