Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VIÐTAL Halldórs Ásgríms- sonar forsætisráðherra og fyrrv. utanríkisráðherra á Stöð 2, sl. mið- vikudagskvöld, um aðdraganda þess að nafn Íslands birtist á lista Bandaríkjamanna vestur í Wash- ington 18. mars 2003, yfir hin vilj- ugu eða vígfúsu ríki í Írakstríðinu, var afhjúpandi. Viðtalið staðfestir hversu ævin- týralega ófaglega og með óvönd- uðum hætti var staðið að þessu máli af hálfu Halldórs Ásgríms- sonar og Davíðs Oddssonar. Upplýs- ingarnar eru nið- urlægjandi fyrir ís- lenska þjóð. En fyrst örstutt um bakgrunn máls- ins. Samkvæmt sátt- mála hinna Samein- uðu þjóða er aðeins með tvennum hætti lögmætt að standa að hernaðar- aðgerðum gegn öðr- um ríkjum. Annars vegar ef ráðist hefur verið á ríki með her- valdi, þá hefur það ríki, eitt sér eða með öðrum ríkjum, órjúfanlegan rétt til sjálfsvarnar sbr. 51.gr. stofnsáttmálans. Í hinu tilvikinu ef Öryggisráðið úrskurðar að aðgerð- ir séu nauðsynlegar vegna ófrið- arhættu, friðrofa eða árása sbr. 39. gr. Áður en til hernaðaraðgerða kemur í kjölfar slíks úrskurðar er þó gert ráð fyrir bráðabirgðaráð- stöfunum eða viðskiptalegum og pólitískum þvingunaraðgerðum og aðeins sem síðasta úrræði ef allt annað þrýtur getur Öryggisráðið heimilað hernaðaraðgerðir sam- kvæmt 42. gr. Hvorugt var til staðar þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Írak 19. mars 2003. Aðstæðurnar að þessu leyti eru því í grundvallar- atriðum ólíkar því sem var t.d. í Flóabardaga 1990. Þá höfðu Írakar ráðist inn í annað land, Kúveit, og Öryggisráð SÞ heimilaði með sjálf- stæðri ályktun nr. 678 að farið yrði með hervaldi gegn Írökum til að hrekja þá þaðan og endurreisa sjálfstæði landsins. Í Kósóvó var annað uppi á teningnum. Þá ákvað NATO að ráðast á gömlu Júgó- slavíu eftir að samningaumleit- unum, kenndum við Ramboulliet, var siglt í strand. Staða Íslands var því sumpart önnur vegna aðild- arinnar að NATO. Öryggisráð SÞ heimilaði hins vegar ekki þær að- gerðir, enda taldar ólöglegar af mjög mörgum þjóðréttarfræð- ingum. Undirritaður deilir þeirri skoðun. En þegar kom að innrás Banda- ríkjamanna og Breta í Írak í síðari hluta marsmánaðar 2003 var hvor- ugu til að dreifa, samþykki Örygg- isráðsins eða aðild NATO. Hörð andstaða var við að- gerðirnar á al- þjóðavettvangi og til- raunir Bandaríkjamanna og Breta til að þvinga nýja ályktun í gegn- um Öryggisráðið runnu út í sandinn. Djúpstæður ágrein- ingur var um málið innan NATO og að- gerðirnar ekki heldur í nafni þess. Nið- urstaðan var einhliða árás Bandaríkja- manna og Breta. Bæt- ir ekki úr skák að þær ástæður sem gefnar voru upp fyrir nauðsyn árásarinnar þ.e. meint gereyðingarvopnaeign Íraka, tengsl við hryðjuverkasamtök og tilraunir til að kaupa kjarnakleyf efni, reyndust allar rangar, fals- aðar eða upplognar. Þegar Bandaríkjamönnum varð ljóst fljótlega upp úr áramótum 2002–2003 að tvísýnt væri um að þeim tækist að fá stimpil SÞ á fyr- irhugað stríð sitt í Írak, settu þeir í gang varaáætlun, einskonar plan B. Það gekk út á að safna saman eins mörgum ríkjum og mögulegt væri sem legðu nafn sitt við hern- aðinn til þess að Bandaríkjamenn stæðu ekki jafn berskjaldaðir á al- þjóðavettvangi gagnvart ásökun- um um ólögmætar og einhliða að- gerðir. Af framansögðu er ljóst að engar þjóðréttarlegar skuldbind- ingar eða samningsbundnar kvaðir hvíldu á Íslandi til þess að taka þátt í eða leggja nafn sitt við þess- ar aðgerðir. Þvert á móti yrði nafn Íslands notað, ef heimilað væri, í þeim tilgangi að grafa undan hinu sameiginlega öryggiskerfi ins, stofnsáttmála SÞ og h Öryggisráðsins. Hvorki va samningur okkar við Band né aðild að NATO gera þa að verkum að Íslandi beri svona aðstæður nein skyld veita afnot af lofthelgi eða völlum hér. Niðurstaða flestra þjóðr fræðinga sem um málið ha fjallað, annarra en þeirra s beinlínis á mála hjá Banda stjórn eða Bretum, er sú a ólögmætt árásarstríð hafi ræða. Skoða verður aðild Í að málinu í þessu ljósi og þ skiptir sköpum þegar stað ákvörðunar, sem Halldór Á son og Davíð Oddsson tóku metin. Sú ákvörðun snerist sem að Ísland legði nafn sitt vi gerðist hlutdeildaraðili að, mætum hernaðaraðgerðum lægu landi. Þegar af þeirri er ljóst að ef til þess átti að þurfti að sjálfsögðu að tak upplýsta og meðvitaða ákv ekki bara af einum eða tve ráðherrum heldur Alþingi um átti að vera ljóst hvað þ að gera og vera tilbúnir til afleiðingunum af því. Þá er það er alrangt sem hefur verið fram að vera Í lista hinna vígfúsu ríkja ha göngu verið pólitísk stuðn aðgerð, hafi eingöngu falið einhvers konar pólitíska sa með „okkar helstu bandam eins og það er jafnan kalla taka Íslands eða atbeini að hernaði var efnislegur, fól heimild til yfirflugs, afnotu lofthelginni og íslenskum f Sem, eins og áður sagði, en þjóðréttarlegar eða samni Lengi getur vont versna ’Það er sorglega niðurlægjandi fyr íslenska þjóð að standa nú frammi upplýsingum um a nafn og orðstír Ísl var meðhöndlað með þessum hætt Eftir Steingrím J. Sigfússon Steingrímur J. Sigfússon Landsbanki Íslands og KBbanki hafa undirritaðsamning um alþjóðlegtsambankalán til Norður- áls að upphæð 365 milljónir Bandaríkjadala eða um 23 millj- arða íslenskra króna. Er um að ræða hæsta lán sem íslenskir bankar hafa veitt hérlendis. Bankarnir tveir munu hafa for- ystu um sambankalánið og fjár- magna um 60% af láninu en það er veitt í samvinnu við fleiri alþjóðleg fjármálafyrirtæki. Lánið er vegna endurfjármögnunar Norðuráls og til að fjármagna framkvæmdir við stækkun álversins á Grund- artanga úr 90 þúsund tonnum í 212 þúsund tonn. Bankastjórar bankanna tveggja segja að samningurinn marki tímamót, ekki aðeins vegna hinnar háu lánsfjárhæðar, heldur sýni hann einnig að íslenskt hagkerfi sé ekki síður orðið samkeppnisfært um sölu á fjármálaþjónustu en raf- orku. „Það hefði verið óhugsandi fyrir fáum árum að íslenskir bank- ar hefðu getað tekið að sér slíkt hlutverk. Í mínum huga er það mikilvægt fyrir íslensku bankana að tryggja sér hlutdeild í arðsemi þeirra framkvæmda sem fram undan eru,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, við undirskrift samningsins í gær. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, sagði að þó erlend fjármálafyrirtæki kæmu einnig að láninu hefðu ísle bankarnir tveir verið tilbú standa að því einir. „Norðu vonandi að vaxa og dafna stækka starfsemi sína enn Þá fá íslensku bankarnir v tækifæri til að standa einir mögnuninni.“ Lánuðu Norðuráli 2 Frá undirritun samningsins. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Daniel J. Krofcheck, yfirmaður fjárstýringar hjá Century Alumi áls, og Hreiðar Már Sigurðsson, bankastjóri KB banka. Landsbanki og KB banki endur- fjármagna Norð- urál með hæsta láni sem veitt hef- ur verið hérlendis CONDI LEITAR SÁTTA Condoleezza Rice, hinn nýi ut-anríkisráðherra Bandaríkj-anna, hefur verið á ferða- lagi m.a. á milli Evrópuríkja undanfarna daga. Augljóst er, að þetta hefur verið sáttaferð og að Bandaríkjastjórn leggur nú áherzlu á að sættast við þær Evr- ópuþjóðir, sem gagnrýndu mest af- skipti Bandaríkjamanna og Breta af málefnum Íraka, þ.e. Þjóðverja og Frakka. Margt bendir til að þessi við- leitni Bandaríkjamanna sé að bera árangur. Flest aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins leggja nú eitt- hvað af mörkum til uppbygging- arstarfsins í Írak. Samskipti forystumanna Bandaríkjanna, Þýzkalands og Frakklands eru nú augljóslega vinsamlegri en áður. Nú tala ráðamenn í Washington ekki lengur um gömlu Evrópu og nýju Evrópu eins og Rumsfeld gerði á sínum tíma. Samstaða Bandaríkjamanna og Evrópuríkja á vettvangi alþjóða- mála skiptir miklu máli. Þótt sam- einuð Evrópa hafi öðlast nægilegan efnahagslegan styrk til þess að ógna stöðu Bandaríkjanna á heims- vísu hafa Evrópuríkin ekki komið sér upp sambærilegum hernaðar- legum styrk sem leiðir svo til þess að pólitískt afl þeirra er langtum minna en Bandaríkjamanna. En sameiginlega unnu þjóðirnar beggja vegna Atlantshafsins kalda stríðið og þurfti mikið til. Sameig- inlega geta þessar þjóðir leyst erf- iðustu alþjóðlegu deilumálin eins og t.d. deiluna fyrir botni Miðjarð- arhafs á milli Palestínumanna og Ísraelsmanna. Þær eru nú að taka höndum saman í Írak og athygl- isvert var hve mikla áherzlu banda- ríski utanríkisráðherrann lagði á samstöðu þessara ríkja í málefnum Írana. Það yrði mikið afrek ef Bandaríkjamönnum og Evrópuríkj- um tækist að koma á sæmilegum friði á næstu árum í Mið-Austur- löndum og í ríkjunum á suður- landamærum Rússlands. Traustur friður á landsvæðum, sem kannski mætti kalla Stór-Evrópu, er lykill- inn að allsherjarfriði í veröldinni. Bandaríkjamenn þurfa líka á Evrópuríkjunum að halda til þess að skapa jafnvægi gagnvart þeim stórveldum, sem eru að rísa í Asíu. Bæði Kína og Japan eru að verða hernaðarleg stórveldi, sem ógna yfirráðum Bandaríkjamanna á Kyrrahafi. Þegar líður á 21. öldina skiptir meira og meira máli, að valdajafnvægi ríki á milli Banda- ríkjanna og Evrópu annars vegar og Kína og Japans hins vegar. Fyrir okkur Íslendinga skiptir máli, að sterk samstaða náist á ný á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Eftir að samstarf þessara gömlu bandalagsríkja gliðnaði vegna inn- rásarinnar í Írak hefur þess gætt meir og meir í umræðum hér, að við Íslendingar verðum að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Það er ekki góður kostur fyrir okk- ur að standa frammi fyrir því vali. Meira máli skiptir fyrir okkur að njóta góðs af samskiptum við Bandaríkin á sumum sviðum og við Evrópuríkin á öðrum sviðum. Það er tímabært að alvöru um- ræður hefjist hér um utanríkis- stefnu Íslands á 21. öldinni. Sá skotgrafahernaður, sem stjórnar- andstaðan og sumir fjölmiðlar hafa haldið uppi gegn Halldóri Ásgríms- syni, forsætisráðherra, undanfarn- ar vikur vegna Íraksstríðsins skiptir engu máli og þjónar engum tilgangi. Hins vegar skiptir máli, að stefna stjórnmálaflokkanna allra í utanríkismálum liggi ljós fyrir og meira tilefni er til að talsmenn þeirra snúi sér að grundvallar- spurningum, sem við Íslendingar hljótum að svara varðandi utanrík- isstefnu okkar á næstu árum. NORÐUR-KÓREA OG KJARNORKUVOPN Sennilega stafar heimsfriðnummeiri ógn af kjarnorkuvopnum í höndum hryðjuverkamanna eða ríkja, sem búa við einræðisstjórn en nokkru öðru. Mikil hætta er talin á, að einhvers konar kjarnorkuvopn hafi komizt á flakk við fall Sovét- ríkjanna og geti lent í höndunum á hryðjuverkamönnum. Stöðugar ögranir Norður-Kóreumanna í skjóli meintrar kjarnorkuvopna- eignar þeirra eru ógnun, ekki fyrst og fremst við Bandaríkin heldur við nágranna Norður-Kóreu. Ef Norður-Kóreumenn komast upp með að koma sér upp kjarn- orkuvopnum án þess að nokkuð sé aðhafzt er yfirvofandi hætta á að Japan rísi upp sem meiriháttar hernaðarlegt stórveldi langt um- fram það, sem nú er og þykir þó mörgum nóg um nú þegar. Japanir muni telja, að þeir þurfi að geta var- ið hendur sínar frammi fyrir kjarn- orkuveldi í Norður-Kóreu. Þess vegna m.a. er svo mikilvægt að Norður-Kóreu takist ekki að eignast nothæf kjarnorkuvopn. Kjarnorkustríð í Asíu mundi á skömmum tíma breiðast út og verða kjarnorkustríð um allan heim. Menn þurfa ekki annað en kynna sér aðdraganda fyrri og síðari heimsstyrjaldanna í Evrópu til þess að átta sig á, að áhyggjur sem þess- ar eru ekki út í hött. Og eins og jafnan áður er ekki til annars ríkis að líta um forystu í þessum efnum en Bandaríkjanna, sem hafa hins vegar lagt áherzlu á náið samstarf við Kínverja, Japani og Rússa, auk Kóreuríkjanna tveggja, til þess að forða slíkum ósköpum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.