Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „FERÐAFÉLAG Íslands stendur á gömlum merg og meðal félagsmanna er kjarni reyndra ferða- manna en á seinni árum hefur yngra fólk í auknum mæli gengið til liðs við félagið. Við mætum breytt- um ferðavenjum með því að bjóða nýjungar í fjöl- breyttari ferðum, stundum með sérstakri dagskrá, ásamt því að halda hinum hefðbundnu ferðum,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands í samtali við Morgunblaðið. „Þannig verður til hin ágætasta blanda byrjenda í ferðamennsku og þeirra sem lengra eru komnir og þetta rótgróna fé- lag sem stofnað var 1927 verður áfram síungt.“ Ferðaáætlun félagsins 2005 er nýkomin út og er henni dreift með Morgunblaðinu í dag. Til þessa hefur hún einkum verið send félagsmönnunum sjö þúsund. Upplagið í ár er um 60 þúsund eintök. Ólaf- ur Örn segir að breyttum ferðavenjum fylgi sú nauðsyn að kynna félagið víðar og betur og því var ákveðið að dreifa ferðaáætlun ársins mun víðar en áður. Þá hefur vefsíða félagsins, fi.is, verið end- urnýjuð og þar er að finna allar upplýsingar um ferðir auk þess sem hægt er að skrá sig til þátttöku. Ólafur Örn nefnir sem dæmi um breyttar ferða- venjur í lengri gönguferðunum að nú sé farangur oftar fluttur milli náttstaða í stað þess að menn beri allt með sér. „Menn vilja kannski eiga eitthvert út- hald eftir í lok göngudags og koma saman yfir tón- list, jóga eða annarri dagskrá í stað þess að skríða örþreyttir beint í pokann.“ Ferðafélag Íslands hefur aðsetur í Mörkinni 6 í Reykjavík og þaðan er lagt upp í flestar dagsferð- irnar. Á skrifstofunni eru þrír starfsmenn og fram- kvæmdastjóri er Páll Guðmundsson. Tugir marg- reyndra fararstjóra koma við sögu á hverju ári og mikil vinna felst í umhirðu skála félagsins sem eru á fjórða tug ef taldir eru með skálar deilda Ferða- félagsins út um landið og þannig segir forsetinn fé- lagið njóta góðs af framlagi fjölda sjálfboðaliða. Ólafur Örn leggur líka áherslu á að þótt Ferða- félagið starfi á þeim gamla grunni að standa fyrir stuttum sem löngum gönguferðum og skoð- unarferðum þar sem reynt getur stundum á úthald- ið sé félagið hreint ekki bara fyrir margreynda og duglega göngugarpa. „Við leggjum einmitt áherslu á að fólk geti ferðast með okkur án þess að búa yfir sérstakri reynslu eða hæfni. Bæði eru ferðirnar misjafnlega erfiðar og við höfum boðið mönnum þá nýjung að koma á hverjum sunnudegi árið um kring klukkan 10.30 og taka þátt í svokallaðri göngugleði. Þá hittumst við hér með nesti til dags- ins, ákveðum hvert skal halda undir stjórn far- arstjóra, menn halda þangað á eigin bílum og taka þátt í léttri göngu. Þannig geta menn þreifað sig áfram og sett sér markmið um lengri gönguferðir.“ Söguferðir, jeppaferðir, unglingaferðir Dæmi um hefðbundnar ferðir og sívinsælar eru ferðir á Hornstrandir, í Fjörður og Hvanndali og seljast þessar ferðir fljótt upp. Meðal nýjunga í ferðaáætlun ársins eru svonefndar söguferðir. Dæmi um þær er dagsferð í maí, sögur og sagnir í Árnessýslu þar sem Þór Vigfússon er fararstjóri og fræðir um fólk og fyrirbrigði í héraðinu. Önnur slík er í apríl um Borgarfjörðinn, þar sem landnám Borgarfjarðar og Egilssaga situr í fyrirrúmi í far- arstjórn Kjartans Ragnarssonar leikstjóra. Þá seg- ir Ólafur Örn verulega áhugaverða sex daga ferð í júlí um Látrabjarg, Rauðasand og nágrenni. Og fyrir hrausta ferðamenn verður í júlí boðið uppá 7 daga skíðaferð yfir Vatnajökul. Fararstjóri verður Haraldur Örn Ólafsson og leiðsögn annast Pétur Þorleifsson. Jeppaferðir njóta líka vaxandi vin- sælda og verða að minnsta kosti fjórar slíkar í sum- ar og unglingum verður boðin 8 daga ferð í ágúst um Hornstrandir. Þá er einnig að finna í áætluninni ferðir hinna ýmsu deilda Ferðafélagsins. „Af þessu má sjá að við reynum að sinna fjöl- breyttum óskum um ferðatilhögun. Þar fyrir utan rekum við umfangsmikið útgáfustarf, árbókina, ferðarit og kort, við sinnum stígagerð og margs konar náttúruvernd og eigum víða mikið samstarf við heimamenn þar sem leiðir okkar liggja.“ Fjölbreyttari ferðir með breyttum ferðavenjum joto@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Ís- lands, gluggar í Ferðaáætlunina 2005 sem er hið myndarlegasta kver uppá rúmar 80 síður. Ferðaáætlun Ferðafélagsins í 60 þúsund eintökum A min Kamete er skipulagsfræðingur að mennt og starfar hjá Norrænu Afríkustofnuninni. Hann segir ýmis vandamál blasa við í Afríku í dag. Vandamál eins og alnæmi, styrjaldir og fátækt svo fátt eitt sé nefnt. Hann mun koma inn á þessi málefni á málþingi sem haldið er á vegum Háskóla Íslands, Þróun- arsamvinnustofnunar Íslands og Norrænu Afr- íkustofnunarinnar í dag, en það ber yfirskrift- ina „Ný Afríka í mótun“. Kamete segir að ástandið í Afríku í heild og í einstökum hér- uðum verði rætt og metið. Hvað hafi verið gert, hvað sé verið að gera og hvers megi vænta á næstu fimm til tíu árum? „Það eru vandamál sérstaklega í sunn- anverðri Afríku núna, og það eru mikil vanda- mál í Simbabve. Landið er orðin ástæða eða ein- hverskonar afsökun fyrir því að önnur lönd hafa dregið úr sinni þróunaraðstoð,“ segir Kamete aðspurður um ástandið í Afríku. Hann segir að á meðan lönd eins og Botswana, Malaví og Mós- ambík blómstri í dag vegna þróunarsamvinnu þá vilji sem fæstir vita af og/eða eiga við Simb- abve. Aðspurður um ástæðuna segir Kamete það vera vegna stjórnmálaástandsins í landinu. Mikið sagt en lítið aðhafst „Vestrænar ríkisstjórnir, og þá sérstaklega ESB, Bandaríkin og Ástralía, viðurkenna ekki ríkisstjórn Simbabve. Þau telja að hún hafi komist til valda með ólögmætum hætti. Þau segja að forsetinn (Robert Mugabe) hafi staðið fyrir kosningasvindli,“ segir Kamete sem bætir því við að hann telji sannleikann vera þann að mörg ríki aðhafist lítið til þess að laga ástandið í Simbabve. Það sé mjög slæmt því þar séu mannréttindi þverbrotin, efnahagurinn í rúst og vegna þessa ófremdarástands hafi aðrar þjóðir fjarlægst Simbabve. Kamete segir þó vandamál vera víðar í álf- unni og mikið sé um spillingu meðal embættis- manna. „Þróunarsamvinna fer minnkandi vegna ástandsins í Afríku. Afríka hefur fengið stuðning sl. 30-40 ár en samt er ekkert að ger- ast. Fátækt er enn mikil, atvinnuleysi sömuleið- is, hagkerfin eru illa stödd. Þannig að fólk verð- ur þreytt. Fólk verður þreytt á sömu gömlu tuggunni,“ segir Kamete og bætir því við að mikið sé sagt en lítið sé aðhafst. Hann segir þróunarsamvinnu hafa snúist upp í andhverfu sína þar sem embættismenn sjá færi á því að hagnast og draga sér fé sem ætti að fara í að- stoð. „Af hverjum dollara sem er gefin til þró- unarsamvinnu fara 83 sent í stjórnsýsluna. Að- eins 17 sent fara beint til fólksins sem þarf á aðstoðinni að halda,“ segir Kamete og bætir því við að peningar hafi streymt til Afríku á und- anförnum árum og áratugum, en þessir pen- ingar hafi oft ekki skilað sér til réttra aðila. Hann segir fólk vera orðið leitt á óstöðugleika. Kamete bendir á að margt fólk, sem búi yfir sérþekkingu og komi til þess að vinna að þróun- armálum, óttist það að segja Afríkubúum fyrir verkum, þ.e. benda þeim á hvað þeir eigi að gera og hvað ekki til þess að ná árangri. Ástæð- an sé sú að Afríkubúar séu fullir tortryggni um ásetning þeirra sem komi til að starfa með þeim, telji að verið sé að búa til störf fyrir Evr- ópubúa en ekki íbúa Afríku. Þróunarsamvinna innan Afríku Kamate segir að ríki í sunnanverðri Afríku séu flest hætt að biðja um þróunarsamvinnu frá umheiminum nema þegar um náttúruhamfarir sé að ræða, t.d. vegna þurrka eða flóða. Ríkin leiti frekar nú til dags til annarra Afríkuríkja, til Þróunarsamvinnustofnunar sunnanverðrar Afríku svo dæmi sé tekið. Að henni koma þjóðir eins og Simbabve, Malaví, Kongó, Sambía, Tansanía og Mósambík að sögn Kamete. „Þessi ríki hittast og vinna að stefnumótun fyrir ákveðin svæði,“ segir Kamete og bætir því við að það sama sé að gerast um gjörvalla Afríku þar sem samtök og stofnanir séu farnar að skipuleggja sig til þess að sinna þróunarverk- efnum og aðstoð á þeim svæðum þar sem þörf sé á. Aðspurður telur Kamete marga fjárfesta ekki vilja koma til Afríkuríkja vegna þess óstöð- ugleika sem hafi gætt þar. Hann bendir þó á að þetta eigi ekki við öll lönd Afríku því í sumum löndum sé ástandið mjög gott, t.d. í Suður- Afríku. Hann segir að bæði sé unnið að svæð- isbundnum og alþjóða viðskiptaáætlunum, sem miði að því að fá fjárfesta til ríkjanna. Þetta sé hinsvegar ekki að gerast í Simbabve þar sem fjárfestar geti ekki verið vissir um það að fyr- irtæki sem þeir festa kaup á verði þeirra 10 ár- um seinna. Hann segir eignarréttindi vera þverbrotin í Simbabve og ástandið ótryggt. Skortur sé á lögum sem vernda þennan rétt og á meðan svo sé komi engir til þess að fjárfesta í Simbabve. Annað sé uppi á teningnum í Suður- Afríku þar sem mikið sé um fjárfesta, enda sé lagaumhverfið mun betra og lögum þar að auki framfylgt. Lifa á ringulreiðinni „Helstu auðlindir Afríku eru fólkið,“ segir Kamete og bætir því við að þótt ekki sé um mik- inn fjölda að ræða þá hafi margir sótt sér mjög góða menntun. Vandamálið sé hinsvegar að þeir sem hafa náð sér í menntun hverfi frá land- inu til þess að búa og starfa annars staðar, í von um betri lífsskjör. Meðal náttúruauðlinda Afr- íku eru m.a. demantar, gull og olía. Kamete seg- ir vandamálið varðandi þessar auðlindir það að þær hafi breyst úr því að vera blessun í bölvun. Barist sé um þessar auðlindir s.s. í Líberíu og Angóla. „Það eru margir sem njóta góðs af ófremdarástandinu og ringulreiðinni sem er víða í Afríku. Því meiri ringulreið, því meira er af tækifærum fyrir þessa óprúttnu aðila að stela auðlindum og öðrum verðmætum,“ segir Kam- ete og nefnir fíkniefnasala og vopnasala sem dæmi. Hann kveðst vera vongóður um framtíð Afr- íku því honum sýnist sem breytingar séu að verða til batnaðar. T.d. séu afrískir leiðtogar og afrísk alþýða farin að gera sér ljóst að um vandamál sé að ræða og því sé nauðsynlegt að taka á þeim vandamálum sem blasi við. Vanda- mál sem snerti mannréttindi, heilbrigði og sam- félagsmál, svo dæmi séu tekin. „Framtíð Afríku er björt svo lengi sem stjórnvöld láta að sér kveða til þess að vinna að bættum hag fólksins,“ segir Kamete. Á málþinginu í dag mun Kamete ásamt öðr- um afrískum sérfræðingum leitast við að varpa ljósi á þann margþætta vanda sem ríki í sunn- anverðri Afríku eiga við að etja. Hvaða mála- flokkar skipta Afríku mestu máli og ákveðin svæði Afríku. Meðal frummælenda á mál- þinginu ásamt Kamete verður Henning Melber, forstöðumaður Norrænu Afríkustofnunarinnar. Málþingið stendur frá kl. 14-16 og er haldið í Hátíðasal HÍ. „Helstu auðlindir Afríku eru fólkið“ Amin Kamete segir heima- land sitt, Simbabve, vera notað sem afsökun annarra þjóða fyrir því að dregið hafi verið úr þróunarsamvinnu við mörg Afríkuríki. Jón Pét- ur Jónsson ræddi við hann um stöðu mála í Afríku. Morgunblaðið/Jim Smart „Simbabve er orðin ástæða eða einhverskonar afsökun fyrir því að önnur lönd hafa dregið úr sinni þróunaraðstoð,“ segir Kamete, en mikil afturför hefur orðið í landinu á síðustu árum. jonpetur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.