Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 11 FRÉTTIR Opið mánudaga - föstudaga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 12-15 Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880. Enn er vetur Vinsælu loðhúfurnar eru komnar aftur                                                    !" # $%    &       tölulið 1. mgr. 17. gr. laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum að gert er ráð fyrir að heimilt sé að skjóta hrafn allt árið um kring. Nú vill svo til að hrafn er helgur fugl hjá heiðnum mönnum, ásatrúarmönnum. Ég vil spyrja háttvirtan þingmann hvort hann telji að þetta ákvæði beri að fella á brott?“ Sigurjón svaraði stutt og laggott: „Ég tel svo ekki vera.“ Halldór kom hins vegar aftur upp og sagði: „Hæstvirtur forseti. Í ljósi Íslendingasagna, Snorra-Eddu og samkvæmt öðrum heimildum – ef við veltum því einnig fyrir okkur og rifjum það upp – og að Huginn og Muninn voru hrafnar Óðins þá kem- ur mér nokkuð á óvart að háttvirtur þingmaður skuli telja hrafna rétt- dræpa allt árið um kring.“ Sigurjón kom aftur í pontu og sagði: „Frú forseti. Ég get nú svar- að þessu með annarri spurningu. Það væri fróðlegt að vita hvort hinn kristni leiðtogi þingsins, hæstvirtur forseti þingsins Halldór Blöndal, borði dúfur og hvort það gangi gegn hans siðferðisvitund og trúarsann- færingu.“ Þegar hér var komið við sögu, var tími Halldórs til andsvara liðinn, og fékk þingmaðurinn því ekki svar við spurningunni.    Skeytin gengu líka á víxl í um-ræðum um Íraksmálið, semÖssur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, tók upp á Alþingi í lok vikunnar. Stjórn- arliðar gáfu lítið fyrir þá skýringu Össurar að eitthvað nýtt hefði kom- ið fram í málinu og sögðu um- ræðuna frekar bera keim „af hinum illvígu innanflokksátökum í Sam- fylkingunni,“ eins og það var orðað. Hvað sem því líður er líklegt að þau átök eigi eftir að lita störf Alþingis á næstu vikum, með einum eða öðrum hætti. haarde.is? arna@mbl.is STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, gagnrýndi harð- lega stóriðju- og skattastefnu rík- isstjórnarinnar í umræðu utan dag- skrár á Alþingi á fimmtudag. „Varla líður sá dagur að ekki ber- ist fréttir af erfiðleikum í rekstri út- flutnings- og samkeppnisfyrir- tækja,“ sagði Steingrímur, sem var málshefjandi umræðunnar. Hann vitnaði í nýlegar fréttir um uppsagnir starfsfólks m.a. á Hofs- ósi, á Stöðvarfirði og á Þorlákshöfn og sagði að forsvarsmenn viðkom- andi fyrirtækja hefðu tilgreint hátt raungengi krónunnar sem eina af aðalástæðu erfiðleikanna. „Allir eru sammála um að því lengur sem þetta ástand varir, þeim mun harkalegra verður bakslagið, þeim mun meiri verður blóðtakan fyrir útflutnings- og samkeppnis- greinarnar og því meiri hætta verð- ur á verðbólguhrinu og yfirskoti í genginu þegar skriðan fer af stað.“ Steingrímur sagði að útflutnings- og samkeppnisgreinarnar í landinu væru að greiða herkostnaðinn af stóriðju- og skattastefnu ríkis- stjórnarinnar. Síðan spurði hann: „Á áfram að skipta út störfum í iðn- aði, fiskvinnslu og ferðaþjónustu fyrir kínverskar og portúgalskar hendur á fjöllum uppi?“ Tímabundið ástand Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra, sem var til andsvara, sagði að staða efnahagsmála hér á landi væri mjög traust. Hagvöxtur væri meiri en annars staðar og atvinnu- leysi minna. Auðvitað væri þó ekki hægt að horfa framhjá því að verð- bólgan hefði færst í aukana upp á síðkastið. Viðskiptahallinn sömu- leiðis. Þetta væri þó tímabundið ástand sem m.a. mætti rekja til stóriðjuframkvæmdanna og þeirra miklu umskipta sem hefðu orðið á íbúðalánamarkaði. Halldór sagðist ekki vilja gera lít- ið úr því að sterkt gengi krónunnar gæti haft neikvæð áhrif á afkomu ýmissa útflutningsgreina. Hins veg- ar þyrfti að horfa á heildarmyndina. Samkvæmt áætlunum fjármála- ráðuneytisins, sem ekki hefðu verið dregnar í efa, væri staða sjávarút- vegsins í heild talin mjög góð um þessar mundir. Ein af ástæðunum væri sú mikla hagræðing sem hefði átt sér stað á undanförnum árum t.d. með sameiningu fyrirtækja. Þannig væru þau stærri og öflugri og betur í stakk búin til að mæta tímabundnum erfiðleikum. Halldór sagði einnig að stjórnvöld hefðu lagt sitt af mörkum til að halda aftur af þensluáhrifum stór- iðjuframkvæmdanna með því að draga úr opinberum framkvæmdum um sinn. Jafnframt hefði Seðlabanki Íslands hækkað vexti til að halda aftur af verðbólgu. Ítrekaði hann að þetta ástand væri tímabundið og að verðbólgan myndi hjaðna og við- skiptahallinn minnka. Það myndi til lengri tíma litið hafa áhrif á gengi krónunnar. Störfum skipt út fyrir erlenda verkamenn? Morgunblaðið/Ásdís „Allir eru sammála um að því lengur sem þetta ástand varir, þeim mun harkalegra verður bakslagið,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. UMHVERFISRÁÐHERRA, Sigríð- ur Anna Þórðardóttir, opnaði í gær aðgengi almennings að bráða- viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands um jarðvá. Markmið kerfisins er að gera eftirlit með jörðinni virkara þannig að draga megi úr tjóni vegna jarðskjálfta og eldgosa. Með bráðaviðvörun er átt við al- hliða viðvörun og upplýsingar sem komið er á framfæri frá þeim tíma sem vart verður við að hamfarir séu að hefjast eða líkur eru á að þær séu yfirvofandi. Kerfið er þegar nýtt til þessara þarfa í daglegu starfi Veðurstof- unnar. Það byggist annars vegar á samtímaeftirliti með jarðskjálftum og jarðskorpuhreyfingum og hins vegar á því að gera alla tiltæka þekkingu, sem komið getur að not- um við gerð bráðaviðvarana, að- gengilega á fljótvirkan hátt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að markmið kerfisins sé jafn- framt að bæta upplýsingaflæði til almennings um hvers konar jarð- skorpuhreyfingar, þess hluta sem opnaður hefur verið nú, en almenn- ingur hefur til þessa getað fylgst með jarðskjálftamælingum á vef Veðurstofunnar. www.vedur.is. Auk Veðurstofunnar unnu Kerf- isverkfræðistofa Verkfræðistofn- unar Háskóla Íslands og Stefja hf. að þróun kerfisins. Verkefnið var styrkt af RANNÍS og Viðlagatrygg- ingu Íslands, auk framlaga frá rík- inu gegnum Íslenska upplýsinga- samfélagið. Bráðaviðvörunarkerfi opnað almenningi Morgunblaðið/Árni Torfason TENGLAR ..................................................... www.vedur.is SAMKVÆMT nýju deiliskipulagi er heimilað að rífa 25 hús sem byggð voru fyrir 1918 við Laugaveg í Reykjavík. Hefur steinbærinn Laugavegur 22A frá árinu 1892 þeg- ar verið rifinn. Þetta kom fram á fundi borgarráðs þar sem lagt var fram svar sviðsstjóra skipulagssviðs við fyrirspurn Ólafs F. Magnússon- ar, borgarfulltrúa F-listans. Ólafur lét bóka á fundinum að engum ætti að dyljast, að í uppsigl- ingu sé allt of mikil röskun á bygg- ingarsögu og heildstæðri götumynd Laugavegarins. Endurskoða þurfi deiliskipulag Laugavegarins á svæðinu frá Laugavegi 1–73 og skoða málið heildstætt. Ekki verði unað við þá niðurstöðu, sem starfs- hópur um endurskipulagningu Laugavegarins komst að fyrir nokkrum árum, en þar var lagt til mun meira niðurrif gamalla húsa við Laugaveg en áður hafði verið talið verjandi. Byggir á áliti vinnuhóps Fulltrúar Reykjavíkurlistans í borgarráði létu bóka, að í bókun Ólafs kæmi fram ákveðinn misskiln- ingur. Mikil áhersla hafi verið lögð á það við deiliskipulag Laugavegar að tryggja nauðsynlega uppbyggingu nýs verslunar- og atvinnuhúsnæðis en tryggja í leiðinni að yfirbragð og karakter gömlu húsanna við Lauga- veg haldi sér. Til að tryggja nauð- synlega sátt þessara sjónarmiða hafi verið settur á laggirnar vinnu- hópur með sérfræðingum minja- verndarinnar, rekstraraðilum á svæðinu, kjörnum fulltrúum og arkitektum frá skipulagssviði. Sá vinnuhópur hafi skilað niðurstöðum sem skipulagið byggist á. Segir í bókuninni, að nú sé lokið miklu átaksverkefni varðandi deili- skipulag á Laugavegi sem tryggi nauðsynlegt jafnvægi verndunar og uppbyggingar. Allt tal um annað sé fyrst og fremst til þess fallið að slá ryki í augu fólks. Fram kemur í svari skipulags- sviðs, að húsin, sem heimilað hefur verið að rífa, eru númer 4, 5, 6, 11, 12B, 17, 19, 20, 20A, 21, 22A, 23, 27, 28B, 29, 33, 35, 38, 41, 45, 55, 65, 67, 69 og 73 við Laugaveg. Leyft að rífa 25 hús við LaugavegSÍMINN hefur sent frá sér yfirlýs-ingu vegna heilsíðuauglýsingar um grunnnet Símans frá fjarskiptafyrir- tækinu Og Vodafone sem birtist í dagblöðum í gær. „Í auglýsingunni eru birtar stað- hæfingar sem ekki standast.  Síminn getur ekki tafið umsóknir keppinauta sinna um aðgang þeirra að grunnnetinu. Um grunnnetið gilda ákveðnar reglur sem samþykktar eru af Póst- og fjarskiptastofnun og stofn- unin hefur eftirlit með. Þar eru ákvæði um afgreiðslutíma umsókna og sérstaklega er kveðið á um að eng- inn mismunur sé á afgreiðslu um- sókna hvort sem þær komi frá Síman- um eða samkeppnisaðila hans.  Síminn hefur enga möguleika á því að verðleggja keppinauta sína út af markaðnum. Póst- og fjarskiptastofn- un ákveður verð fyrir aðgang að grunnnetinu og greiða allir sama verð hvort sem um er að ræða Símann, Og Vodafeone eða aðra samkeppnisaðila.  Síminn fær ekki óeðlilegar upplýs- ingar um markaðsáform keppinauta sinna. Í fjarskiptalögum er sérstakt ákvæði sem kemur í veg fyrir að beiðnir um aðgang að grunnnetinu og ástæður fyrir þeim berist til annarra en aðganginn veita. Þetta hefur Sím- inn ávallt virt. Síminn hefur ávallt lagt áherslu á að vinna samkvæmt gildandi lögum og leggur ekki stein í götu keppinauta sinna. Það hafa aftur á móti aðrir gert en skemmst er að minnast þess er Póst- og fjarskiptastofnun tók bráða- birgðaákvörðun í máli Símans gegn Og Vodafone í apríl síðastliðnum, þegar stór viðskiptavinur Og Voda- fone ákvað að færa sig yfir til Símans. Þá var Og Vodafone gert að flytja símanúmeraröð fyrirtækisins til Sím- ans eða greiða dagsektir ella. Tugir þúsunda notenda hafa nú þegar verið fluttir á milli fyrirtækj- anna og nær allir án vandkvæða og mun Síminn áfram sinna þeirri skyldu sinni.“ Yfirlýsing frá Símanum Morgunblaðinu hefur borist eftirfar- andi yfirlýsing frá Haraldi Sturlaugs- syni, stjórnarmanni í HB Granda. „Vegna ónákvæmra frétta í kjölfar tilkynningar HB Granda hf. um skipulagsbreytingar vil ég undirritað- ur, Haraldur Sturlaugsson, stjórnar- maður í HB Granda hf., taka fram að þær breytingar sem kynntar hafa verið á yfirstjórn félagsins voru tekn- ar utan stjórnarfundar af meirihluta stjórnar án minnar aðkomu eða þátt- töku. Nauðsynlegt er að þetta komi fram.“ Yfirlýsing ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.