Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 17 MIKILVÆGI harmonikunnar í dægurtónlist Íslendinga á nýlið- inni öld verður seint ofmetið enda var hún að sönnu hið eina eig- inlega alþýðuhljóðfæri þjóðarinn- ar. Varla fyrirfannst það hérað á landinu að ekki væri þar liðtækur harmonikuleikari sem leikið gat fyrir dansi og við hátíðleg tæki- færi. Umfjöllun um þátt harmon- ikuleikarans og lagasmiðsins hóg- væra, Ágústar Péturssonar (1921-1986), í sögu íslenskrar dæg- urtónlistar má lesa í vandaðri grein Jónatans Garðarssonar í bæklingi þeim sem fylgir geisla- diski helgaðri lögum hans sem kom út fyrir skömmu. Geislaplatan Hittumst heil inni- heldur 15 lög eftir Ágúst Péturs- son sem samin voru á árunum 1945-1970. Ekki er laust við að lagasafn eins og þetta veki minn- ingar hjá fólki á miðjum aldri um óskalagaþætti Ríkisútvarpsins á sjötta og sjöunda áratugnum. Lög eins og Þórður sjóari, Æskuminn- ing, Ég mætti þér, Þorrablót og Hittumst heil hljómuðu þar oft og kannski oftar en sumir kærðu sig um á þeim tíma. Hins vegar hefur tímans tönn lítið unnið á þessum ágætu lögum. Þau eru ótrúlega fersk enn þann dag í dag og end- urnýjuð kynni af þeim eru sann- arlega ánægjuleg. Þau sanna svo ekki verður um villst hversu áríð- andi það er að minna á tónlistar- hefð liðins tíma. Það má gera með því að að endurútgefa gamlar upp- tökur þannig að minningin um liðna söngvara og hljóðfæraleikara fái að lifa. En gamalli dægurtónlist má líka halda lifandi með því að fá tónlistarmenn nútímans til að flytja þessi gömlu lög í nýjum bún- ingi. Sú leið hefur verið valin á þessum diski en þó hafa útsetjarar haldið sig að mestu við það tónmál og andblæ sem tíðkaðist þegar lögin litu fyrst dagsins ljós. Um þessa leið má deila því skemmti- legt hefði verið að heyra sum lag- anna í frumlegri og nútímalegri út- setningum (og á ég þar ekki við hljóðgervla og trommuheila!). Hér halda menn sér meðvitað við hljóð- mynd sem er gamaldags og tekst reyndar ágætlega. Flutningur laganna er í heild vandaður enda „vanir menn“ í hverju plássi. Að vísu finnst mér annars ágætur söngur Einars Clausens svolítið glannalegur í laginu Landsýn. Frammistaða hinna söngvaranna með dóttur tónskáldsins Ágústu Sigrúnar Ágústsdóttur í fararbroddi er full af sönggleði sem studd er af prýði- legum hljóðfæraleik bestu atvinnu- manna í bransanum. Rúsínan í pylsuendanum eru þrjár eldri harmonikuupptökur með tónskáld- inu sjálfu (Harmonikumars), Harmonikuhljómsveit FHU (Fram og til baka) og síðast en ekki síst Gretti Björnssyni sem leikur lagið Þorrablót sem ber af öðrum lögum á disknum. Sérstakt hrós fær vel gerður bæklingur með áhugaverðum greinum um tónskáldið og það um- hverfi sem tónlist hans varð til í. Þar má einnig finna nákvæmar upplýsingar um lög og flytjendur. Framtakssamir menn í útgáfu- geiranum mættu gjarnan sjá til þess að fleiri slíkir „portrett- diskar“ líti dagsins ljós í framtíð- inni. Óskalögin rifjuð upp TÓNLIST G e i s l a p l ö t u r Ágúst Pétursson: Á bernskuslóð, Þórður sjóari, Gleym-mér-ei, Æskuminning, Ég mætti þér, Bær- inn minn, Óskastund, Landsýn, Ó, komdu nú í kvöld, Pólstjarnan, Harpan ómar, Hittumst heil, Harm- onikumars, Fram og til baka, Þorrablót. Söngur: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, Bergþór Pálsson, Harpa Harðardóttir, Einar Clau- sen, Agnes Kristjónsdóttir. Útsetn- ingar: Árni Scheving, Vilhjálmur Guðjónsson, Bjarni Þór Jón- atansson, Jón Sigurðsson, Ágúst Pétursson, Grettir Björnsson og Út í vorið. Hljóðfæraleikur:Alfreð Al- freðsson, Árni Scheving, Vil- hjálmur Guðjónsson, Gunnar Gunn- arsson, Einar Valur Scheving, Siguður Flosason, Reynir Jónasson, Ágúst Pétursson, Harmoniku- hljómsveit FHU, Grettir Björnsson, Ragnar Páll Einarsson og Guð- mundur R. Einarsson. Heildartími: 44 mín. Útgefandi: Metúsalem- útgáfan MET 001. HITTUMST HEIL Valdemar Pálsson MIKILL áhugi er á fjölskyldusýn- ingum á Töfraflautunni í Íslensku óperunni, þar sem Papagenó (Ólaf- ur Kjartan Sigurðarson) kynnir yngri áhorfendunum verkið áður en sýning hefst. Vegna mikillar að- sóknar hefur verið ákveðið að bæta við einni fjölskyldusýningu 11. nóv- ember. Næsta fjölskyldusýning er í dag. Sú breyting hefur orðið á hlut- verkaskipan í Töfraflautunni að í stað Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, sem vera átti gestur Óperunnar í hlut- verki næturdrottningarinnar á sýn- ingunum 26. og 28. október, kemur Arndís Halla Ásgeirsdóttir. Arndís Halla er starfandi óperusöngkona í Þýskalandi og syngur einmitt þessa dagana hlutverk næturdrottning- arinnar við óperuhúsið í Neu- strelitz. Guðrún Ingimarsdóttir fer eftir sem áður með hlutverk næt- urdrottningarinnar í öllum öðrum sýningum Töfraflautunnar. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Papagenó, Ólafur Kjartan Sigurðarson, fræðir börnin um Töfraflaut- una áður en sýningin hefst. Papagenó vinsæll SAMSPIL sálar og líkama er viðfangsefnið á kvöldnámskeið- inu Atferli og heilsufar sem hefst hjá Endurmenntun HÍ fimmtudaginn 18. október. Gunnlaugur Benedikt Ólafsson atferlis- og lífeðlisfræðingur segir frá nýrri þekkingu á starf- semi heilans og líffræðilegum grunni ýmissa persónuleika- þátta. Fjallað verður um menning- arsögu með sérstakri áherslu á Mexíkó á námskeiði um And- stæður og ævintýri í Rómönsku Ameríku sem hefst 23. október. Kennarar eru Stefán Á. Guð- mundsson MA í menningarsögu Rómönsku Ameríku og Ellen Gunnarsdóttir og Sigurður Hjartarson sagnfræðingar. Skipa andleg gæði hærri sess en þau efnislegu í hugum Íslend- inga? Leitað verður svara við þessari spurningu á námskeið- inu Nútímadyggðir Íslendinga sem hefst 29. október. Þar munu Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ og aðrir fyrirlesarar tala um dyggðahug- takið og skoða klassískar og kristnar hugmyndir í því sam- hengi. Námskeiðin eru öllum opin og er hægt að fá frekari lýs- ingar á efni þeirra og skrá sig á þau á vefsíðunni www.endur- menntun.is. Atferli, nýjar dyggðir og ævin- týralönd RANNSÓKNARKVÖLD Félags ís- lenskra fræða verður haldið í Sögu- félagshúsinu í Fischersundi á mið- vikudagskvöld kl. 20.30. Davíð Ólafsson sagnfræðingur flytur erindi sem nefnist „Vesturferðir í persónu- legum heimildum“. Erindi Davíðs er samhljóða for- mála hans að bók sem senn kemur út og nefnist Burt – og meir en bæj- arleið. Bókin er fimmta bókin í rit- röðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðu- menningar sem Háskólaútgáfan gefur út. Davíð Ólafsson er MA í sagnfræði frá Háskóla Íslands og fjallaði MA- ritgerð hans um dagbækur á 18., 19. og 20. öld og gildi þeirra sem sagn- fræðilegar heimildir. Frá árinu 1998 hefur Davíð verið sagnfræðingur við Reykjavíkurakademíuna og einkum sinnt rannsóknum á menningarsögu 19. aldar og unnið að söguritun og miðlun fyrir ýmsa aðila. Rannsóknar- kvöld í sögu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.