Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 37 MINNINGAR ✝ Veronika Her-mannsdóttir fæddist í Miðhúsum á Hellissandi 23. júní 1918. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík laugardaginn 5. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hermann Her- mannsson, f. í Svefn- eyjum á Breiða, f. 29.7. 1893, d. 7.11. 1979 og Ágústína Ingibjörg Kristjáns- dóttir, f. í Bjarna- reyjum á Breiðafirði 5.8. 1892, d. 17.2. 1979. Systkini Veroniku eru Arnbjörg, f. 22.9. 1919, Kristbjörg, f. 22.1. 1922, Her- mann, f. 2.10. 1926, d. 22.2. 1997, Kristinn Friðberg, f. 23.11. 1928, d. 30.7. 1995, Kristín, f. 11.8. 1930 og Helga, f. 16.3. 1937. Veronika giftist 13 júlí 1937 Lúðvík Júlíusi Albertssyni verslun- armanni frá Súðavík, f. 13.7. 1912, d. 8.8. 1987. Börn þeirra eru: 1) Smári Jónas, f. 14.3. 1938, kvæntur Auði Alexandersdóttir, f. 19.4. 1940. Börn þeirra eru a) Alexander Kristinn, f. 18.7. 1960, kvæntur Rósu Kristjánsdóttur, f. 8.7. 1960, börn þeirra Kristján Friðrik, Ás- geir, Auður og Ásdís Rós. b) Lúð- vík Ver, f. 29.8. 1961, kvæntur Önnu Þóru Böðvarsdóttur, f. 16.11. 1984. Sonur þeirra Smári Jónas. c) Örn, f. 5.10. 1967, kvæntur Eddu Gunnarsdóttur, f. 4.2. 1965, dætur þeirra Ásta Jónína og Auður Alex- andra. d) Hildigunnur, f. 7.2. 1969, gift Árna Hermannssyni, f. 14.3. 1969, börn þeirra Hermann og mundur Sigurðsson, f. 11.6. 1965, börn þeirra Runólfur Grétar og Sigríður Herdís. c) Hrönn Veron- ika, f. 7.3. 1978, maki Jóhann Freyr Jóhannsson, f. 20.12. 1978, barn þeirra óskírt. 5) Ómar Vignir, f. 3.3. 1948, kvæntur Arittu Kay Wiggs, f. 8.8. 1941. Börn þeirra eru Lísa Anne, f. 20.4. 1983 og Ari Bent, f. 1.8. 1985. 6) Hermann, f. 3.4. 1953, maki Steinunn Erla Árnadóttir, f. 13.2. 1954. Börn þeirra eru: Eva Hlín, f. 6.12. 1979, Elfa Björk, f. 24.1. 1983 og Lúðvík Snær, f. 26.8. 1987. 7) Helga Ágúst- ína, f. 4.5. 1960, maki Sigurjón Jónsson, f. 12.1. 1956. Veronika ólst upp hjá foreldrum sínum í Miðhúsum á Hellissandi til 2 ára aldurs en fór þá í fóstur til Helgu Jónsdóttur móðurömmu sinnar og Jónasar Jónassonar sam- býlismanns hennar. Þau bjuggu í sama húsi og foreldrar hennar og ólst upp hjá þeim sem þeirra dótt- ir. 17 ára réði Veronika sig í vist til hjónanna Sigríðar Thejll og Einars Erlendssonar húsameistara, sem bjuggu í Skólastræti 5b í Reykjavík og var þar í 2 ár. Veronika og Lúð- vík byggðu húsið Svalbarða á Hell- issandi árið 1938 þar sem þau stofnuðu sitt heimili og bjuggu æ síðan. Eftir að Lúðvík lést bjó hún þar ein til ársins 1999 að hún fór að Hrafnistu í Reykjavík. Veronika helgaði sig húsmóðurstörfum alla tíð. Hún annaðist fóstra sinn Jónas síðustu tuttugu ára æfi hans. Veronika og Lúðvík voru stofn- félagar UMF. Reynis á Hellissandi og voru heiðursfélagar þess. Ver- onika starfaði lengi í kvenfélagi Hellissands og er heiðursfélagi þess. Eftir að börnin voru uppkom- in fór hún um tíma út á vinnumark- aðinn og vann þá í fiskvinnu. Útför Veroniku fer fram frá Ingjaldshólskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hrafnhildur. 2) Þórdís Berta, f. 25.9. 1940, gift Björgvin Ólafs- syni, f. 4.8. 1924. Börn þeirra eru: a) Lúðvík, f. 4.7. 1960, kvæntur Þóru Jóhönnu Hjalta- dóttur, f. 10.6. 1963, synir þeirra Börn Bergur Logi og Egill. b) Íris Sigurlaug, f. 14.2. 1963, maki Guð- jón Guðmundsson, f. 13.11. 1963, börn þeirra Björgvin Már og Silja Dís. c) Björg- vin Þór, f. 27.6. 1972, maki Alda Sveinsdóttir, f. 23.4. 1972, dóttir þeirra Þórhildur. 3) Lúðvík, f. 6.3. 1943, kvæntur Stein- unni Jónu Kristófersdóttur, f. 16.7. 1945. Börn þeirra eru: A) Valgarð- ur Viðar, f. 30.5. 1964, kvæntur Bergþóru Jónu Steingrímsdóttur, f. 18.2. 1964, börn þeirra a) Stein- grímur Jón, kvæntur Berglindi Ósk, b) Vaka Hildur sambýlismað- ur Viktor Björn Óskarsson, dóttir hennar Viktoría Tea. c) Valdís Jóna. B) Guðmunda Arna, f. 7.11. 1969. C) Lúðvík, f. 14.1. 1972, sam- býliskona Pála Kristín Bergsveins- dóttir, f. 6.12. 1974, sonur þeirra Ívar Örn. D) Guðbrandur Elí, f. 20.2. 1979, sambýliskona Fouzia Bouhbouh, f. 10.10. 1973, sonur þeirra Elías Elí. 4) Sigríður, f. 11.10. 1944, gift Runólfi Grétar Þórðarsyni, f. 23.5. 1942. Börn þeirra eru: a) Þórður Ingimar, f. 7.2. 1965, kvæntur Áslaugu Sig- valdadóttur, f. 10.3. 1965, dætur þeirra Silja Ósk, Sólrún og Helga. b) Unnur, f. 12.8. 1967, maki Guð- Mig langar með nokkrum orðum að minnast móður minnar og þá um leið pabba, því þau voru órjúfanleg heild í 50 ár, samband þeirra var ein- stakt og einkenndist af virðingu, ást og hlýju. Það er mikil gæfa að eiga góða foreldra. Ég var yngst af sjö systkinum, svo mamma og pabbi höfðu oft nægan tíma fyrir mig, enda fór ég ekki varhluta af ást og um- hyggju. Mamma var yndisleg kona, hlý, glöð, dugleg og kraftmikil. Hennar áhugamál voru mörg en fjöl- skyldan var ævinlega í fyrirrúmi, enda hópurinn stór og barnalán þeirra hjóna mikið. Mamma var alla tíð hraust og naut lífsins til efri ára. Minningar mínar um þau eru ótal margar. Mamma elskaði sína heima- byggð og þau nutu þess að fara í bíl- túra út í náttúruna undir jökli, með mig. Við fjárbúskapinn sem þau héldu lét hún sitt ekki eftir liggja. Vinnudagur þeirra hjóna var oft langur og verkaskipting skýr. Pabbi vann úti en mamma var húsmóðir af lífi og sál, saumaði, bakaði og prjón- aði. Mamma var ótrúleg félagsvera og leið henni ætíð best með allan hópinn í kringum sig. Gestrisni þeirra var mikil og oft var mann- margt á heimilinu. Samband okkar mæðgnanna var náið. Við hittumst og töluðum saman daglega og eyddum saman jóla- og sumarfríum. Eftir að pabbi dó tókst mamma á við lífið af einstöku hug- rekki, þrátt fyrir að augljóst væri hvað hún saknaði hans mikið. Það er nokkur huggun í að vita að þau séu sameinuð á ný og að hennar bíði margar góðar sálir hinumegin. Mig langar að þakka móður minni allar góðu stundirnar sem við áttum saman og allt það mikla sem hún gerði fyrir mig. Guð blessi þig móðir mín og hvíldu í guðs friði. Allar góðu minningarnar geymi ég í hjarta mínu og veit að þú vakir yfir okkur öllum áfram. Þín móðurást var óbil- andi. Ástarkveðjur. Þín dóttir Helga Ágústína. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Þegar ég hugsa um þessar ljóð- línur úr 23. Davíðssálmi finnst mér ég sjá fyrir mér tengdaforeldra mína, grænar grundir, fögur blóma- beð og streymandi læki, þar sem þau leiðast hönd í hönd með bros á vör og blik í augum. Þau eru aftur ung, létt á fæti og glöð. Þannig held ég að hann hafi tekið á móti henni og þeirra samvera sé nú fullkomnuð. Ég minnist þess er ég kom fyrst á heimili þeirra ung að árum með Smára, elsta syni þeirra, hve inni- lega og ljúfmannlega þau tóku á móti mér. Hann með sinni fáguðu og ljúfu framkomu og hún með sínu stóra móðurhjarta sem alltaf var tilbúið að breiða sína móðurvængi yfir börnin sín og þá sem tilheyrðu þeim. Veronika var af þeirri kynslóð sem ólst upp og byrjaði sinn búskap á fyrrihluta síðustu aldar við allt aðr- ar aðstæður en nú tíðkast. Sparsemi og nýtni urðu að vera í fyrirrúmi. Það þótti gott að hafa eina kú í fjósi og nokkrar kindur. Prjóna og sauma á börnin, jafnvel upp úr gömlum flík- um. Allt þetta fórst henni vel úr hendi. Minningarnar eru margar eftir langa samfylgd þessarar góðu „vin- konu“ eins og hún nefndi mig svo oft. Henni á ég svo margt að þakka. Öll aðstoð hennar með börnin þegar þau voru lítil. Allir kaffisoparnir í eldhús- inu hennar, spjallið um daginn og veginn, félagsmál og því um líkt. Áhuginn þegar hún sýndi mér það nýjasta sem var að gerast hjá henni í handavinnu eða blómarækt. Þá minnist ég allra berjaferðanna með krakkana með okkur, Alla, Lúlla og Helgu Stínu. Heyskaparins fram í Hraunskarði þegar Lúðvík hafði tekið sér sumarfrí og slegið túnflat- irnar. Í minningunni er alltaf sól og þurrkur, og við, þú og ég Veija mín, stormuðum með krakkana í vögnum og kerrum, eftir að Örn og Hildi- gunnur bættust í hópinn,til Lúðvík með kaffi og meðlæti. Síðan tókum við til við að rifja heyið allt upp á gamla mátann. Það var auðvitað heilmikið puð en kindurnar, sem þið voruð svo lengi dugleg að vera með, þurftu forða til vetrarins. Það var líka gaman fyrir börnin að alast upp við að umgangast kindurnar, ekki síst sauðburðinn á vorin. Í dag skil ég varla hvernig hægt var að sam- ræma áhugann fyrir því að hafa blómagarð og kindur allt á sama blettinum umhverfis húsið. Það voru ekki margir með fallegri blómagarð á þeim tíma. Börnin okkar áttu alltaf auðsótt athvarf hjá ykkur hjónum ef okkur lá á. Ekki þótti þeim heldur leiðin- legt að fá að gista hjá ömmu og afa á Svalbarða. Það var nokkuð víst að afi og amma myndu spila við þau á kvöldin og að fara í rúmið fengi smá frest. Svo voru það öll jólaboðin. Alltaf sömu góðu siðirnir sem þú hélst við þótt þú værir orðin ein. Þess er ljúft að minnast að hjálparhellan þín, hún Helga Stína, kom alltaf heim til þín á jólum meðan heilsan leyfði þér að vera heima og halda jól með þínu fólki. Gestrisnin var þér svo sannarlega í blóð borin og lá nærri að þú vildir ekki fara frá húsi af ótta við að missa af gestum. Elska þín á heimahög- unum var mikil þar sem þú varst fædd og uppalin og bjóst allan þinn búskap. Því var það erfitt þegar heilsan bilaði að þurfa að flytja burtu en heimilið þitt stóð óhreyft að Sval- barða þar sem hugurinn dvaldi ætíð og með aðstoð þinna nánustu naustu dvalar þar um tíma á hverju sumri, þótt annan tíma dveldir þú og þægir umönnun að Hrafnistu í Reykjavík. Elsku tengdamamma hafðu þökk fyrir allan kærleik þinn og vináttu. Guð geymi þig og blessi . Auður. Elsku amma. Það er með söknuði sem þetta er skrifað og allar minningarnar streyma fram. Það er orðið langt síð- an að við vorum með þér á Sval- barða. En tíminn er afstæður og ekki líður sá dagur sem okkur verð- ur ekki hugsað til þín og þá erum við með þér á Svalbarða. Að koma til þín og afa á okkar yngri árum var eins og að komast í ævintýraheim, kindurnar, hænurn- ar, lækurinn, fjaran, krabbaveiðar og krossavíkin, þar gátu nú sumir gleymt sér. Ávallt þegar við komum til ykkar fengum við hlýjar móttökur, inni beið eldrauður rjúkandi rabbabara- grautur, sá besti í heimi, súkku- laðikaka inn í búri og spjall við eld- húsborðið. Brjóstsykursdollan átti sinn stað inn í eldhússkáp og ekki má gleyma skápnum með öllum þjóðbúningadúkkunum sem var allt- af jafnspennandi. Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur og spilaðir með okkur langt fram eftir kvöldi og hlóst dátt þínum smitandi hlátri og brostir þínu yndislega brosi og skemmtir þér greinilega vel með okkur krökkunum, þú varst yfirleitt síðust að standa upp frá spilaborð- inu. En amma, þú varst stærsta æv- intýrið og þinn persónuleiki var okk- ar fjársjóður. Með vinarþeli, húmor, innsæi og umhyggju í fari þínu mætti maður vin og jafningja. Sama viðmót fengu makar okkar og börn, þú komst fram við þau af ástúð og virðingu, áttir greiða leið að hjarta þeirra og hefur verið þar ávallt síðan. Það var alltaf erfitt að kveðja þig því þú vildir alltaf hafa okkur aðeins lengur, það er líka erfitt að kveðja þig núna, en við getum huggað okk- ur við það að nú ert þú hjá afa. Bæði bros og tár, ... en svona er nú lífið. Hvíl í friði elsku amma. Þínir vinir Þórður Ingimar og Áslaug, Unnur og Guðmundur, Hrönn Veronika og Jóhann Freyr, og langömmubörn. Elsku amma mín. Nú hefur þú lokið lífsgöngu þinni og fengið hvíld- ina. Á þessari stundu hugsa ég um all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman. Minningarnar um ferðirnar vestur á Svalbarða til ömmu og afa eru mér kærar. Oft var ég hjá þeim um páskana, kvöldstundirnar voru ánægjulegar þar sem mikið var spil- að og spjallað saman. Sumrin hjá þeim voru ógleymanlega skemmti- leg, nefni ég þá helst heyskapinn. Seinni part sumars fórum við oft í berjaferðir sem eru mér mjög eft- irminnilegar og á haustin var stund- um farið í réttirnar. Amma og mamma höfðu alla tíð verið mjög samrýndar. Eftir að amma fór á elliheimilið naut hún mikils og góðs stuðnings frá móður minni. Hún tók ömmu stundum heim meðan hægt var og hlúði að henni. Oftar en ekki náði fjölskyldan að sameinast á heimili móður minnar þegar amma var þar í heimsókn og naut hún þess mjög með okkur. Fyrir nokkrum dögum sat ég við sjúkrabeð hennar ásamt móður minni og var þá mjög af henni dreg- ið. Ég tók í hönd hennar og reyndi að tala við hana, en hún svaraði mér með brosi í örskamma stund. Þetta voru síðustu stundirnar með ömmu í lifanda lífi. Elsku amma, ég kveð þig nú. Ég veit að að þú átt vísan stað í ríki guðs ásamt afa. Ég sakna þín sárt og þakka fyrir þá ástúð og hlýju sem þú hefur gefið mér. Guð blessi minningu þína. Íris Sigurlaug Björgvinsdóttir. Elsku amma á Svalbarða, eins og ég kallaði þig alltaf. Þá hefur þú fengið hvíldina. Þú ert komin til afa, sem þú saknaðir svo mikið. Komin heim á Svalbarða, á hólinn þinn, nafla alheimsins, eins og við sögðum svo oft, og hlógum báðar. Æska mín, heima fyrir vestan, er samtvinnuð ykkur afa. Við áttum svo margar stundir saman. Þú varst mikil ungamamma, breiddir faðm þinn yfir okkur og lést okkur finna hvað þér þótti vænt um okkur og þú vildir fylgjast með öllu sem á daga okkar dreif. Það var ósjaldan sem við systkinin vorum hjá ykkur afa, til lengri eða skemmri tíma, þegar foreldrarnir brugðu sér suður eða til útlanda. Þið afi nutuð þess að hafa okkur. Þér fannst alltaf gaman að hafa líf og fjör í kringum þig. Ef enginn eða „of fá- ir“ litu inn í kaffi hjá þér, þá hrein- lega sóttir þú fólk inn af götunni og bauðst því inn. Það var alltaf pláss í eldhúsinu á Svalbarða og „nóg-nóg“ í ísskápnum. Margs er að minnast. Öll spila- kvöldin með þér og afa við eldhús- borðið þar sem við spiluðum oftast kana eða Svarta-Pétur. Allir Hraun- prýðisrúntarnir. Beruvíkuferðirnar þar sem við kíktum á rollurnar, hey- skapurinn á sumrin og ekki síst jóla- boðin, þar sem alltaf var nóg pláss við borðið sama hversu margir voru í litlu stofunni. Jólasveinar litu iðu- lega við og enduðu boðin alltaf á því að afi settist við orgelið og við sung- um Heims um ból. Plássið og hjarta- hlýjan á Svalbarða var ótakmörkuð. Aldrei kom maður til þín öðruvísi en að einhverju væri stungið upp í mann. Hugur þinn var heldur betur hjá mér og minni litlu fjölskyldu fyrir tæpum átta árum þegar við lentum í alvarlegu bílslysi. Það voru ófá sím- tölin sem þú áttir á Einarsstaði til að láta biðja fyrir okkur og síðan öll umhyggjan í okkar garð. Þú vildir fylgjast vel með líðan okkar. Alla tíð síðan hefur þú spurt mig í hvert sinn sem við hittumst hvernig ég hafi það. Elsku amma við eigum öll eftir að sakna þín. Þú varst yndisleg amma og lang- amma, alveg eins og ömmur eiga að vera, bústinn með svuntu, prjónaðir, áttir nammi í skápnum og hafðir óendanlega stóran og hlýjan faðm. Hafðu þökk fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir mig og mína í gegnum árin. Hvíl í friði. Hildigunnur Smáradóttir. Látin er elskuleg frænka mín Veronika Hermannsdóttir. Ég minnist hennar fyrst og fremst með þakklæti og gleði í huga. Hún var glaðleg og hlý kona og afskaplega mikill mannvinur. Ég hélt mikið upp á Veiju frænku. Hún kvaddi mann alltaf innilega, kyssti og faðmaði. Ég man svo vel hvað faðmur hennar var hlýr og gott að leggja höfuðið að brjósti hennar og hjúfra sig þar um stund. Við Veija urðum miklar vinkonur þegar ég var enn í grunnskóla. Hús- ið hennar stóð við hliðina á skólan- um. Um 10-11 ára aldur fór ég að venja komur mínar til hennar í morgunkaffi, meðan aðrir nemendur borðuðu nestið sitt í skólanum. Frænka hitaði kaffi fyrir okkur og smurði brauð iðulega með kæfu því það var uppáhaldið mitt. Ef kalt var í veðri sagði hún mér að fara upp í rúm og hlýja mér undir sænginni hennar á meðan hún hefði til kaffið. Þessar stundir voru mér ómetanleg- ar. Mér fannst ég mikils metin að frænka mín sem er 46 árum eldri en ég talaði ætíð við mig sem jafningja. Ég hélt þessum sið á meðan ég var í grunnskóla á Hellissandi. Við minn- stust oft á þessar stundir okkar í seinni tíð er við hittumst. Þegar foreldrar mínir fóru til Reykjavíkur kom fyrir að ég fékk að vera í fóstri hjá Veiju og Lúðvíki manninum hennar. Það fannst mér gaman. Það var nefnilega líf og fjör á Svalbarða því að hún frænka mín var afar mannblendin manneskja þar sem margir komu við í heimsókn. Húsið hennar Svalbarði var svolítið ævintýralegt. Það var gamalt og lít- ið, fullt af fallegum hlutum og blóm- um og svo marraði í gólfinu þegar maður gekk um. Veija móðursystir mín á sérstakan stað í hjarta mínu. Ég sé hana fyrir mér á tröppunum á Svalbarða að kveðja gesti með bros á vör, hnar- reist með þykka rauða hárið sitt og fallegu brúnu augun. Ég þakka guði fyrir að hafa leyst frænku mína frá þrautum sínum og megi hún hvíla í friði. Við sem kynnt- umst henni og fengum að njóta ná- vistar hennar erum ríkari manneskj- ur fyrir vikið. Ég vil votta börnum, tengdabörnum og barnabörnum hennar mína samúð. Sæunn Sævarsdóttir. VERONIKA HERMANNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Veroniku Hermannsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Ólöf Markúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.