Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum, frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni eða fáið lista. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm-símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 www.invita.com www.golfactivity.co.uk sími 0044 131 343 1545 • ecescott@aol.com Vorgolf í Skotlandi Þriggja daga golfpakki - innifaldir 2 hringir á Turnberry - frá kr. 52.550 Kynningarfundur um gönguferðir erlendis Sími 585 4000 verður haldinn sunnudaginn 13. febrúar frá kl. 14.00-17.00 í Tjarnarsal Ráðhússins Myndasýning og ferðalýsingar: Frá kl. 14.00-15.30 Slóvakía í „hefðbundnum“ og „léttum“ takti Dolomitafjöll og Toscana í „hefðbundnum“ og „léttum“ takti sælkerans Frá kl. 15.30-17.00 Mallorca í „hefðbundnum“, „blómstrandi“ og „spænskum“ takti Pyreneafjöll í „hefðbundnum“ takti Krít í „hefðbundnum“ og „léttum“ takti Thüringen í „léttum“ takti Hvar varstu í Japan og hvað gerð- uð þið? „Við vorum með aðsetur í Tókýó, en fórum líka til Kyoto, Nara, Osaka og Hiroshima. Borgirnar Kyoto og Nara voru ekki sprengd- ar í loft upp í árásum Bandaríkja- manna árið 1945 og fyrir vikið er þar að finna öll helstu fornu must- erin og helgidómana, sem við skoð- uðum og eru ótrúlega fallegar byggingar. Við fórum líka í Þingið og hittum þar þingmenn og fengum að spyrja spurninga. Einnig fórum við á fundi hjá Evrópudeild utan- ríkisráðuneytis Japans.“ Hvað fannst þér mest ólíkt því sem þú átt að venjast á Vest- urlöndum? „Menningin öll er mjög ólík því sem við þekkjum og mikið um hneigingar sem eru mis djúpar eft- ir tilefnum og virðingu fólks. Mesta virðingin felst í níutíu gráðu hneig- ingu. Ég fann líka sterkt fyrir því hversu mikið karlaveldi er í Japan. Þarna er talað á ólíkan hátt til yf- irmanna og undirmanna, karla og kvenna. En það kom mér líka á óvart hversu mikla hlýju fólk sýndi, því ég hafði heyrt að það væri ein- mitt á hinn veginn.“ Hvað fannst þér eftirminnileg- ast í Japan? „Það sem stendur upp úr hjá mér er ferðin til Hiroshima þar sem við skoðuðum minningasafn um þann sorgarviðburð þegar at- ómsprengjunni var varpað þar. Það snerti mig mjög mikið og við vorum öll í hálfgerðu sjokki þegar við komum þaðan út. Fólkið í Hiros- hima er töluvert öðruvísi en annað fólk í Japan, borgin er orðin eins og persónugervingur fyrir frið. Allir litlu krakkarnir settu til dæmis upp friðarmerki með puttunum ef við ætluðum að taka af þeim myndir.“ Ætlarðu aftur til Japan? „Já, mig langar mikið til að kynnast Japan betur því menningin þar er mjög áhugaverð. Súmó- menningin er til dæmis mjög sér- stök og við fengum að fara á æf- ingu hjá Súmóglímuköppum. Í Japan er fallegur arkitektúr, fólkið þar er líka mjög áhugavert og svo er landið fallegt.“ Fjóla María er ánægð með að hafa tekið þátt í ritgerðarsam- keppninni sem leiddi hana til Japan og hún hvetur ungt fólk eindregið til að grípa þau tækifæri sem gef- ast til að fara á framandi slóðir.  HVAÐAN ERTU AÐ KOMA?|Japan Hneigingar eftir tilefnum Fjóla María Ágústsdóttir tók þátt í ritgerðarsam- keppni á vegum sendiráðs Íslands í Japan og bar sigur úr býtum. Í kjölfarið bauð utanríkisráðu- neytið í Tókýó henni til Japans í tvær vikur ásamt 29 öðrum Evrópubúum. Fjóla María í kímonó á japanskri grund. Hof í Kyoto sem Fjóla María skoðaði. Í Japan er fallegur arkitektúr, fólkið þar er líka mjög áhugavert og svo er landið fallegt Kynningin fer fram bæði á Akureyri og í Reykjavík. Hún hefst 17. febrúar með fyrirlestri og sýningu í Mennta- skólanum á Akureyri. Þá um kvöld- iðverður frá 20-22 haldinn fyrirlestur í bókasafninu á Akureyri og boðið upp á léttar veitingar. Kvöldið eftir verður reiddur fram fimm rétta slóvenskur kvöldverður á veit- ingahúsinu Friðriki V á Akureyri. Hann verður matreiddur af Jernej Podpec- an, þekktum slóvenskum kokki, sem meðal annars hefur eldað fyrir forseta landsins, en hann kemur sérstaklega hingað til lands til að bjóða upp á slóv- enskan mat á kynningunni. Laugardaginn 19. febrúar verður Slóv- enía kynnt í Perlunni í Reykjavík og kvöldið eftir, 20. febrúar, verður slóv- enskt kvöld í veitingahúsinu Kaffi Reykjavík. Þar verður einnig boðið upp á slóvenskan kvöldverð og margmiðl- unarsýningu auk slóvenskrar tónlistar. Kynningunni lýkur með umfjöllun um fjallendi Slóveníu hjá Ferðafélagi Ís- lands í Mörkinni 6 í Reykjavík mánu- dagskvöldið 21. febrúar næstkomandi. Á þeimstöðum þar sem kynningar fara fram verður hægt að nálgast kynning- arefni um landið frá Ferðamálaráði Slóveníu og upplýsingar um ferðir til Slóveníu. Kynning á Slóveníu í Reykjavík og á Akureyri Slóvenía er aftur að verða vinsæll áfangastaður fyrir íslenska ferðalanga. Ferðamálaráð Slóveníu hefur ákveðið að halda kynningu á Slóveníu sem hefst í næstu viku í samvinnu við Ferðaskrifstofuna Nonna á Akureyri og fleiri. Meðal annars verður boðið upp á myndasýningar og slóvenskan mat og vín við ljúfa tóna sem slóv- enskur harmónikkuleikari seiðir fram. Félag húseigenda áSpáni og Hertz Hertz á Íslandi hefur nú gert samning við Félag húseigenda á Spáni, um sér- stakt tilboðsverð til félagsmanna og gesta þeirra. Tilboð þetta gildir bæði við bókun á bílum á Spáni og einnig við bókanir um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Það eina sem þarf að gera er að gefa upp við bókun að viðkomandi sé félagi í FHS, eða á hans vegum. Í fréttatilkynningu frá Hertz kemur fram að innifalið í þessum nýja samn- ingi séu 500 vildarpunktar fyrir hverja leigu innanlands sem utan, hagstæð kjör á bílaleigubílum á Spáni og um all- an heim, þar á meðal á Íslandi. Bíllinn er bókaður og greiðsla ávallt tekin á Íslandi og þjónustuaðilinn er á Íslandi. Hertz er ein stærsta bílaleiga í heim- inum með ca. 7.000 útleigustaði í meira en 150 löndum. Afmælisferð til Grikklands Grikklandsvinafélagið Hellas á tuttugu ára afmæli og hyggst halda upp á það með afmælisferð um grískar slóðir. Ferðast verður um Grikkland með áherslu á Aþenu hina nýju og á eyjuna Íþöku, heimabyggð Ódiseifs hins sag- naglaða sægarpa. Seinni hluti ferð- arinnar verður um grískar slóðir í Egyptalandi, aðallega Alexandríu. Kynningarfundur verður haldinn í Kornhlöðunni í Bankastræti í dag, laugardaginn 12. febrúar, klukkan 14. Hægt er að bóka bílaleigubíl í síma 50 50 600 eða með því að senda tölvupóst til hertz- erlendis@hertz.is og muna að að gefa upp félagsaðild að FHS. Frekari upplýsingar um kynn- ingu á Slóveníu er hægt að nálgast hjá Ferðaskriftofu Nonna á Akureyri www.- nonnitravel.is. Frekari upplýsingar um Slóven- íu fást á slóðinni www.slovenia-tourism.si Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.