Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 31 UNDANFARNAR vikur hefur mikil umræða verið í fjölmiðlum um framkvæmdir ítalska verktakafyr- irtækisins Impregilo við Kára- hnjúkavirkjun, einkum varðandi innflutning á vinnuafli og launa- greiðslur til erlendra starfsmanna. Ýmsar villandi staðhæfingar hafa komið fram, m.a. um að ekki sé stað- ið við svonefndan virkjanasamning, en þær hefur fyrirtækið leiðrétt opinberlega. Eigi að síður gætir mikillar tortryggni í garð Impregilo, að stórum hluta að ósekju og því finnst mér nauð- synlegt að draga fram í stuttri umfjöllun nokkrar staðreyndir málsins, sem sumar hverjar hafa orðið út- undan í umræðunni. Impregilo tók að sér samkvæmt tilboði til Landsvirkj- unar að gera tvo stærstu verká- fanga við Kárahnjúkavirkjun, þ.e. að reisa aðalstífluna fyrir Hálslón sem er 190 m há grjótstífla með steypuklæðningu, sú stærsta í Evr- ópu og að heilbora með jarðganga- vélum aðrennslisgöng, samtals um 50 km, sem veita vatni frá Hálsalóni og Upsalóni niður í stöðvarhúsið í Fljótsdal. Samtals eru verksamningarnir að upphæð um 40 milljarðar íslenskra króna eða tæplega 40% af heild- arverkkostnaði við virkjunina. Impregilo hóf framkvæmdir við Kárahnjúka vorið 2003 og varð fyrst að koma sér upp allri aðstöðu og vinnubúðum á uppblásnum melum á Brúardalsöræfum. Samtímis var byrjað á mikilvægum virkj- unaráföngum og fól fyrirtækið ís- lenskum undirverktökum mikilvæg undirbúningsverkefni. Strax var auglýst eftir starfsmönnum innan- lands og bárust 600 umsóknir, en aðeins fáir umsækjenda uppfylltu kröfur Impregilo samkvæmt aug- lýsingunni og voru ráðnir. Þetta voru vonbrigði því væntingar höfðu staðið til þess að allt að 80% af vinnuafli við framkvæmdirnar myndu fást innanlands. Impregilo varð því að flytja inn vinnuafl og kom það í byrjun að- allega frá ESB-löndum, en sam- kvæmt ESS-samningum þurfa starfsmenn frá þeim löndum ekki atvinnuleyfi á Íslandi. Flestir starfs- menn voru ráðnir frá Portúgal í gegnum starfsmannaleigur. Starfs- mannaleigur eru mikið notaðar á evrópska vinnumarkaðnum til að út- vega fólk til tímabundinna starfa og hérlendis nota skipafélögin þær til að manna farskipin. Erlendir starfsmenn Impregilo vinna 4–6 mánuði á virkjunarstað og fá þá tveggja vikna heimfararleyfi. Þetta er vanalegt við framkvæmdir á hinum alþjóðlega vinnumarkaði. Unnin er sex daga vinnuvika en frí á sunnudögum. Hins vegar býður Impregilo íslenskum starfsmönnum vinnufyrirkomulag sem er fjórar vikur á staðnum og síðan vikufrí og er það í fullu samræmi við virkj- unarsamninginn. Íslendingum finnst þetta of langar fjarvistir því venjan hjá íslenskum verktökum er að vinna tveggja vikna úthald. Imp- regilo er tregt að breyta þessu, en slíkt myndi ef til vill laða fleiri Ís- lendinga til starfa. Á haustmánuðum 2003 voru und- irbúningsframkvæmdir langt komn- ar og mestu erfiðleikar að baki. Til að jafna ágreining sín á milli gerðu verkalýðsfélögin og Impregilo sér- stakt samkomulag í október 2003 þar sem verktakinn staðfesti að hann mundi standa við „virkj- unarsamninginn“, og leitast við að ráða fleiri Íslendinga til starfa. Imp- regilo hefur margoft síðan auglýst eftir Íslendingum til starfa og fengið Vinnumiðlun Austurlands til að- stoðar við að útvega fólk, en það hef- ur ekki skilað nægilegum árangri. Virkjunarsamningurinn sem iðu- lega hefur verið nefndur í um- ræðunni er gagnmerkt plagg sem að stofni til er frá 1978 og var þá langt á undan því sem tíðkaðist á þeim tíma varðandi aðbúnað og vinnu- vernd. Þetta er samningur milli Samtaka atvinnulífsins, Lands- sambanda verkalýðsfélaganna og ASÍ um kaup og kjör við virkj- anaframkvæmdir á vegum Lands- virkjunar og gildir til ársins 2007. Til að fá aðstoð við verkalýðsmál og reglur og venjur á íslenskum vinnu- markaði gerði Impregilo sérstakan þjónustusamning við Samtök at- vinnulífsins. Við Kárahnjúka störfuðu á haustmán- uðum 2004 um 1.100 manns hjá Impregilo á fjórum vinnustöðum, þar af voru 170 Íslend- ingar, 200 Ítalir, um 450 Porúgalar og tæp- lega 300 starfsmenn frá „þriðja heims lönd- um“ og af þeim um 100 Kínverjar. Þrír öflugir íslenskir verktakar starfa einnig við aðra verkáfanga við Kára- hnjúkavirkjun og hjá þeim vinna nær eingöngu Íslendingar. Þessir verktakar eru Ístak, Íslenskir að- alverktakar og Hochtief sem byggja stöðvarhús í Fljótsdal með um 100 starfsmenn, Suðurverk var að byggja hliðarstíflur við Hálslón með um 120 starfsmenn og hjá Arnarfelli störfuðu um 70 manns við ganga- gerð við Upsalón. Samtals störfuðu því um 450 Íslendingar við Kára- hnjúka á þessum tíma. Þetta er álíka fjöldi og vann við virkjanir sem byggðar hafa verið af íslenskum verktökum á undanförnum áratug- um. Mér til efs að auðvelt sé að laða fleiri Íslendinga til starfa við virkj- anaframkvæmdir á launum Virkj- unarsamnings en Impregilo tekur ekki þátt í yfirborgunum sem nú eru algengar á vinnumarkaðnum. Vinnufyrirkomulagið við Kára- hnjúka er hvorki fjölskylduvænt né aðstæður aðlaðandi sem m.a. skýrir óeðlilega mikla starfsmannaveltu hjá fyrirtækinu, en hún er meira en 50% meðal starfsmanna frá Evrópu og Íslendinga, en nánast engin hjá starfsmönnum frá þriðja heims lönd- unum. Impregilo hefur vegna mikillar starfsmannaveltu sífellt þurft að sækja um ný atvinnu- og dvalarleyfi fyrir erlenda starfsmenn. Veiting þessara leyfa er allflókin og tíma- frekur ferill og tekur við eðlilegar aðstæður fjórar til átta vikur frá því að umsókn er lögð inn þar til að hún er afgreidd. Verkalýðsfélögin fá all- ar umsóknir til umfjöllunar og hafa þau tvær vikur til að skila sinni um- sögn. Vinnumálastofnun sér end- anlega um útgáfu atvinnuleyfa eftir að dvalarleyfi eru fengin og að mínu viti hefur hún staðið sig vel við af- greiðslu leyfanna við erfiðar að- stæður. Framkvæmdirnar við Kárahnjúka eru stærsta og umfangsmesta verk- efni sem unnið hefur verið hér á landi og er unnið við sérstaklega erf- iðar aðstæður inni á hálendi Íslands. Þrátt fyrir það, erfiðleika með vinnuafl og mikla starfsmannaveltu hefur framkvæmdum Impregilo miðað allvel og hafa þeir lokið nær 30% af verkhluta sínum. Ganga- gerðin er nokkurn veginn á áætlun en stíflugerðinni hefur seinkað um nokkra mánuði. Sérstaklega hafa orðið tafir á steypuframkvæmdum við múrinn mikla í Kárahnjúka- gljúfri. Meginástæðan fyrir því er breyttar aðstæður, sem Impregilo ber ekki ábyrgð á, en einnig skortur á þjálfuðu og hæfu vinnuafli sem hef- ur komið niður á verkgæðum og leitt til kostnaðarsamra lagfæringa. Ný- verið tókust samningar milli Lands- virkjunar og Impregilo um að vinna upp áorðnar tafir en til þess þarf fyr- irtækið m.a. að útvega betra vinnu- afl. Mér er engin launung á því að þarna hefði ég viljað sjá einhverja af okkar harðsnúnu íslensku virkj- unarmönnum koma að verki, en þeir eru ekki á lausu. Ástæðan er sú að auk Kárahnjúkavirkjunar er unnið að stækkun álversins á Grund- artanga, undirbúningsfram- kvæmdum við orkuver bæði á Hellisheiði og Suðurnesjum og innan tíðar hefjast mannfrekar fram- kvæmdir við nýtt álver á Reyð- arfirði. Þessar framkvæmdir eru allar nálægt þéttbýli og því eft- irsóknarverðari vinnustaðir fyrir Íslendinga en öræfin við Kára- hnjúka. Impregilo hefur unnið við stíflu- gerð og gangagerð í Kína og þjálfað upp starfsmenn við slíkar fram- kvæmdir. Til að leysa brýna mannaflaþörf vill fyrirtækið fá þessa menn til starfa við Kára- hnjúka og hafa óskað eftir atvinnu- leyfum fyrir 200–250 Kínverja. Ég kynntist kínverskum verkamönnum þegar ég starfaði nokkur ár í Kína við virkjunarframkvæmdir og reyndust þeir vera harðduglegir, iðnir og góðir verkmenn. Vinnumálastofnun hefur ekki enn getað afgreitt atvinnuumsóknir fyr- ir Kínverjana þar sem verkalýðs- félögin leggjast gegn því af tvenn- um ástæðum: Í fyrsta lagi vilja þau fullreyna vegna forgangsréttarákvæða í Virkjunarsamningnum að ekki fáist nægilegt vinnuafl á Íslandi eða frá Evrópska efnahagssvæðinu. Vinna við Kárahnjúka virðist ekki laða Ís- lendinga til starfa af ástæðum sem áður eru nefndar. Vinnumálastofn- unin hefur m.a. það hlutverk að upplýsa evrópska vinnumarkaðinn um atvinnutækifæri á Íslandi, en ekki er að sjá að það hafi skilað ár- angri hingað til. Það er því hæpið að tefja afgreiðslu atvinnuleyfanna á þessum forsendum. Einnig hefur verið litið til vinnuafls frá Austur- Evrópuríkjunum sem gengin eru í ESB, en óvíst er að þau fái strax fullan aðgang að íslenska vinnu- markaðnum. Í öðru lagi vilja verkalýðsfélögin ganga úr skugga um að Impregilo greiði erlendum starfsmönnum lág- markslaun. Yfirtrúnaðarmaður sem er fulltrúi verkalýðsfélaganna á staðnum á að hafa fullan aðgang að ráðningarsamningum og launaseðl- um starfsmanna sem vinna hjá verktökum eftir samningnum og ég veit ekki betur en að Impregilo hafi virt þann rétt. Það ætti því að vera hægt að ganga úr skugga um hvort grunsemdir um vangreiðslur launa séu réttmætar. Það er ómaklegt að vefengja verktakann ef hann leggur fram öll umbeðin gögn máli sínu til stuðnings, en ef Impregilo er með undanbrögð er það alvarlegt mál sem ekki er hægt að líða. Mál er að deilum og ásökunum á hendur Impregilo linni. Hags- munaaðilar verða að setjast niður eða mynda starfshóp til að leysa þennan ágreining en ég fæ engan veginn séð að það sé í verkahring löggjafarþings Íslendinga að fjalla um hvort 200 Kínverjar megi vinna tímabundið hér á landi. Meðan þessi togstreita stendur og atvinnuleyfi fást ekki afgreidd tefst verkið hins vegar enn frekar og verktakinn mun án efa leita réttar síns til að fá bættan aukakostnað sem af því hlýst. Íslensku verkalýðsfélögin standa sig vel í að tryggja Íslendingum vinnu við framkvæmdir hér á landi og barátta þeirra til verndar er- lendu vinnuafli er góðra gjalda verð. Sú barátta má þó ekki koma niður á hagsmunum íslenska þjóðarbúsins. Er sótt að Impregilo að ósekju? Eftir Pál Ólafsson ’Íslensku verkalýðs-félögin standa sig vel í að tryggja Íslendingum vinnu við framkvæmdir hér á landi og barátta þeirra til verndar erlendu vinnuafli er góðra gjalda verð. Sú barátta má þó ekki koma niður á hags- munum íslenska þjóðarbúsins. ‘ Páll Ólafsson Höfundur er verkfræðingur og hef- ur starfað við framkvæmdaeftirlitið við Kárahnjúka síðan framkvæmdir hófust og fram á haust 2004 og rekur ráðgjafarfyrirtækið ProFiTec ehf. i heims- hlutverki arnar- daríkin, að heldur við da til að a flug- réttar- afa sem eru aríkja- að um verið að Íslands það ða þeirrar Ásgríms- u, er msagt um ð, og , ólög- m í fjar- i ástæðu ð koma, ka um það vörðun, eimur i. Mönn- þeir voru l að taka m haldið slands á afi ein- ings- ð í sér amstöðu mönnum“ að. Þátt- ð þessum gin í um af flugvelli. ngar ingslegar skuldbindingar stóðu til að við veittum. Því er nærtækast að álykta að ákvörðunin hafi falið í sér kvaðir á landi eða landhelgi sbr. 21. gr. stjórnarskrárinnar, en slíkt hafa ráðherrar ekki heimild til að ákveða nema að fengnu samþykki Alþingis. Þar með er ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar orðin ólögmæt á tvenn- an hátt, þ.e. brot á ákvæðum 21. gr. stjórnarskrárinnar og brot á ákvæðum 24. gr. þingskapalaga um samráðsskyldu við utanríkis- málanefnd Alþingis. Ævintýraleg og ófagleg vinnubrögð Og hvernig var svo þessi stóra og skelfilega ákvörðun tekin, um að gera Ísland samábyrgt, að hlut- deildaraðila, í ólögmætu árásar- stríði? Jú, nýjar upplýsingar bætt- ust við um það atriði með viðtali Stöðvar 2 við Halldór Ásgrímsson miðvikudaginn 9. febrúar sl. Þegar liggur fyrir og er staðfest að ákvörðun þessi var ekki borin undir utanríkismálanefnd, þaðan af síður Alþingi sem slíkt. Sömu- leiðis liggur fyrir og er staðfest að ákvörðunin var ekki borin undir þingflokka stjórnarflokkanna, og loks liggur fyrir og er staðfest að ákvörðunin var ekki einu sinni bor- in upp og tekin í ríkisstjórn. Sam- kvæmt viðtalinu við Halldór varð þessi ákvörðun til einhvern veginn á hlaupum, gegnum síma og að hluta til frammi á göngum stjórn- arráðsins. Skilaboð fóru gegnum embættismann er áður hafði talað við bandaríska sendiherrann sem drepið hafði niður fæti í gamla stjórnarráðshúsinu við Lækjar- götu. Aftur og aftur sagði þáverandi utanríkisráðherra og núverandi forsætisráðherra í áðurnefndu við- tali að hann myndi ekki þetta og myndi nú ekki hitt. Allt er þetta samkvæmt minni, sagði ráð- herrann. Enginn stafkrókur er bókaður nokkurs staðar í stjórn- arráðinu um málið, engin skrifleg gögn til. Engin formleg ákvörðun var tekin neins staðar á fundi, eng- in yfirlýsing eða tilkynning til þjóðarinnar. Utanríkisráðherra viðurkennir að pukrast var með málið að ósk Bandaríkjamanna, sem svo birtu nafn Íslands þegar þeim sýndist og eins og þeim sýnd- ist. Bandaríkjamönnum voru með öðrum orðum veitt frjáls afnot af nafni landsins til að fara með eins og þeim sýndist, ólögmætum stríðsaðgerðum sínum til stuðn- ings. Forsætisráðherra segist hafa verið óánægður með hvernig Bandaríkjamenn túlkuðu veru Ís- lands á listanum, en staðfestir jafnframt að engin formleg at- hugasemd var af hálfu íslenskra stjórnvalda gerð við það. Nei, þá átti Bandaríkjamönnum að nægja það að sendiráðið hlyti að fylgjast með því sem íslenskir ráðamenn segðu hér í fjölmiðlum. Til að bíta höfuðið af skömminni allri við- urkennir svo Halldór Ásgrímsson í margnefndu viðtali að auðvitað tengist ákvörðunin um stuðning við Írak stríðið óbeint tilraunum sömu ráðamanna til að ríghalda í herinn. Með öðrum orðum, menn voru að borga á sig vegna vænt- anlegra viðræðna við Bandaríkja- menn um herinn og herþoturnar fjórar. Í ljósi alls þessa er ríkari ástæða en nokkru sinni til að fram fari ít- arleg opinber rannsókn á málinu öllu. Tillaga okkar formanna stjórnarandstöðuflokkanna þar um liggur fyrir í utanríkismálanefnd óafgreidd. Auðvitað á utanrík- isráðherra, þáverandi, að sjá sóma sinn í því að birta sjálfur það sem hann sagði í utanríkismálanefnd 19. febrúar. 2003, leggja spilin á borðið og hjálpa til við að útskýra þá U-beygju sem fólgin var í ákvörðuninni 18. mars miðað við hans fyrri málflutning Það er sorglega niðurlægjandi fyrir íslenska þjóð að standa nú frammi fyrir upplýsingum um að nafn og orðstír Íslands var með- höndlað með þessum hætti. Tveir menn gerðu Ísland samábyrgt, að hlutdeildaraðila, í ólögmætu árás- arstríði og skilaboðunum um það var komið munnlega gegnum emb- ættismann til bandaríska sendi- herrans. Þangað erum við komin, á þeim dapurlegu tímamótum erum við í dag í viðleitni okkar til að upp- lýsa, skilja og gera upp þetta mál. að – í Íraksmálinu rir i fyrir að lands ti.‘ Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs og sit- ur í utanríkismálanefnd Alþingis. ensku únir til að urál fær og n meira. vonandi r að fjár- Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórn- unarsviðs Norðuráls, sagði að fyr- irtækinu hafi borist fjöldamörg tilboð frá innlendum og erlendum lánastofnunum en nálgun Lands- bankans og KB banka hafi hentað þörfum fyrirtækisins best. „Lána- samningur þessi er til marks um styrk íslensku bankanna. Samn- ingurinn er einnig til marks um að Norðuráli og Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, er mjög umhugað um að eiga viðskipti við innlenda aðila í tengslum við rekstur álversins á Grundartanga. 23 milljarða i Landsbankans (lengst til vinstri), Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, inum, Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norður- Morgunblaðið/Árni Torfason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.