Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 29 UMRÆÐAN Í 5. TBL. 5. árg rafræns frétta- bréfs stjórnar Sjálfstæðisflokksins 4. feb. 2005 eru gerð skil á stöðu ellilífeyr- isþega í landinu samkv. upplýsingum frá fjármálaráðu- neytinu. „Vegna um- ræðna undanfarið um tekjuþróun eldri borgara.“ Þar stend- ur: „Gott er að átta sig á kaupmátt- araukningu ellilíf- eyris annarsvegar og launa hinsvegar“. Þessi tafla nær að- eins yfir 314 ellilíf- eyrisþega eða 1,2% þeirra, samkvæmt Staðtölum Tryggingastofnunar ríkisins. Gott og vel svo langt sem það nær. Það eru ellilífeyrisþegar sem fá grunn- lífeyri, tekjutryggingu, tekjutrygg- ingarauka hærri/lægri að fullu, og einhleypingar sem fá að auki heim- ilisuppbót. Hvað um þá ellilífeyrisþega sem einungis fá grunnlífeyri, tekjutryggingu og ein- greiðslu, hverra kjörum Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara hafa verið að vekja athygli á. Ekki er hægt að kæfa um- ræðuna um þann stóra hóp með sífelldri áherslu á þessa 314 of- antöldu. Um tíu þúsund eldri borgarar eru með um og undir 110.000 kr. á mánuði með greiðslum almannatrygginga skv. skattframtölum þ.e. um þriðjungur alls hópsins. Það er þessi hópur sem hefur farið illa út úr þróun kaupmáttar undanfarinna ára. Þannig fær ellilífeyrisþegi með 45.860 kr. úr lífeyrissjóði á mánuði auk 64.860 kr. frá Tryggingastofn- un ríkisins þ.e. grunnlífeyrir, full tekjutrygging með eingreiðslum. Samtals eru tekjur hans því 110.500 kr. á mánuði árið 2004. Kaupmáttur þessa ellilífeyrisþega hefur aðeins hækkað um 13,1% á tímabilinu 1995 til 2004 og kaup- máttur ráðstöfunartekna hans (kaupmáttur eftir skatta) aðeins um 6,1% á sama tímabili. Það er langt frá þeirri 40% hækkun sem stjórnvöld hafa talað um und- anfarið fyrir sama tímabil. Ef þró- unin fyrir þennan eldri borgara er mæld frá árinu 1988 hefur kaup- máttur ráðstöfunartekna hans hins vegar lækkað um 6,5%. Um er að ræða grófa blekkingu eða vankunnáttu. Við óskum eftir leiðréttingu á þessari framsetningu. Gróf blekking eða vanþekk- ing fjármálaráðuneytis? Ólafur Ólafsson fjallar um kaupmáttaraukningu aldraðra ’Um er að ræða grófablekkingu eða vankunn- áttu. Við óskum eftir leiðréttingu á þessari framsetningu. ‘ Ólafur Ólafsson Höfundur er fyrrverandi landlæknir og formaður FEB. VELUNNARAR Þjóðar- bókhlöðunnar og þeirrar menning- arstarfsemi, sem þar á að fara fram, þakka merka og vandaða grein, er birtist í Morg- unblaðinu 5. þ.m. og nefnist „Vá fyrir dyr- um í Handritadeild Landsbókasafns Há- skólabókasafns“. Undir greininni standa nöfn tólf val- inkunnra manna, karla og kvenna, er starfa á sviði ís- lenskra fræða og eru gjörkunnugir mál- efnum stofnunar- innar. Þar er lýst á skýran hátt til- teknum vandamálum, sem stofnast hafa innan Lands- bókasafnsins í kjölfar fráleitra ráðstafana varðandi uppsagnir mætra starfsmanna þar eða annars konar ráðstafana, sem jafn- gilda uppsögnum, og vakið hafa mikla um- ræðu og ólgu jafnt innan safnsins sem utan þess. Grein þessara vökumanna íslenskr- ar menningar tekur þó aðeins á litlum hluta vandans, sem blasir við í stjórnunarmálefnum Þjóð- arbókhlöðunnar – og farið hefur vaxandi og versnandi upp á síð- kastið. Þetta eru ekki einu upp- sagnirnar á stofnuninni nú um stundir og fleiri hafa verið boð- aðar, þó „undir rós“, ef svo má að orði komast, eða þá að tilteknum starfsmönnum hafa verið settir úr- slitakostir, sem í reynd má jafna til einhliða uppsagnar af hálfu ráðamanna. Enginn veit hvar næst verður borið niður: ljárinn vofir í reynd yfir öllum þeim starfs- mönnum, sem ekki teljast til yf- irstjórnar safnsins. Þarf engan að undra, að það setji mark sitt á „vinnuandann“ innandyra. Uppsagnirnar hafa ekki farið að vitrænum lögmálum og aðferð- irnar við þær verið í andstöðu við hefðhelguð gildi á vinnumarkaði. Uppsagnirnar og ógnanir um frek- ari aðgerðir – sem og óvæntar og illa verðskuldaðar launalækkanir sumra starfsmanna í kjölfar svo- kallaðs starfsmats og svipting samningsbundinna fríðinda – jafn- gilda þó aðeins þeim hluta ísjak- ans, sem stendur upp úr sjó (svo að líkinga- mál sé notað), undir yfirborðinu felst vandi, margfaldur að stærð, sem sýnt má vera að núverandi stjórnendur fá ekki ráðið við. Heima- tilbúin fjárhagsvanda- mál skipta þar vit- anlega miklu máli en annars konar mannleg mistök vega þó hugs- anlega þyngra á met- unum. Enn er allt óljóst um framtíð Ritmennt- ar, hins vandaða tíma- rits sem stofnunin hefur gefið út til þessa og verið hefur leið- arljós í menningar- efnum, og vitað er að vilji til áframhaldandi útgáfu ritsins er dræmur meðal ráða- manna, svo sem birst hefur með skýrum hætti, er margir þekkja – og önnur hliðstæð dæmi mætti einnig nefna. Þetta, sem og margt annað, sem aflaga hef- ur farið, er öllum starfsmönnum Þjóðarbókhlöð- unnar og fjölmörgum, er starfa í háskólasamfélaginu, fullkunnugt um enda hefur mikið verið um þetta rætt (sennilega fátt meira talað um meðal starfsfólks safns- ins þessa dagana), og ótaldir eru þeir, innan safns og utan, sem líða fyrir þá ógn, sem liggur í lofti þar, og þá vá, sem fyrir dyrum er og fjallað var um með afar hógværum hætti í fyrrnefndri grein íslensku- mannanna tólf, þó að í grein þeirra væri aðeins drepið á mjög afmarkaðan þátt málsins. Hérmeð er skorað á almenna starfsmenn safnsins, er búa nú við tilteknar þvinganir, að láta í ljósi skoðanir sínar á þessum málum á opinberum vettvangi, sem er sann- arlega orðið meira en tímabært. „Undir ljásins egg“ Páll Sigurðsson fjallar um málefni Þjóðarbókhlöðunnar Páll Sigurðsson ’Hérmeð erskorað á al- menna starfs- menn safnsins, er búa nú við til- teknar þvingan- ir, að láta í ljósi skoðanir sínar á þessum málum á opinberum vettvangi…‘ Höfundur er prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands. Niðurstöður um kaupmáttaraukningu eru: Frá 1995 hefur kaupmáttur launa hækkað úr 100 í 133,2. Óskertar mánaðargreiðslur til einhleyps ellilífeyrisþega 100 í 145,1. Óskertar mánaðargreiðslur til ellilífeyrisþega, hjóna – makinn ekki lífeyrisþegi. 100 í 159,0. Óskertar mánaðargreiðslur til ellilífeyrisþega, hjóna – bæði lífeyrisþegar. 100 í 166,1. AÐ VERA iðjuþjálfi er afar fjöl- breytilegt og gefur óþrjótandi möguleika á að vinna nýjar lendur. Ein hlið iðjuþjálfunar er á sviði verkjameðferðar. Sú þróun sem orðið hefur í verkja- meðferð hér á landi og erlendis samræm- ist mjög hug- myndafræði iðjuþjálf- unar. Sífellt meiri áhersla er lögð á virkni einstaklingsins, ábyrgð hans á eigin lífi og mikilvægi iðju. Stór hluti iðjuþjálf- unar á verkjasviði felst í því að kenna skjólstæðingunum að finna jafnvægi í dag- legu lífi, að bæta jafn- vægið á milli eigin umsjár, starfa, tómstundaiðju og hvíldar. Þá er ekki átt við að talið sé í klukkustundum, frekar að allir þættirnir fái rými í lífi ein- staklingsins á hverjum degi. Með því að finna jafnvægið í daglegu lífi eykst virkni einstaklingsins, hann finnur að hann hefur tilgang, öðlast hlutverk í lífinu og bætir þar með sjálfstraust sitt og sjálfs- mynd. Algengt er að þetta jafn- vægi raskist hjá einstaklingum með verki. Starfshlutverk dettur í flestum tilfellum út bæði innan heimilis og utan og margir eiga ekki tómstundaiðju til að leita í. Svefni og hvíld verður yfirleitt ábótavant og eigin umsjá minnkar. Iðjuþjálfar á verkjasviði Reykja- lundar leggja áherslu á að leið- beina skjólstæðingum sínum við að tileinka sér góða líkamsbeitingu við störf, huga að orkusparnaði og nota hjálpartæki í umhverfinu. Þessir þættir eru oft nánast framandi fyrir fólk sem hefur lengi skellt skollaeyrum við ábend- ingum líkamans um að nú stefni í óefni. Ábendingar eins og verkir, þreyta, streita og einbeiting- arskortur fara gjarnan fram hjá okkur á dögum hraða og tækni. Skjólstæðingar okkar eiga gjarnan erfitt með að hægja á sér og hlusta á líkama sinn. Inni á verk- stæðum iðjuþjálfunardeildar er kjörið tækifæri til að prófa sig áfram með sitjandi og standandi vinnustöður við verkefnavinnu ásamt því að læra að fara sér hægt. Njóta en ekki þjóta! Grunnþekkingu um líkamsbeitingu við störf fá skjólstæð- ingar í verkjaskól- anum sem iðjuþjálfar og sjúkraþjálfarar hafa haldið úti í 30 ár eða frá árinu 1974. Verkjaskólinn er tveggja vikna tilboð sem samanstendur af líkamsvitund, fræði- legum tímum, verk- legum tímum, fyr- irlestrum og stuðningshópi. Einnig er skjólstæðingunum bent á að nýta sér þau slök- unartilboð sem í boði eru á Reykjalundi. Að verkjaskólanum standa nú iðjuþjálfar, sjúkraþjálf- arar, endurhæfingarlæknir, geð- læknir og hjúkrunarfræðingar. Meginmarkmið verkjaskólans er að skjólstæðingarnir geri sér bet- ur grein fyrir áhrifum lifn- aðarhátta á heilsu sína. Fræðslan og æfingarnar miða að því að þeir fái betri tilfinningu fyrir sjálfum sér og læri hagkvæmar vinnuað- ferðir. Í fræðsluhluta verkjaskól- ans er fjallað m.a. um uppbygg- ingu og starfsemi stoðkerfisins, líkamsbeitingu við störf og leik, stjórn langvinnra verkja og breyt- ingar á lífsstíl. Verklegur hluti skólans snýr að vinnustellingum og lyftitækni auk æfinga sem auka eiga vitund um eigin líkama. Iðjuþjálfar á Reykjalundi hafa frá 1996 verið með streitustjórn- unarnámskeið sem margir skjól- stæðingar á verkjasviði nýta sér. Markmið streitustjórnunarnám- skeiðanna er að fræða einstak- lingana um birtingarform streitu, streituvalda og hvernig streita hefur áhrif á jafnvægi í daglegu lífi. Þá er farið yfir helstu bjarg- ráð gegn streitu, tímastjórnun og markmiðssetningu. Einnig er kennd mismunandi slökunartækni. Námskeiðið er átta klukkutímar, einn í senn. Unnin eru verkefni bæði í tímunum og einnig á milli tíma. Þrír af fjórum starfandi iðju- þjálfum á verkjasviði hafa einnig unnið sér inn réttindi til þess að taka skjólstæðinga í hugræna at- ferlismeðferð (HAM). Þessi nálgun er að mörgu leyti lík hug- myndafræði iðjuþjálfunar og því hefur verið spennandi að fá tæki- færi til að samþætta þessa nálg- unarmöguleika. Hugmyndafræði iðjuþjálfunar miðar að því að hjálpa ein- staklingnum til þess að verða sjálfbjarga og ráðandi í eigin lífi. Mikið er lagt upp úr skjólstæð- ingsmiðaðri nálgun sem í raun þýðir að það er skjólstæðingurinn sem ræður ferðinni og velur sér áfangastaðinn. Iðjuþjálfi á verkjasviði glímir því daglega við það verkefni að að- stoða einstaklinginn við að finna sér markmið sem hann vill stefna að. Markmiðið þarf að hafa gildi fyrir viðkomandi og vera honum mikilvægt. Oft er erfitt fyrir skjólstæðinga okkar að sleppa takinu á verk- efnum sem þeim finnst að þeir verði eða eigi að framkvæma en fara þess í stað að forgangsraða eftir ánægju og því hvort verk- efnin hafi gildi. Þegar skortur á orku eða lík- amlegri færni setur manneskjunni mörk þá er mikilvægt að hugsa um hvað það er sem gefur lífinu gildi, hvað sé í forgangi og standi hjarta okkar næst. Iðjuþjálfun á verkjasviði Reykjalundar Gunnhildur Gísladóttir fjallar um iðjuþjálfun ’Sú þróun sem orðiðhefur í verkjameðferð hér á landi og erlendis samræmist mjög hugmynda- fræði iðjuþjálfunar.‘ Gunnhildur Gísladóttir Höfundur er iðjuþjálfi M.Sc. sviðs- stjóri á verkjasviði Reykjalundar. inniheldur plöntustanólester sem lækkar kólesteról Rannsóknir sýna að dagleg neysla Benecols stuðlar að lækkun kólesteróls um allt að 15%. nýjung
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.