Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN GÍSLI Gíslason á Akranesi svarar í Morgunblaðsgrein hinn 10. febrúar sl. ábendingum mínum um fjarskiptamál og ver fjárfest- ingar Orkuveitu Reykjavíkur á því sviði. Gísli setur skoðanir sínar fram í miklu bróðerni, eins og hans er von og vísa. Greinilegt er þó af máli Gísla að mér hefur ekki lukkast í skrifum mín- um að útskýra nægi- lega vel hvað ég tel kjarna þessa máls. Mér þykir því rétt að reyna á ný, enda tugir milljarða almannafjár í húfi. Síminn hagnast ekki á grunnnetinu Gísli telur að Sím- inn vilji ríghalda í svokallað grunnnet sitt. Svo er ekki, ákvörðun um eign- arhald þessarar stærstu eignar Sím- ans verður einungis tekin af eigendunum, en ekki fyrirtækinu sjálfu. Forsætisráð- herra og einkavæðing- arnefnd hafa tjáð þá afstöðu sína að fjar- skiptanetið verði ekki skilið frá fyrirtækinu við sölu ríkisins á hlut sínum. Raunar má segja að ef hagsmunir Símans eru skoðaðir þröngt, gæti verið betra fyrir fyrirtækið ef einhvers konar grunnnet yrði skilið frá öðrum hlutum fyrirtæk- isins. Síminn hagnast á því að veita þjónustu í fullri samkeppni á fjarskiptamarkaði, svo sem far- símaþjónustu, ADSL og talsíma. Strangar reglur gera Símanum ókleift að hagnast á rekstri fjar- skiptanetsins. Póst- og fjar- skiptastofnun verðstýrir netinu og allir greiða sama verð hvort sem um er að ræða Símann, Og Voda- fone eða aðra. Á netinu hvílir einnig sérstök þjónustukvöð, sem hefur kostað Símann milljarða. Engar slíkar kvaðir gilda um net Orkuveitu Reykjavíkur. Því gæti hentað Símanum út af fyrir sig að losna undan núverandi ástandi og veita þjónustu á annarra netum. Við sölu á eignarhlut sínum í Sím- anum lítur ríkið þó væntanlega ekki eingöngu til hagsmuna Sím- ans. Aðalatriðið er að þjónustan knýr áfram þróun fjarskiptaneta, en reglusett net sem væru aðskilin frá þjónustunni geta hæglega orð- ið eftir í þróuninni. Sem dæmi um framþróun netsins má nefna að í dag njóta 10 bæjarfélög á lands- byggðinni stafrænnar sjónvarps- þjónustu frá Símanum – og fer þeim ört fjölgandi. Sérstakur reglusettur netrekstraraðili hefði vart eflt netið á þennan hátt, en þessi nýja þjónusta Símans leiddi þó einmitt til þeirrar jákvæðu nið- urstöðu. Engin önnur lönd hafa skilið fjarskiptanet símafyrirtækja sinna frá þjónustuhlutnum við einkavæðingu, sem segir sína sögu. Síminn hefur byggt upp stærsta ljósleiðaranetið Gísli virðist standa í þeirri meiningu að Síminn hafi einungis lagt kopar og byggi allt sitt á sk. ISDN tækni. Í fyrsta lagi nær ADSL nú til 92% þjóðarinnar og er hún allt að 200 sinnum hrað- virkara en ISDN. Aðalatriðið er þó að ljósleiðaranet Símans, um 4.500 km, hefur verið í uppbygg- ingu á undanförnum 20 árum. Það er stærsta og öflugasta ljósleið- aranet landsins. Öll heimili á Ís- landi tengist netinu á einhvern hátt, en það nær til flestra gatna á höfuðborgarsvæðinu og um land allt. Um ljósleiðaranetið fer sjón- varpsþjónusta Símans, talsími og bandbreiðir gagnaflutningar. Rétt er að benda á að það kostar Sím- ann álíka mikið að tengja beint við ljósleiðara tiltekin 40 þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu og það kostar OR að tengja 4 þúsund heimili á Seltjarn- arnesi og Akranesi! Vísbending um yf- irvofandi sóun al- mannafjár er því klár. Þó er viðskiptavinum í raun sama hvort það er ljósleiðari inni á heimilinu, í kjall- aranum, götuskápn- um eða símstöðinni, svo fremi hann fái þá þjónustu sem hann vill. OR einblínir á hinn bóginn á eina tækni, og vill kosta milljarðatugum til hennar, að því er virðist án tillits til þjónustunnar sem viðskiptavinurinn ósk- ar eftir. Jarðvinna 75% kostnaðar Jarðvinnan er lang- stærsti kostnaðarlið- urinn við ljósleið- aravæðingu heimilanna, eða yfir 75%. Til hagsbóta fyrir neytendur hefur Síminn dregið verulega úr kostnaði við ljósleiðaravæðinguna með því að nýta sér jarðvinnu og skurði sem grafnir eru upp vegna annarra ástæðna. Því hefur Síminn brugðið á það ráð að leggja ljósleiðara í ný hverfi þar sem jarðvinna er þegar í gangi og einnig í eldri hverfi þar sem ráðist hefur verið í jarðvinnu af öðrum ástæðum. Neytendur bera kostnaðinn Ljóst er að sú aðferð sem Orku- veitan notar við lagningu eigin ljósleiðara verður aldrei jafn hag- kvæm og sú samnýting sem Sím- inn hefur notað, auk þess sem enn er töluverður tími þar til núver- andi lagnir úreldast. Þann tíma er rétt að nýta til þess að leggja ljós- leiðarann víðar með hagkvæmum hætti. Slík ráðdeild sparar neyt- endum að auki verulegar upp- hæðir, því það eru þeir sem ávallt borga framkvæmdirnar, hvort sem þeir gera það beint í fjarskipta- þjónustinni, á orkureikningnum eða í útsvari. Offjárfestingar í tveimur ljósleiðarakerfum Það getur vart verið sjálfstætt keppikefli að leggja tvö dýr fjar- skiptakerfi hlið við hlið, þegar neytandinn nýtir aldrei nema ann- að þeirra. Samkeppni er vissulega eftirsóknarverð, en hér er hún rammskökk þar sem fjarskipta- rekstur OR er niðurgreiddur og óreglusettur, en Símans er á sam- keppnismarkaði og með reglusett net um allt land. Orkuveita Reykjavíkur hefur fé af lögvernd- uðu einkaleyfi á sölu rafmagns og vatns. Því er í hæsta máta óeðli- legt að fyrirtækið nýti rekstur sinn á því verndaða sviði til þess að greiða niður framkvæmdir á öðru sviði og óskyldu þar sem hörð samkeppni ríkir. Stefnir í milljarða tuga offjárfest- ingu á SV-horninu Orri Hauksson fjallar um fjarskipti Orri Hauksson ’Það getur vart verið sjálf- stætt keppikefli að leggja tvö dýr fjarskipta- kerfi hlið við hlið, þegar neyt- andinn nýtir aldrei nema annað þeirra.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans. FRÁ og með áramótunum tóku gildi viðamiklar breytingar á lög- um um kirkjugarða, greftrun og lík- brennslu nr. 36/1993. Kirkjugarðaráð hefur falið Kirkjugarða- sambandi Íslands (KGSÍ) að kynna breytingarnar og áhrif þeirra og verður það gert í þessari grein. Það eru einkum út- reikningar á tekju- skiptingu kirkjugarða sem breytast og hafa þær breytingar áhrif til hækkunar eða lækkunar, allt eftir því hvernig forsendur þeirra eru, þ.e.a.s. stærð garðanna í fermetrum talið og umsvif þeirra varðandi graf- artöku. Það tekjukerfi, sem verið hefur við lýði sl. áratugi, hefur miðað við fjölda gjaldenda og ákveðna upphæð á mann 16 ára og eldri á þjónustusvæði hvers kirkjugarðs en nú verður horfið frá þeirri viðmiðun sem þykir ekki mæla tekjuþörfina nógu raunhæft. Samkvæmt samningi við ríkið hef- ur kirkjugarðaráði verið falið að ákveða og annast útdeilingu þeirr- ar upphæðar sem ríkið hefur ákvarðað í þennan málaflokk. Við undirbúning lagabreyting- arinnar var farið yfir helstu verk- efni sem kirkjugörðum er gert skylt að sjá um samkvæmt lögum, s.s. umhirðu garðanna, grafartöku, annað viðhald, prestkostnað, hús- næðiskostnað, stjórnunarkostnað, nýframkvæmdir o.fl. og þessum liðum var síðan steypt saman í 3 megingjaldaliði, sem tekjur kirkjugarða frá ríkinu (kirkju- garðsgjaldið) eiga að sjá um: Vægi umhirðu og fasts kostn- aðar í útgjöldum 80% Vægi graf- artöku og breytilegs kostnaðar í útgjöldum 18% Vægi líkbrennslu í útgjöldum (bálstofa KGRP) 2% Við útreikninga á framlagi ríkisins (714 milljónir árið 2005) til kirkju- garða vegna ársins 2005 var nýja aðferðin notuð. Miðað var við upphæð ársins 2004 sem grunn (678 millj- ónir), fjölda greftrana 2003 og flatarmál grafarsvæða í um- hirðu í árslok 2003. Framlaginu verður nú skipt í ofangreindum hlutföllum með sér- stöku útdeiling- arforriti sem kirkju- garðaráð hefur látið hanna. Við árlegan und- irbúning fjárlaga fyrir komandi ár verður framlag úr ríkissjóði til starfsemi kirkjugarða byggt á eft- irtöldum viðmiðunum: a) Reikna skal ákveðna upphæð fyrir hverja grafartöku og jarð- setningu á næstliðnu ári. b) Reikna skal ákveðna upphæð fyrir hverja líkbrennslu og graf- artöku í duftgarði á næstliðnu ári. c) Reikna skal ákveðna upphæð fyrir hvern fermetra grafarsvæða í umhirðu næstliðið ár. Alls skal miðað við 1.242.657 fermetra árið 2003 vegna framlags í fjárlögum ársins 2005. Fjöldi fermetra skal aukinn árlega um 8,3 fyrir hverja jarðsetningu skv. lið a. og um 1,5 fyrir hverja grafartöku í duftgarði skv. lið b. Fjárhæðir í lið a), b) og c) taka breytingum í fjárlögum hvers árs samkvæmt almennum verðlags- ákvæðum við fjárveitingar. Með þessu er tryggt endurgjald vegna stækkunar garðanna (stærra um- hirðusvæði) og viðurkennd er þörf kirkjugarða fyrir auknar tekjur þegar greftranir aukast. Nýja fyrirkomulagið mun minnka verulega þá mismunun sem hefur verið á tekjum kirkju- garða eftir íbúatölu vegna þess að forsenda nýju laganna er greining á lögbundnum verkefnum kirkju- garða og mat á kostnaði við að framkvæma þau. Stórir kirkju- garðar í dreifbýli munu fá meiri tekjur en áður en meðalstórir og stórir kirkjugarðar í þéttbýli munu margir fá minni tekjur vegna þess að vægi íbúatölu í tekjum þeirra mun minnka en vægi stærðar garðanna í fermetr- um mun aukast. Til lengri tíma lit- ið munu kirkjugarðar sem hafa mikið umleikis auka tekjur sínar í nýja kerfinu vegna þess að það mælir umsvif þeirra og miðar greiðslu í samræmi við verkefni þeirra. Allar kirkjugarðsstjórnir og sóknarnefndir á landinu hafa feng- ið ítarlegar útskýringar á þessum breytingum og einnig upplýsingar um fyrirkomulag greiðslu vegna grafarkostnaðar. Undirbúningur þessara breytinga og aðdragandi allur hefur verið unninn með vit- und og samþykki biskups og kirkjuráðs. Kynning hefur farið fram meðal félaga Kirkjugarða- sambandsins, á héraðsfundum og tvívegis á kirkjuþingi, sem sam- þykkti frumvarp Björns Bjarna- sonar dóms- og kirkjumálaráð- herra sl. haust og ráðherra lagði síðan fram sem ríkisstjórnar- frumvarp á haustþinginu. Fulltrúar Kirkjugarðasambands Íslands og kirkjugarðaráðs áttu gott samstarf við fulltrúa ráðu- neytanna í samninganefndinni og þakkað er fyrir góðan skilning og málefnalega niðurstöðu. Menn voru sammála um að hér væri á ferðinni málaflokkur sem brýnt væri að sinna vel og fullvíst er að það sé vilji allra lands- manna. Breyting á skipt- ingu fjármagns til kirkjugarða Þórsteinn Ragnarsson fjallar um breytingar á lögum um kirkjugarða ’Nýja fyrirkomulagiðmun minnka verulega þá mismunun sem hefur verið á tekjum kirkju- garða eftir íbúatölu …‘ Þórsteinn Ragnarsson Höfundur er stjórnarformaður Kirkjugarðasambands Íslands og forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. FJARSKIPTAMIÐSTÖÐ lög- reglu, FML, er starfrækt af rík- islögreglustjóranum og er til húsa í Björg- unarmiðstöðinni Skógarhlíð eins og al- mannavarnadeild og umferðardeild. Fjar- skiptamiðstöðin þjón- ustar embætti lög- reglustjóranna í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík, á Keflavíkurflugvelli og Selfossi. Fjar- skiptamiðstöðin að- stoðar einnig lögreglu á landsbyggðinni sé eftir því leitað. Fjar- skiptamiðstöðin notast við TETRA fjarskiptatækni og samnýtir gagna- grunn 112. Í tengslum við TETRA fjarskipti er notast við ferilvöktun þannig að allir lögreglubílar eru sýnilegir á tölvuskjá hjá starfs- mönnum FML. 112 tekur við um 300 þúsund sím- tölum árlega og af þeim fara 60–80 þúsund til FML. Hinn almenni borgari er oft og tíðum að leita eftir upplýsingum og þá vísa starfsmenn 112 til viðkomandi embætta. Þeir sem hins vegar þurfa aðstoð lög- reglu fá samband við FML sem eftir atvikum sendir lögreglumenn til aðstoðar. Styttri viðbragðstími Með tilkomu FML varð nokkur breyting á samstarfi og upplýs- ingaflæði milli lögreglu- embætta. Viðbragðs- tími í neyðartilfellum styttist til muna með svokallaðri ferilvöktun en starfsmenn FML hafa heimild til að senda næsta lögreglubíl á vettvang, óháð því frá hvaða embætti hann er. Er hægt að fullyrða að það hafi skipt sköpum í nokkrum tilfellum. Einnig hefur það gerst að mál hafa upplýst strax vegna upplýsinga- miðlunar til allra útivinnandi lög- reglumanna og hafa brotamenn ver- ið handteknir í næsta umdæmi örfáum mínútum eftir afbrot. FML samhæfir störf lögreglu og sjúkra- liðs í mörgum tilfellum. FML stjórnar leit og björgun, á landsvísu þegar ekki er ljóst hvar vettvangurinn er og eins ef atburð- ur er þannig að hann kalli á aðkomu tveggja eða fleiri lögregluumdæma. Starfsmenn FML koma að samhæf- ingarstöð almannavarna þegar hún er virkjuð. Við upphaf aðgerða eru það starfsmenn FML og 112 sem virkja stöðina og halda henni gang- andi þar til aðrir viðbragðsaðilar mæta, svo sem starfsmenn al- mannavarnadeildar, Slysavarna- félagsins Landsbjargar, Rauða krossins, Landlæknis og Vegagerð- arinnar. Samstarf milli FML og 112 er mikið. Stjórnendur funda reglulega þar sem farið er yfir atburði og rætt hvað fara mætti betur. Reynt er að halda því „formlegu“ því skrá þarf nánast alla hluti, allar upplýsingar og allar ákvarðanir. Náið samstarf 112 og lögreglunnar Jónína Sigurðardóttir fjallar um samstarf lögreglunnar og 112 ’Viðbragðstími í neyð-artilfellum styttist til muna með svokallaðri ferilvöktun …‘ Jónína Sigþrúður Sigurðardóttir Höfundur er aðstoðaryfirlögreglu- þjónn og forstöðumaður Fjarskiptamiðstöðvar lögreglu. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.