Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 31 galla á hljómsveitinni koma fram og létum því eiga sig að lagfæra hluti of mikið, rétta þá af eða fínpússa. Af sömu ástæðu spila engir aðrir á plöt- unni en við.“ Þeim ber ekki alveg saman um vinnuna í hljóðverinu. Björn Jörund- ur segir þetta hafa verið þrælavinnu í 12–14 tíma á dag, alla daga vikunnar, en síðar í viðtalinu lofar Jón mjög vin- áttuna í hljómsveitinni og segir að stóran hluta tímans í hljóðverinu hafi þeir verið í einhvers konar sauma- klúbbi, enda ómögulegt að spila allan daginn. Allt sé það þó hluti af því að draga hið besta fram í mönnum og partur af vinnunni. Björn viðurkennir að þeir séu allir miklar félagsverur, en dregur ekkert í land með þræl- dóminn. Pólfarir eru aðgengilegri en marg- ar fyrri plötur Nýdanskrar og það er af ráðnum hug. „Við fengum einu sinni þann dóm í Mogganum að nokk- ur lög á plötunni Regnbogaland væru hrútleiðinleg. Við kunnum ekkert að meta dóminn á sínum tíma, en líklega var eitthvað til í þessu hjá Svenna Guðjóns. Núna ákváðum við að gera þetta í anda Hermanns Gunnarsson- ar, vera hressir og ekkert stressaðir. Leiðinlegar plötur eru bara ekki jafn- skemmtilegar og skemmtilegar plöt- ur.“ Til að gera plötuna skemmtilega ákváðu þeir að sleppa öllu flúri. Engin löng forspil, engin langdregin sóló og engir endalausir endakaflar. „Við komum okkur beint að efninu, byrj- um bara að syngja eins fljótt og auðið er í lögunum. Þetta er afturhvarf í einfaldleikann, eins og á fyrstu plöt- unum. Sjálfir hlustum við lítið á plöt- urnar eftir að við ljúkum við þær og alveg sjálfsagt að taka tillit til áheyr- enda.“ Söngleikir, ekki dansleikir Þegar þeir eru spurðir um nafn nýja disksins, Pólfarir, benda hljóm- sveitarmenn á að þeir hafi ævinlega haft þann háttinn á að nefna plötur sínar eftir einu laganna á þeim. „Pól- farir var einfaldlega besta lagaheitið og hefur ekkert með Framsóknar- flokkinn eða lögfræðinga að gera. Við gátum ekki valið nafn eins og Krafta- verk eða Hverjir eru bestir, sem eru líka lög á plötunni, það hefði getað misskilist og ekki viljum við það.“ Nýdönsk ætlar ekki að reyna við heimsfrægðina. Fyrir nokkrum árum átti hljómsveitin lag á plötunni Ice- breakers og kallaðist þar Arctic Or- ange. Á dögum Jakobs Magnússonar sem menningarfulltrúa í London reyndu menn fyrir sér þar undir heit- inu Kind. „Þetta var allt hálf ómark- visst hjá okkur og við nenntum þessu ekki til lengdar. Og þegar menn eru þreyttir er hvíld rökrétt framhald.“ Á fjórtán ára ferli hljómsveitarinn- ar hefur aðdáendahópurinn endur- nýjast töluvert. „Við eigum trausta fylgismenn, eins og fyrirliða Íslands- meistara Skagamanna í knattspyrnu sem hafði samband við okkur á dög- unum, benti á að nú væru liðin tíu ár frá útgáfu Deluxe-plötunnar og spurði hvort við ætluðum ekki að halda upp á þessi tímamót. Við spil- uðum í Smáralind á miðvikudag og þar var einn 10 ára gutti sem vildi endilega heyra lagið um Hólmfríði Júlíusdóttur. Við erum steinhissa á hve margir kunna lögin okkar. Dans- leikir okkar eru í reynd söngleikir, því fólki gengur betur að syngja lögin okkar en dansa við þau.“ Fullur styrkur í vetur Nýdönsk er ekki eina viðfangsefni þeirra. Björn Jörundur hefur m.a. fengist við kvikmyndaleik og sér um þátt á Skjá 1. Jón hefur mörg járn í eldinum sem öll tengjast tónlist og er t.d. að byrja með tónlistarþáttinn Af fingrum fram hjá Ríkissjónvarpinu. Ólafur Hólm kennir við tónlistarskóla FÍH og tekur að sér trommuleik um víðan völl. Stefán segist vera í ýmsum sérverkefnum sem lúta að íslenskri tónlist, auk þess sem hann nemur verslunar- og viðskiptafræði. Eftir síðustu upprisu er Nýdönsk ekkert á leið í frí, enda liggur nú mikið við að koma Pólförum á markað. Reyndar var dauði þeirra fyrir útgáf- una ekki algjör því að þeir hafa spilað á skólaböllum undanfarið ár, skemmt tryggum Akureyringum við og við og að eigin sögn komið fram á ýmsum smásamkomum, eins og 17. júní og Eldborgarhátíðinni. „Í vetur verðum við á fullum styrk,“ lofa þeir. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hljómsveitin Nýdönsk, Ólafur Hólm Einarsson, Jón Ólafsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson og Stefán Hjörleifsson, var að senda frá sér sjöundu breiðskíf- una, Pólfarir. en það var veturinn 1901-1902. Stofnendur voru m.a. þessir: Þor- valdur Jónsson læknir, sem formað- ur, Hannes Hafstein, sýslumaður, skáld og síðar fyrsti íslenski ráð- herrann, Ragnheiður Hafstein, kona hans, Helgi Sigurgeirsson gullsmiður, Þorvaldur Jónsson pró- fastur, Grímur Jónsson kennari, Jón Grímsson, sonur hans og síðar málaflutningsmaður á Ísafirði, Guð- mundur Bergsson póstmeistari, Björn Bjarnason frá Viðfirði, síðar doktor, Gyðríður kona hans, Jón Laxdal, verslunarmaður og tón- skáld, og Gyða Þorvaldsdóttir (læknis), kona hans. Eins og sjá má af þessum nöfnum, hefur það oftsinnis sýnt sig, að iðk- endur skákar hafa reynst hinir merkustu menn á öðrum sviðum, ekki hvað sízt fyrir sakir þess and- lega þroska og skarpleika, sem skákin hefur þjálfað með þeim. Einnig vekur það eftirtekt, að í þessum hópi er að finna þrjár konur, sem sennilega eru fyrstu konurnar í taflfélagi á Íslandi. Það varð frekar stutt í veru Hannesar Hafstein í taflfélaginu, en haft er fyrir satt, að hann hafi tilkynnt Þorvaldi for- manni úrsögn sína með þeim orðum „að hann hefði ekki geð í sér að sitja og rembast við að steinþegja í fleiri klukkutíma“ (Jón Grímsson). Taflæfingar voru að jafnaði haldnar reglulega einu sinni í viku, á laugardögum, og var teflt í „Gamla Sparisjóðnum“, húsi nr. 7 við Mána- götu, en þá var húsið aðeins ein hæð. Einhverjar skákir voru skrifaðar niður, en þær eru nú flestar glat- aðar. Er árin liðu, og Þorvaldur læknir var fallinn frá, fluttust tafl- fundirnir upp á „Nord Pól“ (1908- 1915) til Sölva Thorsteinssonar, veitingamanns og lóðs, (þá var þar einnig billjard) og bættust nú nýir menn í hópinn, svo sem Guðmundur Hannesson, málaflutningsmaður og síðar sýslumaður á Siglufirði, og Ólafur Davíðsson verslunarstjóri, en aðrir heltust úr lestinni. Stríðs- árin trufluðu að vonum mjög öll fé- lagsstörf, og er stríðinu lauk var starfsemi taflfélagsins í molum, og bar félagið ekki barr sitt lengi eftir það. Þó tefldu menn ávallt nokkuð á þeim árum í heimahús- um. Má þar geta þeirra Sigurgeirs Sigurðssonar frá Kirkjubæ, sem síðar átti mestan þátt í að efla félagið á ný, og Halldórs Jónssonar frá Naustum, en báðir voru þeir sjó- menn og lengi formenn á bátum. Á árunum 1930- 1936 færist á ný líf í fé- lagsstarfsemina og eru nú taflæfingar haldnar í Alþýðuhússkjallaranum („Miðfélagið“). Auk áð- urnefndra manna komu þar m.a. við sögu þeir Marinó Norquist, Krist- inn Pétursson, Jón Sv. Kristjánsson, en þessir menn voru einnig formenn á bátum, Ingimund- ur Ögmundsson smiður, og Steinn Guðmundsson, sem bjó í húsi nr. 10 við Tangagötu. Á skákmóti, sem haldið var á þessum árum, urðu úr- slit þau, að efstur varð Marinó með 8 vinninga af 10, Kristinn varð annar með 61⁄2 vinning og næstir komu Sig- urgeir og Jón með 5 vinninga hvor. Nú kemur annað heimsstríð og liggur starfsemi félagsins í dái allt fram til ársins 1945. Þá er félagið endurreist á fjölmennum fundi og þessir menn kosnir í stjórn: Lárus Hermannsson formaður, Rögnvald- ur Jónsson varaformaður, Guð- mundur Ludvigsson ritari, Jón Á. Jóhannsson vararitari, Sigurgeir Sigurðsson gjaldkeri og Jón Jónsson frá Hvanná varagjald- keri. Endurskoðend- ur voru þeir Sigurð- ur Ásgeirsson og Magnús B. Magnús- son, en til vara Gúst- af Lárusson og Jó- hannes Þorsteins- son. Upp úr 1950 var ákveðið að skipta fé- lagsmönnum í tvo flokka eftir skák- styrkleika, og síðar var bætt við þriðja flokknum, unglinga- flokki. Var félagið lengstum með starfsemi sína í lessal Bókasafns Ísafjarðar, hjá Halldóri Ólafssyni bókaverði, en varð að víkja þaðan um miðjan sjöunda ára- tuginn vegna breytinga á högum safnsins. Var félagið þá á hrakhólum með húsnæði og var teflt á ýmsum stöðum, s.s. á Mánakaffi, í Iðnskól- anum í Ísfirðingshúsinu, Gagn- fræðaskólanum, Vinnuveri, sem var í eigu Sjálfsbjargar, í Sjómannastof- unni, sem var þá til húsa á efstu hæð Alþýðuhússins, og Hótel Ísafirði. Síðar var teflt í Menntaskólanum á Torfnesi, þar sem félagið hefur að- stöðu nú. Árið 1964 gerðist sá atburður, sem líklega markar tímamót í skák- lífi á Íslandi, en þá fór fram keppni í kvennaflokki á haustmóti Taflfélags Ísafjarðar, sennilega fyrsta kvenna- skákmót hér á landi. Þátttakendur voru fjórir: Guðrún Häsler, Ilsa Häsler, Margrét Einarsdóttir og Svana Leifsdóttir. Tefld var tvöföld umferð og urðu þær systur, Guðrún og Ilsa Häsler, efstar með fimm vinninga hvor. Bolvíkingar og Súð- víkingar hafa verið tíðir gestir í tafl- mótum á Ísafirði. Eins hafa verið tefldar tvísýnar bæjarkeppnir við þessa ágætu nágranna og Vest- fjarðamót í skák verið haldin til skiptis í landsfjórðungnum. Þá hafa Ísfirðingar teflt bæjarkeppnir við Akurnesinga, Akureyringa og Ár- nesinga, og auk þess símskákir við Siglfirðinga. Hafa þessar keppnir ávallt farið vel fram og gefið skáklíf- inu byr undir vængi. Svo sem að líkum lætur hafa margir prýðisgóðir skákmenn kom- ið fram á sjónarsviðið á starfstíma félagsins og einnig menn, sem hafa orðið virkir í félagsmálum skák- hreyfingarinnar. Meðal kunnra fé- laga Taflfélags Ísafjarðar á síðari hluta tuttugustu aldar má m.a. nefna: Arinbjörn Gunnarsson, Ás- geir Överby, Birgi Valdimarsson, Einar S. Einarsson, Einar Garðar Hjaltason, Einar Val Kristjánsson, Gísla Kristjánsson, Guðbjarna Þor- valdsson, Guðfinn R. Kjartansson, Guðmund Gíslason, Guðmund Hall- dórsson, þá Herlufsen bræður, Stíg, Frank og Sigurð, Hálfdán Her- mannsson, Hlyn Magnússon, Högna Torfason, Jóhannes Ragnarsson, Jón Kr. Jónsson, Magnús Alexand- ersson, Magnús Aspelund, Magnús Kristinsson, Matthías Kristinsson, Óskar Brynjólfsson, Pál Áskelsson, Pétur Gunnlaugsson, Sigurð Eiríks- son og Smára Haraldsson, núver- andi formann. Margir þessara ágætu manna eru nú annaðhvort látnir eða brottfluttir og hafa brottfluttir Ísfirðingar jafn- an haldið tryggð við sitt gamla félag eftir mætti. M.a. hefur Ísfirðinga- félagið fært Taflfélagi Ísafjarðar góðar gjafir, skáktöfl, klukkur og verðlaunagripi, auk peningagjafar, 150 þúsund krónur til húsnæðisöfl- unar fyrir félagið. Þá hefur verið stuðlað að heimsóknum valinkunnra stórmeistara vestur, til að tefla fjöl- tefli við heimamenn, einkum á ár- unum 1975-1985. Skal þar fyrstan frægan telja Vassili Smyslov, fyrr- um heimsmeistara í skák, sem heim- sótti Ísafjörð 1977, ennfremur þá William Lombardy, Walter Shawn Browne og Lew Alburt, sem allir eru fyrrv. skákmeistarar Banda- ríkjanna. Þá hafa margir af okkar eigin stórmeisturum heimsótt Ísa- fjörð auk annarra skákjöfra, svo sem Íslandsvinurinn Bent Larsen, sem varð þar veðurtepptur um tíma eins og sumir hinna. Árið 1988 fór fram á Ísafirði „Al- þjóðlega skákmótið við Djúp“ á veg- um Tímaritsins Skákar. Keppendur voru tólf, þar af 5 Vestfirðingar auk 5 útlendinga og tveggja sunnan- manna, þar á meðal Helgi Ólafsson stórmeistari, sem vann mótið. Brottfluttir Ísfirðingar hyggjast nú heiðra átthagana og sitt gamla og mikilsvirta félag á þessum merku tímamótum með því að efna til hrað- skákmóts á Ísafirði, ásamt heima- mönnum, helgina 29.-30. september nk. Vonandi verður sá skákviðburð- ur kveikjan að öflugu skáklífi og nýrri skákbylgju fyrir vestan á nýrri öld. Reykjavík, 24. sept. 2001 Einar S. Einarsson, Guðfinnur R. Kjartansson, Matthías Kristinsson. Fyrsta prentaða íslenska skákin, tefld á Ísafirði haustið 1892 Hvítt: Helgi Sigurgeirsson gull- smiður. Svart: Þorvaldur Jónsson læknir. Muzio-bragð 1. e4 e5 2. f4 exf4 3. Rf3 g5 4. Bc4 g4 5. 0-0 gxf3 6. Hxf3 d5 7. Bxd5 Bd6 8. h3 Rf6 9. De2 De7 10. Rc3 c6 11. Bb3 Be5 12. Rd1 Bd4+ 13. Kh1 Dxe4 14. Df1 Rh5 15. d3 De5 16. c3 Bb6 17. Bxf4 Rxf4 18. Hxf4 Be6 19. d4 Dg7 20. Re3 Rd7 21. Rf5 Df8 22. He1 0-0-0 23. Bxe6 fxe6 24. Hxe6 Kb8 25. Rd6 Dg8 26. Rf7 Bc7 27. Rxd8 Dg3 28. Rf7 Bxf4 29. Dg1 Hf8 30. He7 Kc8 31. c4 Dg8 32. De1 Dg3 33. Dxg3 Bxg3 34. c5 a5 35. b3 h5 36. Kg1 b6 37. cxb6 Rxb6 38. a3 Rd5 39. Ha7 Rc7 40. Re5 Hf2 41. Hxa5 Rd5 42. Hc5 Rf4 og hvítur gaf. Þorvaldur Jónsson læknir. Horft niður Hafnarstræti á Ísafirði. Myndin er tekin á þeim árum sem tafl- félagið er að komast á laggirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.