Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 49 DAGBÓK RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM 30til 50% afsl. Aðeins í dag af sýningarrúmum, yfirdýnum, göflum, DUX sófum, og Louis Poulsen ljósum. 20% afsl. af öllum sængurfatnaði. Ármúla 10 • Sími: 568 9950 www.duxiana.com is ak w in th er Veistu hvernig þjónustubyggingar í Gufuneskirkjugarði verða í framtíðinni? Komdu á hönnunarsýninguna á 4. hæð Perlunnar sem opin er alla daga frá 2. febrúar til 2. mars. KIRKJUGARÐAR REYKJAVÍKUR Kuldahúfurnar komnar aftur Alpahúfur 10 litir Derhúfur ( flís ) Allir filt hattar með 30% afsl. Hattabúð Reykjavíkur Laugavegi 8 S:551-2123 Aðalfundur Félags um átjándu aldarfræði verður haldinn í dag kl. 11.30 ífundarsal á 2. hæð Þjóðarbókhlöð-unnar. Í kjölfar aðalfundarins verður haldið málþingið „Hallæri og hörmunar á átjándu öld“, en það hefst kl. 13. Fundarstjóri er Svavar Sigmundsson, forstöðumaður Örnefnastofnunar Íslands. Á málþinginu munu sex fræðimenn flytja er- indi um ólíkar hörmungar á átjándu öld, en að sögn Lýðs Björnssonar sagnfræðings var átjánda öldin sú öld Íslandssögunnar sem einkenndist af umfangsmestu hamförunum. „Þetta var erfið öld, þar sem geisuðu sjúkdómar, eldgos, harðindi, jarðskjálftar og flóð,“ segir Lýður og bætir við að öldin sé þó þekktust fyrir móðuharðindin og stórubólu. Í erindi sínu mun Sigurður Stein- þórsson prófessor einmitt ræða um mögulegar afleiðingar Skaftárelda í öðrum löndum Evrópu. „Hann leiðir að því líkur að Skaftáreldar hafi valdið uppskerubresti í Evrópu og óbeint stuðlað að frönsku byltingunni, sem kviknaði m.a. út af afar háu verði á korni í kjölfar uppskerubresta.“ Lýður segir að mikilvægt sé að gera sér grein fyrir umfangi hörmunganna. „Stórabóla gerði ekki mannamun, en talið er að í henni hafi farist um 18.000 manns, þriðjungur þjóðarinnar. Það myndi samsvara rúmum 100.000 Íslendingum í dag,“ segir Lýður en bætir við að eins dauði sé jafnan annars brauð. „Lífskjörin hjá þeim sem eftir lifðu bötnuðu mjög í kjölfar stórubólu, því skyndilega jókst landrýmið sem hver og einn hafði og fátækt fólk gat eignast land. Það sama má segja um Skaftárelda, fyrir utan það að gríð- arlegt hrun var í búpeningi. Samt er hann til- tölulega fljótur að ná sér og Jón Trausti segir í ’Sögnum af Skaftáreldum,’ að lífið hafi ’flogið upp úr jörðinni’. Á tímabilinu urðu einnig miklir Suðurlands- skjálftar sem ollu verulegu eignatjóni auk þess sem jörð seig á Þingvöllum og Skálholt fór í rúst, sem flýtti þeirri ákvörðun að færa biskupsstólinn til Reykjavíkur. Þá voru á þessu tímabili margir þurfalingar, allt að þriðjungur í hverri sveit, mest var það í landbúnaðarsveitum, en þriðji hver maður í Mjóafjarðarhreppi var þurfamaður. Þar voru fullfrískir verkamenn tiltölulega fáir. Þó var minnst af þurfamönnum þar sem land- búnaður og sjávarútvegur fóru saman. Þannig voru sumir staðir á Vestfjörðum þurfalingalaus- ir.“ Hvaða lærdóm getum við dregið af þessu? „Maðurinn er ósköp varnarlaus gegn hamför- um af þessu tagi. Samhjálpin byrjaði í kjölfar Skaftárelda og við fengum mikinn styrk frá Norðurlöndunum, en það var of seint, það voru engar skipagöngur frá september og fram í júní. Þrátt fyrir allt er maðurinn samt lífseigur og fljótur að jafna sig á svona áföllum.“ Sagnfræði | Málþing Félags um átjándu aldar fræði um hallæri og hörmungar Maðurinn varnarlaus en lífseigur  Lýður Björnsson er fæddur árið 1933. Hann útskrifaðist cand. mag. í sögu frá HÍ 1965. Lýður starfaði sem kennari á gagn- fræðastigi 1957–1965 og kenndi við Versl- unarskóla Íslands árin 1965–1976. Þá kenndi hann sem lektor við KHÍ 1976–1983 og dós- ent við sama skóla árin 1983–1985. Hann hef- ur undanfarin ár starfað sem stundakennari og fræðimaður. Úrelding orða ÞAÐ er sjálfsagt eins og hver ann- ar bardagi við vindmyllur, að reyna að eiga orðastað um rétta mál- notkun við höfund sem hefur mál sitt á útlenskuslettunni „kollega“, en þannig upphefur Þórður Örn Sigurðsson andsvar sitt í Velvak- anda sl. sunnudag við tilmælum mínum í lítilli ádrepu viku fyrr á sama vettvangi þess efnis að hið rétta starfsheiti æðsta yfirmanns Sameinuðu þjóðanna, þ.e. „aðalrit- ari“, sé nú nánast horfið úr um- ræðunni hér á landi en linkan „framkvæmdastjóri“ komin í stað- inn. Undirritaður á marga ágæta „starfsbræður“ á ýmsum vettvangi hér á landi, en „kollega“ vill hann vinsamlegast frábiðja sér. Hér mætti sjálfsagt setja amen eftir efninu, en samt getur undirritaður ekki setið á sér að koma því á framfæri, eftir örlítið nánari athug- un á uppruna orðsins „aðalritari“ í Orðabók Háskólans er talsvert eldra en hann hugði upphaflega: Fyrst kemur það fyrir í Riti þess Íslenska Lærdómslistafélags, útg. 1781–1798, og frá miðri 19du öld er til dæmið „Reverdil var aðalritari konungs“ (Páll Melsted 1868), en þar með er komið ágætt íslenskt dæmi um notkun á orðinu „ritari“ í sama skilningi og „secretarius“, þ.e. trúnaðarmaður kónga og fursta sem Þ.Ö.S bendir á. Það hef- ur þess vegna verið fullkomlega eðlilegt fyrir íslenska málfarsmenn í upphafi tuttugustu aldar að leita í þessa smiðju þegar þá vanhagaði um gott starfsheiti á æðsta starfs- mann alþjóðlegrar stofnunar á borð við Þjóðabandalagið (stofnað 1920), og hefur þeim þá væntanlega verið vel kunnugt um eldri merkingu orðsins. En hvað þá með blessaðan „framkvæmdastjórann“? Þegar leitað er aftur til sömu heimildar, kemur fram allt annar skilningur á orðinu en sá sem Þ.Ö.S. vill halda fram, og sem er reyndar miklu nær hinum almenna málsskilningi fólks og hinu gagnsæja eðli íslenskrar tungu, þ.e. framkvæmdastjóri er sá sem stjórnar framkvæmdum á ein- hverju, hrindir verki í framkvæmd og sér til þess að því sé farsællega lokið, og er orðið frá upphafi því nátengt fyrirtækjarekstri. Elsta dæmi Orðabókarinnar er: fram- kvæmdastjóri skipadráttarbraut- arinnar, Ægir 1912, og annað lýs- andi dæmi er úr tímaritinu Iðnaðarmál frá 1955: ...litið er á framkvæmdastjóra (managers) sem þá yfirmenn (executives), sem eru ábyrgir fyrir framleiðsluaðferð- um og framleiðslu. En um slíkt at- hæfi verða Kofi Annan sem og fyrri aðalritarar S.Þ. seint sakaðir! Að lokum: Vangaveltur Þ.Ö.S. um orðið „ráðherra“ eru undur- furðulegar: Þótt orðið komi ekki fyrir í gullaldaríslensku, þá er það engu að síður fjörgamalt í málinu (elsta dæmi úr Nýjatestament- isþýðingu Odds Gottskálks- sonar,1540), og hefur síðan verið notað óspart upp frá því. Með því að mæla því beint og óbeint bót að góðum og gildum íslenskum orðum á borð við „aðalritari“ og „ráð- herra“ sé kastað fyrir róða, þá get- ur undirritaður ómögulega lagt annan skilning í framlag Þ.Ö.S.en að það sé hið besta mál að úrelda miskunnarlaust eldri orð tung- unnar og taka upp einfeldnings- legar tuggur, tískuorð eða jafnvel útlenskuslettur í staðinn. En áður en lengra út á það forað er haldið er vert að biðja menn að íhuga hversu marga lífdaga sú geta Ís- lendinga til þess að lesa texta á móðurmáli sínu, frá árdögum þess til vorra daga, muni þá eiga eftir ólifaða? Björn Jónsson. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is SENDIHERRA Rússneska sambandsríkisins á Íslandi, Alex- ander Rannikh, opnar í dag, í sal MÍR, sýningu á sovéskum vegg- spjöldum og ljósmyndum frá stríðs- árunum 1941–1945, plakötum um sovéskar kvikmyndir sem fjalla um styrjöldina o.fl., en sýningin er sett upp í tilefni þess að í maí nk. verða liðin rétt 60 ár frá sigri banda- manna í síðari heimsstyrjöldinni. Við opnun sýningarinnar verða leikin af hljómdiskum lög sem vin- sæl urðu í Sovétríkjunum á stríðs- árunum og sýnd sovésk heimild- arkvikmynd frá 1985 um hina sögulegu viðræðufundi leiðtoga bandamanna í síðari heimsstyrjöld- inni, fundina í Teheran 1943 og á Jalta og í Potsdam 1945. Stalín sat alla fundina þrjá af hálfu Sov- étmanna, en Roosevelt Bandaríkja- forseti og Churchill forsætisráð- herra Bretlands tvo þá fyrri. Til þriðja fundarins komu nýir valda- menn í Bandaríkjumum og á Bret- landi, þeir Truman forseti og Attlee forsætisráðherra. Sovésk veggspjöld og ljósmyndir í MÍR Reuters ÍSLENSK-Kínverska menningar- félagið og félag Kínverja á Íslandi standa fyrir skrúðgöngu í dag í til- efni af nýliðnum áramótum Kín- verja. Drekadansarar leggja af stað frá Hlemmi með litríkan 15 metra langan dreka sem eltir perlu í fylgd slagverksleikara kl. 14 og enda í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 15. Dreka- dansinu stjórnar Unnur Guðjóns- dóttir ballettmeistari, en Lárus Halldór Grímsson stýrir slagverk- inu. Í Ráðhúsinu verður haldin sýning á kínverskri sjálfsvarnarlist þar sem nemendur af öllum aldri í Heilsudrekanum sýna listir sínar, m.a. í Kung Fu og hinni hægu list Tai Chi. Morgunblaðið/Þorkell Drekaganga og Kung Fu-sýning í tilefni af ári hanans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.