Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 23 DAGLEGT LÍF Skemmuvegi 48 • Kópavogi • S: 557 6677 www.steinsmidjan.is Granít borðplötur og flísar Opið: Mán - fös. 11-18 • Laugard. 12-16 • Síðumúla 31 • 108 RVK • Sími: 553 1020 TILBOÐ TIL 15 FEB TILBOÐ TIL 15 FEB Anna Þóra Gylfadóttir við-urkennir fúslega að húnsé rómantísk og því skalengan undra að hún stofnaði nýlega fyrirtæki sem held- ur utan um framleiðslu og sölu á vöru sem tengist ástinni. Fyr- irtækið heitir Punkturinn yfir i-ið. Anna Þóra framleiðir vörur sem sýna ást í verki. Fyrir jólin gaf hún út Ástarávísanahefti sem hefur að geyma ávísanir sem ýmist eru óút- fylltar eða útfylltar loforðum um samveru, umhyggju og hjálpsemi. Hægt er að gefa ástvini heftið í heild eða koma einni og einni ávís- un fyrir á stöðum þar sem líklegt er að ástin eina rekist á þær, eins og til dæmis undir koddanum, í veskinu eða í jakkavasanum. „Þetta kom þannig til að ég út- skrifaðist í október sl. með BS- gráðu í viðskiptafræði og hef verið að leita mér að vinnu síðan. At- vinnuleitin hefur enn ekki skilað ár- angri og ég ákvað því að gera eitt- hvað sjálf og kynnti mér hvað það kostaði að hanna og prenta ástarávísanahefti. Fljótlega var ég komin með samning við prent- smiðju og innkaupastjóra verslana og heftin voru komin í búðir viku fyrir jól. Þetta gekk allt vonum framar og það seldust tvö þúsund hefti fyrir jólin. Í byrjun árs fór ég út í það að end- urhanna og bæta heftin og gera þau veglegri fyrir bóndadaginn, Valentínusardag og konudaginn.“ Gefa sér tíma frekar en dýra bíla Anna Þóra er dugleg við að koma kærastanum sínum á óvart, eldar góðan mat og skipuleggur óvissu- ferðir til að viðhalda ástinni. „Mér finnst mjög áríðandi að fólk átti sig á að það þarf að hlúa að ástinni á hverjum degi. Hugmyndin að ást- arávísunum kviknaði meðal annars út frá því að á haustmánuðum fylgdist ég með fréttum um hvernig allt fór á fullt í húsnæðismálunum með tilkomu lægri vaxta og hærra lánshlutfalli. Fólk fór að kaupa sér dýrari húseignir og dýrari bíla. Það er mikið álag sem fylgir svona neysluþenslu, fólk hættir til að gleyma því hver aðalatriðin eru. Mér finnst full ástæða til að minna fólk á að samvera skiptir miklu máli til að færast ekki frá hvort öðru. Ástarávísanirnar eru hann- aðar með það í huga að sýna ástina í verki, án þess að það kosti mikla peninga eða mikla fyrirhöfn. Að koma af og til á óvart, hjálpar mik- ið til við að tendra neistann og við- halda ástinni.“ Anna Þóra ætlar að halda áfram að framkvæma hugmyndir sínar og fyrir páska kemur á markað sæl- gæti með yfirskriftinni „Ást í verki á páskum“. Fljótlega koma einnig á markað gjafakort með svipuðu sniði, ást í verki á afmæl- isdaginn, fyrir mömmu, fyrir pabba og fleira í þeim dúr. Fyrir vorið stefnir hún að því að gefa út Ástarávísanahefti fyrir brúðhjón. „Þau verða með há- tíðlegu sniði, prentuð á fallegan pappír og mikið lagt í þau. Gull- kornin sem þar verður að finna eru samin í samvinnu við prest. Þetta verður vísdómur um fyrstu skrefin í hjónabandinu, um það að gleyma ekki hvort öðru í hversdagsam- strinu, því þó hringarnir séu komn- ir á sinn stað þá kemur hjóna- bandshamingjan ekki af sjálfu sér.“ Heyri ekki úrtöluraddirnar „Ég hvet alla hiklaust til að fram- kvæma þær hugmyndir sem koma upp í kollinum og alls ekki hlusta á úrtölur annarra, heldur aðeins á sjálfan sig. Nokkrir í kringum mig ráðlögðu mér frá því að fara út í þetta, en ég er eins og heyrnarlausi froskurinn sem komst upp á fjallið, einmitt vegna þess að hann heyrði ekki úrtöluraddirnar sem urðu til þess að allir hinir froskarnir sem höfðu heyrn, komust ekki upp á fjallið. Og það er svo gott fyrir sjálfsmyndina að virkja sjálfan sig til framkvæmda. Ég vona að þessi frásögn hvetji aðra til að láta drauma sína rætast,“ segir Anna Þóra hin framtakssama og róm- antíska. Ástarávísanirnar fást í verslunum Pennans, Blómavali og Hagkaupum og á femin.is.  SAMBÖND|Ást í verki Nauðsynlegt að við- halda neistanum Morgunblaðið/Árni Sæberg Anna Þóra er stolt af framtakinu Ást í verki fyrir hann og hana. Það þarf að hlúa að ást- inni á hverj- um degi ERLA H. Helgadóttir og gönguhóp- ur sem hún er félagi í og stofnaður var árið 1996, fóru til Þýskalands og Ítalíu sumarið 2003 og gengu um Alpana. Hópurinn gisti hjá vinkonu Erlu, Helgu Þóru Eder, sem rekur gistiheimili í Þýsku ölpunum. „Það má segja að við höfum farið nánast hvert sumar í nokkurra daga gönguferðir með ferðafélögum um landið. Þar sem við vorum búnar að vera misheppnar með veður í þess- um ferðum og lentum meira að segja einu sinni í snjókomu, þá kviknaði þessi hugmynd eitt sum- arið að við ættum kannski að prófa að fara eitthvað suður á bóginn, seg- ir Erla. Berchtesgaden varð fyrir valinu en þar rekur Helga gistiheimilið. Erla og Guðrún Antonsdóttir, sem einnig er í gönguhópnum, vissu að hinar í hópnum yrðu ekki fyrir vonbrigðum með það ferðalag. Hópurinn, sem samanstendur af fimm mömmum og fimm börnum, flaug með LTU til München og leigði bíla á flugvellinum. Þaðan er tveggja klukku- stunda akstur til Berchtes- gaden. Vikudvöl í Berchtes- gaden var notuð í göngu- ferðir og til að heimsækja helstu ferðamannastaði í ná- grenninu og fundu allir eitt- hvað við sitt hæfi. Saltnámur og rennibrautir Í 1.839 metra hæð yfir sjáv- armáli er Kehlsteinhaus sem þekkt er sem Arn- arhreiður Hitlers. „Þarna er stórkostlegt útsýni. Það er mjög sérstakt að fara þarna upp og ótrúlegt þrekvirki sem unnið var við byggingu hússins og vegarins sem lagður er upp fjallið,“ segir Erla. Hópurinn fór einnig í gamlar saltnámur í nágrenninu þar sem unnið hefur verið salt allt frá árinu 1193. „Þetta var mjög skemmtilegt. Allir þurfa að fara í gamla saltnámubúninga og síðan er farið með lest lengst inn í fjallið. Til að fara neðar inn í fjallinu þarf mað- ur svo að renna sér niður tvær risa- stórar rennibrautir sem vakti mikla lukku, sérstaklega hjá yngri kyn- slóðinni.“ Königssee er 8 km langt vatn sem er innst í dalnum í Berchtesgaden og er umlukið klettum. „Þar er of- boðslega fallegt og gaman að sigla á vatninu, en þar er eingöngu leyft að sigla á sérstökum rafmagnsbátum og hefur verið þannig frá 1909. Uppi á fjallinu Jenner (1.860 m hátt) eyddi hópurinn einum degi í stór- kostlegu umhverfi. „Við tókum kláf langleiðina upp og löbbuðum þar um og meðal annars yfir til Austurríkis. Það er mjög þægilegt að geta haft þetta val að fara með kláfum eða skíðalyftum upp á fjöllin, sér- staklega ef maður er ekki mikill göngugarpur eða er með litla krakka.“ „Við fórum síðan í hinar ýmsu gönguferðir þarna í kring og það þægilega við að ganga þarna er að maður þarf ekkert að huga að því að hafa nesti með sér því alls staðar eru fjallahús eða sel sem selja veitingar, jafnvel heimatilbúnar afurðir. Svo er náttúrlega frábært að hafa hana Helgu því hún þekkir hvern krók og kima og veit nákvæmlega um allar skemmtilegar gönguleiðir.“ Eftir vikuna í Þýskalandi var stefnan svo tekin á Ítal- íu. „Við gistum í bænum Garda við Gardavatnið, nán- ar tiltekið í Villa Rosa. Þessa gistingu fundum við á Net- inu og vorum við fyrstu Ís- lendingarnir sem gistu þarna. Þar var yndislegt að vera, allt afskaplega heim- ilislegt og þjónustan eftir því. Sem dæmi um það þá hafði fólkið pantað borð fyrir okkur eitt kvöldið í Bar- dolino sem er næsti bær við Garda og gerði sonurinn sér lítið fyrir og kom hjólandi þangað þegar við vor- um að borða til að athuga hvort við værum nú ekki örugglega ánægð með staðinn.“ Gengu um Alpana og gistu á íslensku gistiheimili  ÞÝSKALAND Íslenska gistiheimilið í Berchtesgaden. Gönguklúbburinn. Talið frá vinstri: Ragna Fanney Óskarsdóttir, Unnur Margrét Unnarsdóttir, Ingveldur Ingvarsdóttir. Fyrir framan hana er Helga Benediktsdóttir og við hlið hennar Þórey Jónsdóttir og fyrir aftan hana Erla Helgadóttir. Við hlið Þóreyjar er Atli Bárð- arson, svo Ívar Örn Smárason, Guðrún Antonsdóttir og Daði Rúnar Jónsson. Gistiheimili Helgu Þóru Eder www.friedwiese.de/isl.htm Símanúmerin eru: 0049-8652- 4123 og 0049-0160-96077432 Tölvupóstfang: eder@friedwiese.de Villa Rosa, Garda www.gardalake.it/villarosa Ljósmynd/Erla H. Helgadóttir FERÐALÖG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.