Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 4
„Eins gott að kunna réttu handtökin“ ANTON Gylfi Pálsson var valinn skyndihjálparmaður ársins í gær af Rauða krossi Íslands fyrir að bjarga lífi Ásgeirs Sigurðssonar með hetjulegri framgöngu ásamt tveim félögum sínum í fyrra. Athöfnin fór fram við há- tíðlega athöfn í Smáralind þar sem mikil dagskrá var flutt á hinum svokallaða „112 degi“ sem haldinn var í fyrsta sinn í gær. Anton var á leið út af hand- boltaleik í október 2004 þegar hann sá Ásgeir hreyfing- arlausan í bíl sínum fyrir utan íþróttahúsið og ákvað að kanna málið frekar. Í ljós kom að Ás- geir var í hjartastoppi og brást Anton fljótt við. 12 ára gamalt skyndihjálparnámskeið hjá Torfa Magnússyni í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti rifjaðist upp fyrir honum og tókst honum að beita hjartahnoði og blásturs- aðferð þar til hjartað í Ásgeiri fór aftur í gang. Á meðan var hringt í sjúkrabíl sem kom stuttu síðar. Félagar Antons voru Konráð Grétar Ómarsson og Einar Jónsson og hjálpuðu honum með því m.a. að lýsa með ljóstíru frá GSM síma í augu sjúklingsins til að ráða lífs- mark af ástandi augnanna. Brotnaði saman og hágrét „Ég var mjög rólegur meðan á þessu stóð en þegar sjúkrabíllinn var farinn með Ásgeir, þá brotnaði maður saman og fór að hágráta. Maður var í sjokki næsta hálfa mán- uðinn,“ sagði Anton. „En við erum ánægðastir með að Ásgeir skuli vera við góða heilsu í dag.“ Anton vonar að 112 dagurinn og viðurkenning sín veki fólk til um- hugsunar um mikilvægi þess að læra skyndihjálp. „Það getur komið fyrir hvern sem er að þurfa að bjarga mannslífi og þá er eins gott að kunna réttu handtökin.“ Anton er 28 ára gamall og stund- ar nám í Tækniháskóla Íslands. Í gær veitti Rauði krossinn fleiri einstaklingum fyrir skyndihjálp- arafrek á árinu 2004. Tvær stúlkur frá Egilsstöðum, þær Jóhanna Rut Sigurþórsdóttir, 10 ára og Rut Malmberg, 11 ára fengu viðurkenn- ingu fyrir að bjarga lífi vinkonu sinnar með því að hringja á sjúkra- bíl og hlúa að henni þegar hún fékk ofnæmislost. Einnig fengu viðurkenningu Sel- fyssingarnir Gunnar Kristmunds- son 71 árs og Gunnar Álfar Jónsson, 70 ára fyrir að bjarga lífi félaga síns á íþróttaæfingu eldri borgara. Þeir beittu blástursaðferð og hjarta- hnoði þangað til sjúkrabíll sótti sjúklinginn sem lifir góðu lífi í dag. Samkvæmt upplýsingum Rauða krossins látast um 200 manns vegna hjartastopps á hverju ári. Aðeins 4 mínútna töf eftir hjartastopp getur kostað mannslíf. Morgunblaðið/Júlíus Ásgeir Sigurðsson ásamt bjargvætti sínum, Antoni Gylfa Pálssyni, skyndi- hjálparmanni ársins, í Smáralindinni. 4 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á MÖRGUM sviðum er réttarstaða fatlaðra þokkalega tryggð á ýmsum sviðum í íslenskum rétti og þeim al- þjóðasamningum sem Ísland er að- ili að þó enn sé verk að vinna við að tryggja réttindi er snerta persónu- frelsi og réttaröryggi fatlaðra. Staðan er aftur á móti önnur þegar raunveruleg réttarstaða fatlaðra er skoðuð en þá kemur á daginn að all- mikill munur er á formlegri og raunverulegri réttarstöðu fatlaðra. Því er enn langt í land með að fatl- aðir geti tekið þátt í samfélaginu og notið jafnréttis á við ófatlaða. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ritinu Réttarstaða fatlaðra eftir Brynhildi G. Flóvenz lögfræð- ing en að útgáfu bókarinnar standa Minningarsjóður Jóhanns Guð- mundssonar læknis og Mannrétt- indaskrifstofa Íslands en útgefandi ritsins er Háskólaútgáfan. Hagsmunir geta togast á Jóhann Guðmundsson var merk- isberi í réttindabaráttu fatlaðra á áttunda áratugnum, starfi sem lagði grundvöll að stofnun Lands- samtakanna Þroskahjálpar. Jóhann lést 1990, langt um aldur fram, og stóðu Landssamtökin Þroskahjálp og fleiri fyrir stofnun minningar- sjóðs sem er ætlað það hlutverk að styðja fatlaða til að ná rétti sínum. Í bókinni fjallar Brynhildur um réttarstöðu fatlaðara hér á landi og gerir grein fyrir þeim lögum og reglum sem fatlaðir geta byggt rétt sinn á. Þá er borin saman formleg réttarstaða eins og hún er tryggð í lögum og alþjóðasamningum og raunveruleg réttarstaða fatlaðra eins og hún er framkvæmd. Á kynningarfundi sagði Bryn- hildur m.a. að sér sýndust að mörgu leyti vera andstæður í stjórnkerfi fatlaðra, þ.e. svæðis- skrifstofur og svæðisráð um mál- efni fatlaðra. Þannig væri svæðis- skrifstofum um málefni fatlaðra gert að gegna tvíþættu hlutverki, annars vegar ættu svæðisskrifstof- ur og svæðisráðin að taka saman gögn og áætla fyrir stjórnvöld hvað þarf og berjast þá fyrir málefnum fatlaðra og sækja fjármagnið til ríkisvaldsins. Hins vegar ættu skrifstofurnar að útdeila því til ein- staklinganna þannig að sú staða kæmi upp að einn og sami starfs- maðurinn þyrfti annars vegar að gæta þess að halda sig innan ramma fjárlaga og hins vegar að veita skjólstæðingum þá úrlausn mála sem þeir ættu rétt á. Þessir tvennir hagsmunir gætu aftur á móti virkilega togast á. Þá sagði Brynhildur að ekki væri virkt trúnaðarmanna- eða réttar- gæslukerfi fyrir fatlaða hér á landi. Það teldi hún vera eitt stærsta verkefnið og hún vildi sjá það kerfi eflt til mikilla muna. Morgunblaðið/Golli Brynhildur G. Flóvenz lögfræðingur kynnti rannsókn sína í gær. Rannsókn sýnir að munur er á formlegri og raunverulegri réttarstöðu fatlaðra Enn langt í land með að fatlaðir njóti jafnréttis HÁSKÓLALISTINN er í odda- stöðu eftir að Vaka tapaði meiri- hluta í kosningum til stúdentaráðs Háskóla Íslands og háskólafundar sem fram fóru á miðvikudag og fimmtudag. Kjörsókn var dræm, 37,6% stúdenta kusu, sem var þó 2% meira en í kosningunum í fyrra. Vaka fékk 1.542 atkvæði, 46,4% atkvæða og 4 fulltrúa, Háskólalist- inn 414 atkvæði, 12,5% og 1 full- trúa, Röskva fékk 1.253 atkvæði, 37,9% og 4 fulltrúa og Alþýðulist- inn 100 atkvæði, 3,0% og engan fulltrúa kjörinn. Þá fékk Vaka þrjá fulltrúa kjörna á háskólafund, tap- aði einum, og Röskva fékk þrjá fulltrúa. Sátt ríki um nýjan formann Að sögn Elíasar Jóns Guðjóns- sonar, fulltrúa Háskólalistans í Stúdentaráði, hefur Háskólalistinn ekki áform um að mynda meiri- hluta með Vöku né Röskvu. Hug- myndir Háskólalistans miði að því að stjórnarmenn í Stúdentaráði vinni saman sem ein heild að mál- efnum stúdenta, enda sé um hags- munafélag að ræða. Engin þörf sé á meiri- og minnihluta í ráðinu. Fulltrúar Vöku og Röskvu sem rætt var við sögðu að engar við- ræður væru hafnar um hugsanlegt samstarf. Upp væri komin ný staða í stúdentapólitíkinni og aldr- ei áður hefði það gerst að tvær fylkingar eða fleiri hefðu farið saman með stjórn. Varðandi val á næsta formanni stúdentaráðs segir Elías að mestu skipti að allar fylkingarnar geti sæst á hver muni gegna embætt- inu. Spurður hvort til greina komi að hann verði formaður segir Elías að ólíkt frambjóðendum Vöku og Röskvu hafi hann kynnt sig sem formannsefni listans í kosninga- baráttunni. Munaði 25 atkvæðum Að sögn Lillýjar Valgerðar Pét- ursdóttur, formanns kjörstjórnar, fóru kosningarnar vel fram. Litlu munaði að Vaka kæmi að fimmta manni, eða 25 atkvæðum, og voru atkvæði talin að nýju, eins og ávallt þegar mjótt er á munum, til að ganga úr skugga um að rétt hefði verið talið. Í stúdentakosn- ingunum 2002, þegar Röskva missti meirihlutann til Vöku, mun- aði fjórum atkvæðum á fylking- unum. Kærufrestur vegna kosn- inganna er 15 dagar og er áætlað að stjórnarskipti verði 15. mars nk. Í Stúdentaráði eiga sæti 20 manns, 9 fulltrúar Vöku, 9 frá Röskvu og tveir frá Háskólalist- anum, og sitja þeir tvö ár í senn. Háskólalistinn er í lykilstöðu eftir að Vaka missti meiri- hluta sinn í kosningum til stúdentaráðs Háskóla Íslands Vill starfa með báðum fylkingum KARLMAÐUR sem handtek- inn var í fyrradag vegna gruns um margítrekuð rán í Reykjavík að undanförnu var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. febrúar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Að sögn lögreglu hefur hann gengist við þeim fimm ránum sem framin hafa verið á fjórum dögum. Hann er á fertugsaldri og hefur lítillega komið við sögu lögreglunnar áður. Ránshrinan hófst á mánudag þegar söluturn í Grafarholti varð fyrir barðinu á ræningjan- um. Daginn eftir rændi hann söluturn í Mjódd og daginn þar eftir lá leiðin í söluturn á Lang- holtsvegi. Á fimmtudag hélt hann áfram og rændi bókaversl- un í Grafarvogi og að síðustu fór hann í Leikbæ hálftíma síðar. Hann var síðan handtekinn við Suðurver á fimmtudagskvöld og fannst í bíl hans svört gríma, riffill og hnífur, auk peninga. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfirlögreglu- þjóns leikur ekki grunur á að ræninginn hafi átt sér vit- orðsmann. Málið verður rannsakað hjá lögreglu. Játar fimm rán og sett- ur í gæslu- varðhald HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur hefur framlengt gæsluvarð- hald í þrjár vikur yfir Íslend- ingi sem handtekinn var vegna smygls á fjórum kílóum af am- fetamíni til landsins. Einnig er Þjóðverji í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þjóðverjinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli 26. janúar sl. með amfetamínið sem var falið í fölskum botni í ferða- tösku. Rannsókn lögreglunnar í Reykjavík leiddi til þess að daginn eftir var Íslendingurinn handtekinn. Gæsluvarð- hald framlengt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.