Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 41. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Stuðmenn til London Næsti áfangastaður Stuðmanna er Royal Albert Hall Menning HJÁ andfætlingum okkar í Ástralíu er sumar en ekki jafnmikil sól og venjan er á þeim árstíma. Raunar hefur sumarið verið ákaflega votviðrasamt sums staðar og með þeim afleiðingum, að eitraðar kóngu- lær hafa flúið inn í hús undan vatnsveðr- inu. Kóngulóin, sem kallast rauðbakur, get- ur orðið mönnum að bana með biti sínu en ekki fer þó neinum sögum af því enn þótt eitthvað hafi verið um bit. Það getur þó verið mjög óþægilegt, allt að því óbæri- legt, en nú er til við því gott móteitur. Tegundin er algeng í ástralskri náttúru og í görðum en í slagveðrinu að und- anförnu hefur hún ekki fengið neinn frið með vefinn og það er líklega skýringin á því, að hún hefur leitað í skjólið. Á myndinni eru tvær kóngulær í ást- arleik en honum lýkur jafnan með því, að kerlingin drepur karlinn og étur hann síð- an upp til agna. Reuters Vilja þak yfir höfuðið ARTHUR Miller lést í gær, 89 ára að aldri. Var hann eitt af kunnustu leikskáldum Banda- ríkjamanna á síðustu öld og höf- undur verka á borð við „Sölumað- ur deyr“ og „Í deiglunni“. Miller lést á heimili sínu af völdum hjartabilunar en hann hafði átt í erfiðri baráttu við krabbamein. Var fjölskylda hans samankomin við banabeð hans. Miller var aðeins 33 ára er hann hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir „Sölumaður deyr“ árið 1949 en hann skrifaði það verk á að- eins sex vikum. Þar segir frá Willy Loman, manni, sem tortím- ir sjálfum sér með trúnni á amer- íska drauminn, bandaríska kapít- alismann, sem Miller var alla tíð mjög gagnrýninn á. Fékk hann einnig verðlaun bandarískra leik- gagnrýnenda fyrir „Allir synir mínir“ 1947 og Tony-verðlaunin fékk hann 1953 fyrir „Í deigl- unni“, um nornaveiðarnar í Sal- em í Massachusetts á 17. öld. Það leyndi sér þó ekki, að verkið fjallaði um andrúmsloft ofstæk- isins á McCarthy-tímanum. Miller kvæntist leikkonunni Marilyn Monroe 1956 og varð það ekki til að draga úr athyglinni, sem hann sóttist þó aldrei eftir að eigin sögn. Var hjónabandið stormasamt og stóð ekki lengi. Arthur Miller fæddist í New York 17. október 1915, sonur pólskra gyðinga. Markaðist æska hans mjög af raunum föður hans, sem missti fyrirtæki sitt í Krepp- unni miklu, og þrátt fyrir gott veraldlegt gengi síðar á ævinni var hann alla tíð upptekinn af brostnum vonum og erfiðleikum hins vinnandi manns. Auk leikritanna lætur Miller eftir sig nokkrar skáldsögur og smásagnasöfn og hann skrifaði einnig nokkur kvikmynda- handrit, þar á meðal fyrir „The Misfits“, síðustu mynd Marilyn Monroe. Rithöfundurinn Arthur Miller látinn New York. AP, AFP. Arthur Miller Höfundar „Sölumaður deyr“ og „Í deiglunni“ minnst sem eins mesta leikskálds Bandaríkjamanna  Rödd sjálfstæðrar/Lesbók YFIRVÖLD í Kína hafa varað ríka þegna sína við og segja, að hættan á að þeim verði rænt hafi stórauk- ist. Nærri 4.000 manns hafi verið rænt á síðasta ári og ættingjarnir neyddir til að kaupa fólkið laust. Mannrán í fyrra voru álíka mörg og árið áður og þurfa einkum þeir nýríku að vera vel á verði, aðallega fólk í strandhéruðunum þar sem efnahagsuppgangurinn hefur verið mestur. Kom þetta fram á frétta- vef BBC, breska ríkisútvarpsins. Líklegustu fórnarlömb mann- ræningja eru athafnamenn, frægir skemmtikraftar og námsmenn, sem eiga ríka að. Glæpum hefur fjölgað mjög í Kína og stundum er erfitt að hafa hendur í hári afbrota- manna þar sem þeim eins og öðr- um er frjálst að fara landshorna á milli, ólíkt því sem áður var. Vara ríkt fólk við mannráni KONA nokkur í Flórída, sem sagðist hafa séð er nýfæddu barni var kastað út úr bíl á ferð, er sjálf móðir þess. Laug hún upp sög- unni til að fela það fyrir fjöl- skyldunni, að hún hefði átt barn. Ken Jenne, lögreglustjóri í Broward- sýslu, sagði, að konan, sem heitir Patricia Pokriots og er 38 ára, hefði játað þetta við yfirheyrslu. Kvaðst Pokr- iots hafa fyrst áttað sig á því fyrir mánuði, að hún væri ófrísk en hún er stórvaxin og hefur líklega borið þungann vel að því er sagði í frétt CNN. Pokriots segist hafa átt barnið, dreng, í baðherbergi í húsi móður sinnar og hefði hún í fyrstu ætlað að skilja það eftir á slökkvistöðinni. Á leiðinni þangað sá hún par að rífast í bíl og þá hefði henni dottið í hug sagan, sem hún sagði lögreglunni. Að sögn lögreglunnar verður Pokriots líklega ekki sökuð um annað en ranga skýrslugjöf. Vinnur hún sem þjónn á krá og hefur einu sinni verið kærð fyrir barsmíðar. Reuters Engu barni var kastað Móðirin sjálf bjó til söguna Lesbók, Börn og Íþróttir Lesbók | Landnám Ólafar og Óskar  Myrkviðir Murakamis Börn | Engin tvö snjókorn eru eins  Fyndinn leiðangur Íþróttir | Bikar í körfu og handbolta  Reyes leiður hjá Arsenal en aðeins leyft fáum að snúa aftur. Segja þeir, að aðrir séu látnir, en japanska stjórn- in telur, að ein- hverjir þeirra kunni að vera enn á lífi. Japanska þingið samþykkti á síðasta ári tvenn lög, samkvæmt öðrum verður n- kóreskum skipum bannað að koma til Japans og með hinum verður komið í veg fyrir, að Japanar af n- kóreskum ættum geti sent peninga JUNICHIRO Koizumi, forsætis- ráðherra Japans, skoraði í gær á stjórnvöld í Norður-Kóreu að snúa aftur að samningaborðinu og varaði jafnframt við efnahagslegum refsi- aðgerðum annarra ríkja gegn þeim í bráð. Japanar ætla hins vegar sjálf- ir að setja bann við komum n-kór- eskra skipa í japanskar hafnir og á það að taka gildi um næstu mán- aðamót. Almennur stuðningur við efna- hagslegar refsiaðgerðir gegn N- Kóreu er mikill og hefur farið vax- andi vegna þeirra mannrána, sem N-Kóreumenn stunduðu í Japan á árum áður. Hafa þeir játað þau á sig heim til gamla landsins. Raunar er hvergi minnst á N-Kóreu í lögunum en allir vita við hvað er átt. Stjórnin í Pyongyang er mjög háð sjóflutningum milli N-Kóreu og Japans en þar er helsti markaður N-Kóreumanna fyrir sjávarafurðir. N-Kóreustjórn lýsti yfir því í fyrradag, að hún réði yfir kjarna- vopnum og einnig, að hún ætlaði ekki um sinn að taka þátt í viðræð- um um ástandið á Kóreuskaga. Í gær krafðist hún þó beinna við- ræðna við Bandaríkjastjórn en því hefur verið hafnað. Ætla að banna skipa- komur frá N-Kóreu Koizumi Tókýó. AP.  Kínverjar/17 FÓLK virðir fyrir sér skemmdir af völdum gríðarlegra rigninga í Pakistan en talið er, að þær hafi kostað 112 manns, hið minnsta, lífið á undanförnum dögum. Mest var manntjónið er Shadi Kor- stíflan brast en hún er nærri strandbænum Pasni í Baluch- istan-héraði í suðvesturhluta landsins. „Þetta eru meiriháttar náttúruhamfarir,“ sagði Sher Jan, ráðherra í ríkisstjórn Pakist- ans, í samtali við AFP-fréttastof- una í gær. Taldi hann að sex þorp hefðu í raun „horfið“ er „vatns- veggur“ steyptist yfir þau á fimmtudagskvöld. Sagði hann 60 lík fundin en mörg hundruð manna væri enn saknað. Hamfarasvæðið er um 600 kíló- metra frá Quetta, höfuðstað Balu- chistan. Fregnir bárust af því í gær að fólk hefði flúið til fjalla og að manntjón hefði orðið víðar í héraðinu. AP Manntjón í úrhelli í Pakistan ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.