Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Loftur Eiríkssonfæddist í Steins- holti í Gnúpverja- hreppi 16. september 1921. Hann lést 5. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eiríkur Loftsson bóndi í Steinsholti, f. 1884, d. 1968 og Sig- þrúður Sveinsdóttir, f. 1885, d. 1977. Loft- ur var fimmti í röð sex systkina en þau eru auk hans: Jón, f. 1913, d. 2003; Sveinn, f. 1914, d. 1998; Sig- ríður, f. 1917, d. 1977; Guðbjörg, f. 1919; Margrét, f. 1925. Hinn 28.10. 1961 kvæntist Loft- ur Jóhönnu Björgu Sigurðardótt- ur, ljósmóður frá Efri Langey á Breiðafirði, f. 10.11. 1931, d. 18.4. 1997. Foreldrar hennar voru Sig- urður Sveinbjörnsson, f. 1894, d. 1975 og Þorbjörg Lilja Jóhanns- dóttir, f. 1903, d. 1987. Börn Lofts og Bjargar eru Eiríkur, f. 1962, kvæntur Stefaníu Birnu Jónsdótt- ur, f. 1963, þau eiga þrjú börn. Sig- urður, f. 1963, kvæntur Sigríði Björk Gylfadóttur, f. 1967, þau eiga fjögur börn. Daði Viðar, f. 1965, kvæntur Bente Hansen, f. 1967, þau eiga fjögur börn. Lilja, f. 1967, í sambúð með Guðna Árnasyni, f. 1967, þau eiga einn son. Sigþrúður, f. 1969. Sonur Bjargar og uppeldissonur Lofts er Gunnar Örn Marteinsson, f. 1958, í sambúð með Kari Torkildsen, f. 1970, hún á tvö börn. Loftur hlaut hefð- bundna skólagöngu í barnaskóla sveitar- innar og stundaði nám í Handíðaskól- anum í Reykjavík veturinn 1942-1943. Loftur var alla sína ævi búsettur í Steinsholti, bjó þar félagsbúi með foreldrum sínum og systkinum og síðar konu sinni og systkinum. Meðfram bú- skapnum vann hann ýmis störf ut- an heimilis, mest við akstur á vöru- bifreiðum sínum. Loftur var mikill hestaáhugamaður og ferðaðist víða um hálendi Íslands á hestum. Meðal annars var hann í átján sumur á árunum1959-1977, fylgd- armaður með ferðahóp sem stund- aði hestaferðir um landið. Útför Lofts verður gerð frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verður að Stóra-Núpi. Það er ekki sjálfsagt að alast upp við ást, umhyggju og öryggi. Þessa alls fékk ég að njóta. Mamma, pabbi, amma og afi í föðurætt, öll hér í Geldingaholti og ekki er langt upp að Steinsholti en þar var allt móð- urfólkið. Amma og afi, auk systkina mömmu þeirra Nonna, Svenna, Böggu, Lofts, Siggu og Þóris sonar hennar. Þau bjuggu í sama húsinu þar til Loftur giftist. Við andlát ástvina streyma minn- ingarnar fram. Nú er Loftur horfinn sjónum okkar og er hann sá fjórði systkinanna sem kveður þennan heim. Steinsholtssystkinin voru svo nátengd, þótt ólík væru, að ef eitt þeirra er nefnt koma öll hin upp í hugann. Heimsóknir að Steinsholti í bernsku. Amma og afi voru hætt að bera ábyrgð á daglegum störfum og nutu þess að fá gesti. Sigga var frá unga aldri heilsuveil, sat því oft og gerði við föt eða prjónaði, hún sá allri fjölskyldunni fyrir ullarsokkum. Verkaskiptingin var ákveðin en samt hjálpuðust allir að. Nonni bar ábyrgð á kúnum, Svenni á fénu og Loftur sá um vélar og aðdrætti. Einnig stundaði hann oft vinnu utan búsins, sérstaklega vörubílaakstur. Bagga stjórnaði í eldhúsinu og oft mæddi mikið á henni, því að gest- risnin var í hávegum höfð. Allt var svo öruggt, allir á sínum stað. Allir gengu fumlaust að ákveðnum verk- um sem unnin voru af alúð og vand- virkni. Þau höfðu næmt auga fyrir mönnum og málleysingjum og voru ávallt reiðubúin til að leggja hönd á plóginn, hvar sem þurfti. Steinsholtssystkinin fæddust öll í torfbæ og mundu tímana tvenna og minni þeirra var alveg einstakt. Það var hægt að „fletta upp“ í þeim, þau sögðu vel frá og þeim fannst gaman að miðla liðnum atburðum til yngra fólks. Samveran við þau er ómet- anleg og ég minnist þeirra með virð- ingu og þökk fyrir allt sem þau hafa kennt mér. Fráfall Lofts móðurbóður míns bar brátt að. Hann kvaddi þennan heim í fjárhúsinu, nýbúinn að gefa á garðann. Höggið er sárt fyrir þá sem eftir lifa en er hægt að hugsa sér betri ævilok fyrir bónda sem unni skepnunum? Loftur var afar næmur á lífið í kringum sig og eink- um var það sauðféð og hestarnir sem áttu hug hans. Hann fór í hesta- ferðir um hálendi Íslands löngu áður en það komst í tísku. Manni fannst Loftur ekki gamall þótt árin væru orðin 83. Hann var hýr, kátur, léttur í spori, hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, naut þess að vera með barnabörnunum, var afar sjálfbjarga og þátttakandi í daglegu lífi til hinstu stundar. Það verður tómlegt að hitta ekki Loft á Steins- holtshlaðinu, hjá Böggu eða mæta honum á förnum vegi. Loftur giftist Jóhönnu Björgu Sigurðardóttur árið 1961 og byggðu þau sér reisulegt hús í Steinsholti. Okkur systkinunum þótti nokkuð skrýtið þegar Loftur var allt í einu kominn með konu og barn, en Björg átti soninn Gunnar áður og gekk Loftur honum í föðurstað. Þau urðu strax hluti af fjölskyldunni og Björg varð vinkona okkar allra. Hún lést um aldur fram fyrir 8 árum og var sárt saknað. Loftur og Björg eign- uðust 5 börn á sjö árum. Það var því mikið að gera á stóru heimili og krakkarnir voru tápmiklir. Loftur var ákaflega natinn við börnin sín og liðtækur við heimilisstörfin, þrátt fyrir langan vinnudag við bústörf og annað. Það er auðvelt að sjá Loft fyrir sér við eldhúsvaskinn og elda- mennskan var ekki vandamál. Síð- ustu árin bjó Loftur einn og oft dáð- ist ég að því hversu fínt var alltaf hjá honum, enda snyrtimennska og ná- kvæmni honum í blóð borin. Það var ekki alltaf auðvelt að gera honum til hæfis enda ætlaðist hann til að við sem yngri vorum lærðum almenni- leg vinnubrögð, því að hann vildi okkur svo vel. Það var líka gott að leita til hans, sérstaklega þegar vanda þurfti verk, hann var afar lag- hentur og útsjónarsamur. Loftur var farsæll maður og þau Björg skilja eftir sig einstaklega myndar- legan hóp afkomenda. Margt af því sem var svo sjálfsagt er nú liðið hjá og kemur ekki aftur, en minningarnar lifa og það er hugg- un í sorginni. Ég kveð Loft frænda minn með söknuði. Guð blessi minn- ingu hans og fólkið hans allt. Árdís Jónsdóttir. Enn eitt skarðið er höggvið í hóp- inn okkar. Það er aðeins rúmt ár síð- an við kvöddum Nonna frænda. Svona er lífsins gangur. Loftur í Steinsholti, móðurbróðir minn, sem við kveðjum nú svo snögglega var 83 ára en mér fannst hann alltaf ungur. Þessi svipsterki maður sem ávallt var snyrtilegur hvort sem hann var að gera við vélar eða uppáklæddur á mannamótum. Loftur var hlýr maður, ekki síst ef eitthvað bjátaði á. Það var stutt í glettnina og brosið. Hann var líka stríðinn en aldrei svo að það særði. Þetta var bara svona til að krydda tilveruna. Loftur var mjög laghentur og hafði gaman af að smíða og vandaði vel það sem hann gerði. Einnig hafði hann gaman af hestum og naut þess að fara á bak. Mörg sumur fór hann í hestaferðir um hálendi landsins sem fylgdarmaður og voru það oft langar ferðir. Eitt er það sem ég hef alltaf þakk- að Lofti. Hann kenndi mér að bjóða góðan dag. Hann var skólabílstjóri um tíma á hvíta Land-Rovernum og þá fór enginn upp í bílinn hjá honum á morgnana án þess að bjóða góðan dag. Loftur átti alla tíð heima í Steins- holti. Þar bjó hann félagsbúi með bræðrum sínum Nonna og Svenna, en hann vann líka mikið utan búsins, mest við vörubílaakstur, enda fannst mér rauða Scanían hans X 621 vera tákn hans í mörg ár. Mér er minni- stætt þegar hann kom austur með bílinn og ég, lítil hnáta, hitti hann fyrir neðan bæinn heima í Geldinga- holti. Honum voru falin verk sem vanda þurfti til. Hann kastaði ekki til þess höndunum að taka grafir og ganga frá leiðum í Stóra-Núpskirkjugarði. Það gerði hann af mikilli vandvirkni og virðingu. Þá umsjón hafði hann lengi. Kaffisoparnir í eldhúsinu hjá Lofti verða ekki fleiri að sinni, þaðan á ég margar góðar minningar. Hann hafði gaman af að segja frá því sem á daga hans hafði drifið og það var ekki bara með orðum, ekki síður með svipbrigðum og hendurnar töl- uðu líka. Og gjarnan brá hann fyrir sig röddum annarra. Þær eru margar minningarnar sem rifjast upp enda mikill sam- gangur milli Geldingaholts og Steinsholts og sönn vinátta. Loftur eignaðist góða konu, Björgu, sem dó fyrir 8 árum og var það mikill missir. Það er föngulegur hópur barna sem þau skilja eftir sig. Ég sendi frænd- liði mínu, börnum þeirra og fjöl- skyldum, mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Nú eru þær tvær eftir mamma og Bagga af sex börnum ömmu og afa í Steinsholti. Góðar minningar styrkja okkur öll. Ég kveð Loft frænda minn með hlýju og söknuði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Sigrún Jónsdóttir. Það mun hafa verið sumarið 1921 að sú frétt barst að Hæli að fæðst hefði drengur í Steinsholti daginn áður, þriðji drengurinn og fimmta barn hjónanna þar, Eiríks Loftsson- ar og Sigþrúðar Sveinsdóttur en þá var elsta barnið Jón orðinn 8 ára og næstur var Sveinn 6 ára og síðan tvær systur fjögurra og tveggja ára. Litli drengurinn hlaut nafn föðurafa síns Lofts Loftssonar fyrrum bónda í Steinsholti, þegar hann var skírður síðar þetta sumar. Á Hæli vorum við þá 4 systkini á barnsaldri, þrír drengir og ein stúlka, strákarnir 8, 6 og 5 ára og telpan tveggja ára. Það er stutt á milli bæjanna, aðeins 2 km, en bratt- lendi og heitir Ásgeirsholt. Þar ákváðum við börnin að hafa búslóð okkar barnanna á báðum bæjum á sumrin og þar var réttað á haustin og messað á sunnudögum eins og gert var hjá fullorðna fólkinu í sveit- inni. Þessir leikir barnanna á þess- um tveimur grannabæjum gerðu okkur börnin samrýnd og nánari vini og kunningja en annars hefði verið og vafalítið hefur söknuðurinn verið meiri á kveðjustundunum þeg- ar einhver í hópnum lagði af stað í óvissuferðina löngu að leiðarlokum. Bræðurnir þrír í Steinsholti stofn- uðu félagsbú í Steinsholti þegar for- eldrar þeirra hættu búskap vegna aldurs árið 1951 og bjuggu þar með aðstoð systra sinna í full 40 ár, miklu fyrirmyndarbúi og hlutu að lokum heiðursverðlaun Búnaðarsambands Suðurlands árið 1990 fyrir frábæran árangur í ræktunarstarfi fjárhjarð- arinnar í Steinsholti, sem var eitt- hvað um 350 talsins, norður-þing- eyskt fé en að mestu ættað úr Kelduhverfi. Á þessum árum höfðu þeir selt um tug kostamikilla hrúta á sæðingarstöð og þar fyrir utan all- marga lambhrúta í nágrannabyggð- arlögin og þannig stutt ræktunar- starfið í sveit sinni og héraði svo um munaði. Í Steinsholti voru flest þessi ár tvö heimili. Í gamla bænum ráku tveir eldri bræðurnir skemmtilegt heim- ili, lengst af með systrum sínum tveimur, en yngsta systirin Margrét giftist að Eystra-Geldingaholti og býr þar enn stórbúi með aðstoð barna sinna. En stóra breytingin á búskapnum í Steinsholti varð þegar Loftur kvæntist árið 1962 Björgu Sigurðardóttur frá Fremri-Langey á Breiðafirði og skömmu síðar reistu þau þar stórt hús, og þar ólust upp 6 börn þeirra hjóna og síðan þá voru tvö heimili starfrækt í Steinsholti og nú eru búin orðin tvö, annað stórt og vel rekið kúabú, en hitt er hestabú, þar sem er stundað hestauppeldi, tamningar og ferðaþjónusta. Þeim Lofti og Björgu búnaðist vel í félagsbúi með systkinum Lofts eins og áður er getið. Þau hjónin voru bæði mjög vel verki farin svo bar af. Loftur var mjög lagvirkur og jafn- vígur smiður á bæði tré og járn og auk þess mjög sýnt um alls lags vélaviðgerðir. Hann eignaðist fljótt vörubíl og stundaði oft vinnu með bílnum þegar tíminn við bústörfin leyfði. Loftur var góður hestamaður og eignaðist fljótt glæsilega reiðhesta, sem hann naut að láta sýna hvað þeir gætu á mótum hestamanna. Loftur varð ágætur bóndi eins og bræður hans, og hafði þá skapgerð sem hæfði í félagsstarfi í búskap, og hygg ég að samstarf systkinanna í Steinsholti hafi verið með fádæmum gott og árekstralaust. Þá voru systk- inin í Steinsholti bæði félagslynd og listræn og tóku mikinn þátt í öllu fé- lagsstarfi í sveitinni, svo sem söng- iðkun í kirkju og á mannfundum og voru flest góðum hæfileikum gædd í leikstarfi ungmennafélagsins, sem gerði það að verkum að fjölþætt skemmtanalíf var um áratuga skeið í sveitinni og áttu Steinsholtssystkin- in drjúgan þátt í því menningar- starfi. Fyrir utan alla þá góðu eiginleika sem Steinholtssystkinin voru gædd og hér hafa verið nefndir má nefna hve heimakær þau voru og undu sér vel við heimastörfin og við umbætur á lífsháttum í heimasveit. Nú þegar alltof margir flýja sveitirnar er gott að hafa hópa af fólki sem seint mun flýja af hólmi þó tíðarandinn leitist við að fá það burt með straumnum. Loftur í Steinsholti hefur nú lokið sínu merka ævistarfi með miklum sóma, en hann og hans mikilhæfa kona eiga hér marga afkomendur og frændfólk, sem eru líkleg til að elska landið og halda hér við blómlegri byggð. Sú kynslóð mun ekki láta gleymast fallegu búskaparsöguna sem kynslóð Lofts Eiríkssonar hef- ur skráð á undanförnum áratugum með svo miklum sóma og myndar- skap. Hjalti Gestsson. Loftur í Steinsholti er látinn. Hann hef ég þekkt frá því ég man eftir mér og þó hann væri um 20 ár- um eldri fannst mér við alltaf álíka gamlir. Mín fyrsta endurminning er að Loftur og faðir minn voru að henda mér á milli sín í baðstofunni á Hæli. Ég kom oft að Steinsholti og Loft- ur oft að Hæli og var mikill aufúsu- gestur, jafnt hjá ungum sem öldn- um. Það mátti t.d. ekki fljúgast á í stofunni á Hæli, en það var ekkert sagt við því ef Loftur var með í leiknum. Loftur var góður lærifaðir í ýms- um uppátækjum eins og hve hratt væri hægt að aka þessa eða hina beygjuna og ekki var ég hár í loftinu þegar hann kenndi mér að taka hluti upp af jörðu þegar maður var á hest- baki. Hann lét t.d. ópal detta á jörð- ina og varð maður að ná því án þess að fara af baki. Svona mætti lengi telja, en aðal- atriðið var að í Lofti eignaðist ég af- burðagóðan vin og á þá vináttu hefur aldrei borið skugga og alltaf er jafn gaman og gott að koma að Steins- holti. Ég og fjölskylda mín þökkum Lofti samferðina og vottum fjöl- skyldu hans innilega samúð. Gestur Einarsson. Á bernskuheimili mínu og í öllum uppvexti mínum bar fólkið í Steins- holti og lífið þar oft á góma. Þau voru og eru návinir okkar. Afi Magnús og amma Pálína bjuggu á Bala, 1913–1919, en bæði býlin stóðu í sama túninu. Þar fæddist Bergur föðurbróðir minn og pabbi nýfædd- ur, er afi og amma hófu þar búskap. Við systkinin fjögur vorum öll eitt- hvað í sveit í Steinsholti. Að undanförnu hefur þetta úrvals- fólk verið að kveðja okkur eitt af öðru. Nú var það Loftur. Hann varð bráðkvaddur við gegn- ingar 83 ára að aldri, dæmigert – eitthvað að sýsla við kindur og hesta – hinn vakandi bóndi. Við sitjum hljóð og rifjum upp ánægjustundir liðinna ára og ára- tuga. Það er ljómi yfir gamla Steins- holtsheimilinu. Systkinin fimm, Nonni, Svenni, Sigga, Bagga og Loftur bjuggu þar rausnarbúi. Aldr- aðir foreldrar þeirra lifðu í skjóli þeirra og sjötta systkinið, Magga, varð húsfreyja í næsta nágrenni, í Eystra-Geldingaholti og býr þar með börnum sínum myndarbúi. Í Steinsholti stóð allt traustum fótum, afurðasamt bú, víðfrægt fé, hánytja kýr og öflugur hestastofn. Nú situr Bagga ein eftir í nýlegu húsi á miðju hlaðinu og fylgist með búskapnum, sem er í höndum barna Lofts og Bjargar og alltaf er sama rausnin. Ég kynntist Lofti mjög náið ung- ur og átti hann að vini og velgjörð- armanni alla tíð. Einkenni Lofts voru hjálpsemi, mjög þægileg nær- vera, oft glettinn, þó alvörugefinn í bland, og mikið traust. Hann var náttúruunnandi og ræktunarmaður, átti afbragðs hesta og fáa veit ég hafa farið víðar um hálendi Íslands ríðandi að sumarlagi og á haustin en Loft. Hann var hestamaður af Guðs náð, athugull og nærfærinn. Hann var mjög handlaginn og úrræðagóð- ur. Margar minningar skjóta upp kolli, útreiðartúrar við alls kyns tækifæri. Þá naut ég oft gæðinga LOFTUR EIRÍKSSON Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ODDS SVEINBJÖRNSSONAR kennara, Sléttuvegi 3, Selfossi. Sérstaklega þökkum við Marianne Brandson Nielsen lækni og hjúkrunar- fræðingum á Heilsugæslustöð Suðurlands fyrir frábæra ummönnun og ómetanlegan stuðning. Jóhanna Margrét Einarsdóttir, börn, tengdabörn og fjölskyldur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.