Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 43 KIRKJUSTARF Bæjarlistamaður 2005 leikur einleik í Seltjarnarneskirkju AUÐUR Hafsteinsdóttir, sem valin hefur verið bæjarlistamaður Sel- tjarnarness fyrir árið 2005, leikur einleik í sunnudagsmessu kl. 11 í Seltjarnarneskirkju 13. febrúar næstkomandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem hún kemur opinberlega fram á Nes- inu eftir að hafa verið valinn bæj- arlistamaður ársins í ár. Ferming- ardrengirnir Ingólfur Arason og Sæmundur Rögnvaldsson lesa ritn- ingarlestra. Kammerkór Seltjarn- arneskirkju leiðir sálmasöng. Org- anisti Pavel Manasek. Sr. Arna Grétarsdóttir. Auður, sem er fædd 1965, lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík árið 1983 aðeins 17 ára gömul. Hún stundaði fram- haldsnám við New England Con- servatory í Boston og lauk BA- gráðu þaðan með hæstu einkunn og hlaut Master of Music gráðu árið 1991 frá University of Minnesota. Auður Hafsteinsdóttir hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn bæði innanlands og erlendis. Hjá hinum nýja bæjarlistamanni eru ýmis verkefni framundan, bæði einleiks- og kammertónleikar hér á landi og á meginlandi Evrópu. Einnig er fyrirhuguð vinna og tón- leikar í tengslum við upptöku á geisladiski. Tónlistarmessa í Hjallakirkju SUNNUDAGINN 13. febrúar verð- ur tónlistarmessa í kirkjunni kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Kristín R. Sigurðardóttir sópran og Jón Ólafur organisti flytja messu fyrir sópran og orgel, ópus 62 í f moll eftir Joseph Reinberger (1839-1901). Messan er samin 1871– 1872. Hinir litúrgísku liðir tón- verksins deilast á sína réttu staði í messunni. Einnig munu nokkrir fé- lagar úr Kór Hjallakirkju syngja m.a. vers úr tveimur passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Upp, upp, mín sál og allt mitt geð við lag eftir Pálmar Þ. Eyjólfsson og hina und- urfögru útsetningu Róberts A. Ott- óssonar á Krossferli að fylgja þín- um. Í febrúar verður lögð sérstök áhersla á íslenska orgeltónlist og öll forspil og eftirspil verða eftir ís- lensk tónskáld, jafnt þekkt tónskáld sem minna þekkt. Í messunni mun Sigurður Þ. Gústafsson kynna starfsemi Gídeonfélagsins á Íslandi. Kvöldmessa í Laugarnesi NÚ er komið að kvöldmessu febr- úarmánaðar í Laugarneskirkju sem hefst kl. 20:30 á sunnudagskvöldið. Að vanda er það kór Laugarnes- kirkju sem syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Hann mun leika á píanóið en Matthías M.D. Hemstock leikur á trommur og Tómas R. Einarsson á kontrabassa. Að þessu sinni mun söngkonan Erna Blöndal einnig gleðja okkur með söng sínum. Það verður sr. Bjarni Karlsson sem þjónar að orð- inu og borðinu ásamt Sigurbirni Þorkelssyni meðhjálpara. Að messu lokinni er fyrirbænarþjónusta við altarið og messukaffi í safn- aðarheimilinu. Athugið að djassinn hefst í hús- inu kl. 20:00, svo að gott er að koma snemma í góð sæti og njóta alls frá byrjun. Kvöldvaka í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði Á MORGUN sunnudaginn 13. febr- úar verður kvöldvaka í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði kl. 20 en slíkar kvöldvökur eru haldnar einu sinni í mánuði. Umfjöllunarefnið að þessu sinni er spekin í Biblíunni og þá sér- staklega í orðum Krists. Að venju verða sungnir léttir og fallegir sálmar sem tengjast um- fjöllunarefni kvöldsins og það er hljómsveit og kór kirkjunnar sem leiðir sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar sem einnig syngur ein- söng. Kaffi verður í safnaðarheimilinu að lokinni kvöldvöku. Í hendi Guðs Í HENDI Guðs er yfirskrift sér- stakrar umfjöllunar sr. Jakobs Ágústs Hjálmarssonar í Dómkirkj- unni á föstunni. Umfjöllunin snýst um það hvernig við getum skoðað áföll sem við mætum í lífinu og öðl- ast sálarstyrk; hvernig við getum varðveitt frið í hjarta í harðri ver- öld. Sr. Jakob Ágúst mun fjalla um efnið í þremur prédikunum við messurnar kl. 11 sunnudagana 13. og 27. febrúar og 13. mars. Þriðju- dagskvöldin eftir hverja prédikun, kl. 19, er efnt til samveru, snæddur látlaus kvöldverður og fjallað um efni prédikunarinnar í samtali til kl. 21. Máltíðin er við vægu verði. Skráning er í messulok hverju sinni eða með netpósti á jakob@dom- kirkjan.is Þetta er ætlað sérhverjum þeim sem glímir við spurningarnar um eðli bölsins og hvernig Guð stendur gagnvart því. Æskilegt væri að unga fólkið sem margs spyr og eldra fólkið sem fleira hefur reynt gæti átt samræðu um þetta efni. KSS með opinn foreldrafund KRISTILEG skólasamtök, sem að jafnaði halda fundi fyrir 15-20 á laugardagskvöldum, halda í kvöld árlegan foreldrafund þar sem fé- lagar samtakanna geta tekið með sér foreldra sína eða aðra ættingja, unga sem aldna, til að kynna þeim félagið og starfsemi þess. Fund- urinn er einnig kjörið tækifæri fyr- ir alla aðra sem vilja kynna sér starfið að koma og sjá hvað fer fram. T.d. geta foreldrar kynnt sér starfið ásamt unglingum sínum ef þau kjósa. Á fundinum verður félagið kynnt, sungið, brugðið á leik og Ragnar Gunnarsson skólaprestur fjallar um í hugleiðingu kvöldsins um samband foreldra og unglinga og samband okkar við Guð. Allir eru hjartanlega velkomnir á fund- inn sem verður í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg, gegnt Lang- holtsskóla, og hefst kl. 20:30. Föstu-tíðagjörðir í Selfosskirkju Á FÖSTUNNI núna verða að venju í Selfosskirkju sérstakar föstu- tíðagjörðir og hin fyrsta miðviku- daginn 16. febrúar næstkomandi kl. 18.15. Sams konar stundir verða svo alla miðvikudaga á þessum sama tíma. Tökum okkur nú litla stund til bænagjörðar og íhugunar. Sr. Gunnar Björnsson. Morgunblaðið/Ásdís HIN síðari ár hefur Taflfélagið Hellir haldið meistaramót sitt stuttu eftir að Taflfélag Reykja- víkur hefur leitt Skákþing Reykjavíkur til lykta. Í ár hefst meistaramótið mánudaginn 14. febrúar nk. kl. 19.30 og tefldar verða sjö umferðir. Að jafnaði verður teflt á mánudögum og miðvikudögum ásamt því sem föstudagurinn 25. febrúar verður nýttur fyrir skákþyrsta keppend- ur. Umhugsunartíminn verður 90 mínútur á alla skákina auk 30 sekúndna aukreitis fyrir hvern leik. Margvísleg verðlaun verða í boði bæði í aldurs- og stigaflokk- um en teflt verður um Flugleiða- bikarinn. Leikar verða haldnir í félagsheimili Hellis, Álfabakka 14a. Á upphafsárum sínum var félagið til húsa í Menningarmið- stöðinni í Gerðubergi og þar var einmitt fyrsta meistaramótið haldið árið 1992. Bæði þá og ári síðar var umhugsunartíminn hálf klukkustund á mótinu en það flokkast sem atskák. Frá og með 1994 hefur mótið verið kappskák- mót og voru flestir keppendur á mótinu árið 2003 eða 41 talsins. Margar þekktar kempur hafa borið sigur úr býtum á mótinu en bæði Andri Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson hafið orðið meistarar félagsins tvívegis en sá síðarnefndi hefur orðið efstur á því þrisvar. Hvorugir komast þó með tærnar sem Björn Þorfinns- son hefur hælana en hann hefur hvorki meira né minna orðið sex sinnum meistari félagsins. Hann varð meistari árin 1997–1999 og svo aftur nú þrjú ár í röð 2002– 2004. Stóra spurningin er hvort einhverjum takist að stöðva hann í ár en hann ku ekki ætla að hætta að taka þátt í mótinu fyrr en hann hefur landað tíu meist- aratitlum! Eingöngu tveimur skákmönnum hefur tekist að ljúka keppni á mótinu með fullt hús vinninga en það gerðu Sævar Bjarnason annars vegar árið 2000 og Davíð Ólafsson hinsvegar árið 2001. Búast má við spenn- andi keppni en ekki þarf að skrá sig í mótið fyrr en á mótsstað á mánudaginn kemur. Nánari upp- lýsingar um mótið er að finna á www.hellir.com en einnig er hægt að nálgast mótshaldara í síma 856-6155 eða 866-0116. Minningarmót Jóns Björgvinssonar Á síðasta ári lést sexfaldur Ak- ureyrarmeistari í skák, Jón Björgvinsson. Hann tefldi oft á árum áður fyrir tafldeild Ung- mennafélags Eyfirðinga og leiddi stundum þá sveit í efstu deild Ís- landsmóts skákfélaga. Dagana 11.–13. febrúar fer fram skákmót í KEA-salnum Sunnuhlíð á Ak- ureyri sem Skákfélag Akureyrar og Taflfélag Dalvíkur standa að til að heiðra minningu Jóns. Margir sterkir skákmenn taka þátt og hefur m.a. Jóhann Hjart- arson boðað komu sína. Nánari upplýsingar um mótið og gang þess er að finna á www.skak.is. Stefán og Ingvar tefla í Búdapest Stefán Kristjánsson og Ingvar Jóhannesson taka þátt í skák- keppni í Búdapest sem nefnist Fyrsta laugardagsmót. Stefán teflir í lokuðum flokki þar sem mögulegt er að ná áfanga að stór- meistaratitli en Ingvar í flokki þar sem mögulegt er að ná áfanga að alþjóðlegum meistara- titli. Gengi þeirra félaga í upphafi móts hefur verið brösótt en Stef- án hefur gert þrjú jafntefli en tapað einni í fyrstu fjórum skák- um sínum en Ingvar hefur gert þrjú jafntefli í fyrstu þremur skákum sínum. Í flokki Stefáns teflir hver keppandi 12 skákir en í flokki Ingvars verða þær tíu svo að þeir hafa enn möguleika á að verða sér úti um áfanga. Fyrirlestraröð um Bobby Fischer lokið Helgi Ólafsson hefur staðið fyrir fyrirlestrum um skáksnill- inginn bandaríska Bobby Fischer á fimmtudagskvöldum í janúar og febrúar. Alls urðu fyrirlestr- arnir sex eða tveimur fleiri en gert hafði verið ráð fyrir. Góð mæting var á þá enda mál heims- meistarans í brennidepli um þessar mundir. Á mest sóttu vef- síðu íslenskra skákmanna, www.skak.is, var einmitt fyrir skömmu birt opið bréf banda- ríska stórmeistarans og fyrrver- andi heimsmeistara unglinga, Ilya Gurevich, til íslenskra skák- manna. Þar greinir hann frá þeirri skoðun sinni að Íslending- ar eigi ekki að rétta Fischer hjálparhönd þar sem ummæli hans um gyðinga og viðbrögð hans eftir árásirnar ellefta sept- ember 2001 sýna fram á að hann sé bilaður á geði eða haldinn ill- um öndum. Undir bréfið rita fleiri bandarískir skákmenn, m.a. hinn margfaldi bandaríski meist- ari Larry Christiansen. Gelfand og Harikrishna jafnir og efstir á Bermúda Fyrir skömmu lauk sterku 6 manna lokuðu skákmóti á eynni Bermúda. Boris Gelfand (2.696) leiddi mótið einn framan af en núverandi heimsmeistari ung- linga, Indverjinn P. Harikrishna (2.632) náði með sigri í lokaum- ferðinni að deila með honum efsta sætinu með 6 vinninga af tíu. Í innbyrðis viðureign þeirra sýndi hinsvegar ísraelski stór- meistarinn hvernig eigi að ýta andstæðingnum hægt og sígandi útaf borðinu í katalónskri vörn. Hvítt: Boris Gelfand (2.696) Svart: P. Harikrishna (2.632) 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 d5 4. g3 Be7 5. Bg2 0-0 6. 0-0 dxc4 7. Dc2 a6 8. Dxc4 b5 9. Dc2 Bb7 10. Bd2 Rbd7 Judit Polgar lék 10. ...h6 gegn Alexander Grischuk í A-flokki Corus-skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu og lenti í vandræð- um í framhaldinu. Algengast er að leika hér 10. ...Be4. 11. Ba5 Ha7 12. Hc1 Be4 13. Db3 Db8 14. De3 b4 Eins og framhaldið ber með sér þá verður þetta peð síðar að skotspæni hvítu mannanna en annars hefði hvítur sjálfur leikið b2-b4 og þá hefðu veikleikarnir meðfram c-línunni sagt til sín. 15. Rbd2 Ba8?! 16. Rb3 Hc8 17. Hc2 Be4?! Hvítur notfærir sér nú vand- ræðagang svarts með taktískum hætti. 18. Re5! Bxg2 18. ...Bxc2 gekk ekki upp vegna 19. Rc6 en 18. ...Rxe5 hefði verið svarað með 19. Bxe4 og hvítur stæði betur að vígi. 19. Rxd7 Rxd7 20. Kxg2 Db5 21. Hac1 c6 22. Df3! Hvítur hefur nú frumkvæðið kirfilega í sínum höndum og svartur getur vart annað gert en að bíða eftir hvar höggin á stöðu hans munu dynja. 25. ...Rb8 23. Hc4 Hd7 24. e3 h6 25. De2 He8 26. De1! Da4 27. Bxb4 Dxa2 28. Dc3 Bxb4 29. Hxb4 Svarta drottningin er nú komin í mikinn vanda og verður svartur að gefa eitt peð til að blíðka goð- in. 29. ...c5 30. dxc5 a5 Gefur hvítum færi á að vinna annað peð en ella hefði orðið örð- ugt að bjarga drottningunni. 31. Rxa5! Dd5+ 31. ... Dxa5 hefði verið svarað með 32. Hxb8! 32. e4 Da8 33. c6 Hc7 34. Hc4 Ra6 35. b4 Db8 36. Rb7 Hxc6 37. Hxc6 Dxb7 38. Hc8 og svartur gafst upp. Lenier Dominguez (2.661) og Andrei Volokitin (2.685) urðu jafnir í þriðja sæti með 5 vinn- inga en brasilíski stórmeistarinn Giovanni Vescovi (2.645) varð að láta sér lynda fimmta sætið með 4½ vinning. Pólski stórmeistar- inn Bartlomiej Macieja (2.618) rak svo lestina með 3½ vinning. 14. Meistaramót Hellis hefst mánudaginn 14. febrúar SKÁK Álfabakki 14a MEISTARAMÓT TAFLFÉLAGSINS HELLIS 2005 14. febrúar–2. mars 2005 HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is Boris Gelfand Björn Þorfinnsson Stöðumynd 1 Stöðumynd 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.