Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingimar Ingi-mundarson var fæddur að Garðstöð- um í Garði 15. júli 1926. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi 2. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jónína Guðmundsdóttir og Ingimundur Guð- jónsson. Hann ólst upp að Garðstöðum ásamt sex eldri systkinum, Þórunni, Halldóri, Guðmundi, Valgerði, Björgvini og Guðna. Hinn 15. desember 1951 kvænt- ist Ingimar eftirlifandi eiginkonu sinni Margréti Jónsdóttur frá Stapakoti, f. 29. nóv. 1927. Börn þeirra eru 1) Guðni, f. 10. des. 1946, kvæntur Magneu Erlu Otte- sen, f. 5. ágúst 1949. Þeirra börn eru: 1a) Harpa (f. 1975), eigin- maður Birgir Briem (f. 1975), dætur þeirra eru Klara (f. 1997) og Saga (f. 2000). 1b) Haukur Ingi (f. 1978), unnusta Ragnhildur Stein- unn Jónsdóttir (f. 1981). 1c) Margrét Erla (f. 1987) 2) Lis- beth Th. f. 9. júní 1961, eiginmaður Guðmundur Magn- ússon, f. 13. ágúst 1966. Börn þeirra eru: 2a) Una Dögg (f. 1986). 2b) Magnús Ingi (f. 1992). 2c) Unnur María (f. 1996). Ingimar starfaði á sínum yngri árum við sjómennsku og um árabil í vélsmiðju Björns Magnússonar. Frá ársbyrjun 1968 og allt til starfsloka 1996 starfaði hann hjá varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli. Samhliða starfi sínu hjá varnarliðinu sótti Ingimar um tíma Garðsjóinn á trillu sinni Hauki Inga KE. Útför Ingimars verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag kveð ég yndislegan föður minn. Minningarnar um hann eru svo dýrmætar og svo margar að þær væru efni í heila bók. Pabbi var einstaklega hlýr mað- ur, hjálpfús og ósérhlífinn. Hann var hlédrægur og vildi sem minnst láta á sér bera, en alltaf reiðubúinn að stökkva og hjálpa öðrum. Leiðir okkar pabba lágu fyrst saman fyrir tæpum fjörutíu og fjórum árum síðan, þegar hann gekk lítilli sex mánaða gamalli frænku sinni í föðurstað. Það má segja að þann daginn hafi ég dottið í stóra lukkupottinn. Við gerðum margt skemmtilegt saman í gegnum árin, og minn- isstæðar eru allar tjaldferðinar sem við og mamma fórum í. Pabbi var einstaklega fróður um landið sitt, og því lengra sem ekið var því ánægðari var hann. Alltaf þegar maður þurfti að vita um nafn á fjalli, vatni eða einhverri sveit hringdi maður í hann og aldrei stóð á svarinu. Pabbi var einstaklega barngóður maður og nutu afabörn- in hans góðmennsku hans og var það aðdáunarvert að sjá hann með þau sér við hlið að spjalla og fræða þau um hina ýmsu hluti. Síðustu tíu árin átti pabbi við veikindi að stríða, barðist hann áfram og aldrei kom til greina að gefast upp. Hann og mamma voru miklir vinir og samvinna þeirra í veikindum hans var aðdáunarverð, þrotlausar æfingar og daglegir göngutúrar hvort sem var heima eða á sjúkrahúsinu. Í mínum huga eru þau algjörar hetjur. Það er sárt að horfa á eftir svona frábærum föður en ég er viss um að núna líður honum vel og það verður vel tekið á móti honum. Elsku mamma, missir þinn er mikill og vil ég biðja góðan Guð að vaka yfir þér og gefa þér styrk í þessari miklu sorg. Lisbeth. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að að- eins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Elsku Ingi minn. Nú er komið að kveðjustund. Ekki grunaði Reykja- víkurstúlkuna fyrir nær 35 árum, þegar hún fluttist til Keflavíkur frá höfuðborginni, að hún ætti eftir að eignast slíkan vin sem þú varst. Besti faðir, tengdafaðir og afi sem hugsast gat. Þú varst vakinn og sofinn yfir öllu sem viðkom okkur fjölskyldunni í Smáratúni. Ég tala nú ekki um forréttindi barna okkar Guðna að fá að alast upp með þér og henni Möggu þinni. Þú varst alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Allt sem þú gerðir var best og rétt- ast í augum Hörpu, Hauks Inga og Margrétar Erlu. Til var orðatiltæki á heimilinu: ,,Hann afi Ingi sagði það,“ og þar með var málið útrætt. Elsku Ingi minn, einn mesti fjár- sjóður í lífi mínu var að kynnast þér. Minning þín verður alltaf í hjarta mér. Þín Erla. Elsku afi Ingi. Þegar ég hugsa til baka um þá tíma sem við áttum saman þá skjótast upp í huga mér eintómar gleði- og hamingjustund- ir. Samband okkar var einstakt og vorum við mjög nánir alveg frá því ég man fyrst eftir mér. Ég man hvað ég var ánægður með að heita í höfuðið á þér og ég bað því alltaf um að eftirnafn mitt fylgdi með þegar ég væri ávarpaður. Það sem þú hefur gefið mér í mínu lífi er ómetanlegt og dýrmætara en orð fá lýst og allur heimsins auður fengi keypt. Við systkinin vorum ekki gömul þegar þið amma byrj- uðuð að taka okkur með í útilegur í appelsínugula tjaldvagninum ykk- ar, og með tímanum urðu þær æv- intýraferðir mýmargar og eftir- minnilegar. Þú varst mikill viskubrunnur og fræddir mig um allt milli himins og jarðar. Í þess- um ferðum kenndir þú mér meðal annars að veiða og fræddir mig um landið. Þú hafðir endanlausa þol- inmæði þar sem ég stóð á milli framsætanna á bílnum, togaði í eyrnasnepilinn á þér og lét spurn- ingarnar dynja yfir þig: „Afi, hvaða fjall er þetta? Hvað heitir þessi á? Hvað heitir þessi foss?“ o.s.frv. Þú hafðir svör við öllum mínum spurn- ingum. Þú gafst þér jafnvel tíma til að stöðva bílinn og fara með mér út til að kenna mér nákvæmlega hvað öll fjöllin og jöklarnir hétu sem ég sá út um bílrúðuna. Einnig eru minnisstæðar eggjaleitirnar sem við fórum í saman og allar ferðirnar út á Garðskaga, þar sem við gengum fjöruna og þú sagðir mér sögur af því sem þið bræð- urnir voruð að bralla á þessum slóðum á þínum uppvaxtarárum. Handlaginn varst þú með eindæm- um, gerðir þann besta harðfisk sem ég hef á ævinni smakkað og ef eitthvað bilaði var farið með það til þín og þú bjargaðir málunum, enda sagði ég jafnan sem gutti „afi Ingi getur það“ ef einhver var í vand- ræðum með eitthvað. Á seinni ár- um lífs þíns barðistu við líkamlega fötlun í kjölfar heilablóðfalls með alveg ótrúlegri jákvæðni, dugnaði og æðruleysi. Mér þótti ofboðslega vænt um að þú hringdir alltaf í mig þegar þú gast og veitti það mér ávallt mikla vellíðan að heyra rödd þína og hlátur í gegnum símann. Ég lít alveg óhemju mikið upp til þín, afi minn, og þú ert að öllu leyti mín fyrirmynd enda hafa fáir haft jafn mikil áhrif í mínu lífi og þú. Ég hef reynt að tileinka mér alla þá góðu eiginleika sem þig prýddu og ef ég kemst með tærnar sem þú hafðir hælana, þá get ég kvatt þetta líf sáttur. Alls staðar sem þú komst fór af þér mjög gott orð, enda hafðir þú einstaklega ljúfa og góða nærveru. Þú getur verið stolt- ur af veru þinni hér í þessu lífi, ég veit ekki um neinn sem hefur gert betur! Þú varst gull af manni. Ég veit þér líður vel núna og veitir það okkur sálarró á þessum sorgartím- um. Einnig veit ég að þó líkami þinn hafi gefist upp þá munt þú verða áfram með okkur í anda um ókomna tíð. Þú veist að við munum sjá um að veita ömmu þann stuðning og hlýju sem þið hafið veitt okkur í gegnum tíðina. Þakka þér fyrir allt sem þú hef- ur veitt mér og ég vona að ég geti borið nafn þitt vel. Þinn Haukur Ingi. Elsku afi Ingi. Takk fyrir öll frá- bæru árin sem við áttum saman. Minningin um yndislegan afa mun lifa í hjarta okkar að eilífu. Elsku afi, vonandi líður þér bet- ur núna og biðjum við góðan guð og englana að vaka yfir þér. Elsku amma, Guð gefi þér styrk í sorginni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. E.) Una Dögg, Magnús Ingi og Unnur María. Ég hef alltaf vitað að stærsti vinningurinn í afa-útdrættinum kom í minn hlut. Ég fann það vel þegar ég braut bílskúrsrúðuna í æsilegum fótboltaleik, þegar ég tók Tarzanstökk á snúruna hennar ömmu og beyglaði hana í spað og þegar við Haukur Ingi rúlluðum um húsið þitt á slagsmálaárunum okkar. Ég gæti endalaust talið upp eitthvað í þessum dúr, uppátæki krakka sem reyna á þolrif fullorð- inna – en aldrei þín. Þú varðst aldrei reiður, alltaf bara góður og skilningsríkur. Að eiga afa sem setur barnabörnin sín skilyrðis- laust í fyrsta sæti er fágætt, þú gerðir það. Þú hugsaðir alltaf fyrst og síðast um okkur. Þú varst líka alltaf 100% í mínu liði og að vaxa úr grasi með slíkan bandamann sér við hlið er mér algerlega ómet- anlegt. Þú varst sá eini sem stóðst með mér þegar mig langaði í hund, þegar ég vildi klifra upp á bíl- skúrsþak eða vildi keyra bíl tíu ár- um áður en ég náði löglegum bíl- prófsaldri. Og alltaf gastu glatt mig þegar lítill jólafýlupúki lenti ár eftir ár í sömu gildrunni, að laum- ast til að opna alla pakkana fyrir aðfangadag. Ég man ekki eftir mér án þín. Öll mín uppvaxtarár varst þú í aðalhlutverki. Ekki nóg með að ég væri alltaf heima hjá þér og ömmu, heldur fórum við Haukur Ingi í öll ferðalög með ykkur. Við vorum eins og skuggarnir ykkar. Bónbetri og greiðviknari mann hef ég heldur aldrei kynnst. Þú hefur örugglega skutlað mér milljón sinnum, gefið eða lánað mér pen- ing fyrir hverju sem er og gætt barnanna minna svo eitthvað sé nefnt. Hreinskilnin var líka eitt af þínum aðalsmerkjum, þú sagðir t.d. margoft við mig: „Harpa, það fer þér miklu betur að vera í pilsi en buxum.“ Þú varst líka svo ótrúlega klár og handlaginn, varst sérfróður um landið þitt og allir vissu að þú gast lagað allt. Og þótt líkaminn hafi verið far- inn að gefa sig á síðustu árum, var hugurinn eins og hjá unglambi – þú mundir allt. Í veikindum þínum kom viljastyrkur þinn og ósérhlífni sterkar en nokkru sinni fram. Það var aðdáunarvert að sjá hvernig þið amma börðust saman sem ein manneskja. Alltaf þótti þér vænt um æsku- slóðir þínar í Garðinum og það voru margar ferðirnar farnar þangað í gegnum tíðina, m.a. að heimsækja Halla á Garðstaði, Gvend á verkstæðið og Guðna í vit- ann. Uppáhaldsstaðurinn þinn var þó úti á Garðsjó, þú einn á trillunni þinni að veiða – það þótti þér best. Þér þótti heldur ekki leiðinlegt að fara á Kentucky eða hlusta á uppá- haldshljómsveitina þína, ABBA. Þér til heiðurs mun ég fara reglu- lega á Kentucky, í pilsi, hlustandi á ABBA í bílnum á leiðinni. Mín heitasta ósk á yngri árum var að ég fengi að hafa þig hjá mér þar til ég yrði fullorðin. Ég fékk svo sannarlega ósk mína uppfyllta og rúmlega það. Ég fullorðnaðist, varð móðir og þú langafi. Stelp- urnar mínar tóku algjöru ástfóstri við þig og öfugt og ég er ólýs- anlega glöð yfir því að þær hafi fengið að kynnast þér. Í eigingirni minni óskaði ég þess að þú yrðir hjá mér að eilífu og ég þyrfti aldrei að sleppa hendinni af þér og kveðja þig. En þú varst orðinn þreyttur og búin að gera miklu, miklu meira en hægt var að ætlast til af þér. Elsku besti afi Ingi minn, ég á ekki til nógu sterk orð til að þakka þér fyrir að vera minn helsti bandamaður, fyrirmynd og vinur. En það sem huggar mig í sorginni er að þú vissir alltaf að þú værir uppáhaldið mitt. Milli okkar er ekkert ósagt. Og þegar öllu er á botninn hvolft þá var ég heppnust í heimi. Er hægt að biðja um betri uppskrift að afa en þann sem gerir allt fyrir mann, skammar aldrei og býr yfir yfirnáttúrulegri góð- mennsku? Ég held ekki. Þín Harpa. Til himins upp hann afi fór, en ekkert þar hann sér. Því gleraugunum gleymdi hann í glugganum hjá mér. Á himnum stúlka engin er hjá afa, líkt og ég, sem finni stafinn fyrir hann og fylgi út á veg. Og reistu stóra stigann upp og styð við himininn. Svo geng ég upp með gleraugun, sem gleymdi hann afi minn. (Þýð. Sig. Júl. Jóhannesson.) Rita vil ég niður hvað hann afi Ingi var mér kær. Hann gerði svo mikið og margt fyrir mig, en því miður get ég ekki skrifað það allt hér. Það sem mér er einna helst minnisstætt er það hvað það var alltaf langskemmtilegast þegar þú, afi minn, komst að sækja mig á leikskólann. Eða þegar tekinn var smá rúntur út í Garð þegar ég var lítil, því þú varst langskemmtileg- asti bílstjórinn. Ég mátti leika mér eins og ég vildi í bílnum hjá þér. Í aftursætinu var hægt að taka sæt- isbakið niður og þar gat maður far- ið í skottið. Og það gerði ég svo sannarlega, var alltaf eitthvað að fíflast á milli skottsins og aftursæt- isins. Svo mátti ég líka alltaf vera með hausinn út um gluggann og það á ferð. Svo áttir þú alltaf litla svarta brjóstsykra í einu hólfinu á bílnum sem þú gafst okkur krökk- unum. Þú sýndir mér marga skemmtilega staði í okkar bílferð- um og fræddir mig um mjög margt. Og ég trúi því að nú sértu rúntandi á himnum. Ég geymi allar þær góðu stundir sem áttum við saman, elsku afi minn. Þín Margrét Erla. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért og horfinn burt þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. Með þessu ljóði kveð ég þig, elsku frændi, með þakklæti fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ingibjörg Geirmundsdóttir. Með nokkrum fátæklegum orð- um langar mig að minnast Ingi- mars Ingimundarsonar sem í dag verður jarðsunginn frá Keflavík- urkirkju. Þegar sest er niður til þess að rita grein sem þessa flýgur margt í gegnum hugann. Það eru ekki svo ýkja margir sem við kynn- umst á lífsleiðinni sem af fullri sanngirni geta talist verðugar fyr- irmyndir í einu og öllu. Ingimar var slíkur maður. Leiðir okkar Ingimars lágu sam- INGIMAR INGIMUNDARSON ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.