Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÚR VERINU SKINNEY-ÞINGANES hefur gert samning við Nýherja um innleiðingu á SAP-Sjávarútvegslausn. Um er að ræða uppsetningu á upplýsingakerfi sem heldur utan um alla meginferla fyrirtækisins, svo sem fjárhag, inn- kaup, birgðahald, sölu og dreifingu, laun og mannauð. ,,Við völdum SAP þar sem um er að ræða heildarlausn sem veitir okkur betri aðgang að upplýsingum og get- ur aðstoðað við að auka hagræði með skilvirkum hætti,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Skinn- eyjar-Þinganess. Skinney-Þinganes hefur nú þegar tekið í notkun fjárhagshluta lausnar- innar en innleiðingartíminn var ein- ungis tvær vikur. Stefnt er að gang- setningu mannauðs- og launahluta í lok febrúar og vörustjórnunar í mars. Skinney-Þinganes er með höfuð- stöðvar á Höfn í Hornafirði, gerir út sjö fiskiskip og er með bolfiskfryst- ingu á Reyðarfirði en alls starfaum 200 starfsmenn hjá fyrirtækinu, bæði til sjós og lands. Miklar væntingar SAP-Sjávarútvegslausn hentar fyrir allar stærðir fyrirtækja og segir Aðalsteinn að miklar væntingar séu gerðar til hennar. ,,Þannig mun fjár- málahlutinn samhæfa allar fjárhags- og viðskiptaupplýsingar og stjórnun- arferla sem styður mun betur við alla ákvörðunartöku. Vörustjórnunin tek- ur á innkaupum, birgðahaldi, sölu- og dreifingu. Á einum stað verða upplýs- ingar aðgengilegar um allar vöru- hreyfingar, sölu, dreifingu og inn- kaup. Launahlutinn heldur til að mynda vel utan um veiðiferðir skipa, hvaða skipaflokk sem um er að ræða.“ Uppfyllir þarfirnar SAP-Sjávarútvegslausn hefur ver- ið í notkun hjá Samherja frá árinu 2002 en lausnin var þróuð af Nýherja í samstarfi við Samherja. SAP-Sjávar- útvegslausn er byggð á grunni mySAP Business Suite frá SAP en kerfið hefur verið þróað og stillt sér- staklega með tilliti til þarfa íslenskra útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja. Skinney-Þinganes velur SAP-Sjávarútvegslausn „Heildarlausn sem gefur betri sýn yfir reksturinn“ FRYSTITOGARINN Venus HF 519 kom til hafnar í Reykjavík upp úr hádeginu í gær með góðan afla, rúm 750 tonn af þorski upp úr sjó og er aflaverðmætið í þess- ari veiðiferð rúmar 140 milljónir kr. Skipið var við veiðar í Bar- entshafi og tók veiðiferðin 40 daga. Frystiskipin hafa verið að koma hvert af öðru inn til löndunar og hefur mikið verið að gera við landanir úr skipunum og koma af- urðunum til afskipunar. Helga María AK 16 kom til hafnar á Akranesi 2. febrúar og var aflaverðmætið um 61 millj. kr. Aflinn var um 519 tonn upp úr sjó og var uppistaðan í afla skips- ins þorskur, ufsi og karfi. Örfiris- ey RE 4 kom til hafnar í Reykja- vík 2. febrúar og var aflaverð- mætið um 67 milljónir kr. Aflamagnið var um 548 tonn upp úr sjó af blönduðum afla. Höfr- ungur III AK 250 kom til hafnar á Akranesi í byrjun vikunnar og er aflaverðmætið um 70 milljónir kr. Aflinn er um 575 tonn upp úr sjó af blönduðum afla. Þerney RE 101 kom til hafnar í Reykjavík einnig í byrjun vik- unnar og er aflaverðmæti skipsins 75 milljónir kr. Aflinn er um 548 tonn upp úr sjó og uppistaðan í aflanum er ýsa, ufsi og karfi. Venus með 140 milljónir úr Barentshafi ÞESSI mynd indverska ljósmyndarans Arko Datta, er sýnir indverska konu í Cuddalore á Indlandi syrgja ættingja sinn sem lést í flóðbylgj- unni annan dag jóla, hefur verið valin Frétta- mynd ársins 2004 (World Press Photo 2004), að því er tilkynnt var í gær. Datta starfar hjá frétta- stofu Reuters og tók myndina 28. desember. Hún var valin úr tæplega 70.000 myndum sem 4.266 ljósmyndarar frá 123 löndum sendu í keppnina sem haldin er árlega. Eru veitt verð- laun í ýmsum flokkum, en fréttamyndirnar hljóta jafnan mesta umfjöllun. Hlutu ljósmynd- arar Reuters tvenn verðlaun af þrennum í þeim flokki, auk þess að fá önnur verðlaun í flokk- unum náttúrumyndir og fólk í fréttum. Reuters Mynd ársins sýnir sorg eftir hamfarirnar KARLMAÐUR var handtekinn í íbúð í miðborg Gautaborgar í gær- morgun grunaður um ránið á sænska auðmanninum Fabian Bengtsson. Maðurinn er rúmlega fertugur og á vef Svenska Dagbladet kemur m.a. fram að hann hafi játað við yfir- heyrslur að hafa átt þátt í ráninu á Bengtsson. „Ég er búinn að bíða eft- ir ykkur,“ á maðurinn að hafa sagt þegar lögreglan kom og handtók hann, að því er Aftonbladet greinir frá. Talið er að Bengtsson, erfingja að verslanakeðjunni Siba, hafi verið rænt 17. janúar sl. en hann fannst aftur 3. febrúar á bekk í Slottsskog- en í miðborg Gautaborgar. Lögregla hefur rannsakað málið allan tímann og hefur fengið nýj- ar vísbendingar eftir að Bengts- son fannst, sem m.a. hafa leitt til handtöku manns í Austurríki og nú annars í Gauta- borg. Sönnunargögn fundust í íbúðinni í Gautaborg, m.a. sérsmíðaður hljóð- einangraður kassi eða klefi sem Bengtsson á að hafa verið haldið í. Að sögn Aftonbladet fundust einnig fleiri vísbendingar um að Bengtsson hefði einmitt verið haldið í þessari íbúð í þá 17 sólarhringa sem hans var saknað. Aftonbladet hefur einnig heimildir fyrir því að Fabian Bengtsson hafi í yfirheyrslum greint frá því að hann hafi allan tímann haft koddaver yfir höfðinu og nær ekkert séð af íbúð- inni, nema gólf og þröskulda sem hann gat lýst. Hann taldi einnig þrepin upp þegar farið var með hann í íbúðina og reyndi að gera sér grein fyrir hve löng bílferðin væri þaðan og út í Slottsskogen þar sem honum var sleppt. Á þessu byggði lögreglan m.a. það mat sitt að íbúðin væri mið- svæðis í Gautaborg. Handtekinn fyrir ránið á Bengtsson Gautaborg. Morgunblaðið. Fabian Bengtsson Játaði við yfirheyrslur að hafa tekið þátt í mannráninu ÞRJÁTÍU læknar og hjúkrunar- fræðingar í Svíþjóð eiga yfir höfði sér málshöfðun vegna ferðar til Prag í boði lyfjafyrirtækisins Astra Zeneca. Frumrannsókn er einnig hafin á þætti Astra Zeneca í málinu og grunur leikur á að um mútur hafi verið að ræða, að sögn sænska dagblaðsins Dagens Nyheter. Sænski yfirsaksóknarinn Nils- Erik Schultz hefur hafið rannsókn á málinu en hún er á frumstigi. Enginn hefur verið ákærður fyrir lögbrot. Boðsferðin var farin í september í fyrra og dvöldu læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir í fimm daga í Prag. Lyfjafyrirtækið segir að tilgangur ferðarinnar hafi verið að kynna rannsókn á lyfi en sak- sóknarinn segir að grunur leiki á að þetta hafi frekar verið skemmti- ferð. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum var dagskráin ekki mjög efnismikil,“ sagði Schultz. Dagens Nyheter segir að sam- band sænskra sveitarfélaga og samtök lyfjafyrirtækja hafi náð samkomulagi um hvernig reglur eigi að gilda um slíkar boðsferðir. Blaðið segir að ákæruvaldið rannsaki önnur mál sem kunni að verða til þess að læknar og hjúkr- unarfræðingar verði sóttir til saka fyrir spillingu. M.a. sé verið að rannsaka ferð lækna til Rómar í boði lyfjafyrirtækisins Pfizer. Boðsferð sænskra lækna rannsökuð RÚMLEGA 20 manns voru drepnir í þremur sprengjutilræðum í Írak í gær. Bílsprengja sprakk fyrir utan mosku sjíta í bænum Balad Ruz, norðaustur af höfuðborginni, Bagd- ad. 14 fórust og minnst 22 særðust. Níu þeirra sem týndu lífi voru óbreyttir borgarar, þrír voru lög- reglumenn en eitt líkið tókst ekki að bera kennsl á. Í hópi fórnarlamba morðingjanna voru þrjú börn. Fyrr um daginn höfðu vígamenn myrt níu manns í bakaríi í höfuð- borginni. Árásin var gerð í Amin- hverfinu þar sem sjítar eru í meiri- hluta en þar búa einnig súnnítar. Þótti líklegt að árásin tengdist átök- um þessara trúarhópa því beint á móti bakaríinu er lögreglustöð sem ekki var ráðist gegn. Þá beið bandarískur hermaður bana í þriðju sprengjuárásinni í Bagdad. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, var í Írak í gær og sótti heim borgina Mosul í norðurhlutanum auk Bagdad. Sagði Rumsfeld að bandaríska herliðið gæti farið heim „og borið höfuðið hátt“ þegar þjálfun íraskra örygg- issveita væri lokið þannig að þær gætu brotið á bak aftur vígahópa og hryðjuverkamenn. Yfir 20 vegnir í Írak Bagdad, Balad Ruz. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.