Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 23
sætaraða nærri tveir metrar. Dyra- verðir þjónusta gesti og vísa þeim t.d. til sætis. Í Smárabíói er heimilt að taka vínveitingar með sér inn í lúxussalinn. Allt stefnir í verðsamkeppni Sam-bíóanna og Smárabíós í þess- um viðhafnarsölum. Hjá Sam-bíó- um kostar miðinn 1.600 krónur og innifalið er ótakmarkað popp og kók. Miðinn í Smárabíó kostar 1.500 krónur og þar innifalið geta gestir valið á milli drykks á barnum eða veitinga í sjoppu að andvirði 300 króna. Líkt og hver Íslendingur færi fimm sinnum í bíó á ári Allar þessar breytingar eiga sér stað eftir aukna aðsókn í bíó á und- anförnum árum. Aðsókn í Reykja- vík á árunum 1995 til 2000 jókst um 25%, eða úr 1,2 milljónum manns árið 1995 í 1,5 milljónir í fyrra, sam- kvæmt tölum frá markaðssviði Pricewaterhouse Coopers, sem safnar saman upplýsingum fyrir Félag íslenskra kvikmyndahúsa. Aðsóknin er með því allra mesta í heiminum, sé miðað við hina ágætu höfðatölu, og jafngildir því að hvert mannsbarn í landinu fari meira en fimm sinnum í bíó á ári. Aðsóknin það sem af er ári hefur verið góð og talið að hún sé í kring- um ein milljón gesta fyrstu níu mánuðina. Endanlegar tölur liggja þó ekki fyrir. Að vísu ber bíómönn- um saman um að dregið hafi örlítið úr aðsókninni eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september sl. Þann dag voru bíóin nánast tóm og aðsóknin á við það sem gerist á Þor- láksmessu. Aðgangseyrir í kvikmyndahús borgarinnar hefur verið að gefa eig- endum þeirra auknar tekjur. Inn- koman nam alls um 743 milljónum króna árið 1997 en var komin í 963 milljónir eftir síðasta ár. Aukningin, um 30%, er vel umfram verð- lagsþróun á sama tíma en nokkurn veginn í takt við aukna aðsókn. Að sögn Björns Árnasonar hjá Sam-bíóunum mátti merkja tals- verða aukningu á aðsókn þegar kvikmyndahúsin breyttu sýningar- tímanum frá klukkan 17, 19, 21 og 23 yfir í 16, 18, 20 og 22. Áður hafði verið toppaðsókn í „9-bíó“ en nán- ast tómir salir klukkan ellefu á kvöldin. Núna er dreifingin meiri og betri, einkum á sýningarnar kl. 20 og 22. „Bíó hefur alltaf notið vinsælda á Íslandi sem annars staðar og þessi miðill virðist ætla að halda velli gagnvart annarri tæknibyltingu í tengslum við tölvuna og sjónvarpið. Fólki finnst skemmtilegra að vera innan um aðra þegar það sér kvik- mynd og við miklu betri aðstæður en heima í stofu. Við sem rekum kvikmyndahús þurfum líka að standa okkur og geta verið með það besta sem býðst hverju sinni,“ segir Björn Árnason. Aron Víglundsson vinnur að markaðsmálum hjá Myndformi, sem sér um rekstur Laugarásbíós. Hann segir engan vafa leika á því að Smárabíó hafi hleypt lífi í kvik- myndahúsamarkaðinn, tími hafi verið kominn til að hrista upp í mönnum. Laugarásbíó eigi eftir að vera í meira samtarfi við nýja kvik- myndahúsið sem önnur á vegum Norðurljósa. Aron á von á meiri samkeppni en hefur verið, miðað við viðbrögð eigenda Sam-bíóanna við nýjasta útspili Norðurljósa. Ekki sé von á öðru en aukinni aðsókn í bíó með nýrri og betri aðstöðu. Norðurljós spá í lóðir undir annað kvikmyndahús Björn Sigurðsson, framkvæmda- stjóri kvikmyndadeildar Norður- ljósa, segir það ekki standa til að fleiri kvikmyndahús en Stjörnubíó hætti þrátt fyrir nýja bíóið í Smár- anum. Til standi að gera breytingar á Regnboganum við Hverfisgötu því póstnúmer 101 sé sterkt bíó- svæði. Björn segir hugmyndina með Regnbogann þá að draga ekki úr þeirri áherslu sem hefur verið lögð á sýningar listrænna mynda og þeirra sem gerðar eru á öðrum tungum en engilsaxnesku, auk sýn- inga á stóru myndunum frá Holly- wood. „Við fögnum aukinni samkeppni og reiknum ekki með frekari breyt- ingum á okkar rekstri en orðið er. Við höfum reyndar verið að skoða lóðir undir annað kvikmyndahús til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu en þær hugmyndir eru stutt á veg komnar. Með tilkomu Smárabíós verður ákveðin endurnýjun á mark- aðnum. Ég sé ekki að Stjörnubíó og Bíóborgin verði í rekstri til lengdar, markaðurinn mun að vísu ráða því. Bíóin eru að bregðast við þeirri þró- un sem á sér stað í Evrópu. Þar hef- ur kvikmyndahúsum af fullkomn- ustu gerð verið að fjölga verulega. Gæðin eru höfð þar að leiðarljósi en ekki magnið. Bíóin eru hætt að reyna að troða sem flestum gestum í hvern sal,“ segir Björn. Hann á von á auknu samstarfi Norðurljósa við Myndform á sýningum kvik- mynda, fjölföldun myndbanda og á fleiri sviðum viðskipta. Háskólabíó rýkur ekki til Einar Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Háskólabíós, segir engin áform uppi um stórtækar breytingar, bara til að mæta nýrri samkeppni frá Smárabíói. Í kring- um áramótin stendur þó til að end- urnýja veitingaaðstöðuna fyrir inn- an miðasöluna í anddyrinu og á næstu árum má reikna með ein- hverjum breytingum inni í stóra salnum, þeim stærsta hér á landi með tæplega eitt þúsund sætum. „Okkur finnst engin ástæða til að rjúka til. Við höfum jafnóðum reynt að halda tæknibúnaði eins góðum og unnt er, bæði til kvikmyndasýn- inga og ráðstefnuhalds, og erum ágætlega settir með það. Við áform- um í öllu falli ekki að koma upp ein- hverjum lúxussal. Aðsóknin hefur haldist í góðu horfi og við erum að fá í kringum 300 þúsund manns yfir árið,“ segir Einar. Aðspurður um þróun mála á markaðnum á næstu árum segist Einar reikna með að einhverjum kvikmyndahúsum í Reykjavík verði lokað vegna nýrra sem hafa risið eða stendur til að reisa. Staðsetning húsanna sé að þróast í takt við breytta byggð á höfuðborgarsvæð- inu en fólk hiki samt sem áður ekki við að setjast upp í bíl eða strætó til að fara drjúgan spöl í bíó. „Spennandi er að sjá hvernig Smárabíóið reynist, það er spurn- ing hvernig samgöngurnar þangað verða og annað. Annars tel ég að aðsókn í bíó muni halda áfram að aukast. Það er alltaf gaman þegar eitthvað nýtt gerist á markaðnum því lognmolla er aldrei skemmti- leg,“ segir Einar í Háskólabíói. harðar á en áður bjb@mbl.is,    .  % '9(.  ' A?A$  $ )   ?  ! @      ?                      /<>8<2/ >  "% #!% "$% $% "% $ % "% !% "!%$ ""%" $!% "%# ?@ A !% "%# "% "%$ "% # % $!% ! %! $"%# "% "#%! $% ?? A %# $%$ $% $$%$ #% "% "% "% !%$ % !!% " % A % ! % "!% !% !!% $% !$% %  %! "% "% !%  A ?      B-'$+   D  $ E >. & &  '() *+,  -( . , 0,&   <22/ 5  .  % $ #    " $ $ $ )! /  /  / +'$ E F $ +'$  1 ).2  1 ).3),  1 ). (,  1 ). ,  1 ).32  4&   <22/ 5  .  % "   $    ! !$  " !# !)! /  /        MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 23 Tölvur og vinnuumhverfi 2 Hnitmiðað nám fyrir fólk sem hefur þekkingu á grundvallaratriðum tölvunotkunar og vill verða öruggara og nýta tölvuna enn betur. Á þessu námskeiði læra þátttakendur að nota ýmis þróaðri atriði í Word, Excel og Internet Explorer og hvernig má samnýta Office forritin. Fjarnám okkar fer fram með aðstoð hugbúnaðar sem er notaður á Vefnum og kallast WebCT. En okkar aðal styrkur felst í því að námið er leitt af kennurum sem hafa reynslu af því að leiða fjarnám í tölvum. F Y R I R T Ö L V U N O T E N D U R • Word framhald • Excel Framhald • Samvinna Word og Excel • PowerPoint • Internetið • Publisher Skráning og upplýsingar í síma 568 5010 Skeifan 11 b · Sími 568 5010 · skoli@raf.is · www.raf.is Næsta nám hefst 17. október 2001 og því lýkur í lok janúar 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.