Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 56
Hljómsveit allra landsmanna,Stuðmenn, heldur utan tilLundúna í mars og leikur í hinu fræga húsi, Royal Albert Hall, hinn 24. mars. Daginn eftir verða svo kvikmyndir þær er segja af ævintýr- um Stuðmanna, Með allt á hreinu og Í takt við tímann, sýndar í Electric Cinema í Notting Hill Gate. Jakob Frímann Magnússon tjáir blaðamanni að tilurð tónleikanna sé hægt að rekja til þess er sveitin sté á stokk í Tívolí Kaupmannahafnar fyr- ir ári síðan vegna gerðar mynd- arinnar Í takt við tímann. Íslenskur athafnamaður, búsettur í Lund- únum, vildi í kjölfarið ólmur fá sveit- ina þangað til spilamennsku og sagði Jakobi frá því að hann hefði setið tónleika í umræddri höll og hlýtt á stórtenórinn Pavarotti flytja verk eftir látna ítalska höfunda. „Hann hafði þá á orði að það væri gaman að sjá fremstu söngvara Ís- lands flytja lög eftir lifandi íslensk tónskáld og átti þá við söngvarana, hljóðfæraleikarana og lagahöfunda í Stuðmönnum,“ segir Jakob. Hann segir að auk þessa sé tónleikahöllin Royal Albert Hall þeim eiginleika búin að vera ekkert rosalega stór, séð utan frá, en innbúið sé því stærra. „Svona kallast lífið og listin á stundum,“ segir Jakob og kímir og vísar í frægt atriði úr Með allt á hreinu. Efnisskrá tónleikanna verður með allra veglegasta móti að sögn Jakobs. „Við ætlum að flytja splunkunýtt efni í bland við eldgamalt og allt þar á milli. Við erum að setja þetta sam- an þessa dagana og erum einnig að leggja drög að því að fá með okkur aðstoðarmenn, kippum a.m.k. með okkur blásturssveit.“ Hljómdiskur Stuðmanna, Six Geysirs and a Bird, sem ætlaður er fyrir alþjóðlegan markað og kom út í fyrra verður þá með í för og er að fara í dreifingu um Bretland um þessar mundir. „Það má segja að þetta sé í eðli- legu framhaldi af hinni miklu fram- rás Íslendinga til nágrannaland- anna,“ segir Jakob. „Það er því sjálfsagt að Íslendingar spili og syngi á hverju horni líkt og þeir véla um verð á kjöti og grænmeti í mat- vöruverslunum Evrópu.“ Jakob segir að sveitarmeðlimir verði þá viðstaddir kvikmyndasýn- ingarnar. „Við verðum þá með útskýringar á reiðum höndum ef svo vill til að eitt- hvað fari fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfendum.“ Jakob bætir því við að lokum að það er Baugur Group sem ber þung- ann og hitann af undirbúningi tón- leikanna og kvikmyndasýninganna í samstarfi við Icelandair og Vífilfell. Jakob lýsir því að þegar sé búið að panta á annað þúsund miða og því séu aðeins um 800 flugsæti í boði og fara þau í sölu á þriðjudaginn. Tónlist | Stuðmenn í Royal Albert Hall Lundúnir kalla Forsala á tónleikana verður í höndum Icelandair og hefst á há- degi næstkomandi þriðjudag. www.studmenn.com arnart@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Stuðmenn: „Fyrst tökum við Tívolíið … svo tökum við London!“ 56 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Kvikmyndir.is H.B. Kvikmyndir.com DV ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.30. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.30, 4, 5.30, 8 og 10.30. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30. H.J. Mbl.  Ein vinsælasta grínmynd allra tíma Þrjár vikur á toppnum í USA Sýnd kl. 8.  S.V. Mbl.  Kvikmyndir.com OCEAN´S TWELVE Kvikmyndir.is Ian Nathan/EMPIRE Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 10.30. tilnefningar til skarsver launa .Æ.m. Besta mynd, besti leikstjri, besti leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar-Cate Blanchett og Alan Alda. 11 VINSÆLUSTU MYNDIRNAR Á FRÖNSKU KVIKMYNDAHÁTIÐINNI SÝNDAR ÁFRAM V.G. DV. Langa trúlofunin - Un Long dimanche. Sýnd kl. 10.15. Grjóthaltu kjafti - Tais toi. Sýnd kl. 8. Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood. Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk. Besta mynd hans til þessa. Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood. Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk. Besta mynd hans til þessa. Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 11. Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. Ein vinsælasta grínmynd allra tíma Þrjár vikur á toppnum í USA LEONARDO DiCAPRIO H.L. Mbl. Kvikmyndir.is KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.40. B.i 16. Yfirnáttúrulegur spennutryllir af bestu gerð sem vakið hefur gríðarleg viðbrögð og slegið rækilega í gegn í USA og víðar. Varúð: Ykkur á eftir að bregða. B.i 16 ára  Ó.S.V. Mbl.  Ó.S.V. Mbl.  FRUMSÝND Í DAG J.H.H. Kvikmyndir.com H.J. Mbl. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.