Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í FRÉTTUM rík- issjónvarpsins föstu- daginn 28. september síðastliðinn var haft eftir seðlabanka- stjóra, Birgi Ísl. Gunnarssyni, að sveitarfélögin „hefðu ekki spilað með í bar- áttunni gegn of- þenslu. Hjá þeim er allt á útopnu“. Og áfram: Fréttamaður: Hafa sveitarfélögin að þínu mati ekki sýnt nægi- lega mikið aðhald? Birgir Ísleifur Gunnarsson: Nei, þau hafa ekki gert það. Þau hafa verið að safna skuldum og við þurfum ekki annað en að líta í kringum okkur til að sjá að það eru gríð- arlegar framkvæmdir í gangi hér á öllu höfuðborgarsvæðinu. Hvað er hæft í þessu? Bera sveitarfélögin ábyrgð á of- þenslunni? Látum tölurnar tala. Við leitum svara í reikningum sveitarfélaga og ríkissjóðs á tíma- bilinu frá 1997 til spár um 2002 eins og búskapur þeirra er settur fram í uppgjöri Þjóðhagsstofnun- ar. Spá til næsta árs er eðli máls samkvæmt mjög óviss, einkum hvað varðar sveitarfélögin þar sem fjárhagsáætlanir þeirra fyrir næsta ár hafa ekki verið lagðar fram. Árið 1997 er valið sem upp- hafsár sökum þess að á því ári fer ofþenslu að verða vart í þjóðar- búinu. Litið er á fjórar stærðir; samneyslu, fjárfestingu, skuldir og tekjuafgang. Hafa þarf í huga að í framsetningu Þjóðhagsstofnunar eru umsvif hins opinbera takmörk- uð við þann hluta starfsemi þeirra sem að mestu eða öllu er fjár- mögnuð með sköttum. Af þessu leiðir að fyrirtæki í eigu opinberra aðila eru ekki færð með því opinbera held- ur sem atvinnufyrir- tæki. Þannig eru t.d. fjárfestingar Orku- veitu, Landsvirkjunar o.fl. færðar sem fjár- festing í orkugeira. 1. Samneysla Við samanburð á samneyslu sveitarfé- laga og ríkissjóðs verður að hafa í huga að grunnskólar flutt- ust frá ríki til sveitar- félaga skólaárið 1996- 1997. Jafnframt var kveðið á um einsetn- ingu grunnskóla í sömu löggjöf. Flutningurinn hafði í för með sér að samneysla sveitarfélaga jókst um sem nemur 1% af landsfram- leiðslu og ríkissjóðs lækkaði um sama hlutfall. Mikla aukningu í samneyslu sveitarfélaga árin 1996 og 1997 má þannig rekja til þessa verkefnaflutnings. Þessi flutningur hefur líklega einnig áhrif á fjár- festingu og afkomu sveitarfélag- anna. Frá 1997 til spár fyrir 2002 hefur samneysla sveitarfélaga auk- ist um 0,6 prósentustig af lands- framleiðslu og neysla ríkisins um 1,5 stig. Tafla 1. Samneysla Að frátöldu árinu 1997 hefur vöxtur samneyslu ríkisins verið meiri en sveitarfélaga öll þensluár- in frá 1997. Spá bendir til að sam- neysla ríkisins verði 23,3% hærri á næsta ári en á árinu 1997 á föstu verðlagi, en samneysla sveitarfé- laga 14,3% hærri. Ekki er því að finna að ábyrgð sveitarfélaga á of- þenslunni liggi í samneyslunni. Vöxtur samneyslunnar hefur vissulega verið í efri mörkum á undanförnum árum, en ábyrgð á því er ekki síður ríkissjóðs. 2. Fjárfesting Eitt megineinkenni uppsveiflu undanfarinna ára hefur verið þróttmikil fjárfesting. Hér er fyrst og fremst um að ræða fjárfestingu atvinnuveganna. Hún jókst úr 8½% af landsframleiðslu árið 1994 í 17½% árið 1998 er hana bar sem hæst. Hlutfall opinberrar fjárfest- ingar af landsframleiðslu var hins vegar svipað árin 1994 og 1998. Ekki skal dregin fjöður yfir það að frá sjónarmiði hagstjórnar hefði verið æskilegt að draga úr op- inberri fjárfestingu til að skapa svigrúm fyrir fjárfestingu atvinnu- veganna. Tafla 2. Opinber fjárfesting Mikill vöxtur var í framkvæmd- um hins opinbera á árunum 1998 og 1999 eins og eftirfarandi tafla sýnir. Sök á þeim vexti liggur ekki fremur hjá sveitarfélögum en rík- inu. Taflan sýnir ennfremur að umtalsverðar sveiflur eru frá einu ári til annars í vexti opinberra fjárfestinga á báðum stjórnsýslu- stigum. Í ár er talið að vöxtur fjár- festinga á vegum ríkissjóðs verði mun meiri en á vegum sveitarfé- laga, en á móti er samdráttur áætlaður ívið meiri hjá ríkinu á næsta ári. Tafla 3. Opinber fjárfesting 3. Skuldir Skuldir ríkissjóðs – hvort sem frá þeim eru dregnar kröfur hans á aðra (hrein skuld) eða ekki – hafa lækkað verulega á undanförn- um árum. Lækkunin kemur að hluta úr rekstri en einnig að tölu- verðu leyti frá sölu eigna. Í því sambandi má nefna að ekki er ein- boðið að sala ríkiseigna dragi úr þenslu í þjóðarbúskapnum, einkum ef fjár til kaupanna er aflað að ein- hverju eða öllu leyti með lántöku, ekki síst erlendri. Öruggasta leiðin til að eignasalan dragi úr ofþenslu er að söluandvirðið gangi til að greiða upp erlendar skuldir. Tafla 4. Skuldir hins opinbera Skuldir sveitarfélaga hafa nán- ast staðið í stað sem hlutfall af landsframleiðslu frá 1997. Þegar skuldir eru settar í samhengi við skatttekjur hins opinbera, sem er eðlilegur kvarði á skuldaþol, kem- ur í ljós að það hlutfall hefur lækk- að verulega eða um tæp 20% hvað sveitarfélög varðar og enn meira eða um nær 50% hjá ríkissjóði. Tafla 5. Skuldir hins opinbera Æskilegt hefði verið að sveit- arfélögin hefðu náð að styrkja fjárhagsstöðu sína meira en raun varð á mestu þensluárin. Þrátt fyrir það blasir við að þær tölur sem hér hafa verið tilfærðar um skuldir opinberra aðila sanna ekki sekt sveitarfélaganna og ábyrgð þeirra á ofþenslu. 4. Afkoma Uppgjör Þjóðhagsstofnunar á búskapi hins opinbera er fært eftir forskrift Sameinuðu þjóðanna. Þetta uppgjör víkur í nokkrum mikilvægum þáttum frá reiknings- skilum ríkissjóðs og sveitarfélaga. Þar skiptir mestu að tekjur af sölu eigna eru ekki færðar sem tekjur og að lífeyrisskuldbindingar eru færðar með öðrum hætti en í rík- isreikningi. Eftirfarandi mynd sýnir tekju- afgang ríkissjóðs og sveitarfélaga frá 1990 til spár um árið 2002. Meginatriðið er þetta: Afkoma rík- issjóðs er mun næmari fyrir hag- sveiflunni en afkoma sveitarfélaga. Þegar harðnar á dalnum verður halli ríkissjóðs mun meiri en sveit- arfélaganna, en ríkið er rekið með afgangi þegar betur árar. Sam- dráttarárin á fyrri hluta síðasta áratugar var ríkissjóður rekinn með tekjuhalla sem nam um 3%, en góðæri seinni hluta áratugarins var tekjuafgangur allt að 2% af landsframleiðslu. Sveiflan er því um 5% af landsframleiðslu. Á þessum áratug hafa sveitarfélögin glímt við tekjuhalla allt að rúmu prósentustigi af landsframleiðslu, en sveiflan er augljóslega minni. Minnkandi hagvöxtur í ár og á næsta ári kemur fram í áætluðum tekjuhalla hjá ríkinu, meðan áætl- un sýnir að sveitarfélögin muni snúa halla í afgang í ár og á því næsta. Niðurstaða Fullyrðingar seðlabankastjóra standast ekki. Engar heimildir eru fyrir því að þær séu byggðar á rannsóknum hagfræðinga bank- ans. Þá eru ummæli bankastjórans í sömu frétt að „bankinn hafi ekki gagnrýnt fjárlög ríkissjóðs enda hafi komið þar fram á undanförn- um árum viðleitni til að reka rík- issjóð með afgangi“ sérkennileg fyrir þá sök að bankinn hefur margsinnis á undanförnum árum einmitt gagnrýnt stefnuna í rík- isfjármálum. Sú gagnrýni hefur verið býsna beinskeytt og meg- inatriði hennar hefur verið að af- gangurinn hafi ekki verið nægj- anlega mikill. Undir það sjónarmið hefur Þjóðhagsstofnun tekið sem og alþjóðastofnanir, s.s. OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Óumdeilanlegt er að ríkisvaldið, þ.m.t. Seðlabanki Íslands, ber höf- uðábyrgð á efnahagsmálum. Rík- isstjórn setur sveitarfélögum leik- reglur og hefur mikilvæga þræði í hendi sér er varða tekjur þeirra, gjöld og verkefni sem þeim er fal- ið. Svigrúm sveitarfélaganna tak- markast af þessu. Með samstarfs- sáttmála milli ríkis og sveitarfélaga sem gerður var í lok árs 2000 var kveðið á um samráð um stefnu í opinberum rekstri með það fyrir augum að unnt verði að ná þeim efnahagsmarkmiðum sem ríkisstjórn og Alþingi setja á hverjum tíma. Ef vel er á því sam- ráði haldið getur það orðið gagn- legur vettvangur, en breytir ekki þeirri staðreynd að ábyrgðin ligg- ur hjá ríkisvaldinu. Loks verður að hafa í huga að sveitarfélögin eru 121 talsins, þau eru staðbundið stjórnsýslustig og eiga í mörgum tilvikum í innbyrðis samkeppni. Sigurður Snævarr Höfundur er borgarhagfræðingur. Þær tölur sem hér hafa verið tilfærðar um skuldir opinberra aðila sanna ekki sekt sveitar- félaganna og ábyrgð þeirra á ofþenslu, segir Sigurður Snævarr í svari við ummælum seðlabankastjóra í fréttum. SVEITARFÉLÖGIN OG OFÞENSLAN Tafla 1. Samneysla Tafla 2. Opinber fjárfesting Tafla 3. Opinber fjárfesting Tafla 4. Skuldir hins opinbera Tafla 5. Skuldir hins opinbera Breyting á föstu verðlagi frá fyrra ári Áætlun Spá 1997 1998 1999 2000 2001 2002 Samneysla alls 2,5% 3,4% 5,1% 3,7% 3,4% 2,9% Ríki -3,4% 5,3% 6,0% 4,3% 3,3% 2,5% Sveitarfélög 20,9% 1,0% 3,8% 2,9% 3,1% 2,8% Hlutfall af landsframleiðslu Áætlun Spá 1997 1998 1999 2000 2001 2002 Hið opinbera 3,5% 4,1% 4,3% 4,0% 4,1% 3,8% Ríkissjóður 1,5% 1,8% 2,0% 1,7% 1,8% 1,6% Sveitarfélög 2,0% 2,3% 2,3% 2,3% 2,3% 2,2% Magnbreyting frá fyrra ári Áætlun Spá 1997 1998 1999 2000 2001 2002 Hið opinbera 0,4% 20,1% 10,9% -3,2% 4,2% -3,8% Ríkissjóður -22,2% 18,0% 20,3% -13,1% 7,9% -4,3% Sveitarfélög 29,6% 21,7% 3,8% 5,4% 1,5% -3,5% Hlutfall af landsframleiðslu Áætlun Spá 1997 1998 1999 2000 2001 2002 Hið opinbera 53,2% 48,6% 43,5% 41,2% 47,4% 41,1% Ríkissjóður 46,0% 41,2% 36,2% 33,9% 40,2% 33,9% Sveitarfélög 7,3% 7,5% 7,4% 7,4% 7,3% 7,2% Hlutfall af skatttekjum Áætlun Spá 1997 1998 1999 2000 2001 2002 Hið opinbera 153,4% 135,0% 113,1% 107,6% 123,9% 110,1% Ríkissjóður 170,6% 148,1% 120,9% 114,8% 138,8% 121,6% Sveitarfélög 94,9% 91,7% 86,6% 84,3% 78,6% 76,8%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.