Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hraungörðum 2-4, Hafnarfirði, sími 565 2727 www.bilhraun.is ATH. Verða til sýnis laugardaginn 12. og mánudaginn 14. febrúar á Bílasölunni Hraun. Einnig er hægt að bjóða í bifreiðarnar á www.bilhraun.is Upplýsingar í síma 565 4599 og 565 2727. Útboð á bifreiðum frá varnarliðinu R-listinn gæti alveg sætt sig við að hafa svona smá dúkkuflugvöll hérna, hæstvirtur ráð- herra. Hæstiréttur sýknaðií fyrradag mannsem héraðsdómur hafði sakfellt um kynferð- isbrot gegn 13 ára stúlku. Í sératkvæði minnihluta Hæstaréttar er vísað til þess að mörg vitni hafi gef- ið skýrslu fyrir héraðs- dómi í kynferðisbrotamál- inu. Þar segir m.a.: „Hæstiréttur endurmetur ekki niðurstöðu héraðs- dóms um sönnunargildi munnlegs framburðar komi vitnin ekki þar fyrir dóm til skýrslugjafar, en sönnun í þessu máli er fyrst og fremst reist á framburði vitna. Með vísan til forsendna héraðsdóms teljum við að staðfesta eigi hann um báða liði ákæru og um önnur atriði.“ Þetta leiðir hugann að svo- nefndu „Vegas-máli“ þar sem maður var kærður fyrir líkams- árás á skemmtistaðnum Vegas 13. maí 1997. Sá sem ráðist var á lést skömmu síðar. Hinn ákærði var sýknaður í héraðsdómi vegna ónógra sönnunargagna. Hæsti- réttur sakfelldi manninn hins veg- ar 1998 og byggði dóminn að miklu leyti á vitnisburði vitna fyrir hér- aðsdómi. Vitnin voru ekki kölluð til að gefa skýrslu fyrir Hæstarétti. Málið var kært til Mannréttinda- dómstóls Evrópu og taldi kærand- inn það brjóta gegn réttri máls- meðferð fyrir dómi að hvorki vitni né sakborningar hafi verið kölluð fyrir Hæstarétt. Mannréttinda- dómstóllinn kvað upp dóm í júlí 2003 og átaldi Hæstarétt fyrir að hafa ekki kallað vitni og ákærða fyrir réttinn í þessu tiltekna máli. Þar eð Hæstiréttur túlkaði fram- burð vitnanna ekki á sama hátt og undirréttur hefði átt að kalla vitnin fyrir. Eiríkur Tómasson, lagaprófess- or, hefur fjallað um mat Hæsta- réttar á sönnunargildi framburðar ákærðra og vitna fyrir héraðsdómi þar sem Hæstiréttur endurmetur í raun sönnun í sakamálum, án þess að taka eigin skýrslur af ákærða eða vitnum. M.a. ritaði Eiríkur um þetta í bók sinni, Réttlát málsmeð- ferð fyrir dómi, sem kom út 1999. Eiríkur taldi framkvæmd Hæstaréttar í þessu kynferðis- brotamáli, ekki fyllilega vera í samræmi við lög um meðferð op- inberra mála. „Það er gert ráð fyr- ir því í lögunum að Hæstiréttur endurmeti ekki sönnunargildi framburðar, sem gefinn er fyrir héraðsdómi, nema að sá sem ákærður er og þau vitni sem í hlut eiga gefi skýrslu að nýju fyrir Hæstarétti.“ Eiríkur segir að Hæstiréttur hafi á liðnum árum viljað túlka þetta ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála fremur þröngt. Hann vitnar til fyrrnefnds „Vegas- máls“ og niðurstöðu Mannrétt- indadómstóls Evrópu. „Niðurstað- an þar var sú að íslenska ríkið hafi brotið gegn fyrirmælum 6. gr. mannréttindasáttmálans þegar ákærði hafði verið sýknaður í hér- aði og síðan sakfelldur í Hæsta- rétti.“ Eiríkur sagði að þegar at- burðarásin snerist við, þ.e. ákærði væri sakfelldur í héraði en sýkn- aður í Hæstarétti eins og gerðist á fimmtudag, nyti 6. gr. mannrétt- indasáttmálans ekki við. Hún sé einungis sett til varnar sakborn- ingnum. „Ég hefði talið það far- sælast og í samræmi bæði við lög og jafnræðissjónarmið að sama regla verði viðhöfð, hvort sem ákærði hefur verið sýknaður eða sakfelldur í héraði og menn telja til greina koma að breyta þeirri nið- urstöðu í Hæstarétti.“ Fá mál á ári Eiríkur taldi ljóst að í fyrrnefnd- um dómi frá sl. fimmtudegi hafi meirihlutinn litið svo á að Hæsta- rétti sé stætt á að snúa við dómi héraðsdóms vegna þess að sönn- unarbyrðin hvíli á ákæruvaldinu. Það sé því ekki hallað á ákærða þó að hann sé sýknaður. „Það er auð- vitað alveg rétt, en þá finnst mér að menn taki ekki nægilegt tillit til hagsmuna almannavaldsins, þ.e.a.s. að refsingu verði komið fram ef brot hefur verið framið. Við búum við þá reglu, að ef ekki tekst að sanna sekt þá ber að sýkna ákærða. Mér finnst að ef mikill vafi leikur á því hvort sekt hafi verið sönnuð, eins og þarna er sýnilega um að ræða, sé varlegast að leiða ákærða og brotaþola, í þessu tilviki, fyrir réttinn og taka skýrslur til að leiða enn frekar í ljós hvað gerðist. Ef það hefði leitt til þess að enn hefði verið mikill vafi þá náttúrulega hefði það leitt til sýknu. Þarna tel ég að rétturinn hefði allur þurft að hlýða á fram- burðinn.“ Eiríkur telur að Hæstiréttur vilji forðast að skýrslur séu gefnar fyrir réttinum af ótta við aukið vinnuálag á dómendur og seinkun á málsmeðferð. Hann er annarrar skoðunar og bendir á að þau tilvik séu fá á hverju ári sem taka þyrfti skýrslur fyrir Hæstarétti. Eiríkur leggur áherslu á að hann taki ekki afstöðu til niður- stöðu dóms Hæstaréttar. „Ég gagnrýni ekki niðurstöðuna, held- ur aðferðina. Í þessu tilviki tel ég það hefði borið vott um vandaðri vinnubrögð að taka skýrslur af ákærða og brotaþola fyrir Hæsta- rétti, úr því vafinn var svona mikill og ágreiningur meðal dómenda.“ Fréttaskýring | Ágreiningur í Hæstarétti um mat á framburði vitna Endurmat vitnisburðar Eiríkur Tómasson prófessor telur að taka hefði átt skýrslur fyrir Hæstarétti Fátítt er að vitni komi fyrir Hæstarétt. Vitni ekki kölluð fyrir þótt byggt sé á vitnisburði  Hæstiréttur kvað upp dóm í kynferðisbrotamáli á fimmtu- dag. Meirihluti réttarins hnekkti tveggja ára fangelsisdómi yfir manni, sem héraðsdómur hafði sakfellt fyrir að hafa haft sam- ræði við 13 ára stúlku. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að staðfesta hefði átt dóm héraðdóms. Vitni voru ekki köll- uð fyrir Hæstarétt, þrátt fyrir að rétturinn hafi snúið við dómi sem studdist við framburð þeirra. gudni@mbl.is VEIÐIFÉLAG Víðidalsár hefur ákveðið að óska eftir til- boðum í leigu á stangaveiði í Víðidalsá, Fitjá og Hópi, ásamt veiðihúsinu Tjarnarbrekku, frá og með 2006. Út- boðið er opið og er miðað við að leigusamningur verði að lágmarki til þriggja ára. Útboðið getur spannað þrjú veiðisvæði; laxasvæði Víðidalsár og Fitjár, silungasvæði Víðidalsár og stangaveiði í Hópi. Útboðið verður auglýst nú um helgina. Síðasta sumar var veiðin afar góð í ánni en þá veiddust 1.745 laxar sem er mesta veiði frá árinu 1988 þegar 2.018 löxum var landað. Meðalveiði áranna 1991 til 2004 var 936 laxar. Veitt er á átta stangir á laxasvæðinu. Þá hefur silungsveiðin oft verið mjög góð í Víðidalsá en veitt er á tvær stangir á silungasvæðinu. Síðastliðið sumar veidd- ust þar 1.780 silungar. Uppsagnarákvæði nýtt Að sögn Ragnars Gunnlaugssonar, formanns veiði- félagsins, verða núverandi leigutakar, Lón sf., með ána í sumar en þeir hafa haft hana á leigu frá árinu 1992. Ragnar staðfestir þann orðróm að veiðifélaginu hafi bor- ist fleiri en eitt tilboð í ána í vetur. „Það voru að koma boð og þau freistuðu manna,“ segir Ragnar. Há tilboð freista „Því voru uppsagnarákvæði í samningnum nýtt. Það veiddist mjög vel í sumar og svo þróaðist núverandi samningur ekki vel því hann tók mið af gengi og lækkaði. Eftir að tilboð komu inn á félagsfund 16. janúar síðast- liðinn þá var samþykkt með nánast öllum atkvæðum að bjóða ána út.“ Ragnar segir að búast megi við því að verð á veiðileyf- um muni hækka í kjölfar útboðsins. „Einhvers staðar verða menn að fá peninga,“ segir hann. „Við höfum verið heppnir með leigutaka í gegnum tíðina, en það er ekkert óeðlilegt að há boð freisti.“ Veiðifélagið hefur sjálft leigt út silungasvæðið og síð- ustu árin hafa mun færri komist þar að en óskað hafa eft- ir – veiðidagar þar eru nánast í áskrift. Ragnar hefur séð um söluna á silungsveiðileyfum fyrir veiðifélagið frá 1993 er hann varð formaður en nú segir hann fyrirsjáanlegt að breyting verði á. Hann hætti sem formaður á næsta aðal- fundi og þá hafi það sýnt sig að leigutakar hafi áhuga á svæðinu, hvort sem það verði leigt með laxasvæðinu eða sér. Þá sé Hópið laust eftir komandi sumar og sé stanga- veiðirétturinn í því einnig til leigu. Bændur hafa sjálfir annast seiðasleppingar á ólaxgeng svæði Víðidalsár og Fitjár og segir Ragnar að hreist- urssýni hafi sýnt að 20–25% veiddra laxa síðustu ár hafi komið úr þeim sleppingum. Árlega hefur 27–48.000 seið- um verið sleppt. Víðidalsá í útboð Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.