Morgunblaðið - 14.10.2001, Side 6

Morgunblaðið - 14.10.2001, Side 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 7/ 10 - 13/10 ERLENT INNLENT  FYRSTU fjórhliða við- ræður fulltrúa Íra, Breta, Færeyinga og Íslendinga fóru fram í Reykjavík á fimmtudag. Halldór Ás- grímsson utanríkis- ráðherra sagði viðræð- urnar tímamót og að annar fundur hefði verið ákveðinn á næstunni.  SEÐLABANKINN greip inn í gjaldeyris- markað á miðvikudag til þess að fylgja eftir vax- andi styrk krónunnar. Styrktist hún um 2% og sagði seðlabankastjóri inngrip bankans byggjast á að krónan hefði verið orðin of veik.  VIÐ umræður á Al- þingi á miðvikudag setti Björn Bjarnason mennta- málaráherra fram þá hugmynd að flytja Rás 2 til Akureyrar. Með því mætti nýta betur krafta og húsnæði útvarpsins þar og væri þessi hug- mynd sett fram í ljósi þróunar í byggðamálum.  FULLTRÚAR frá Evr- ópuþinginu, fram- kvæmdastjórn ESB og nokkrum erlendum fyrir- tækjum sem heimsóttu Ís- land telja Íslendinga í fararbroddi í notkun og rannsóknum á umhverf- isvænni orku.  STEFNT er að því að kosið verði rafrænt í nokkrum sveitarfélögum við sveitastjórnarkosning- arnar næsta vor. Hefur dómsmálaráðuneytið und- irbúið tilraun á þessu sviði en breyta þarf lög- um. Um 70 verslanir í Smáralind SMÁRALIND, ný verslunarmiðstöð í Kópavogi, var opnuð miðvikudaginn 10. október og voru það þau Linda Mar- grét Gunnarsdóttir, íbúi í Lindahverfi og Smári Páll Svavarsson, íbúi í Smára- hverfi, sem opnuðu Smáralind með því að hleypa straumi á bygginguna. Í Smáralind eru um 70 verslanir og þjónustufyrirtæki. Gólfflötur hússins er 63 þúsund fermetrar en verslunar- rýmið um 33 þúsund fermetrar. Um 45 þúsund gestir komu í verslunarmið- stöðina á fyrsta degi sem var um 20% meira engert hafði verið ráð fyrir. Aðeins austur- vestur flugbraut MEIRIHLUTI skipulagsnefndar Reykjavíkur skipti um skoðun varðandi framtíðarskipan Reykjavíkurflugvallar eftir árið 2016. Er nú gert ráð fyrir að einungis verði austur-vestur flugbraut á næsta aðalskipulagstímabili en áður var hugmynd um að norður-suður brautin yrði framtíðarbrautin. Árni Þór Sigurðsson, formaður skipulagsnefnd- ar, segir að vegna fjölmargra athuga- semda hafi verið breytt um stefnu og að með þessu gefist tækifæri til betri teng- ingar Landspítala og Háskóla Íslands. Eignarskattar afnumdir í framtíðinni LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokks- ins var haldinn síðari hluta vikunnar og sagði Davíð Oddsson í setningarræðu á fundinum að báðir stjórnarflokkarnir væru því fylgjandi að eignarskattar á fólk og fyrirtæki verði afnumdir í næsta áfanga umbóta í skattamálum. Hann sagði um fiskveiðistjórnunarkerfið að hann hefði skipað sér í hóp þeirra sem andsnúnir væru því að setja á veiði- leyfagjald þar sem hann teldi það skaða útveginn og landsbyggðina. Árásir á Afganistan BANDARÍKJAMENN og Bretar hófu aðfaranótt sunnudags árásir á hernaðarskotmörk og stöðvar hryðjuverkamanna í Afganistan, með það að markmiði að uppræta hryðjuverkasamtök sádí-arabans Osama bin Ladens, sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverk- unum í Bandaríkjunum 11. septem- ber. Loftárásum var fram haldið alla vikuna, yfirleitt að nóttu til en einn- ig í dagsbirtu. Bandaríkjamenn og Bretar segja árásirnar hafa skilað miklum árangri, en talibanastjórnin, sem skotið hefur skjólshúsi yfir bin Laden og samverkamenn hans, seg- ir þær hins vegar að mestu leyti hafa misst marks. Fullyrða tals- menn talibana að hundruð óbreyttra borgara hafi fallið á fyrstu fimm dögum aðgerðanna, en því vísa bandamenn á bug. Ekki hefur verið unnt að staðfesta tölur um mannfall, þar sem talibanar meina erlendum fréttamönnum að koma inn í landið. Gert var hlé á árásunum vegna heilags dags múslima á föstudag, en Bandaríkjamenn hófu loftárásir á skotmörk í Afganistan á nýjan leik aðfaranótt laugardags. Mary Rob- inson, mannréttindafulltrúi Samein- uðu þjóðanna, hafði fyrr um daginn farið fram á að hlé yrði gert á árás- unum svo koma mætti nauðþurftum til íbúa landsins áður en vetur gengi í garð. Sagði hún hættu á að tugþús- undir Afgana yrðu hungurmorða ef ekki tækist að koma matvælum og öðrum nauðsynjavörum til þeirra fyrir miðjan nóvember. Þess var minnst víða um heim á fimmtudag að mánuður var liðinn frá hryðjuverkaárásunum á Banda- ríkin. Fjölsóttar minningarathafnir voru haldnar í New York og Wash- ington og í mörgum löndum var flaggað í hálfa stöng við opinberar byggingar.  118 manns fórust við árekstur tveggja flugvéla á Linate-flugvelli í Mílanó á mánudag. Farþegaþota frá SAS-flugfélaginu rakst á litla þýska einkavél af gerðinni Cessna í þann mund er hún var að taka á loft. Við áreksturinn fór farþegavélin út af braut- inni og skall á farang- ursbyggingu, með þeim af- leiðingum að gífurlegt eldhaf blossaði upp. Allir um borð í vélunum fórust, auk fjögurra flugvall- arstarfsmanna. Cessna- vélin hafði farið inn á ranga flugbraut, að sögn vegna mannlegra mistaka og slæms skyggnis.  BANDARÍSK yfirvöld staðfestu í vikunni að þrjú tilfelli miltisbrandssýk- ingar hefðu greinst í Flór- ída. Starfaði fólkið allt í sömu byggingu í bænum Boca Raton. Einn mann- anna er látinn af völdum sýkingarinnar en hin tvö hafa hlotið sýklalyfja- meðferð. Þá var eitt tilfelli staðfest í New York á föstudag. Er málið rann- sakað sem hugsanlegt hryðjuverk.  FRAMKVÆMDA- STJÓRN Evrópusam- bandsins heimilaði rík- isstjórnum aðildarríkjanna á miðvikudag að hlaupa undir bagga með flug- félögum, sem orðið hafa fyrir miklu tjóni vegna af- leiðinga hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Banda- rísk stjórnvöld hafa veitt þarlendum flugfélögum 15 milljarða dollara aðstoð í kjölfar árásanna. ATVINNUREKENDUR vilja fækka starfsfólki um 230 manns, samkvæmt könnun Þjóðhagsstofn- unar á atvinnuástandinu september- mánuði, og fram kemur að fram á mitt næsta ár mun draga enn frekar úr eftirspurn eftir vinnuafli eða um rúmlega 3%. Þetta er veruleg breyt- ing frá sama tíma í fyrra, en þá vildu atvinnurekendur fjölga um tæplega 700 manns á landinu öllu. Fram kemur að þegar litið er til landsins í heild er enn skortur á vinnuafli í byggingariðnaði sem nemur 0,5% af mannafla að með- altali, en í iðnaði, verslun og sam- göngum vildu atvinnurekendur fækka starfsfólki. Vildu fækka um 200 manns á höfuðborgarsvæðinu Þegar eingöngu er litið til höf- uðborgarsvæðisins vildu vinnuveit- endur fækka fólki um 200 manns nú í haust, sem er um 0,5% af vinnuafl- inu. Það er mikil breyting frá sama tíma í fyrra þegar vilji var til að fjölga um rúmlega 1.000 manns sem er um 1,7% af vinnuaflinu. Fram kom að vilji var til að fækka starfs- fólki í verslun og veitingarekstri, samgöngum, iðnaði og ýmiss konar þjónustu við atvinnurekstur eða um 0,8–2,5% af vinnuafli. Eingöngu vantaði fólk til starfa í byggingar- iðnaði eða um 3,2%. Fram kemur að fyrri kannanir hafa sýnt að meiri sveiflur séu í þessum efnum á höfuðborgarsvæð- inu en annars staðar á landinu og að eftirspurn eftir vinnuafli muni minnka á næstu mánuðum á svæð- inu í flestum starfsgreinum. Sé áætlað að störfum muni fækka um 3% fram á vetur. Ástandið er nokkuð annað á landsbyggðinni en þar vildu at- vinnurekendur fækka starfsfólki um 20 manns sem er 0,1% af vinnuafli. Þetta er mun betra ástand en á sama tíma í fyrra, en þá vildu at- vinnurekendur fækka um 390 manns, að því er fram kemur í frétt Þjóðhagsstofnunar. Breytt staða skýrist einkum af lítilsháttar aukn- ingu eftirspurnar eftir vinnuafli í fiskiðnaði, verslun og í annarri þjón- ustu eða um 0,2–0,8%. Eftirspurn í byggingariðnaði minnkar hins vegar mikið eða um 5,4%. Almennt talað mun eftirspurnin á landsbyggðinni minnka lítillega fram á vetur, en áhrifanna kemur til með að gæta mismikið eftir landshlutum, að því er fram kemur í frétt stofnunarinn- ar. Atvinnukönnun Þjóðhagsstofnun- ar er framkvæmd þrisvar á ári, í janúar, apríl og september. Fjöldi fyrirtækja í könnuninni var 315 og eru þau í öllum atvinnugreinum nema landbúnaði, fiskveiðum og op- inberri þjónustu, að undanskildum sjúkrahúsum. Svör bárust frá 265 fyrirtækjum og 255 fyrirtæki eru í pöruðum niðurstöðum. Umsvif þess- ara fyrirtækja eru um 44% af at- vinnustarfsemi sem könnunin nær til sem er um 70% af atvinnustarf- semi í landinu. Atvinnurekendur vilja fækka um 230 manns "      #$% &  ' ( ) *' +(  (&  (&   &'%(     (        ,  -.    & ( *(    ( ) /    0 1$    & ) /( ) /( ) Umskipti í eftirspurn eftir vinnuafli, samkvæmt atvinnu- könnun Þjóðhagsstofnunar ÚTGÁFA nýrra ökuskírteina hefst hjá ríkislögreglustjóra á mánudag, en undirbúningur að framleiðslu nýju skírteinanna hefur staðið yfir frá því á síðasta ári. Um er að ræða nýja gerð ökuskírteina sem eru mun endingarbetri og öruggari, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Ekki er til tækjabúnaður hér á landi til að framleiða slík skírteini, skír- teinin verða framleidd hjá Bundes- druckerei í Berlín í Þýskalandi sem fékk verkefnið í útboði. Í tilkynningunni segir að nýju öku- skírteinin verði mun endingarbetri og öruggari með tilliti til fölsunar. Þau eru unnin með leysi-tækni þann- ig að upplýsingar á kortinu og mynd- in er grafin inní kortið sjálft. Vanda- mál hefur verið með þau kort sem nú eru í notkun vegna óeðlilegrar end- ingar, þ.e.a.s. að myndirnar hverfa stundum af skírteinum eða dofna þannig að fólk verður óþekkjanlegt. Smávægilegar breytingar verða á útliti skírteinanna. Við afgreiðslu ökuskírteina verða umsækjendur að láta ljósmynd fylgja með umsókninni þar sem ekki er lengur aðgangur að myndabanka Reiknistofu bankanna. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri munu taka við fyrstu ökuskírteinunum á morgun. Útgáfa nýrra ökuskírteina HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi á fimmtudag karlmann í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gagnvart 11 ára stúlku. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni 250 þúsund krónur í miskabætur auk alls sak- arkostnaðar. Stúlkan var með fjölskyldu sinni í Þórsmörk Atvikið átti sér stað á svefnlofti í skála Útivistar í Básum aðfaranótt 3. desember árið 2000 en fjöldi manns var samankominn í skálanum. Var stúlkan þar með fjölskyldu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir að þukla á stúlkunni innanklæða á baki, maga og nálægt kynfærum. Hann neitaði sök og kvaðst ekki hafa mun- að eftir sér um nóttina vegna ölv- unar. Dómur héraðsdóms var fjölskipaður Dómur héraðsdóms var fjölskip- aður í málinu og töldu héraðsdóm- ararnir Valtýr Sigurðsson og Sigríð- ur Ingvarsdóttir ákærða sekan um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru ríkissaksóknara. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari taldi hins vegar að sýkna bæri ákærða. Taldi hann m.a. að ekki væri hægt að útiloka það að annar maður en ákærði hefði áreitt stúlkuna í um- rætt sinn. Skipaður verjandi ákærða var Sig- urður Georgsson hrl. og skipaður réttargæslumaður stúlkunnar Sif Konráðsdóttir. Sigríður Jósefsdóttir sótti málið af hálfu ákæruvaldsins. Dæmdur fyrir kyn- ferðislega áreitni gegn barni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.