Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 47
ARSENALKLÚBBURINN á Íslandi hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er fjölbreyttu framboði af ókeypis útsendingum Skjás eins á ensku knattspyrnunni. „Félagsmenn vona að íslenskir knattspyrnuunnendur geti horft á 5 leiki um helgina frá ensku úrvals- deildinni,“ segir í frétt frá klúbbn- um. Síðan segir: „Arsenalklúbb- urinn hvetur Alþingi til samþykkja breytingu á útvarpslögum, nr. 53/ 2000 sem eru gölluð og til að tryggja að jafnræðis sé gætt milli sjónvarpsstöðva. Knattspyrna er falleg, spennandi og einföld íþrótt. Í útsendingum kemur fram mikið af myndrænum upplýsingum. Því þarf ekki að gera samantekt á íslensku enda um frek- ar afmarkað svið afþreyingar að ræða. Hafi landinn áhyggjur af hnign- un íslenskunnar og að hún haldi ekki velli um ókomin ár, þá þarf að efla kennslu í skólum landsins. Framtíðin er þeirrar þjóðar sem á beztu skólana.“ Hvetja til breytinga á útvarpslögum MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 47 BRIDSHÁTÍÐ verður haldin um næstu helgi og að venju verður fjöldi erlendra spilara meðal þátttakenda. Þannig er von á sterkum sveitum frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Noregi og Danmörku svo eitthvað sé nefnt. Bridshátíð er nú haldin í 24. skipti og verður form hennar hefðbundið. Tvímenningskeppnin hefst klukkan 19 á föstudagskvöldið og lýkur um kvöldmatarleytið á laugardag. Sveitakeppnin, Flugleiðamótið, hefst síðan á sunnudag klukkan 13 og henni lýkur á mánudagskvöld. Sveit frá Bandaríkjunum, með þá Ralph Katz, George Mittelman, Bruce Keidan og Geoff Hampson innanborðs hefur boðað komu sína en Mittelman er sennilega sá erlendi spilari sem oftast hefur komið á Bridshátíð ef Zia Mahmoud er und- anskilinn. Frá Bretlandi, Danmörku og Nor- egi koma þau Tony Forrester, Lila Panaphour, Boye Brogeland, Simon Gillis, Erik Sælensminde, Jan Petter Svendsen, Knut Blakset, Peter Hecht-Johansen, Lars Blakset, Pet- er Fredin, Janet de Botton, Gunnar Hallberg, Nick Sandquist og Artur Malinowski. Flestir þessara spilara hafa spilað áður á Bridshátíð. Þá er von á hjónunum Hjördísi Eyþórsdóttir og Curtis Cheek frá Bandaríkjunum og sveitarfélagar þeirra verða Steve Garner og How- ard Weinstein, sem er eitt sterkasta par þar í landi. Einnig er von á Norð- manninum Tor Helness með sveit. Þegar Bridshátíð var að slíta barnsskónum fóru erlendu gestirnir oftar en ekki með flest verðlaunin heim með sér. En á síðari árum hefur þetta jafnast og nú heyrir til und- antekninga ef íslenskir spilarar vinna ekki mótin tvö. Þannig hefur sveit Eyktar unnið Flugleiðamótið tvö síðustu ári, það fyrra raunar und- ir nafni Subaru. Þá unnu þeir Guð- mundur Páll Arnarson og Ásmundur Pálsson tvímenningskeppnina í fyrra. Jón Baldursson og Þorlákur Jóns- son, sem spila í sveit Eyktar, unnu tvímenninginn árið 2002. Í þessu spili frá því móti kom veik hindrunaropn- un andstæðings sér ekki illa fyrir þá: Norður ♠G98 ♥ÁKD1097 ♦10 ♣D76 Vestur Austur ♠KD52 ♠103 ♥G652 ♥4 ♦ÁK ♦G9863 ♣984 ♣Á10752 Suður ♠Á764 ♥83 ♦D7542 ♣KG Austur opnaði á 2 gröndum, sem sýndu veik spil með báða lágliti (5-5). Vestur sagði 3 lauf, Þorlákur í norður sagði 3 hjörtu og Jón í suður lauk sögnum með 3 gröndum. Vestur spilaði út laufi sem Jón fékk á gosann heima. Það var ljóst að austur átti aðeins 3 spil í hálitnum og því var með líkunum að svína fyrir hjartagosann í vestri. Jón ákvað hins vegar að kanna málið betur og spilaði litlum spaða að heiman í öðrum slag þótt í því fælist ákveðin áhætta. Vest- ur fór upp með spaðadrottninguna og spilaði meira laufi og Jón fékk slaginn á kóng. Nú spilaði hann hjarta á ásinn í borði og fór heim á spaðaásinn. Þegar austur fylgdi lit var ljóst að hann átti ekki fleiri hjörtu svo Jón svínaði hjartatíu í næsta slag og tók 9 slagi. Fyrir spilið fengu Jón og Þorlákur 101 stig af 106 mögulegum. Von á fjölda erlendra spilara á Bridshátíð Brids Bridshátíð 2005 Bridshátíð verður haldin dagana 18.–21. febrúar á Hótel Loftleiðum. Keppt verður bæði í tvímenningi og sveitakeppni. Skráningarfrestur rennur út klukkan 17 á þriðjudag. Hægt er að skrá sig á heimasíðu Bridssambands Íslands, www.bridge.is. Guðm. Sv. Hermannsson Morgunblaðið/Arnór Ensku tvíburarnir Justin og Jason Hackett spila við Gunnar Hallberg og Janet DeBotton á Bridshátíð í fyrra. Ford F-150 XLT Supercrew árg. '01. Ekinn 78.000 km. Sjálfskiptur, skriðstillir, loftkæling, 6 diska CD. Hús á palli. Nýleg 33" dekk. Rúm- góður og hljóðlátur. Verð kr. 2.260, en góður staðgreiðsluaf- sláttur. Uppl. í 892 1349. Til sölu Opel Astra, ekinn 145.000. Tímareim og fleira endurnýjað. Ásett verð 300.000. Hægt að taka gamlan tjaldvagn upp í hluta af kaupverðinu. Uppl. í s. 824 6474 og 565 1681 eftir kl. 12.00. Cadillac Escalade EXT árgerð 2004. Ek. 15 þús. km. Ásett verð 7,4 milljónir. Gott staðgreiðslu- verð. Upplýsingar í síma 824 2223. Volvo 240 GL, árgerð 1987, til sölu. Sjálfskiptur, ekinn 158 þús. km. Vantar smávægilega viðgerð fyrir endurskoðun. Lítur vel út að utan sem innan. Verð kr. 50 þús- und - staðgreitt. Upplýsingar í síma 824 5424. Toyota Land Cruiser 100 árg. 1998, ek. 108 þús km., sjálfsk., V8, leðuráklæði. Verð 3.090.000. Upplýsingar í síma 822 7989 og 669 1332. Toyota Hiace 1998 2WD bensín. Vel með farinn 6 manna fólks/ sendibíll. Ekinn 103 þús., dráttar- krókur, ný vetrardekk. Verð 700 þús. Sími 893 6093. Toyota Corolla SOL. Nýskr. sept. '04. Toyota Corolla stwg. 4 mán., ek. 6800 km. Silfurgrár, sjsk., krók- ur, motta í skotti. Verð kr. 2,2 m. Sumard. á álfelgum/vetrard. á stálf. Áhv. 1,9 m./33 þús. á mán. Uppl. 893 6024/894 6024. Toppeintak Ford Explorer '96 4.0, 6 cyl., leðurinnrétting, sól- lúga. Innfluttur frá Þýskalandi 2000. Fallegur og vel með farinn reyklaus jeppi. Verð 1.190. Tilboð 990 þús. Uppl. í s. 568 5309 og 822 0161. Jeep Liberty Sport V6, 210 HP, árg. 2003. Glæsilegur Jeep Liberty Sport V6, 210 hö. Upp- hækkaður, krómpakki, ný nelgd vetrard., samlæs. o.fl. Ek. 29 þ. km. Verð aðeins 2,8 milj. SUPER TILBOÐ. Uppl. í síma 697 7685. Ford Explorer Sport Track Premium, árg. '02. Leður, topp- lúga, reyklaus o.fl. Einn m/öllu. Bílalán 1.000 þús. kr. Ek. 37 þ. km. Skipti á ódýrari. Verð 2.690 þús. S. 693 0802. Sjá uppl. og myndir á www.fordexp.tk Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Glæsileg ný kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Driver.is Ökukennsla, aksturs- mat og endurtökupróf. Subaru Legacy, árg. 2004 4x4. Björgvin Þ. Guðnason, sími 895 3264 www.driver.is Sætaáklæði. Verð 7.900. Hita- mottur á framstóla 12 V. Verð 3.800-4.400. Hlífar á framstóla, vatnsheldar. Verð 3.600. Raf- magnsmiðstöðvar, 12 V. fyrir báta og húsbíla. G.S. Varahlutir, Bíldshöfða 14. S. 567 6744. Alternatorar og startarar í fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar og bátavélar. Á lager og hraðsend- ingar. 40 ára reynsla. Bílaraf, Auðbrekku 20, sími 564 0400. Til sölu Suzuki XL7, árg. 6/2004, ekinn 10 þús. km, V6, 7 manna, sjálfskiptur, hraðastillir o.fl. o.fl. Bíllinn er alveg eins og nýr. Verð nú 2.790 þús. Ath. skipti. Upplýsingar hjá Toppbílum, Funahöfða 5, sími 587 2000. Nissan árg. '98, ek. 120 þ. km. Patrol 1998. Mjög gott eintak, leður og loftlúga. Ný 35" dekk. Breyttur fyrir 38" með læsingum, hlutföllum og lofti. Bein sala. Uppl. í 825 8500. MMC Pajero (Montero), 2001, ekinn 110 þús. V6 3,5l 200 hö, bensín, 7 manna, ssk., álfelgur, cruise ctrl, CD o.m.fl. Ásett verð 3.190 þ. Tilboð aðeins 2.390 þ. Til sýnis og sölu hjá Bílahöllinni, Bíldshöfða 5, s. 567 4949. Mitsubishi Pajero V6 3000, árgerð 1996. Glæsilegur, dökk- blár, bensín, 5 dyra, 7 manna, sjálfskiptur, ekinn 148 þús. km. Bíll í toppstandi. Verð 1.090 þús. Upplýsingar í síma 693 1193. Flottasti bíll landsins Lincoln Navigator, 2002, 7 manna, ekinn aðeins 37 þ. km, m. öllu, sjónv., vídeó, leður, toppl., dráttarbeisli, ljóst leður, 5,4 l vél, 300 hö o.m.fl. Hágæða lúxusbíll. Listaverð 4,9 m. kr. Góður staðgreiðsluafsl. Upplýsingar í síma 840 3425. Grand Laredo 2003. Til sölu Grand Laredo árg. 2003, 6 cyl., ekinn 39 þ. km, silfurgrásans, ABS hemlar, dökkar rúður, sól- lúga, sílsarör, rafst. ökumanns- sæti, geislasp. og m.m. fl. Falleg- ur og frábær í alla staði, bæði tjónlaus og reyklaus. Verð 3,2 millj., áhvílandi 1,255 millj. Upp- lýsingar í s. 898 4590. VW Golf 1600 Highline, árg. '02, ek. 33 þús. álfelgur, sumar- og vetrardekk, topplúga, spoiler, sportsæti, skyggðar rúður. Ásett verð 1550 þús. Áhv. ca 800 þús. Upplýsingar í síma 669 1195. LMC hjólhýsi. Þau eru komin til landsins þýsku LMC hjólhýsin. Verða til sýnis um helgina. Opið 12-16 laugard. og sunnudag. Víkurverk, Tangarhöfða 1, sími 567 2357. Hjólhýsi HONDA CIVIC VTECH '92 Þarfnast smá viðgerðar. Upplýsingar í s. 661-8297. ALÞJÓÐAHÚS og Íslandsbanki hafa undirritað samstarfssamning sem felur í sér að Íslandsbanki verð- ur aðalstyrktaraðili Þjóðahátíðar Al- þjóðahúss sem haldin verður í Perl- unni 19. febrúar n.k. Þetta er í annað sinn sem Þjóðahátíð fer fram í Reykjavík. Markmið hátíðarinnar er að kynna fjölmenningarlega samfélagið á Ís- landi og hvaða áhrif fólk af erlendum uppruna hefur á samfélagið; hvernig það auðgar menningu þjóðarinnar og stuðlar að fjölbreyttara mannlífi. Með þessu er jafnframt verið að auka skilning milli fólks af ólíkum uppruna og leggja því starfi lið sem miðar að friðsamlegu fjölmenningar- legu samfélagi á Íslandi. Einar Sveinsson stjórnarformað- ur Íslandsbanka og Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahúss und- irrituðu samninginn. Einar Sveinsson og Einar Skúlason handsala samninginn. Styrkir Þjóðahátíðina SAMBAND ungra framsókn- armanna, SUF, hefur sent frá sér ályktun, þar sem þeir fagna fram- tíðarsýn forsætisráðherra um al- þjóðlega fjármálamiðstöð á Íslandi. „Það að laða að kraftmikil al- þjóðleg fyrirtæki og tryggja þeim umhverfi til að hafa höfuðstöðvar hér á landi gæti verið gæfuspor fyr- ir íslensku þjóðina. Að fá inn erlend fyrirtæki yrði mjög gott fyrir ungt fólk en um leið kæmi inn fjármagn sem gæti styrkt velferðar- og menntakerfi okkar enn frekar.“ SUF vill fjármálamiðstöð á Íslandi Nafnaruglingur Undir minningargrein um Birgi Viktor Hannesson á blaðsíðu 38 í Morgunblaðinu í gær, föstudag, eftir tengdadóttur hans, Guðrúnu Eiríks- dóttur, stóð fyrir mistök nafn send- anda greinarinnar, Guðbjargar, en ekki höfundar, Guðrúnar. Hlutaðeig- endur eru beðnir afsökunar á þess- um mistökum. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.