Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á sunnudaginn Verði ykkur að góðu Pólitískir andstæðingar tak-ast á með ýmsu móti, einsog gefur að skilja, í um-ræðum á Alþingi. Stund- um er mönnum, þingkörlum og þingkonum, heitt í hamsi og stór orð eru látin fjúka, stundum eru orðin hófstilltari, þó engu minni alvara liggi þar að baki, og stundum er góðlátlegt grín látið nægja. Stjórn- arandstæðingar nota þannig flest tækifæri til að skjóta á stjórnarliða, með stórum eða litlum orðum, ef svo má segja, og öfugt. Geir H. Haarde fjármálaráðherra stóðst greinilega ekki mátið í upp- hafi vikunnar, þegar umræður fóru fram um umsókn fyrirtækisins Ice- land Food í Bretlandi um að útvíkka einkaleyfi sitt til að nota vörumerkið Iceland. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar, græns framboðs, var málshefjandi umræðunnar. Kom m.a. fram í máli hans að það yrði afar óheppilegt fyr- ir hagsmuni Íslands og íslenska framleiðendur ef fyrirtækið fengi ósk sína upfyllta. Geir tók undir málflutning Stein- gríms og sagði: „Við erum svo sam- mála í dag, við háttvirtur þingmað- ur, að horfir til hreinna vandræða. Ég á hins vegar erfitt með að átta mig á því að þetta fyrirtæki telji sjálfu sér það til hagsbóta að skrá heitið Iceland. [...]Í það minnsta teldi ég það mér ekki til framdráttar og það myndi sjálfsagt valda mér erfiðleikum ef ég skráði mér lénið steingrimurjod.is og hygðist nýta mér það.“ Steingrímur kom aftur í pontu og var með andsvar á reiðum höndum: „Herra forseti. Ég held að þetta sé mikill misskilningur hjá hæstvirtum starfandi utanríkisráðherra og það myndi verða honum mjög til fram- dráttar. Svo mikið er víst að ekki vil ég skipta og taka upp lénið geir- hilmarhaarde.is, það er alveg á hreinu.“    Sigurjón Þórðarson, þingmaðurFrjálslynda flokksins, varHegranesgoði ásatrúar- manna, er hann tók fyrst sæti á Al- þingi eftir kosningarnar 2003. Varð hann þar með fyrsti goðinn síðan á miðri 13. öld til að sitja á Alþingi Ís- lendinga. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, vék að heiðni þing- mannsins í umræðum um frumvarp umhverfisráðherra, um breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýr- um, í upphafi vikunnar. Er Sigurjón hafði flutt ræðu, þar sem fram kom m.a. að hann fagnaði frumvarpinu, og að það væri „hrein og klár della“, eins og hann orðaði það, að setja kvóta á rjúpur, kom Halldór í pontu og spurði þingmann- inn: „Nú er það svo samkvæmt 1.      Steingrimurjod.is eða geirhilmar EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra hefur mælti fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um verðbréfaviðskipti, en í frumvarpinu eru m.a. sett skýrari ákvæði en eru í núgildandi lögum, um að yfirtöku- skylda í félagi geti myndast vegna samstarfs milli aðila. Þar er m.a. átt við tengsl milli að- ila sem fela í sér bein eða óbein yf- irráð annars aðilans yfir hinum eða ef tvö eða fleiri félög eru undir yf- irráðum sama aðila. Ákvæðið á einn- ig við um aðila sem eiga með beinum eða óbeinum hætti verulegan eign- arhlut í eða hafa myndað varanleg tengsl við í þeim tilgangi að hafa áhrif á rekstur þeirra. Félag er talið eiga verulegan eignarhlut ef það og dótturfélög þess eiga a.m.k. 1/3 hluta atkvæðisréttar í öðru félagi. Tengsl á milli félags og stjórnarmanna þess og félags og framkvæmdastjóra þess geta einnig kallað á yfirtökuskyldu. Markmiðið með þessum breyting- um er, að því er fram kemur í at- hugasemdum frumvarpsins, m.a. að auka traust á íslenskum hlutabréfa- markaði og tryggja enn frekar aukna minnihlutavernd. Samkvæmt núgildandi lögum myndast tilboðsskylda m.a. þegar aðili hefur eignast 40% atkvæðisrétt- ar í félagi eða hefur á grundvelli samnings við aðra hluthafa öðlast rétt til að ráða yfir sem nemur sama atkvæðisrétti. Ekki eru lagðar til breytingar á því hlutfalli. Í frumvarpinu er úskýrt hvað sé samstarf milli aðila. „Samstarf skal vera talið á milli aðila ef þeir hafa gert með sér samkomulag um að einn eða fleiri saman nái yfirráðum í félagi, eða um að koma í veg fyrir að yfirtaka nái fram að ganga, hvort sem samkomulagið er formlegt eða óformlegt, skriflegt, munnlegt eða með öðrum hætti.“ Tilskipanir Evrópuþingsins Frumvarp viðskiptaráðherra tek- ur á fleiri þáttum en yfirtökuskyldu. Í því eru einnig lagðar til fjölmargar breytingar á lagaákvæðum um markaðssvik og útboðs- og skráning- arlýsingar. Er með frumvarpinu ver- ið að innleiða tilskipanir Evrópu- þingsins og ráðsins um þessi efni. „Frumvarpið leiðir ekki til meiri- háttar breytinga á grundvallar- reglum um verðbréfaviðskipti held- ur eru lagaákvæði um þessa þætti verðbréfaviðskipta gerð mun ítar- legri. Er það í samræmi við þær til- skipanir sem frumvarpinu er ætlað að innleiða,“ sagði ráðherra er hann mælti fyrir frumvarpinu. „Í tilskip- unum um markaðssvik annars vegar og útboðs- og skráningarlýsingar hins vegar er kveðið á um eitt lög- bært yfirvald og nákvæm fyrirmæli um hegðun þátttakenda á markaðn- um. Í tilskipun um yfirtökur er hins vegar meira svigrúm gefið fyrir sér- reglur einstakra aðildarríkja.“ Skynsamleg leið Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gerði yfirtöku- skylduna, m.a. að umtalsefni eftir framsögu ráðherra. Hann sagði að þegar yfirtökuskyldan hefði verið lækkuð úr 50% niður í 40% með lög- um árið 2003, hefði verið rætt um það í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins, hvort lækka ætti hana enn frekar, þ.e. niður í 30%. Í umsögnum til nefndarinnar hefðu margir verið þeirrar skoðunar að lækka ætti hlut- fallið niður í 30%. Nefndin hefði hins vegar ákveðið að taka ekki það skref að sinni. Einar sagði að umrætt frumvarp ráðherra væri í raun rökrétt fram- hald af þeirri vinnu, þótt tekið væri á málinu með öðrum hætti, þ.e. í stað þess að lækka hlutfallið úr 40% niður í 30% væri tekið á tilteknum tengslum milli hluthafa. Sagði hann þá leið skynsamlega. „Mér finnst þetta miklu eðlilegri nálgun og miklu meiri endurspeglun á raunveruleikanum í viðskiptalífinu í dag þar sem við sjáum hvernig blokkirnar og tengslin og köngulóa- vefirnir spinna sig um viðskiptalífið og í raun og veru kalla á yfirtöku- skyldu.“ Sagði hann þetta mikilvægt mál sem snerti m.a. vasa einstak- linga, launafólks og annarra. Veikburða tilraun Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði m.a. að það væri lykilatriði að almenningur hefði traust og trú á verðbréfamark- aðnum. Það næðist ekki nema minni- hlutaverndin væri eins vel tryggð og kostur væri. Þingmenn Samfylking- arinnar myndu hafa það sjónarmið að leiðarljósi þegar þeir færu yfir frumvarpið á þingi. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, talaði á sömu nótum. „Ég fagna því að hér sé verið að fara þá leið að auka minnihluta- verndina og treysta hag smærri hluthafa,“ sagði hún. „Það er ákaf- lega mikilvægt vegna þess að ákvæð- in núna eru þess eðlis að það er hægt að koma sér hjá yfirtökutilboðum með eignarhaldi skyldra aðila.“ Fagnaði hún því að tekið væri á þessu í frumvarpinu. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði hins vegar að í frumvarpinu væri gerð veik- burða tilraun til að tengja saman að- ila í viðskiptalífinu. „Í frumvarpinu er fjallað um börn og maka og allt slíkt. En það er ekkert endilega fólk- ið sem tengist. Nei, nei, það er fólkið á golfvellinum, það er fólkið í sund- inu, það er fólkið í hlaupahópnum, eða bara viðskiptavinir sem hafa tengst í gegnum mörg viðskipti og treysta hver öðrum gegnum þykkt og þunnt, en hvergi er hægt að sjá nein tengsl á milli með eðlilegum hætti. Þess vegna er öll þessi tilraun sem gerð er í frumvarpinu til að tengja saman fólk mjög veikburða.“ Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra mælir fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti Skýrari ákvæði um yfir- tökuskyldu tengdra aðila Morgunblaðið/Ásdís Valgerður sagði frumvarpið styrkja stöðu minnihlutans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.