Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 14
LISTIR 14 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ E ITTHVERT lánleysi virðist vera yfir þeim leikritum sem hlut- skörpust urðu í leikrita- samkeppni Þjóðleikhússins á síð- asta ári í tilefni af 50 ára afmæli leikhússins. Tvö af þremur leik- ritum sem verðlaun hlutu hafa nú verið sviðsett, hið þriðja bíður enn sýn- ingar og fjórða verkið sem verðlaun hlaut var leikgerð Andra Snæs Magnasonar eftir eigin sögu, Bláa hnettinum. 1. verðlaun í samkeppni Þjóðleikhússins hlaut Landkrabbinn, leikrit Ragnars Arnalds um samskipti háskólastúdents við tog- arasjómenn á hafi úti. Dómnefnd Þjóðleik- hússins var skipuð þeim Stefáni Baldurssyni, þjóðleikhússtjóra, Melkorku Teklu Ólafsdóttur, leiklist- arráðunauti Þjóðleik- hússins, og Tinnu Gunnlaugsdóttur, leikkonu, sem einnig var á þeim tíma fulltrúi listamanna Þjóðleikhússins í verk- efnavalsnefnd þess. Leikhússtjórinn og ráðu- nauturinn eiga að sjálfsögðu sæti í verk- efnavalsnefndinni svo segja má með nokkrum rökum að verkefnavalsnefndin hafi þarna tek- ið að sér hið vanþakkláta hlutverk dómnefnd- ar svo utanaðkomandi þyrftu ekki að axla þá byrði. Ekki voru gerðar neinar formlegar at- hugasemdir við þessa skipan dómnefnd- arinnar þótt ekki væri hún í samræmi við al- mennar leikreglur. Hefði t.d. mátt benda á réttmæti þess að dómnefndin væri að 2/3 skip- uð utanaðkomandi aðilum svo tryggt væri að leikrit sem verkefnavalsnefnd Þjóðleikhússins fær til umsagnar væru ekki sett skör lægra en önnur því fastlega mátti gera ráð fyrir að ein- hver þeirra verka sem þar hafi verið lögð fram hafi verið send í samkeppnina. Menn geta svo velt fyrir sér líkum þess að verk sem verk- efnavalsnefndin hafði áður hafnað ætti raun- hæfa möguleika gagnvart dómnefnd sem skip- uð var sama fólki. Þá hefur nafnleynd höfunda þeirra leikrita sem verkefnavalsnefndin hafði áður fjallað um væntanlega komið fyrir lítið í samkeppninni. En kannski voru þau 40 leikrit sem í samkeppnina bárust svo fersk og ný- samin að verkefnavalsnefndin/dómnefndin var jafn ókunnug þeim og allir aðrir. Þó kemur óneitanlega á óvart að við-brögð dómnefndarinnar við báðumþeim verkum sem nú hafa komið fyrirsjónir almennings á sviði Þjóðleikhúss- ins skyldu vera svona gjörsamlega á skjön við undirtektir annarra. Í umsögn sinni sagði dómnefndin m.a. um Landkrabbann, að þar væri fjallað um lífið um borð í íslenskum tog- ara á spaugilegan og óvenjulegan hátt um leið og dregin væri upp trúverðug mynd af við- fangsefninu. „Áhöfnin er samansafn litríkra einstaklinga og koma persónueinkenni hvers og eins skýrt fram í þeim átökum sem óhjá- kvæmilega eiga sér stað þegar „landkrabb- inn“, málfræðingur að mennt, reynir að ávinna sér virðingu harðjaxlanna um borð. Lýsing höfundar á þessu litla sjómennskusamfélagi einkennist af hlýlegri gamansemi og mannúð. Hér er tekið fyrir verðugt viðfangsefni úr ís- lenskum nútíma svo ætla má að efnið komi ís- lenskum áhorfendum kunnuglega fyrir sjón- ir.“ Morguninn eftir frumsýningu var gagnrýn- andi Morgunblaðsins sammála dómnefndinni í því að efnið kæmi kunnuglega fyrir sjónir. Varla er hægt að segja að verðlauna-verk Ragnars Arnalds, Landkrabb-inn, brjóti blað í íslenskri leikritun.Hér er um að ræða verk sem sver sig í ætt íslenskra raunsæisverka, fléttan er kunnugleg, atburðarás kemur ekki á óvart og verkið er hefðbundið að allri byggingu ef und- anskilin er sú staðreynd að leikurinn gerist að mestu leyti úti á reginhafi – um borð í íslensk- um skuttogara. Verkið staðfestir einnig nokkrar kunnuglegar mýtur eða klisjur eins og þá að sjómenn séu harðjaxlar en mennta- menn ekki og að þeir hinir síðarnefndu hafi gott af því að „komast á togara til að læra eitt- hvað um lífið og tilveruna, mannast og sjóast“ (sem er eiginlega það sama).“ Í niðurlagi greinar sinnar um sýningu Þjóð- leikhússins á verðlaunaverkinu segir gagnrýn- andinn: „En í ljósi þess að hér er um að ræða leikrit sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni Þjóðleikhússins í tilefni af hálfrar aldar afmæli þess hefði ég kosið að sjá verk þar sem tekist væri á nýstárlegri hátt á við sjálft listformið og tungumálið en hér er gert.“ (Soffía Auður Birgisdóttir Mbl.18. mars 2000.) Annað af þeim tveimur verkum sem hlutu 2. verðlaun í samkeppninni var frumsýnt á dög- unum. Þar er um að ræða leikrit Benónýs Æg- issonar, Vatn lífsins, sem gerist í íslenskum kaupstað um síðustu aldamót og segir frá ung- um hugsjónamanni sem berst fyrir framförum í íhaldssömu samfélagi. Um það verk sagði dómnefndin: „Hér er á ferðinni allsérstætt verk, bæði hvað varðar efnivið og efnistök, sem býr yfir ljóðrænu seið- magni. Höfundur segir átakamikla og við- burðaríka sögu, þar sem margir örlagaþræðir fléttast saman og dregin er upp lifandi mynd af því samfélagi sem verkið gerist í.“ Enginn efaðist um að dómnefndin hefði góð- ar og gildar ástæður fyrir þessari umsögn sinni og væntingar fólks voru talsverðar er líða tók að frumsýningu þessa „allsérstæða“ verks. „Það er eitt að sækja umfjöllunarefni sitt til loka nítjándu aldar; það er annað að efnistökin séu frá sama tíma. Hér vantar allan frumleika, jafnt frá hendi höfundar sem leikstjóra. Hér er allt eins hefðbundið og verða má – nema leikmyndin sem er framúrstefnulegur leikur að formum og litum. Ef leikritið hefði verið frumsýnt fyrir hundrað árum hefði það þótt tíðindum sæta. Sem fyrsta leikrit sem frumsýnt er á stóra sviði Þjóðleikhússins á fyrsta leikári nýs ár- þúsunds vekur það furðu.“ (Sveinn Haralds- son Mbl. 6. okt. 2001.) Loks er eitt verðlaunaverk sem ekki hef-ur enn verið tekið til kostanna, Undirbláhimni, fyrsta leikrit Þórarins Ey-fjörð sem getið hefur sér orð sem leik- ari og leikstjóri. Í umsögn dómnefndarinnar um þetta verk segir að Undir bláhimni sé áhrifamikið leikrit um mannleg örlög sem ger- ist í íslensku sjávarþorpi í nútímanum. „Ungur maður snýr heim til fjölskyldunnar eftir lang- skólanám í útlöndum og er unnusta hans með í för. Afdrifaríkir atburðir hafa átt sér stað í fjarveru hans og fortíðin þrúgar fjölskylduna og lamar. Verkið er skrifað af innsæi og hefur að geyma mikinn undirtexta, þannig að í því er að finna ríkulegan efnivið fyrir leikara og leik- stjóra til að skapa úr hugstæðar persónur.“ Varla hefur nokkur maður ástæðu til efast um óskeikulleika dómnefndarinnar þrátt fyrir að ekki hafi gagnrýnendur Morgunblaðsins borið gæfu til að koma auga á kosti Land- krabbans og Vatns lífsins. Vissulega má til sanns vegar færa umsögn dómnefndar um efni Bláa hnattarins en þar segir: „Þetta er hjart- næm dæmisaga sem þrátt fyrir ævintýralega umgjörð hefur beina skírskotun til nútímans. Í verkinu er meðal annars varað við því að láta glepjast af yfirborðsmennsku og skrumi og sýnt fram á hvernig stöðug leit að algleymi af- þreyingarinnar getur smám saman rænt mennina hæfileikanum til að gleðjast.“ Alls bárust 40 leikrit fullrar lengdar íkeppnina og að sögn þjóðleik-hússtjóra mátti það teljast mjög góð-ur árangur þegar úrslit í samkeppn- inni voru tilkynnt. Hann bætti því við að „... það sem merkilegra var, var að allt að fjórð- ungur verkanna kom að okkar mati til álita sem verðlaunaverk. Leikritin voru einnig mjög fjölbreytileg, bæði hvað varðar efnisval og efnistök. Vinna dómnefndar var því ekki bara tímafrek heldur mjög ánægjuleg,“ sagði Stefán. (Mbl. 5. ág. 1999.) Við þetta sama tækifæri auglýsti dómnefnd- in eftir höfundum fjögurra annarra leikrita sem vöktu sérstaka athygli hennar, en þau báru heitin Alzheimer in love, Dísa, Fimm á Fagurey og Seggur að kveldi. Það er því lang- ur vegur frá því að öll kurl séu komin til graf- ar í leikritasamkeppni Þjóðleikhússins í tilefni af 50 ára afmælinu. Leikhúsunnendur eiga því allt að fimm önnur spennandi leikrit í vændum auk þeirra þriggja sem þegar hafa verið svið- sett. Hvernig sem þau verk munu falla almenn- ingi í geð er á engan hátt hægt að áfellast höf- undana. Þeir skrifa verk sín og senda inn í auglýsta samkeppni. Ef þeir hljóta verðlaun og viðurkenningar er full ástæða til að gleðj- ast með þeim. Það er hins vegar umhugsunar- efni hvort ekki ætti að endurskoða allar for- sendur slíkrar keppni, setja niður ákveðnari reglur um skipan dómnefndar og vinnuferli hennar. Hugsanlega er keppni á borð við þessa hreint ekki besta aðferðin til að draga fram það besta í íslenskum leikritahöfundum; einlægt er engu líkara en valið á verðlauna- verkunum sé niðurstaða listapólitískrar mála- miðlunar sem á lítið skylt við þá sköpun sem þarf að eiga sér stað svo leikrit geti orðið eðli- legur hvati að leiksýningu. Vanmetin verðlaunaleikrit Morgunblaðið/Jim Smart Vatn lífsins hlaut 2. verðlaun í leikritasamkeppni Þjóðleikhússins á síðasta ári. AF LISTUM Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, af- henti á föstudag Leikfélagi Reykja- víkur nýjan sal til afnota fyrir leik- listarstarfsemi. Nýi salurinn eða nýja sviðið er nýbygging milli Borgarleikhússins og Kringlunnar og er inngengt í salinn úr forsal Borgarleikhússins. Þessi nýi salur tekur 200-250 manns í sæti en sætarými í salnum verður breytilegt og fer eftir upp- setningu hverju sinni. Salurinn er 500 fm að stærð á efri hæð ásamt hliðarsviði, en á neðri hæð er 100 fm búningsaðstaða. Byggingin er hönnuð af arkitektafyrirtækinu Arkþing og yfirarkitekt er Guð- mundur Kr. Guðmundsson sem var einn þriggja arkitekta sem hönn- uðu Borgarleikhúsið á sínum tíma. Verktakar við þennan nýja sal voru Ístak sem sá um bygginguna að ut- an og Sveinbjörn Sigurðsson sem sá um framkvæmdir innanhúss. Fyrsta frumsýningin á nýja sviðinu verður í dag kl. 17 á leikritinu Beð- ið eftir Godot eftir Samuel Beckett í þýðingu Árna Ibsens. Nýtt svið tekið í notkun í Borgar- leikhúsi Morgunblaðið/Ásdís Guðjón Pedersen leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri við athöfnina á nýja sviðinu á föstudaginn. NÝ ENSKUNÁMSKEIÐ eru að hefjast hringdu í síma 588 0303 FAXAFENI 8 www.enskuskolinn.is enskuskolinn@isholf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.