Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VERRA VEÐUR Umboðsmaður Samskipa í Þórs- höfn segir að komið hafi í ljós við sjó- próf að veðrið var mun verra þegar Jökulfellið fórst og meiri ölduhæð en áður var talið. Skipverjarnir fimm sem komust lífs af gátu litlar upplýs- ingar gefið um orsakir þess að skipið sökk. Dómurinn gefur fordæmi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á dómkröfur Gunnlaugs Briem tónlistarmanns og dæmt Skíf- una til þess að greiða honum fyrir hljóðfæraleik á endurútgefnum hljómdiski. Gunnlaugur segir þetta prófmál sem hafi fordæmisgildi. Lést á Kanaríeyjum Íslensk kona lést á Kanaríeyjum í fyrradag. Var keyrt á hana er hún var að ganga yfir götu. Hún hét Sig- urbjörg Bjarnadóttir og var búsett í Neskaupstað. Lætur hún eftir sig eiginmann og þrjú uppkomin börn. Manntjón í úrhelli Talið er, að á annað hundrað manns hafi farist í gífurlegu úrhelli í Pakistan, einkum er stífla brast, en þá skolaði burt nokkrum þorpum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 30 Fréttaskýring 8 Bréf 33 Viðskipti 15 Íslenskt mál 33 Úr verinu 16 Minningar 34/41 Erlent 16/17 Kirkjustarf 42/43 Minn staður 18 Skák 43 Akureyri 19 Brids 47 Landið 20 Myndasögur 48 Árborg 20 Dagbók 48/51 Höfuðborgin 21 Staður og stund 50 Daglegt líf 22/23 Leikhús 52 Ferðalög 23/24 Bíó 54/57 Listir 25, 52/57 Ljósvakamiðlar 58 Af listum 25 Staksteinar 59 Umræðan 28/33 Veður 75 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir Frjálsíþróttablaðið frá Frjáls- íþróttasambandi Íslands. Blaðinu fylgir einnig blað um Kínversk áramót. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #         $         %&' ( )***                              bráðamóttökur spítalans en fækkar um 4,9% á dagdeildir. Fjöldi lega/ sjúklinga á legudeildum stendur í stað en legutími styttist. Fæðingum fjölgar um 2,4% og skurðaðgerðum um 1,5%. „Með fjölgun skurðaðgerða síð- ustu tvö árin hefur fækkað á nánast öllum biðlistum eftir þjónustu spít- alans. Í mörgum sérgreinum er alls engin bið, í öðrum er bið sem er tal- in eðlileg eða viðunandi og í örfáum sérgreinum er bið of löng þó svo hún hafi styst í flestum þeirra. Flestir bíða eftir skurðaðgerð á augasteini þrátt fyrir að umtalsverð fjölgun hafi orðið á þeim aðgerðum á síðasta ári. Nú bíða 1.149 ein- staklingar eftir þeirra aðgerð en á sama tíma í fyrra biðu 1.189. Sam- svarar það til rúmlega tíu mánaða biðtíma að meðaltali. Í fyrra biðu 220 einstaklingar eftir aðgerð vegna vélindabakflæðis og þindarslits en nú bíða 108 eftir slíkri aðgerð sem samsvarar rúmlega sjö mánaða bið- tíma. Eftir gerviliðaaðgerð á hné bíða nú 107 einstaklingar sem þýðir rúmlega sex mánaða bið og eftir gerviliðaaðgerð á mjöðm bíða 103 og samsvarar það tæplega fimm mánaða bið að meðaltali. Eftir hjartaþræðingu bíða 212 einstak- lingar sem er fjölgun frá því í fyrra. Samsvarar það tæplega þriggja mánaða biðtíma að meðaltali,“ segir í tilkynningu spítalans. LANDSPÍTALINN var rekinn með 273 milljóna króna halla á síð- asta ári að því er fram kemur í bráðabirgðauppgjöri frá spítalan- um. Þetta er um 1% af útgjöldum en þau námu um 27,9 milljörðum í fyrra. Rekstur flestra sviða spít- alans er innan áætlunar og eru að- eins þrjú svið með rekstrarkostnað sem er umfram fjárheimildir, lyf- lækningasvið I, slysa- og bráðasvið og rannsóknarstofnun LSH. „Sparnaðarkrafa ársins var um 3,0% og hefur því náðst að lækka rekstrarkostnað spítalans frá fyrra ári um það bil um 2,0%. Til að mæta sparnaðarkröfunni var dregið úr launakostnaði með því að segja upp fólki, leggja af vaktir, draga úr yf- irvinnu og fleiru sem náði til 500– 600 starfsmanna,“ segir í stjórnun- arupplýsingum LSH. Fækkað um 37 stöðugildi Landspítalinn greiddi 18.526 milljónir í laun á síðasta ári, en 18.058 milljónir árið áður. Greidd stöðugildi voru 3.835, sem er fækk- un um 37 stöðugildi frá árinu 2003. Lyfjakostnaður nam tæplega 2,7 milljörðum króna og jókst um 7,2% milli ára. Í takt við stefnu spítalans og þró- unina í hinum vestræna heimi fjölg- ar komum á göngudeildir spítalans um 11,6% frá fyrra ári. Að auki fjölgar komum um 3,3% á slysa- og 273 milljóna halli á rekstri LSH 1.149 einstaklingar bíða eftir aðgerð HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega fertugan karl- mann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni auk fleiri brota. Var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 1,2 milljónir kr. í bætur. Maðurinn var sakfelldur af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn stúlkunni á árunum 1989–1994 en hún er fædd 1981. Að mati héraðsdóms þóttu brotin bera vott um styrkan og ein- beittan brotavilja. Ákærði brást full- komlega því trausti sem stjúpdóttir hans hlaut að bera til hans sem stjúpföður síns. Brotin voru bæði mörg og svívirðileg að mati dómsins. Þau beindust að mjög mikilsverðum hagsmunum og voru til þess fallin að hafa í för með sér alvarlegar afleið- ingar fyrir telpuna. Ákærði neitaði sök og sagði dótturina hafa ásótt sig kynferðislega allt fimm ára tímabilið en dómurinn taldi þann framburð fjarstæðukenndan. Framburður dótturinnar væri hins vegar trúverð- ugur. Að mati dómsins ætti ákærði sér engar málsbætur. Maðurinn var einnig ákærður fyr- ir kynferðisbrot gegn þá 10 ára stjúpsyni sínum árið 1994 en sýkn- aður vegna ónógra sannana. Auk kynferðisbrotanna var ákærði sakfelldur af ákærum fyrir fíkniefnabrot, þjófnaði og hylmingu. Hann hefur frá árinu 1979 hlotið fimm dóma fyrir þjófnað og fíkni- efnabrot og rauf skilorð sem hann fékk árið 2003 fyrir þjófnaði. Málið dæmdu héraðsdómararnir Ásgeir Magnússon dómsformaður, Guðjón St. Marteinsson og Hervör Þorvaldsdóttir. Verjandi var Örn Clausen hrl. og sækjandi Sigríður Jósefsdóttir frá ríkissaksóknara. Dæmdur í 3½ árs fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni Dómurinn taldi brotin svívirðileg HINN svonefndi 112 dagur var haldinn hátíðlegur um land allt í fyrsta sinn í gær, en með heitinu er vísað í neyðarnúmerið 112. Dag- skrá var í Smáralind í Kópvogi og þar fengu 24 börn víðs vegar að af landinu verðlaun í eldvarn- argetraun Landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna. Víða um land voru slökkviliðs- og lögreglustöðvar opnar. Sjúkrabíl- ar, þyrla Landhelgisgæslunnar og mikill fjöldi ýmiskonar björg- unartækja var til sýnis og lög- reglumenn um land allt fengu marga í heimsókn á stöðvarnar sín- ar. Gert er ráð fyrir að 112 dag- urinn verði árviss viðburður og beri upp 11. febrúar ár hvert. 112 dagur- inn haldinn hátíðlegur Morgunblaðið/Júlíus GYLFI Þór Þorsteinsson hefur verið ráðinn sölustjóri auglýsinga á sölu- og markaðssviði Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins. Gylfi Þór hefur að undanförnu starfað sem markaðsstjóri Viðskiptablaðsins. Gylfi var á árunum 1994–2000 auglýsingastjóri Viðskipta- blaðsins og á árunum 2001–2003 auglýsinga- stjóri DV. Þá var hann ráðgjafi á söludeild Fíns miðils 2000–2001. Hann er kvæntur Guð- rúnu J.M. Þórisdóttur og eiga þau 3 börn. Sölustjóri auglýsinga Gylfi Þór Þorsteinsson HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands hefur dæmt tæplega 19 ára pilt í hálfs árs fangelsi fyrir líkamsárás á Akureyri í fyrravor og innbrot og þjófnað í verslun á Laugum í Reykjadal í desember 2003. Ákærði játaði bæði brotin greið- lega en hann var sakfelldur af ákæru fyrir að kjálkabrjóta mann á Akur- eyri og varð að greiða honum 320 þúsund kr. í bætur. Í innbrotinu í verslunina að Laug- um – þar sem tveir menn voru að verki auk ákærða – var stolið fyrir á annað hundrað þúsund kr. Ákærði fékk fjóra mánuði af sex á skilorði. Með líkamsárásinni rauf hann skilorð dóms frá janúar 2004. Hann hafði einnig áður verið dæmd- ur fyrir fíkniefnalagabrot. Dæmdur í hálfs árs fangelsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.