Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 19 MINNSTAÐUR Umsóknir um styrki Auglýst er eftir umsóknum um styrki frá nefndum innan félags- sviðs Akureyrarbæjar. Um er að ræða styrki á vegum félags- málaráðs, íþrótta- og tómstundaráðs, úr Menningarsjóði og Húsverndarsjóði. Félagsmálaráð veitir m.a. styrki til félagasamtaka sem starfa á sviði félags- og mannúðarmála. Sérstaklega verða veittir tveir styrkir á sviði heilbrigðis- og félagsmála á Akureyri, samtals að upphæð 900 þús. kr. til verkefna svo sem að: 1. Félagssamtök geri sig sýnilegri og öflugri með sérstöku átaki í kynningu og fræðslu á sínum markmiðum í því skyni að ná til fleiri einstaklinga. 2. Félagssamtökum eða einstaklingum verði gert kleift að koma fram með nýjungar í þjónustu eða fræðslu samborgurum sínum til góða. Leggja þarf fram aðgerðaráætlun og kostnaðaráætlun vegna verkefnanna sem sótt er um styrk fyrir. Íþrótta- og tómstundaráð veitir rekstrarstyrki til íþrótta- og æskulýðsfélaga. Úr Menningarsjóði Akureyrar eru veittir styrkir til verkefna á menningarsviði á vegum félaga, stofnana, listamanna og fræðimanna. Úr Húsverndarsjóði Akureyrar eru veittir styrkir vegna framkvæmda við friðuð hús og hús með varð- veislugildi. Umsóknir skulu berast á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi í Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, og hjá viðkomandi deildum í Glerárgötu 26. Einnig er hægt að nálg- ast eyðublöðin á vefsíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is. Á eyðublöðunum kemur fram hvaða upplýsingar þurfa að fylgja styrkbeiðnum. Styrkjum er að mestu leyti úthlutað einu sinni á ári hjá hverri nefnd. Úr Menningarsjóði er þó úthlutað þrisvar á hverju ári, þ.e.a.s. í mars, júní og september og þar er umsóknarfrestur til næstu mánaðamóta á undan. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknum skal skila í Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Sviðsstjóri félagssviðs Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is JÓHANNA Þóra Jónsdóttir, elsti núlifandi Akureyringurinn, er 105 ára í dag. Hún fæddist á Ill- ugastöðum í Fnjóskadal 12. febrúar árið 1900. Jóhanna hefur verið á Dvalarheimilinu Hlíð í á þriðja ár og hún var bara nokkuð hress þeg- ar blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti hana seinni partinn í gær. Þorrablót Hlíðar var haldið í gær og ætlaði Jóhanna ekki að missa af því. Sjón og heyrn eru farin að daprast, „Ég er enn ágætlega klár í kollinum en þetta er orðinn óskap- legur aldur,“ sagði Jóhanna, sem hefur átt nokkuð erfitt eftir að hún mjaðagrindarbrotnaði fyrir rúmu ári og fór í stóra aðgerð. „Ég get farið um í göngugrind en þarf þó aðstoð.“ Jóhanna bjó í Fnjóskadal til sautján ára aldurs en fór þá sem kaupakona og vetrarstúlka í Eyja- fjörð. Hún var lengst af á Þórustöð- um en árið 1934 flutti hún til Ak- ureyrar og var þá með son sinn, Birgi Helgason, þrettán vikna. Jó- hanna fluttist til Kristínar E. Ólafs- dóttur og manns hennar Jóns Páls- sonar trésmiðs í Aðalstræti 32. Eftir lát hans bjuggu þær Kristín saman í húsinu, alls í 67 ár, eða fram á vorið 2002. „Þegar sækja á mig leiðindi, hugsa ég til áranna í Aðalstræti. Hér á Hlíð eru mér allir góðir og vilja allt fyrir mig gera. Það er því ekki við aðra en sjálfa mig að sakast ef það er einhver fýla í mér,“ sagði Jóhanna. Hún sagðist fyrst og fremst þakka Guði þennan háa aldur sinn, léttri lund og að hafa lifað reglu- sömu lífi og hvorki reykt eða drukkið um ævina. „Þá hef ég alltaf haft mikið að gera og það gerir fólki gott. Aumast er það þegar maður getur ekkert gert,“ sagði Jó- hanna, sem vann við ræstingar í MA í 24 ár, til 74 ára aldurs. Jóhanna sagði að Birgir sonur sinn væri sér mikil stoð og stytta. „Hann kemur til mín nær daglega en ég gef honum stundum leyfi til að horfa á fótbolta í sjónvarpinu.“ Sjálf sér hún ekki sjónvarp og hlustar lítið á útvarp. „Stelpurnar hérna segja mér hvað sé helst í fréttum.“ Jóhanna sagði að afmæl- isveisla sín yrði með hefðbundnum hætti. „Ég býð engum en þeir sem vilja koma og fá sér kaffi og með- læti eru velkomnir.“ Jóhanna Þóra Jónsdóttir, elsti Akureyringurinn, er 105 ára í dag „Ég er enn ágætlega klár í kollinum“ Morgunblaðið/Kristján Aldursforseti Jóhanna Þóra Jónsdóttir, elsti Akureyringurinn. AKUREYRI Námskeið og fyrir- lestrar í Húsinu verki og eðli drauma, Ágúst Örn Pálsson mun kenna míkrafón- tækni og almenna upptökutækni og líka stafræna ljósmyndun, Jón Haukur Ingimundarson mun fara í táknrænt innihald kvikmyndar- innar „Silence of the lambs,“ Gustavo Manuel Perez mun kenna seiðandi kúbanskt salsa og hljóð- færagerð og síðast en ekki síst mun Baldvin Z kenna tónlistar- myndabandagerð. Í Húsinu er starfandi fjöllista- hópurinn Circus Atlantis, leik- klúbburinn Saga, Rokkklúbbur- inn, Fjörfiskar, klúbbur fyrir fólk með fötlun, svo eitthvað sé nefnt og ekki má gleyma þeim hljóm- sveitum sem æfa rokk í nýja hljóð- verinu Studio 73. „FORGANGSVERKEFNI“ er yfirskrift námskeiða og fyrirlestra sem Húsið, menningar- og upplýs- ingamiðstöð ungs fólks á Akur- eyri, efnir til og hefst á morgun, laugardaginn 12. febrúar, en dag- skrá stendur fram yfir páska. Í boði verða fjölbreytt námskeið og fyrirlestrar, Kristjana Stefáns- dóttir söngkona og Agnar Már Magnússon píanóleikari munu vera með master class í söng, Buzby mun kenna á yidaki sem er hljóðfæri frumbyggja Ástralíu, Tero Mustonen mun koma og vera með umræður um ábyrgð ungs fólks í samfélaginu, Valgerður Bjarnadóttir mun spjalla um trú og menningu í gegnum tíðina og einnig vera með námskeið í hlut- Opnar sýningu | Joris Rademaker opnar sýningu á Bókasafni Háskól- ans á Akureyri á morgun, laug- ardaginn 12. febrúar. Hann er fæddur í Hollandi 1958 en hefur verið búsettur á Akureyri frá árinu 1991. Joris Rademaker hefur unnið sem myndmenntakennari í Brekku- skóla síðan 1993. Hann rekur Gall- eri + ásamt eiginkonu sinni Pálínu Guðmundsdóttur. Á sýningunni verða skúlptúrar úr tré og einnig ein myndasería. Hún stendur til 31. mars næstkomandi. „ÉG vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir á seinni hluta þessa árs og að verkinu verði að fullu lokið á 3–4 árum,“ sagði Sig- urður Sigurðsson framkvæmda- stjóri SS Byggis. Fyrirtæki hans hyggst reisa tveggja hæða verslun- ar- og bílageymsluhús á Sjallareitn- um svokallaða og þar ofan á þrjá 14 hæða íbúðaturna með samtals 150– 170 íbúðum. Sigurður sagði að heildarkostnaður við framkvæmd- ina væri á bilinu 3–4 milljarðar króna. Heildarflatarmál bygginga verður rúmir 25.000 fermetrar og hámarkshæð 47 metrar. Hæsta íbúðabygging landsins mun vera stórhýsi við Skúlagötu 12 í Reykja- vík og er rétt rúmir 50 metrar á hæð. Sigurður sagði að þegar væri mikill áhugi fyrir íbúðum á Sjall- areitnum og væntanlegir kaupendur þegar farnir að skrá sig. Tillögu- teikningar af skipulagi Sjallareitsins voru kynntar í umhverfisráði í vik- unni og í bókun kemur fram að ráð- ið taki jákvætt í tillöguna og heim- ilar SS Byggi að láta gera deiliskipulagstillögu er byggist á framkomnum hugmyndum. Áður en tillagan verður lögð fyrir umhverf- isráð þarf að liggja fyrir samkomu- lag við alla eigendur lóða og fast- eigna á svæðinu. Sigurður sagði að þeir eigendur húsa sem rætt hefði verið við væru jákvæðir og að áfram yrði unnið að málinu í sátt og sam- lyndi við alla aðila. Í bókun um- hverfisráðs kemur fram að fram komnar hugmyndir falli vel að markmiðum Akureyrarbæjar um þéttingu byggðar á miðbæjarsvæð- inu. Það er jafnframt álit ráðsins að hugmyndirnar trufli ekki verkefnið „Akureyri í öndvegi“ og eru þær í samræmi við gildandi Aðalskipulag Akureyrar 1998–2018. Í tillöguteikningum Orra Árna- sonar á arkitektastofunni Zeppelín- arkitektar, er gert ráð fyrir tæplega 900 fermetra rými á fyrstu hæð fyr- ir verslun og eða þjónustu, auk bíla- geymslu. Einnig er gert ráð fyrir bílageymslu á 2. hæð en þar ofan á verður grænt útivistarsvæði. Sig- urður sagði að fjöldi íbúða réðist af stærð þeirra en gert væri ráð fyrir allt frá 45 fermetra stúdíóbúðum á neðstu hæðunum og upp í tæplega 160 fermetra íbúðum með 25 fer- metra yfirbyggðum svölum. Þá gætu þakíbúðirnar orðið enn stærri. Sigurður sagði áætlað að íbúar í turnunum þremur yrðu 300–400 talsins. Sextán hæða byggingar rísa á Sjallareitnum Þrír 14 hæða íbúðaturnar á verslunar- og bílahúsi Þríburaturnar Í tillöguteikningum Sjallareitsins er lögð áhersla á að götu- myndin sé aðlaðandi og spennandi. Hér er horft norður eftir Geislagötu. Gert ráð fyrir 150–170 íbúðum með samtals 300–400 íbúum 17 milljónir í mokstur | Kostn- aður við snjómokstur á Akureyri nam um 17 milljónum króna í liðn- um janúarmánuði. Það er svipuð upphæð og var- ið var til snjó- moksturs á göt- um bæjarins í janúar í fyrra. „Þetta er bara vel sloppið,“ sagði Guð- mundur Guð- laugsson hjá Akureyrarbæ, en hann sagði töluverðan „elting- arleik“ hafa verið við snjóinn í síð- astliðnum mánuði. Guðmundur sagði margt benda til að febrúar yrði snjóléttari og kostnaður við moksturinn því lægri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.