Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið Nýja svið og Litla svið HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Í kvöld kl 20, - UPPSELT Fi 17/2 kl 20 - UPPSELT Fö 18/2 kl 20 Lau 19/2 kl 20 - UPPSELT Fö 25/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20, Fö 4/3 kl 20, Lau 5/3 kl 20 Su 13/3 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 13/2 kl 14 Su 20/2 kl 14 Su 27/2 kl 14 Su 6/3 kl 14 - AUKASÝNING SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau SÝNINGAR HALDA ÁFRAM EFTIR PÁSKA AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Í kvöld kl 20, Lau 19/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20, Su 6/3 kl 20 Ath: Miðaverð kr. 1.500 AUSA - Einstök leikhúsperla BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Í kvöld kl 20 - UPPSELT Su 13/2 kl 20 - UPPSELT Fi 17/2 kl 20, Su 20/2 kl 20 - UPPSELT Fi 24/2 kl 20, Fö 25/2 kl 20 - UPPSELT SÝNINGUM LÝKUR Í FEBRÚAR SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Í kvöld kl 20 Fö 18/2 kl 20, Fö 25/2 kl 20, Mi 27/3 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Su 13/2 kl 20, Su 20/2 kl 20, Su 27/2 kl 20, Fi 3/3 kl 20 HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana Forsala aðgöngumiða hafin 15:15 TÓNLEIKAR - BENDA NÝTT EFNI Í dag kl 15:15 SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Aðalæfing mi 16/2 kl 20 - kr. 1.000 Forsýning fi 17/2 kl 13 - kr. 1.000 Frumsýning fö 18/2 kl 20 - UPPSELT Lau 19/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20, Su 27/2 kl 20 VESTURFARARNIR - NÁMSKEIÐ Í samstarfi við Mími-símenntun Mi 16/2 - Helga Ögmundardóttir Mi 23/2 - Böðvar Guðmundsson Innifalið: Boð á Híbýli vindanna LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 Lúdó og Stefán í kvöld geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.is “SNILLDARLEIKUR” • Föstudag 18/2 kl 20 LAUS SÆTI Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 VS Fréttablaðið 2. sýn. 13. feb. kl. 19 - örfá sæti laus • 3. sýn 18.feb. kl 20 - uppselt 4. sýn. 20. feb. kl. 19 - örfá sæti laus • 5. sýn. 25. feb. kl. 20 - nokkur sæti laus 6. sýn. 27. feb. kl. 19 - nokkur sæti laus • 7. sýn. 4. mars kl. 20 8. sýn. 6. mars kl. 19 • 9. sýn.12. mars kl. 19. Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst Vivaldi - Trúarleg verk og óperur Hádegistónleikar þriðjudaginn 15.febrúar kl. 12.15 – Marta Hrafnsdóttir, alt Sigurðar Halldórsson, selló og Kurt Kopecky, semball flytja verk eftir Vivaldi. Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Hrein og klár snilld “ H.Ö.B. RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart Lau. 12.2 kl 20 UPPSELT Sun. 13.2 kl 14 aukasýn. Örfá sæti Fös. 18.2 kl 20 Örfá sæti Lau. 19.2 kl 20 Örfá sæti Sun. 20.2 kl 14 aukasýn. Örfá sæti Fös. 25.2 kl 20 Nokkur sæti Lau. 26.2 kl 20 Örfá sæti Fös. 04.3 kl 20 Nokkur sæti Lau. 05.3 kl 20 Nokkur sæti Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! AFRICAN SANCTUS Háskólakórinn og Vox academica Stjórnandi Hákon Leifsson. Neskirkja laugardaginn 12. febrúar kl. 15.00 og 18.00. Aðgangseyrir 2.000 kr. Fáðu úrslitin send í símann þinn „JIMMY Smith hafði gríðarleg áhrif. Hann var hornsteinn í Hammondorgelsögunni og álíka mikill áhrifavaldur og Bill Evans og Art Tatum meðal píanóleik- ara,“ segir Þórir Baldursson, tón- listarmaður og Hammondorgel- leikari. „Enn þann dag í dag eru djass- orginstar að stæla hann. Hann setti nýja stefnu og menn fóru að herma eftir honum. Hann hafði geysileg áhrif á mig og alla okk- ar kynslóð í orgelleik. Kalli heit- inn [Sighvatsson] og ég lágum yf- ir honum,“ segir Þórir, sem náði því eitt sinn að sjá Jimmy Smith spila á tónleikum í litlum djass- klúbbi á Manhattan í New York á níunda áratugnum. „Þá var stjarna hans aðeins farin að dala en hann var samt þrælgóður eins og hann var alltaf.“ Ótrúleg færni og flott svíng „Hann var alveg stórkostlegur og að sumu leyti þeirra fremst- ur,“ segir Agnar Már Magnússon, djasspíanó- og orgelleikari um Jimmy Smith. Þó ekki sé hann meðal stærstu áhrifavalda Agn- ars Más segir hann að Jimmy Smith sé yfirleitt fyrsta nafnið sem upp kemur í huga þeirra sem eitthvað þekki til Hammond- tónlistar. „Og kannski ekki að ástæðu- lausu. Hann hafði ótrúlega færni, flott svíng og góða tilfinningu fyrir þessari tónlist.“ Enn í dag eru djassorganistar að stæla hann Þórir Baldursson Agnar Már Magnússon JIMMY Smith, áhrifamesti stór- meistari orgeldjassins og fyrirmynd Hammondorgelleikara um allan heim, er fallinn frá. Smith lést á heim- ili sínu sl. þriðjudag, 76 ára að aldri. James Oscar Smith, eins og hann hét fullu nafni, bylti notkun raf- magnsorgelsins í djasstónlist upp úr miðjum sjötta áratug seinustu aldar. Hann hafði mikil áhrif á orgelleikara í djassi, rokktónlist, „R&B“, blús- og sálartónlist og lagði línurnar í Hammondorgelleik allt til þessa dags með kynngimögnuðum vinstrihand- arhljómum, leiftrandi og hröðum boplínum hægri handar og sterkum bassa sem hann steig á fótbassa Hammond B3 orgelsins. Olli straumhvörfum Í sjóðheitri sveiflunni sem ávallt einkenndi leik Jimmy Smith blandaði hann áhrifum blús- og gospeltónlistar við be-boppið og reis stjarna hans hvað hæst þegar vinsældir harða- boppsins og sálardjassins voru hvað mestar á síðari hluta sjötta áratug- arins og fram eftir þeim sjöunda. Þó menn á borð við Wild Bill Davis og Milt Buckner væru farnir að leika á rafmagnsorgel í djassi á undan Jimmy Smith, er almennt viðurkennt að hann hafi öðrum fremur valdið straumhvörfum og hafið Hammon- dorgelið til vegs og virðingar í djass- tónlist. Var hann áratugum saman valinn fremsti orgelleikari djassins ár hvert í gagnrýnendakosningum djasstímaritsins Down Beat. Smith ólst upp í Norristown skammt utan Philadelphiu og fór snemma að læra á píanó. 23 ára gam- all skipti hann yfir í rafmagnsorgelið. Hann var undir sterkum áhrifum blásara á borð við Don Byas og Cole- man Hawkins og píanistanna Art Tatum, Erroll Garner, Bud Powell. Smith fór að vekja verulega athygli þegar hann kom fram í Café Bohemia og Birdland djassklúbbunum í New York 1956 og ári síðar á Newport djassfestivalinu, sem skaut Jimmy Smith upp í flokk alþjóðastjarna djassins og frægð hans jókst með hljóðritunum fyrir Blue Note á ár- unum 1956-63, og síðar Verve útgáf- una allt til 1972. Meðal þekktustu platna hans frá þessum tíma eru Groovin’ At smalls’ Paradise, Back At The Chicken Shack,The Champ, The Sermon, Bashin’ og Walk On the Wild Side. Upptökur Jimmy Smith með Kenny Burrell, Lou Donaldson, Wes Montgomery, Lee Morgan, Tina Brooks, Ike Quebec og Stanley Turr- entine eru taldar meðal þess besta sem eftir hann liggur og flokkast meðal sígildra hljóðritana djasssög- unnar. Einnig lék hann með stór- sveitum útsetningar Olivers Nelsons og Lalo Schifrin auk kvikmynda- tónlistar. Diskur með síðustu hljóðrit- uninni kemur í næstu viku Smith var á stöðugum tónleikaferð- um og spilaði í djassklúbbum óslitið fram á áttunda áratuginn. Á níunda og tíunda áratugnum hljóðritaði hann á nýjan leik fyrir Blue Note útgáfuna og einnig Milestone og árið 2001 kom út geisladiskur hans Dot Com Blues sem fékk ágætar viðtökur. Jimmy Smith var virkur í tónlist al- veg fram undir það síðasta. Í seinasta mánuði veitti stofnunin National En- dowment for the Arts í Bandaríkj- unum honum æðstu heiðursvið- urkenningu sem einum af meisturum bandarískrar djasstónlistar. „Jimmy var einn fremsti tónlistarmaður og frumkvöðull okkar tíma,“ er haft eftir djassorgelleikaranum Joey DeFr- ancesco í fréttum erlendra fjölmiðla af láti Smiths en DeFrancesco hefur oft verið kallaður hinn sanni arftaki hans í djassorgelleik. Í næstu viku er væntanlegur geisladiskur með síð- ustu hljóðritun Jimmy Smith þar sem hann leikur með DeFrancesco. Meistari Hammondsins fallinn frá AP Jimmy Smith, ókrýndur konungur orgeldjassleikara, spilar á Hamm- ond B3 orgelið í Radio City Music Hall í New York árið 1974. omfr@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.